Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 36
44
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
B: :
i
...aö leikkonan toretta Swtt hefur
í hyggju að setja á markað sínar
eigin snyrfívörur og ilnjvatn sem
bera eiga nafnið Hot Lips.
...að í Bretlandi værl verið að
setja upp gamansöngteikinn
Eurovision. Eins og nafnið gefur
til kynna verður spauginu beint
að Söngvakeppni evrópskra
sjónvarpsstöðva en meðal laga
i verkinu er Bim-Bam-Bom sem
er að sjálfsögðu „týpiskt júróvi-
sjónlag“.
...að fyrir stuttu hefðu Francesca
Hiiton og hóteleigandinn Joseph
Piche gift sig. Francesca er mjög
vel þekkt sem Ijósmyndari í
Bandaríkjunum en frægust er
hún fyrir að vera einkadóltir Zsa
Zsa Gabor.
...að Alison Wardley Dady, sem
var yngsta barnfóstra i þjónustu
bresku konungsfjöiskyldunnar,
hati hætt starfl sínu fyrtt Fergie
þegar hún giftist lífverði Elísa-
belar drottningar. Barnfóstru-
starfið ku ekki vera heppilegt fyr-
ir gifta konu.
Sviðsljós
Ólyginn
mmm
Veikindatímabil að baki hjá Oliviu Newton-John:
Hefur breytt
um lífsstíl
Olivia Newton-John er farin að
ljóma á ný eftir mikið veikindatíma-
bil. Hún fékk brjóstakrabbamein og
hefur gengist undir erfiða upp-
skurði. Hægt var að komast fyrir
meinið og þarf Olivia einungis að
fara í skoðun á sex mánaða fresti.
Hins vegar kenndi þessi lífsreynsla
henni ýmislegt og ekki síst það
hversu dýrmætt lífið er.
Olivia dvaldi í heimalandi sínu
Ástralíu um flmm mánaða skeið til
að byggja sig upp andlega og líkam-
lega. Eiginmaður hennar, Matt, fékk
hlutverk í ástralskri sápuóperu og
hafði því nóg að gera þann tíma sem
þau dvöldu þar. Olivia var hins vegar
í húsmóðurhlutverkinu og segist
hafa notið þess.
Nú er hún komin aftur til Banda-
ríkjanna og flutt í glænýtt hús í
Malibu. Húsið er merkilegt að því
leyfi að þau hjónin óskuðu eftir að
það yrði vistvænt og h'eilsusamlegt.
„Ég er búin að eiga þessa lóð í tólf
ár. Við höfum rætt um það í tíu ár
að fara að byggja en þaö hefur tekið
sinn tíma að koma því í kring. Eftir
allt sem á undan var gengið fannst
okkur nú tímabært að breyta til.
Nýja húsið er mjög heilsusamlegt og
bjart,“ segir Olivia. Húsið stendur
við ströndina og er í spænskum stíl,
að mestum hluta úr steini og viði.
Hugsajákvætt
Olivia segist vera ánægð með lífið
þessa dagana. „Mér líður yndislega,"
segir hún. „Ég bjó í sveitinni í Ástral-
íu og borðaði heimaræktað grænmeti
og ávexti. Ég og dóttir mín, Chloe,
áttum frábæra daga saman og lifðum
eðlilegu lífl.“
Olivia segir að sjúkdómurinn hafi
breytt sér mikið. „Þegar maður geng-
ur í gegnum svona lífsreynslu sér
maður betur hvað er nauðsynlegt í
lífinu og hvað ekki. Hins vegar er
mjög mikilvægt að hugsa alltaf já-
kvætt.“
Olivia hefur í hyggju að skrifa bók
um þessa reynslu sína. Hún hefur
þó ekki enn haft tíma til að byrja á
henni. Hún hefur hins vegar verið
að gera söngtexta og ætlar að gefa
út nýja plötu í Ástralíu áður en langt
um líður."
Olivia telur að hún hafi getað hjálp-
að mörgum konum með því að ræða
um sjúkdóminn opinskátt. Hún hef-
ur m.a. komið fram í sjónvarpi og
rætt þessa reynslu. „Mig langar að
halda áfram á þessari braut og hef
hugsað mér að gefa út myndband til
að hjálpa þeim.“
Olivia leggur mikla áherslu á
hreint loft og afslappað umhverfi.
Hún segir að það sé mjög óheppilegt
Olivia Newton-John og eiginmaður hennar, leikarinn Matt Lattanzi.
fyrir krabbameinssjúkling að vera
stressaður og áhyggjufullur. Hún
segir að það séu tengsl milli mengun-
ar og stress og krabbameins. Það eru
þó ekki allir jafn heppnir og hún að
geta byggt sér heilsusamlegt hús í
náttúrulegu umhverfi. „Ég er heppin
að búa hér,“ segir hún. „Allir eiga
rétt á hreinu umhverfu og hreinu
lofti en við verðum að berjast fyrir
því og allir verða að leggjast á eitt,
líka stjórnvöld," segir Olivia.
Hlutirnir hafa breyst hjá söngkon-
unni og hún hugsar betur um líkama
sinn en áður, meðal annars með því
að neyta heilsufæðis. Hún stundar
jóga og hugleiðir tvisvar á dag. Lífið
hefur sannarlega breyst hjá Oliviu
Newton-John.
Olivia með dottur sinm
hloe
bæði vistvænt og heimilislegt.
,.»<aw icmciiiitit wöhict way-i-wvi5»
væri I ströngum megrunarkúr
eftir að hafa leikið I myndinni
Age of Innocence þar sem born-
ar voru fram endalausar krásir
sem erfitt var að standast.
... að Robert De Niro, sem ný-
lega hélt upp á fimmtugsafmæli
sttt, hefði yfirleitt leikið gangstera
en væri nú að fara að leika
ófreskjuna i nýrri kvikmynd um
hinn sígilda Frankenstein.
Kozlowski væri á leið til Sviþjóó-
ar til að leika i nýrri kvikmynd
um listamanninn Anders Zoms.
Linda er þekktust fyrir leik sinn
í áströlsku bíómyndinni Krókó-
díla-Dundee. Hún er gift Paul
Hogan, sjálfum krókódílamann-
inum, en þau kynntust við gerð
þeirrar myndar.
<sr~*N.
... að söngkonan Madonna
hefði orðíð 35 ára í sumar og
önnur eins afmælisveisla vart
verið haldin. Nágrönnum hennar
ofbauð svo að þeir hringdu á
lögregluna.
... að börn Margrélar prinsessu
vektu nú mikla hrifningu i Bret-
landi eftir að sonur hennar, Lin-
ley greifi, hefði gengið í hjóna-
band. Dóttirin, Sarah Armstrong
Jones, þykir ekki sföur glæsileg
og nú er beðið eftlr að hún gangí
að eiga unnusta sinn, Daniel.
...að leikkonan Jane Wymen
kærðl sig ekki um að framleiddlr
yrðu fleíri þættlr um Falcon Crest
og segði að nóg værl komiö.