Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1993, Side 18
18 LAUGARDAGUR 23. OKTÓBER 1993 Dagur í lífl Hólmfríðar Karlsdóttur fóstru: Með uppsagnar- bréfið í höndunum Ég vaknaöi klukkan sjö eins og aðra daga, burstaði tennurnar og klæddi mig. Vakti strákana mína sem eru tveggja og fjögurra ára. Þeir eru báðir á leikskólanum Sunnu- hvoli, sem rekinn er af ríkisspítölun- um, þar sem ég starfa. Þegar ég var búin að klæða strákana tókum við saman það sem viö þurftum að hafa með okkur og drifum okkur af stað. Ég á að vera mætt í vinnuna klukkan átta. Eldri strákurinn er ekki á minni deild þannig að ég skilaði honum á sinn stað en sá yngri er með mér. Þegar við komum voru börnin að dunda við rólega leiki eins og púslu- spil og þess háttar. Morgunmaturinn er hjá okkur um hálfníu og á boðstólum var hafra- grautur og Cheerios. Á minni deild eru börn á aldrinum eins árs til þriggja ára og þaö þarf að setja þau á klósett eða skipta á bleium eftir morgunmatinn. Síðan skiptum við þeim í þrjá hópa efti aldri og erum að vinna með skynfærin. Ég hef til dæmis fjallað um munn og nef. Þar sem nýtt barn var með okkur þennan dag ákváðum við að breyta til og höfðum frjálsan tíma. Ég þurfti að einbeita mér aö nýja barninu og ræða við móður þess. Um tíuleytið fara öll börnin út að leika sér. Það tekur nú dágóðan tíma að klæða þau þegar þaö er orðið svona kalt í veðri. Krakkarnir undu sér vel úti við og léku sér eins og hver vildi þangað til kallað var í há- degisverð. Við vorum með hakk í matinn og Hólmfríður Karlsdóttir, fóstra og fyrrum Miss World, hefur fengið uppsagnar- bréfið eins og aðrir starfsmenn barnaheimila ríkisspitala og börnin sem á þeim dvelja. DV-mynd GVA börnin voru ánægð með það. Síöan burstuðu þau tennurnar en það er alltaf gert eftir hádegismatinn. Þá var komið að hvíldartíma barnanna, sum lögðu sig á dýnu en önnur út í vagn. Loksins þegar ég komst í mat þurfti ég að skjótast heim til að sækja snjógalla á strákana mína sem ég hafði gleymt um morguninn. Óvissan hefur áhrif Þegar ég kom til baka var leik- skólastjórinn nýkominn af fundi og var að segja okkur hvað nýjast væri í stöðunni með barnaheimilismál sjúkrahúsanna. Okkur hefur öllum verið sagt upp störfum, jafnt starfs- mönnum sem bömum. Við erum auövitað ekki sáttar við þessa stöðu sem er komin upp enda er óvissan mikil. En við erum ákveðnar að berj- ast. Við ræddum málin fram og til baka án þess að komast að nokkurri niðurstöðu. Vart er talað um annað þessa dagana. Það á jafnt við um okkur starfsfólkið og foreldra barn- anna en þeir hafa stofnað nefnd sem hefur staðið fyrir ýmsu er tengist þessu máli. Það er náttúrlega ekki jafn gaman í vinnunni þegar maður veit ekkert hvernig framtíðin verður. Börnin vöknuðu nú hvert af öðru og tvær stelpur af eldri deildinni fengu að koma í heimsókn til okkar. Okkur langar að efla meira sam- skipti milli deilda. Stelpurnar vildu spila og ég lánaði þeim bingó sem þær stjórnuðu með röggsemi. Það var mjög skemmtilegt. Bömin spil- uðu bingó fram að síðdegishressingu en eftir hana fara þau aftur út að leika sér. Flest eru þau síðan sótt um fjögurleytið en þá lýkur mínum vinnudegi. Mamma þvoði þvottinn Ég skrapp með strákana í heim- sókn til mömmu. Viö fluttum í nýtt hús í sumar og ég hef ekki ekki enn- þá komið mér upp aðstöðu fyrir þvottavélina og þurrkarann þannig að ég ætlaði að þvo þvottinn minn hjá mömmu. Hún var reyndar búin að því þegar ég kom þannig að ég þurfti ekkert að gera annað en brjóta hann saman. Við stoppuðum hjá mömmu smástund en fórum síðan heim. Eldri sonur minn settist fyrir fram- an sjónvarpið meðan ég tók til mat- inn og fljótlega kom eiginmaðurinn heim. Hann lék við strákana þangað til viö borðuðum. Eftir kvöldmatinn fóru feðgarnir niður í kjallara til að setja saman skápa en við erum stöð- ugt að vinna eitthvað í húsinu. Ég gekk frá í eldhúsinu áður en ég hátt- aöi synina og kom þeim í rúmið. Síð- an tók ég til föt fyrir næsta dag og ákvað sjálf að fara snemma að hátta. Aldrei þessu vant var ég sofnuð um hálfellefu en ég hafði vakað lengi fram eftir kvöldið áöur. Enginn dag- ur er eins hjá manni en þessi var fremur hversdagslegur. Finnur þú fímm breytingai? 228 tffiJPIB • — 'untMii Hver skrambinn, eftir þessu hafði ég ekki tekið fyrr en þú bentir mér á Nafn:.. þaðl Heimilisfang:. Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Audio Sonic ferð- aútvarpstæki frá versluninni Hljómbæ, Hverfisgötu 105. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þrumu- hjarta, Blóðrúnir, Hetja og Banvæn þrá. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 228 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uö tuttugustu og sjöttu getraun reyndust vera: 1. Jónas Kristjánsson, Heiðarlundi 6 H, 600 Akur- eyri. 2. Matthea G. Ólafsdóttir, Brúarflöt 9, 210 Garðabæ. Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.