Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 Dagur í lífi Halldórs Ásgrímssonar, þingmanns Framsóknarflokksins: Tekið í spil að lokn- um fundahöldum Ég vaknaði snemma og byrjaði á að lesa blöðin með morgunkaffinu og smurði svo nesti fyrir dóttur mína í skólann. Síðan ákvað ég að drífa mig í heilsuræktina og var kominn þangað vel fyrir klukkan átta. Að því loknu tók við fundur varðandi störf efnahags- og við- skiptanefndar hjá ASÍ. Þetta var gagnlegur fundur þar sem fjallað var um væntanleg störf nefndar- innar, staðfestingu bráðabirgða- laga og væntanlegt frumvarp vegna skattbreytinga sem hugsan- lega snerta kjarasamninga. Klukkan tíu hafði ég boðað þing- menn Austurlands með starfs- mönnum Flugmálastjórnar á fund þar sem viö fórum yfir málefni flugvalla á Austurlandi. Nýlega hafa verið miklar framkvæmdir á Egilsstaðafiugvelli. Það er afar mikil aukning á Homafirði, sér- staklega yfir ferðamannatímann, og kemur alltof oft fyrir að ekki sé hægt að fljúga þangað vegna dimm- viðris og hliðarvinds. Það er mjög brýnt að bæta þar úr til að þessi uppbygging geti átt sér stað því hún byggist að miklu leyti á fluginu. Hægt er aö leysa hluta af því með ekki mjög dýrum framkvæmdum, með nýjum aðflugsbúnaði og síðan lengingu brautar. Að vísu er rætt um þverbraut sem er mjög dýr og trúlega verður eitthvað að bíða. Að loknum þessum fundi höfðum við þingmenn Austurlands verið beðn- ir um fund með framkvæmdastjóra fyrirtækis á Austurlandi í fisk- vinnslu. Við áttum ágætan fund meö honum vegna vandamála sem þar steðja að og ræddum saman fram í hádegið. Ég var við upphaf þingfundar klukkan hálfeitt og sinnti atkvæðagreiðslum en hvarf síðan af vettvangi þar sem ég hafði ekki hugsað mér að taka þátt í þeim umræðum sem fram áttu að fara. Bunki af skilaboðum Þá var komið að því að taka til í þeim bunka af skilaboðum sem mér höfðu borist. Þessum skilaboð- um var ég að sinna langt fram eftir degi. Ég þurfti að tala við sveitar- stjóra austur á landi um málefni þess byggðarlags og aðra menn, m.a. um veiðar í Smugunni og sOd- veiðar, ígulkeravinnslu og vanda- mál í sjávarútvegi, svo að eitthvað sé nefnt. Einnig þrníti ég að ræða við menn um væntanlegan fund efnahags- og viðskiptanefndar með bankastjórn Seðlabanka íslands en einn af bankastjórunum hafði hringt út af honum. Þá voru einnig skilaboð erlendis frá. Ég er formaður í miðjuhópi í Norðurlandaráði en við erum ekki með ritara eins og er. Það kom því í minn hlut að finna mann til að mæta á fund í Stokkhólmi fyrir okkar hönd. Mér tókst að leysa það með því að fá mann frá Folketparti- et í Svíþjóð til að mæta fyrir okkar hönd. Jafnframt þurfti ég að ræða lengi við framkvæmdastjóra Norð- urlandaráðs um málefni sem snerta norræna samvinnu. Einrng átti ég, ásamt vararformanni ís- landsdeildar Norðurlandaráðs, fund með starfsmönnum í þinginu um hugsanlegar breytingar á starf- semi sem tengist íslandsdeUdinni en nú er verið að undirbúa ráðn- ingu á nýjum forstöðumanni þar. Þá átti ég jafnframt fund með for- manni Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna í svipuðum erinda- gjörðum og fundurinn sem ég átti með aðilum frá ASÍ. Þegar klukkan var orðin sex sett- ist ég niður tO að vinna að undir- búningi kjördæmisþings sem verð- ur hjá okkur framsóknarmönnum á Austurlandi nú um helgina. Slátur í matinn Ég kom heim í kvöldmatinn upp úr sjö og þá var konan með heitt slátur í matinn. Ég reyndi að fylgj- ast með fréttum meðan ég þvoði upp þar sem konan var að fara annað enda hafði hún eldað. Ég var ákveðinn í að mæta í bridgeklúbb- inn minn en við erum sex félagar í honum sem vorum samtíma í námi í Kaupmannahöfn. Ég reyni * að komast í bridge á hverju þriðju- dagskvöldi þó þaö takist ekki allt- af. Það er mjög mikOvægt að hitta spOafélagana því þaö eru menn sem tengjast öðru í þjóðfélaginu en ég geri og því verðmætt að heyra sjónarmið þeirra. Einn sagði okkur frá þegar hann söng á landsfundi Sjálfstæðisflokksins en annað um- ræðuefni læt ég hggja mflli hluta. En gott var að slappa af með spila- félögunum. Ég kom heim upp úr miðnættinu og þá lauk þessum degi sem var ekkert sérstaklega óvenjulegur. Vel má vera að ég hafi gleymt ein- hverju en svona var dagurinn að verulegu leyti. -ELA Halldór Ásgrímsson átti ekki dauöa stund á þeim degi sem hann lýsir hér. DV-mynd GVA Finnur þú funm breytingai? 229 Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Audio Sonic ferðaútvarpstæki frá verslun- inni Hljómbæ, Hverfisgötu 105. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur. Bækurnar, sem eru í verðlaun, heita: Mömmudrengur, Þrumu- hjarta, Blóðrúnir, Hetja og Banvæn þrá. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 229 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundr- uð tuttugustu og sjöundu get- raun reyndust vera: 1. Guðfinna Berg, Skólastíg 13, 600 Akureyri. 2. Lilja Friðriksdóttir, Heiðargarði 2, 230 Keflavík. Vinningarnir verða sendir heim. Heimilisfang:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.