Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. OKTÖBER 1993 Vísnaþáttur Þómenn skorti skerpu ogvit Guðmundur Magnússon (Jón Trausti) skrifaði grein í Óðin, 3. tbl. 1915, og var fyrirsögn hennar „Þingmaður Bolvíkinga". Hún er á þessa leið: „Þingmaður Bolvíkinga" er ný- lega dáinn. Það var kárlvesalingur, auðnuleysingi vestan af landi, Gísli Hjálmarsson að nafni, sem átti við þá sinnisveiklun að stríða að hann ímyndaði sér, að hann væri þing- maður - eða ætti að minnsta kosti að vera það. Það sem gerði Gísla heitinn einkennilegan og skemmti- legan á sína vísu og gerði mörgum freistinguna til að æsa hann upp og hafa hann til gamans of mikla, var, að hann var lifandi skrípa- mynd af sönnum þjóðmálaskúm. Allt það, sem hann hafði séð og heyrt í landsmálastælum, hafði sýnilega runnið honum í blóðið. Málrómurinn, framburðurinn, lát- bragðið og alhr tilburðir og róm- breytingar, byljirnir og brettumar, - aÚt var þetta þrungið af slíkum móði, svo háfleygri „mælsku" og „speki“ og „sannfæringu", svo log- andi föðurlandsást, að það var sem ótal ræðuskörungar væru þar runnir saman í einn, stæöu þar andspænis „háttvirtum kjósend- um“ og mæltu af postullegri anda- gift - alhr í einu. Sá var munurinn mestur, að þetta, sem venjulega er hræsni og loddaraskapur hjá þjóð- málaskúmum, varö að alvöm og einlægni hjá Gísla. Ræðan hans var tóm endileysa að orðum og efni, gersamlega óskiljanlegur vaðah, en tilfmningamar vom auðfundnar. Venjulega er loddarinn í búningi einlægninnar - þarna var einlægni í búningi loddarans. Oft er látið fjúka í kviðhngum á þingi því aö margir em þar saman komnir hagmæltir. Ekki þykir mikils um þann þingmann vert sem aldrei fær þingstöku. Þing- maður Bolvíkinga fékk eina. Það var á þinginu 1912. Þá var búið að „sparka" Birni heitnum Jónssyni úr ráðherratign en engin tök á að koma sér saman um eftirmann hans. Þá var þetta kveðið: Fyrst nú aht er farið í tvennt og flokkar um völdin þinga, því er kóngi þá ei bent á þingmann Bolvíkinga? Það skiptir miklu að koma sér vel við þá sem töglin hafa og hagldirn- ar, eins og greinilega kemur fram í eftirfarandi stöku sem ég veit ekki hver kveðið hefur né heldur um hvern: Hann er þeirra styrkust stoð við stjórn, þá skipt er orðum, enda fær hann ugga og roð undan þeirra borðum. Þegar þjarkað var um það á Al- þingi 1863 (?) hvort leyfa ætti lög- gildingu verslunarstaðar á Skipa- skaga en ótti við slíka löggildingu var ekki ástæðulaus því henni fylgdi heimild til að versla án tak- marka með vínfóng, kvað Pétur Pétursson biskup: Ef verzlun kemur á Skipaskaga skötnum verður það mest til baga. Eftir sér það dilk mun draga: drykkjurúta og letimaga. Sigrún Fannland frá Sauðár- króki: Orku úr læðing leysa má lukku til og sorgar. En axarsköft þeim æðstu hjá almenningur borgar. Og vestanhafs kveður J.P.P.: Unnast hjú og eru lík, enda bæði viss þess. Business passar póhtík, póhtíkin business. Torfi Jónsson Guðmundur A. Finnbogason, Hvoh í Innri-Njarðvík, leggur svo- feht mat á ástandið: Velmegunar og vaxtagegnd virðist menning okkar þjóna, hávaði og háralengd hækkuð pils - og lækkuð króna. Þingvísa (hklega nokkuð gömuli: Sannleiks raust sem rökfest er réttarfars um lýti, fremur ekki heyrist hér en Hallgrímsljóð í Víti. Guðmundur Bjömsson í Görðum: Þegar rekstrar arður er einstaklings er gróðinn. En tíðarandinn temur sér að töpin borgi þjóðin. Lilja Björnsdóttir skáldkona orti um dýrtíðina: Dýrtíðin hún „segir sex“, sár þau reynslukynni. Eftir því sem verðið vex verður bitinn minni. Það var hér um árið, þegar fuh- trúar framsóknarfélaganna á Vest- flörðum voru að koma saman framboðslista til alþingiskosninga, að Eysteinn Gíslason frá Skáleyj- um orti til Magnúsar Gunnlaugs- sonar, bónda á Ósi í Steingríms- firði, sem var snjah hagyrðingur: Skáld á þingi finnast fá, fjölgað samt þeim gæti ef við létum ljóðskáld á hstans þriðja sæti. Og fyrst að enginn agtar mig, enda þótt mig langi, vh ég benda þeim á þig í þriðja sætið, Mangi. Skyldi eftirfarandi staka Jóns S. Bergmanns eiga eins vel við í dag og þegar hún var kveðin? Þó menn skorti skerpu og vit, skal ei neitt frá reika, nú er aðeins innt um ht, ekki um hæfileika. og hann kvað einnig: Þingmenn góöir þegnum frá þyngsta skattinn draga, en leggja bara annan á eftir nokkra daga. Ekki veit ég frá hvað tíma né eft- ir hvern síðasta vísan að þessu sinni er, þeir taka hana til sín sem eiga. Það er margt sem þyrmir yfir þetta fagra land. Nú ætla sauðir sálarsnauðir að sigla öhu í strand. Torfi Jónsson Matgæðingur vikurmar___ Grillað svínakjöt - með púrrulauk og baunaspírum „Rétturinn, sem ég ætla að gefa uppskrift að, er grillað svínakjöt með púrrulauk og baunaspírum," segir Jórunn Jónsdóttir tækniteiknari sem er matgæð- ingur DV að þessu sinni. „Það er mjög einfalt að búa til þennan rétt. Ég hef notað þessa uppskrift töluvert síðan ég fann hana og hún hefur ahtaf líkað mjög vel.“ Uppskriftin er fyrir 6. Það sem þarf 1 kg svínalundir Til marineringar: % bolh hoisinsósa 2 matsk. tómatsósa 1 matsk. smátt saxaður eða pressaður hvítlaukur l'A matsk. soyasósa 2 matsk. þurrt sérrí 1 matsk. sykur Salatsósa 'A bolh soyasósa 3 matsk. hrísgrjónaedik 1 matsk. sykur 2 matsk. dökk sesamolía Salatið 2 matsk. safflower- eða kornolía 1 matsk. smátt saxaður hvítlaukur 5 bohar púrrulaukur, skorinn í þunnar sneiðar, hvíti og ljósgræni hlutinn 1 'A matsk. þurrt sérrí 4 bohar ferskar baunaspírur Aðferðin Jórunn Jónsdóttir matgæöingur DV-mynd Brynjar Gauti Öhu sem á að fara í marineringuna, þ.e. hoisinsósu, tómatsósu, soyasósu, hvítlauk, sérríi og sykri, hrært saman þar til sykurinn er uppleystur. Þessu er heht yfir kjötið og það marinerað í 4-6 klukkusstundir, má vera lengur. Kjötinu er snúið nokkrum sinnum meðan á marineringunni stendur. Kjötið er nú grillað í 15-20 mínútur eða þar til það er gegnumsteikt. Passið að snúa því oft á grillinu. Síðan er kjötið tekið af og látið standa í 5 mínútur. Því sem fer í salatsósuna, ediki, sesamolíu, soyjasósu og sykrinum, blandað saman og hrært þar til sykurinn er uppleystir. Þá er salatið búið til. Komohan er hituð í wokpönnu eða annarri stórri pönnu þar til olían er vel heit en þó án þess að það rjúki úr henni. Hvítlauk- urinn og púrrulaukurinn eru steiktir í eina mínútu, sérríinu, baunaspírunum og salatsósunni er nú bætt út í og allt steikt saman í eina mínútu. Hræra þarf í á meðan. Grænmetið er síðan tekið af pönnunni með fiskspaða þannig að sósan shst frá og það sett á fat. Sósan er geymd. Kjötið er nú skorið í sneiðar og lagt ofan á grænmetið og sósan borin heit með. Með þessum rétti eru borin fram hrísgrjón. „Við hjónin höfum voða gaman af að dunda okkur í eldhúsinu," segir Jórunn. „Við búum gjaman til kín- verskan mat og höfum gaman af að prófa okkur áfram. Það er yfirleitt fljótlegt að elda hann. Það eina er að maður þarf helst að gera aht á síðustu stundu. Að vísu er hægt að skera hráefnið og yfirleitt er það snöggsteikt þannig að matseldin þarf ekki að taka lang- an tíma.“ Jómnn skorar á Gyðu Jóhannsdóttur, skólastýru Fósturskólans. „Hún kemur með skemmtilega rétti og lumar á ýmsu sem gæti verið gaman að prófa.“ Hinhliðiii_______________________________ Gaman að fljúga - segir Geimiundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri í Keflavík Ægir Már Kárason, DV, Keflavflc Geirmundur Kristinsson hefur unnið lengi hjá Sparisjóðnum í Keflavík. Hann var ráðinn spari- sjóðsstjóri um sl. áramót en áður var hann aðstoðarsparisjóðsstjóri til margra ára. Hann fylgist mjög vel með öllum íþróttum sem fram fara á Suðurnesjum og flugið heih- ar hann einnig mjög mikið enda hefur hann einkaflugmannsrétt- indi. Fullt nafn: Geirmundur Kristins- son. Fæðingardagur og ár: 9. febrúar 1944. Maki: Vallý Sverrisdóttir. Böm: Kristín, Sverrir og Guð- munda. Bifreið: Toyota Corolla árg 1993. Starf: Sparisjóðsstjóri. Laun: Anægður með þau. Áhugamál: Vinnan, íþróttir og flug. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þrjár. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að fljúga sjálfur í góðu veðri. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Aka Reykjanesbrautina að vetri til. Uppáhaldsmatur: Mér flnnst allur matur góður. Þó helst dæmigerður íslenskur matur eins og saltkjöt og Geirmundur Kristinsson spari- sjóðsstjóri. baunir. Uppáhaldsdrykkur: Appelsín og malt blandað saman. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Jón Kr. Gíslason körfuknattleiksmaður. Uppáhaldstímarit: Vísbending, vikurit um viðskipti og efnahags- mál. Hver er fallegasta konan sem þú hefur séð fyrir utan konuna þína? Móðuramma mín. Ertu hlynntur eða andvigur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Enga sérstaka. Uppáhaldsleikari: Gunnar Eyjólfs- son. Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep. Uppáhaldssöngvari: Elton John. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Erfitt að gera upp á milli góðra manna. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Fred Fhntstone. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir. Uppáhaldsmatsölustaður Enginn sérstakur. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás tvö. Uppáhaldsútvarpsmaður: Leifur Hauksson á Rás tvö. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Horfi jafnt á báðar. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Bjarni Fehxson. Uppáhaldsskemmtistaður: Enginn sérstakur. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Suður- nesjafélögin. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að gera ávaht betur og láta gott af sér leiða. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Fór til Benidorm í tvær vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.