Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 Fréttir Einum af hluthöfum Sameinaðra verktaka stefnt fyrir héraðsdóm: Fjármálaráðherra krefst skatta af arðgreiðslum - hagsmunirsnúastumhundruðmiltjónakróna Pjármálaráðherra hefur stefnt einum af hluthöfum í Sameinuðum verktökum, Vatnsvirkjanum hf„ fyrir Héraðsdóm Reykjaness og krefst þess m.a. að úrskurður ríkis- skattanefndar verði felldur úr gildi og 7 prósenta arðgreiðsla af 103 milljóna króna hlutafé verði skatt- lögð. Hér er um að ræða prófmál en hagsmunir ríkisins og hluthafa . í Sameinuðum verktökum sem öðr- um fyrirtækjum nemur hundruð- um milljóna króna. Eftir að Sameinaðir verktakar gáfu út skattfrítt jöfnunarhlutafé til hluthafa upp á 900 miUjónir króna á hlutafjárfundi í byijun árs 1992 ákvað Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra að kanna hvort ástæða væri til að leita tU dómstóla með úrskurð ríkisskattanefndar um að ekki væri hægt að skatt- leggja arðgreiðslurnar. Vatnsvirkinn er aðeins einn af hiuthöfum í Sameinuðum verktök- um og telst hann 7 prósenta hlut- hafi. Hins vegar reyndi aðeins á þátt þessa fyrirtækis fyrir ríkis- skattanefnd sem síðan úrskurðaði ríkinu í óhag árið 1992. Þess vegna er taUð eðlUegt að það reyni á þátt Vatnsvirkjans fyrir dómstólum. Arðgreiðslur Sameinaðra verk- taka vöktu mikla athygU á sínum tíma og urðu m.a. umræður á Al- þingi þar sem þingmenn létu frá sér fara hin fleygu orð: löglegt en siðlaust. Krafan um skatt á hátekj- ur og fjármagnseigendur fengu fljúgandi byr þegar fréttir bárust um 900 mUIjóna skattfrjálsa greiðslu til eigenda Sameinaðra verktaka. Það verður Már Péturs- son héraðsdómari sem tekur máUð fyriránæstunni. -Ótt Fjölmiölakönnun Félagsvísindastofnunar: UngafóHöð kaupirDV - fréttatímarljósvakannahrapaenn Tvisvai sinnum hafa mæðgurnar Sigrún Jónsdóttir, 42 ára, og Jónína Eyja Þórðardóttir, 25 ára, eignast börn á sama ári, í ár og fyrir sjö árum. Lengst til vinstri á myndinni er Sólrún Ósk, sjö ára. Hún er dóttir Jóninu Eyju sem heldur á Díönu Ösp, fimm mánaða. Sigrún heldur á niunda barni sínu, Aldísi Eik, sem er sjö vikna. Lengst til hægri er næstyngsta barn Sigrúnar, Ómar örn, sem er sjö ára, þremur mánuðum yngri en Sólrún Ósk. DV-mynd HS Mæðgur samstiga í barneignum 63,5 prósent fólks á aldrinum 12-24 ára kaupa DV. HlutfalUð lækkar UtU- lega í eldri aldursflokkum, er í kring- um 57 prósent. í elsta aldursflokkn- um, 68-80 ára, kaupa 34 prósent DV. Þetta má meðal annars lesa út úr fjölmiðlakönnun sem Félagsvísinda- stofnun birti í gær. Þetta var síma- könnun þar sem stuðst var við 1200 manna slembiúrtak úr þjóðskrá. Svör fengust frá 869 manns sem er 72 prósent svarhlutfaU. Kannaðir voru þrír dagar í sjón- varpi, einn dagur í útvarpi og síðustu sjö dagamir þegar spurt var um lest- ur dagblaða. Ekki er marktækur munur þegar lestur DV og Morgunblaðsins er skoðaður þessa viku. 72 prósent að- spurðra lásu eitthvað í DV í vikunni en 74 prósent í Morgunblaðinu. Ein- ungis 17 prósent lásu eitthvað í Pressunni þessa viku. í öUum tilvik- um er um nokkurra prósentustiga minnkun lesturs frá því kannað var í júní. Ljósvakafréttir hrapa DV birti í vikunni frétt og graf sem sýndi hrap í áhorfi og hlustun á ljós- vakafréttir yfir 7 ára tímabU. Könn- un Félagsvísindastofnunar nú sýnir enn þessa þróun. 41 prósent sáu að meðaltali fréttir Sjónvarpsins í júní en nú aðeins 38 prósent. Samsvar- andi tölur fyrir Stöð 2 sýna fall úr 32 í 29 prósent. Lestur blaða í október 1993 — eitthvaö lesiö í vikunni — Hádegisfréttir RÚV falla úr 30 í 24,1 prósent hlustun og kvöldfrétt- imar úr 24,1 í 18,2 prósent. Meðal- hlustun á þessar fréttir RÚV er 21 prósent, var 50 prósent 1986. Loks feUur hlustun á hádegisfréttir Bylgj- unnar úr 13,4 í 9 prósent og kvöld- fréttir úr 8 í 7 prósent. Meðalhlustun á þessar fréttir Bylgjunnar er 8 pró- sent. -hlh Mæðgurnar Sigrún Jónsdóttir og Jónína Eyja Þórðardóttir á ísafirði eignuðust báðar dætur á þessu ári. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem þær voru samstiga í bameignum. Fyrir sjö árum eignuðust þær nefni- lega einnig báðar böm á sama ári. „Þetta var alls ekki skipulagt hjá okkur mæðgunum heldur algjör til- vUjun,“ segir Sigrún sem var að fæða sitt níunda barn þegar dóttirin Aldís Eik kom í heiminn fyrir sjö vikum. Jónína, sem er elsta bam Sigrúnar, eignaðist einnig dóttur á þessu ári, Díönu Ösp, sem er 5 mánaða. Jónína á einnig Birgittu Rós, sem er 5 ára, og svo Sólrúnu Ósk sem er sjö ára. Hún er þremur mánuðum eldri en Ómar Öm, næstyngsta barn Sigrún- ar. Þær mæðgur eru báöar ákaflega ánægðar með barnahópana sína en Sigrún tekur það samt fram að hún voni að Jónina reyni ekki að slá sér viö í þarneignum. Þrátt fyrir mikið annríki á barn- mörgum heimilunum hafa þær báð- ar verið í fiski og rækju öðru hveiju. „Það hafa aUir hjálpast að og þau eldri litið eftir þeim yngri,“ segir Sig- rún. -IBS Stuttar fréttir ríkisskuldabréfum í gær i klölfar þess aö ríkisstjórnin lýsti yfir vilja tU vaxtalaikkunar að bréfin seldust upp. Lætur nærrí aö rík- isskuldabréf hafi selst fyrir hátt í tvo mUljarða. Áætiunarflugfelitnlöur Flugfélag Norðurlands hefur ákveðið að feUa niður áætlunar- flug miUi Keflayíkur og Akur- eyrar í vetur. Ástæðurnar eru minni vöruflutningar, há af- greiðslugjöld í Keflavík og litlar tekjur af hverjum farþega. Hættuleg berklabaktería íslensk heUbrigðisyfirvöld ótt- ast að hingað tíl lands geti fljót- lega borist hættulegt afbrigöi berklabakteríu frá Bandaríkjun- um. Mjög erfitt er að lækna sjúkl- inga sem smitast af henni. RÚV flutti þessa frétt af námstefnu um alnæmi sem haldin var í Reykja- vík í gær. Gærusalanheimil Framleiðsluráð landbúnaðar- ins treystir sér ekki til að banna sölu á óunnum gærum til út- landa. Ráðið beinir hins vegar J)eim tilmælum tíl sláturleyfis- hafa að þeir skipti fremur við innlenda aðila. Tilmælin eru vegna samninga um stórfeUda gærusölu til útlanda í haust.: UÚátelursfjómvöld Útvegsmenn hafnaþví að Norð- menn og Rússar hafi einir veiöi- rétt í Smugunni. Á aðalfundi LÍÚ í gær voru stjómvöld átalin fyrir að styðja ekki íslenska sjómenn sem stunda veiðar í Smugunni. RÚV greindi frá þessu. -kaa Deilan milli stjórnarflokkanna um heilsukortin hefur verið í sviðsljósi liðinnar viku. Deilan varð svo hörö á ríkisstjórnarfundi í vikunni að reyndir menn sögðust ekki hafa séð prúðmennið Friðrik Sophusson jafn reiðan fyrr. Niðurstaðan varð samt sú að honum og Guðmundi Árna heilbrigðisráðherra var gert að setjast niður og semja um málið. Ef litið er á miðmyndina í mynda- röðinní hér aö ofan má sjá hvernig heilsukortaráðherrann litur út eftir að samkomulag hinna tveggja hefur náðst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.