Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
Erlend bóksjá
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. Robert James Waller:
The Bridges of Madison
County.
2. Ben Elton:
This Other Eden.
3. Douglas Adams:
Mostly Harmless.
4. Catherine Cookson:
The Maltese Angel.
5. Sue Townsend:
The Queen and I.
6. John Grisham;
The Firm.
7. Terry Pratchett:
Only You Can Save
the World.
8. Joanna Trollope:
The Men and the Girls.
9. Donna Tartt:
The Secret History.
10. Armistead Maupin:
Tales of the City.
Rit almenns eðlis:
1. Jung Chang:
Wild Swans.
2. James Herriot:
Every Living Thing.
3. Níck Hornby:
Fever Pitch.
4. Dirk Bogarde:
Great Meadow.
5. Antonia Fraser:
The Six Wives of Henry VIII.
6. Maureen Lipman:
When's It Coming Out?
7. Peter de la Billiére:
Storm Command.
8. Brian Keenan:
An Evil Cradling.
9. Tina Turner & Kurt Loder:
I, Tina.
10. R. Atkinson & R. Driscoll:
Mr. Bean's Diary.
(Byggt á The Sunday Times)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Jan Guillou:
Den agtværdige morder.
2. Beatrice Saubin:
Prevelsen - dodsdcmt i
Malaysia.
3. Aage Bertelsen:
Oktober 43.
4. Per Hoeg:
Forestillinger om det 20.
árhundrede.
5. Peter Hoeg:
Fortællinger om natten.
6. Ib Michael:
Vanillepigen.
7. Herbjorg Wassmo:
Dinas bog.
(Byggt á Polltiken Sondag)
Bookerinn
til Dublin
Stundum er yfir því kvartaö aö
Bookerinn, helstu bókmenntaverö-
laun Breta, fari gjaman til óþekktra
höfunda fyrir „ólæsilegar" bækur,
svo vitnaö sé til orða eins gagnrýn-
anda.
Ekki er hægt að halda slíku fram
aö þessu sinni. Þegar dómnefndin
tilkynnti úrslit samkeppninnar í vik-
unni við hátíðlega athöfn í Guildhall
í London reyndist sigurvegarinn
þvert á móti vinsæll höfundur bóka
sem seljast vel - sum sé írski kennar-
inn Roddy Doyle.
Og bækur hans munu ganga enn
betur út á næstunni því reynslan
sýnir aö Bookerinn fimmfaldar
gjarnan sölu þeirrar bókar sem verð-
launin hlýtur.
Úrshtin komu reyndar ekki á óvart
því Doyle var lengst af talinn líkleg-
astur þeirra 6 höfunda sem komust
meö sögur sínar í úrslitakeppnina.
Fyndið og óheflað
Hann er írskur kennari, 35 ára
gamall, og hefur þegar samið nokkr-
ar skáldsögur um lífið í fátækra-
hverfum írsku höfuðborgarinnar.
Frægust er The Commitments frá
árinu 1987 en Alan Parker gerði eftir
henni kunna kvikmynd. Hinar nefn-
ast The Snapper, sem líka hefur ver-
ið kvikmynduð, The Van - og svo
verðlaunabókin Paddy Clarke Ha Ha
Ha.
Sögur hans eru dregnar einfóldum
dráttum, lýsingar gróflega fyndnar
og orðbragð afar óheflað. Reyndar
Roddy Doyle með verðlaunasöguna
við afhendingu Bookerins.
Simamynd Reuter
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
hafa sumir gagnrýnendur bent á að
verk hans séu frekar kvikmynda-
handrit en skáldsögur.
Sjálfur er Doyle afar ólíkur sögu-
persónum sínum. Hann hefur reynd-
ar vakið athygli á þvi að honum sé
lítið gefið um gamlar klisjur um
hvernig írsk skáld eigi að vera. „Ein
goðsögnin er sú að þú verðir að fara
í útlegð (eins og Oscar Wilde og
James Joyce). Önnur að þú þurfir
að vera kjaftfor fyllibytta (eins og
Brendan Behan) til að skrifa,“ segir
Doyle sem hafnar slíkum formúlum.
Doyle, sem hefur nú fengið tveggja
ára leyfi til að helga sig ritstörfum,
var aö vonum ánægður með heiður-
inn og verðlaunaféð (á þriðju milljón
króna). „Þetta kann að spilla mér til
lengri tíma litið,“ sagði hann, „en
þessa stundina líður mér fjári vel.“
Vantaði Kasparov?
Verðlaunasagan gerist árið 1968 og
fjallar um tíu ára dreng. Hann hefur
mestan áhuga á fótbolta (Georg Best
er hetjan), búðarhnupli og leyndar-
dómum ástarlífsins. Á heimilinu
verður hann hins vegar að horfa upp
á foreldra sína tæta hvort annað í sig
og stefna í skilnað.
Bookerinn hefur mælst misjafn-
lega fyrir að þessu sinni, einkum
vegna þess að gagnrýnendur eru al-
mennt sammála um að langbesta
skáldsaga ársins hafi alls ekki verið
með í keppninni. Þeir telja sum sé
að maraþonverkið A Suitable Boy
eftir Vikram Seth (1349 bls.) hefði átt
að fá Bookerinn i ár. Að horfa fram
hjá þessu mikla verki, segir breska
fimaritið Economist, er svona álíka
og að heíja leitina að besta skák-
manni heims með því að útiloka
Garrí Kasparov.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Edith Whartpn:
The Age of Innocence.
2. Amy Tan:
The Joy Luck Club.
3. Anne Rice;
TheTaieof the BodyThief.
4. Chatherine Coulter:
Lord of Hawkfell Island.
5. Nancy T. Rosenberg:
Mitigating Circumstances.
6. Jahn Grisham:
The Pelican Brief.
7. Dean Koontz:
Dragon Tears.
8. John Grisham:
A Time to Kill.
9. Donna Tartt:
The Secret History.
10. Michael Crichton:
Congo.
11. John Grisham:
The Firm.
12. Michael Crichton:
Sphere.
13. Michael Crichton:
Rising Sun.
14. Michael Shaara:
The Killer Angels.
15. Linda L. Miller:
Forever and the Night.
Rit almenns eðlis:
1. Rush Limbaugh:
The Way Things Ought
to Be.
2. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
3. Schwarzkopf & Petre:
It Doesn't Take a Hero.
4. The President's Health
Security Plan.
5. Robert- Fulghum:
Uh-oh.
6. Maya Angelou:
I KnowwhytheCaged Bírd
Sings.
7. Ross Perot & Pat Choate:
Save Your Job, Save Our
8. Peter Mayle:
A Year in Provence.
9. Gail Sheehy:
The Silent Passage.
10. Jean P. Sasson:
Princess.
11. James Herriot:
Every Living Thing.
12. K. Le Gifford & J. Jerome:
I Can't Believe I Said That!
13. Deborah Tannen:
You just Don't Understand.
14. Anne Rule:
A Rose for Her Grave.
15. Berníe S. Siegel:
Love, Medicine and
Miracles.
(Byggt á New York Times Book Revicw)
Vísindi
Forfeður á
faraldsfæti
Fornleifafræöingar í Afríku
hafa fundið eldri vísbendingar
um mannvist þar en áður var
vitað um. Nýverið fannst 2,3
miiljón ára gamall kjálki á vest-
urströnd Maiavívatns.
Fomleifafæðingamir segja aö
margt bendi til að heiil ættbálkur
hafi tekið sig upp frá Iendum sín-
um í Austur-Afriku og haldiö
suður á bóginn. Þetta hefur gerst
fyrir tveimur milljónum ára eða
löngu áður en vitað er til að
menningarsamfélög hafi risið.
Plútóáreiki
Breskir stjarnfræðingar segja aö
reikisfjaman Plútó hafi í árdaga
sólkerfis okkar fariö út af braut
sinni vegna áhrifa frá'Neptúnusi.
Plútó gengur þvert á aðrar reiki-
stjörnur og skerast brautir hans
og Neptúnusar.
Loftleysi
Bandaríski risaeðlufræðingurinn
Garry Landis segist hafa fundiö
vísbendingu um að risaeðlumar
haí! látist úr súrefnisskorti en
ekki vegna gróðurhúsaáhrifa í
kjölfar loftsteinahríöar.
Landis segir aö risaeölumar
hafi dáið út á 10 milljón árum en
loftsteinakenningin miði við
skyndidauða þeirra.
Umsjón
Gísli Kristjánsson
Sjóveikilyf á vegg
Til þessa hafa menn helst notast
við lyf til að ráða bót á sjóveiki - í
það minnsta þar til sjómannsefniö
hefur sjóast nægilega til að standa á
fótunum. En nú hafa hollenskir vís-
indamenn fundið upp nýtt ráð sem
kann að nýtast vel fólki sem af og til
tekur sér far með ferjum. Það eru jú
þeir sem kaupa og neyta mest af sjó-
veikipillum.
Nýja sjóveikiráðið kemur lyfjum
ekkert við. Það byggist á kenningum
um jafnvægislist heilans og tölvur
kunna að koma við sögu í framtíð-
inni, reynist hefðbundnar hugmynd-
ir um orsakir sjóveiki réttar.
Hollendingamir hafa þróað búnað
sem sýnir rétta sjólínu á veggjum í
sölum og káetum skipa. Línan birtist
sem ljósrák á veggnum og á að koma
í staðinn fyrir sjóndeildarhringinn
sem mönnum er tamt að hafa fyrir
augunum.
Vísindamennimir veittu því at-
hygli að fólk verður síður sjóveikt
ef það er ofanþilja. Skýringin á þessu
Er sjóveiki bak við ystu sjónarrönd?
er sú að þá geta menn alltaf séð sjón-
deildarhringinn. Hafi menn fastan
punkt fyrir augum þá ruglast jafn-
vægisskyniö síður en truflanir á því
em táldar orsakir sjóveikinnar.
Dvelji fólk neðanþilja í sjóferðum
hiefur jafnvægisbúnaður heilans
ekkert tíl að leiðrétta breytingar á
stöðu líkamans með þegar skipið
veltur. Að vísu er það svo að fólk
verður einnig sjóveikt ofanþilja en
veikin herjar að sögn ekki eins
grimmt þar.
Með nýju tækninni verður háþró-
aður jafnvægisbúnaður tengdur við
ljós sem varpar mjórri, láréttri ljós-
rák á veggi og þil. Rákin á alltaf að
fylgja hinni réttu sjólínu og koma i
stað hennar. Þessi búnaður léttir
mjög álagiö á jafnvægiskerfi líkam-
ans og kemur í það minnsta í sumum
tilvikum í veg fyrir að landkrabbar
verði svo ringlaöir að þeir selji lát-
laust upp.
Nú stendur til að þróa þetta sjó-
veikiráð enn frekar og tengja það
svoköliuðum sýndarveruleika sem
er það allra nýjasta í tölvutækninni.
Þá er hugmyndin að farþegar í ferj-
um og skipum geti fengið sérstök
tölvugleraugu þar sem rétt sjólína
er stööugt fyrir augunum. Þessa að-
ferð á fyrst aö reyna á nýliðum í
hollenska sjóhernum.
Gervifóstur lifðu í sex daga
„Það kom aldrei tU greina að láta
fóstrin lifa. Þetta var bara vísindaleg
tílraun og þessum áfanga hennar er
lokið,“ segir Robert J. StUlman,
læknir við George Washington-
sjúkrahúsið í Washington i Banda-
ríkjunum.
Þar tókst læknum fyrir skömmu
að skipta fósturvísum þannig aö úr
urðu tveir nákvæmlega eins ein-
staklingar. StiUman segir að fóstrin
hafi aðeins lifað í sex daga og að aldr-
ei hafi komið til greina að láta þau
lifa lengur.
Tilraun þessi hefur miklu fremur
vakið óhug en hrifningu. Sumum
vísindamönnum hefur að visu þótt
sem merkum áfanga væri náð en
öðrum þykir sem nú sé of langt geng-
ið í að ráðskast með sköpunarverk
guðs.
Margir visindmenn hafa og gagn-
rýnt læknana í Washington og segja
að nú sé komið aö því að menn spyiji
sig hvort allt sé leyfilegt. „TUraunir
af þessu tagi vekja upp spumingar
um hvað sé mennskt og hvað ekki,“
segir James Nelson, líffræðingur í
New York.
TUraunin sýnir að hægt er að fá
fleiri en eitt eintak af sama barninu;
fólk getur átt fósturvísa í frysti og
fengið fiöldaframleidda afkomendur
ef þeir reynast vel.
StiUman læknir segir að vaíigavelt-
ur af þessu tagi séu út í hött því ekki
standi til að fara að fiölfalda fólk
þótt tæknin til þess sé vissulega ínn-
an seUingar.
Strigabassar
Rannsókn í Ástralíu hefur leitt
í Ijós að raddir kvenna eru dýpri
nú en þær voru fyrir hálfri öld.
Nýlega voru raddir kennara-
nema bornar saman viö upptökur
af röddum jafnaldra þeirra frá
árinu 1945.
Að jafnaði eru raddir kvenna
samtímans dýpri og rekja vís-
indamenn það til þriggja þátta
sem hafa breyst á þessum tíma.
í íyrsta lagi eru konur nú al-
mennt stærri en þær voru fyrir
hálfri öid, Það leiðir óhjákvæmi-
lega af sér dýpri raddir.
I öðru lagí er talið aö um miöja
þessa öld hafi veriö ætlast tU að
konur töluöu kvenlega og því
hafi þær forðast að nota bassa-
tóna. í þriöja lagi hafa margar
þekktar konur á okkar tímum
leitast viö að tala djúpri röddu.
Þar er járnfrúin Margrét That-
cher frægust en hún breytti rödd
sinni markvisst.
Sterasmyrsl á
slöpp typpi
Visindamenn í ísrael hafe und-
anferið gert tilraunir með nýtt
smyrsl sem á að vinna gegn getu-
leysi. SmyrsUð er sett saman úr
ýmsum olíum og sterum.
Smyrslið kallast Stearyl-VIP og
verður sett á almennan markað
reynist þaö eins vel og vísinda-
mennimir vilja vera láta.
Smyrslið er borið á Uminn og
berast virk efni úr því inn í blóð-
rásina með þeim árangri að slöpp
typpi verða stinn. Smyrsliö hefur
hingað til aðeins verið notað á
geltar rottur og hefur reynst óað-
finnanlega.