Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 35
43 LAUGARDAGUR 30. OKTÖBER 1993 Með glasafrjóvgun hefur tekisf að frjóvga f jölmargar konur sem annars hefðu orðið að sætta sig við barnleysið. Þegar sæð- ið ldikkar Eftir tveggja ára sambúð ákváðu þau Ragnar og Ólína að eignast barn. Þau hentu nokkrum pillubréf- um við hátíðlega athöfn og fóru síð- an í rúmið. En allt kom fyrir ekki þrátt fyrir líflegt kynlíf. Vikur urðu að mánuöum, mánuðir að árum en aldrei varð Ólína þunguð. Eftir 4 ár ákváðu þau að fara á fund læknis sem sendi þau í ýmsar rannsóknir vegna þessa. Einn morgun fróaði Ragnar sér í lítið glas sem hann keyrði með í handarkrika sér niður á Landspítala. Þegar sæðið var skoðað í smúsjá kom í ljós að sáð- frumumar voru bæði lélegar og fáar og töldu læknar að barnieysið staf- aði af því. Ragnar varð bæði reiður og sorgmæddur þegar hann frétti þetta. Honum fannst eins og heim- urinn hefði hrunið ofan á sig. „Kannski stóð og féll sjálfsmynd mín með sáðfrumunum," sagði hann síðar. Flókin framleiðsla Strákar fara að framleiða sáð- frumurviðkynþroskann. Sérstakar frumur í eistunum annast þessa framleiðslu fyrir tilverknað kyn- hormóna og stýrihormóna frá heiladingli. Heilbrigður kárlmaður framleiðir margar biUjónir sáð- frumna á lífsleiðinni. Eitt sáðlát hefur að geyma um 500 milijónir lif- andi sáðfrumur sem allar vilja finná sér htiö egg til að frjóvga og bera áfram erfðavísa framleiðanda síns. Hver sáðfruma er ákaflega merki- legt fyrirbæri. Hún er htil um sig eða 0,06 mm að lengd, byggð upp af höfði, miöhluta og hala. I höfðinu eru 23 htningar sem renna saman við htningana í eggfrumu móður- innar ef fijóvgun verður og mynda nýja frumu með 46 htningum. Þessi fruma stækkar síðan, vex og dafnar og verður að nýjum einstaklingi sem erfir bæöi kosti og galla for- eldra sinna. í miðhluta sáðfrum- unnar er orkukerfi sem framleiðir orku svo að hún geti synt fram og til baka með því að sveifla halanum. Þessi hreyfigeta sáðfrumunnar er nauðsynleg vegna ferðalagsins sem er fyrir höndum upp legið og út í eggjaleiðarana þar sem frjóvgunin ferfram. Mikið feróalag Við sáðlát fara um hundruð mihj- óna lifandi sæðisfrumna af stað eins og óvígur fjölmennur engisprettu- her í leit að bráð sinni. Ef þær sleppa lausar inn í leggöng konu synda þær saman í einum hnappi upp legháls- inn og legið og út í eggjaleiðarana þar sem eggið leynist dagana eftir egglos. Ferðalag sáðfrumnanna er Á læknavaktiimi Óttar Guðmundsson læknir ákaflega merkilegt. Vegalengdin frá leggöngum að eggi er meira en 15 sm. Það svarar til átta km göngu fyrir fullorðinn mann miðað við stærð. Leiðin er auk þess bæði krók- ótt og torfær vegna kirtilganga og shmhúðarfelhnga sem skipta þús- undum. Sums staðar eru eitraðar og banvænar sýrur sem vesahngs sáðfrumurnar brenna í. Sáöfrum- umar synda viðstööulaust í þessu umhverfi með því að sveifla til hal- anum. Þær era nokkrar klukku- stundir að komast út í eggjaleiðar- ana en þar eru áfram ótal hindran- ir. Eggið er lítiö og vel fahð og ein- ungis ein sáðfruma frjóvgar þaö. Hinar ná aldrei takmarki sínu held- ur lognast út af á þessu ferðalagi, gefast upp og deyja með hörmuleg- um hætti. í sæðisvökvanum er vatn, sykur (til að halda lífi í sáðfrumun- um), efni til að minnka sýrustigið í leggöngunum og hormónið prostag- landin sem veldur samdráttum í leg- inu og aðstoðar sáðfrumurnar að komast út í eggjaleiðarana. Allt leggst því á eina ár til að gera einni sáðfrumu kleift að frjóvga eggið. Barnlaus sambönd og sæðið Bamlausum samböndum virðist fara fjölgandi. Eftir eins árs samhf án getnaðarvama verður getnaöur ekkií lú-15% sambanda. Astæðurn- ar eru margar bæði hjá körlum (lé- leg sæðismyndun) og konum (lokað- ir eggjaleiðarar, sýkingar í kynfær- um, hormónasjúkdómar). Stundum mynda karlar mótefni gegn eigin sæði sem valda því að sáðframurnar khstrast saman og geta ekki hreyft sig eðlilega. Sum lyf og mikil drykkja geta haft slæm áhrif á sáð- frumuframleiðsluna. Margir hafa af því áhyggjur af að sæði nútíma- manna virðist kraftminna en for- feðranna. Fyrir um 50 árum hafði meðalsæði að geyma 250 mihjónir sáðfrumna/ml, en sæði nútíma- mannsins inniheldur aöeins 40-120 mihjónir sáðfrumna/ml. Menn vilja kenna þetta aukinni mengun og breyttum lifnaðarháttum. Vinna í miklum hitum, þröng nærfót og langar setur í heitum pottum skemma sæðiö. Sýkingar í eistum eða blöðruhálskirth spilla fram- leiðslunni. En þrátt fyrir lélegt sæði geta barnlaus hjón átt ágæta mögu- leika. Með glasafrjóvgun hefur tek- ist að frjóvga fjölmargar konur sem annars heíðu orðið að sætta sig við bamleysið. Stundum er fengið sæði úr öðrum manni th að fijóvga egg konunnar. Það er þvi engin ástæða fyrir Ragnar og Óhnu að gefast upp heldur leita áfram aðstoðar lækna sem hafa bamleysi og ófrjósemi að sérgrein sinni. Auglýsing um styrki til náms fyrir atvinnulausar konur Félagsmálaráðuneytið auglýsir hér með styrki til náms í allt að 30 vikur fyrir atvinnulausar konur. Námið er að fullu styrkt af sérstöku framlagi úr ríkissjóði til atvinnumála kvenna. Eftirtaldir skólar munu veita námið. 1. MFA skólinn, sími 814233: „Menntun er möguleiki“. Samþætt nám til 12 atvinnulausra kvenna. Námið felst í íslensku, hagnýtri stærðfræði, ensku, tölvunotkun og samfélagsfræði ásamt sjálfstyrkingu, samskiptum, virkni og sjálfstæðum vinnubrögðum og er ætlað kon- um sem hafa stutta skólagöngu að baki. 2. Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands, sími 694924: Grunnnám í viðskiptagreinum. 30 vikna nám, ætlað atvinnulausum konum með góða almenna undirstöðumenntun og reynslu af verslunar- og skrifstofustörfum. Námið felst í rekstrar- og fjár- málafræðum, bókhaldi, tölvunotkun í rekstri fyrir- tækja, stjórnunar- og markaðsfræðum, skrifstofu- rekstri, heimilishagfræði og stefnumótun í rekstri fyrir- tækja. 3. Stjórnunarfélag íslands, sími 621066: „Frá viðskiptahugmynd til framkvæmdar“. Ætlað 16 atvinnulausum konum sem hafa reynslu á verslunar- og viðskiptasviði og hafa hug á stofnun eig- in atvinnurekstrar. Styrkþegar verða valdir af fulltrúum viðkomandi skóla og fulltrúa félagsmálaráðuneytis/ Nánari upplýsingar veita ofangreindir skólar. Umsóknir skulu berast fyrir 15. nóvember á umsókna- reyðublöðum sem fást í viðkomandi skólum. Félagsmálaráðuneytið 29. október 1993 NÓVEMBERTILBOÐ Á HREINLÆTISTÆKJUM 0.FL. 25-50% AFSLÁTTUR VATNSVIRKINN HF. Ármúla 21, símar 68 64 55 - 68 59 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.