Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 39 Verðlaunamynd World Press Photo í flokki barnamynda var tekin i Sómalíu, nærri borginni Baidoa, skömmu eftir að fjölþjóðaherinn kom þangað með hjálpargögn á síðasta ári. Ljósmyndarinn heitir Joel Robine, franskur maður sem vinnur fyrir fréttastofuna AFP. Sýning á verðlaunamyndum World Press Photo hefst í Kringlunni þann 5. nóvember og stendur til 16. sama mánaðar. Sýningin er öllum opin á verslunartima í Kringlunni og er aðgangur ókeypis. Fréttamyndir lidins árs World Press Photo-sýningu í Kringlunni 5.-16. nóvember: Augnabliki áður en átökin hófust - verðlaunamyndin í flokki barnamynda minnir á þverstæðurnar í átökunum í Sómalíu „Við gefum þeim að borða, þeir hressast og drepa okkur,“ segja kald- hæðnir Bandaríkjamenn sem hættir eru að sjá tilganginn í friðarför her- manna sinna og annarra þjóða til Sómalíu. Aðstoðin við hungraða í þessu langþjáða Afríkuríki hefur snúist up í andhverfu sína; byssumar eru látn- ar tala í öðru orðinu meðan friður er boðaður í hinu. Verðlaunamynd Þessi vopnaði friður birtist ljóslif- andi á verðlaunamynd franska ljós- myndarans Joel Robine á World Press Photo-sýningunni sem opnuð verður í Kringlunni þann 5. nóvemb- er. Þar er það ónefndur hermaður úr frönsku útlendingaherdeildinni sem heldur vörð yfir barni sem frétt hefur af komu hjálparhða til þorps- ins síns. Myndin vann til verðlauna í flokki barnamynda hðsins árs. Hún er ef til vih áhrifameiri fyrir þá sök að það er ekkert hk að sjá, ekkert blóð og engan púðurreyk - aöeins neyð fólk- isns. Nú er hðið tæpt ár frá því fjölþjóða- her gekk á land í nafni Sameinuðu þjóðanna í Mogadishu, höfuðborg Sómahu. Nú eru menn sammála um að tekist hafi að koma í veg fyrir hörmungar vegna hungurs og sjúk- dóma í landinu en það nægir ekki til að tryggja frið. Börnin í Baidoa Bandaríkjamenn hafa í sumar og haust háð einkastríö við stríðsherra landins. Þar fer mest orð af Aidid og mönnum hans. Gæsluhðar eiga í ófriði og nær daglega berast fréttir af átökum og mannfalh. Oft eru það böm, eins og þaö sem hleypur svo ákveðið á verölaunamynd Robine, sem faha í valinn en stríðsmennirnir komast undan. Þetta er ein af þver- stæðum allra stríða. Þegar fjölþjóðaliðiö kom til Sómal- íu á síðasta ári var mikh áhersla lögð á að koma hjálpargögnum til bæja og þorpa úti á landsbyggðinni. Ljós- myndarinn Robine var með í för þeg- ar herinn kom th Baidoa, bæjar norður af Mogadishu. Þar og í ná- grannaþorpum var neyðin einna sár- ust. Bamið á veðlaunamyndinni bjó með foreldrum sínum í einu þorp- anna. Nú vita menn ekkert hvað um það varð. Er það enn jafn vonglatt á svip og þá eða hafa átökin ef th vhl kostað það lífið eins og svo mörg önnur sómölsk böm? Svör við spurningum sem þessum fást aldrei. Barnið lifir í augnabliki Ijósmyndarans og svo er það horfið sjónum í mannhafið. Slíkt er eðh fréttamynda. Þær birta örskotsstund úr lífi fólks og skha um leið því hlut- verki að vekja fólk th umhugsunar um örlög manna í fjarlægum heims- hlutum. Rétta augnablikið er í þessu thviki áhrifameira en langar úrsend- ingar. Myndir frá Sómahu urðu th aö hreyfa við fólki í öhum heimshorn- um. Augnablik úr lifi fólks í fjarlægu landi ýttu við samvisku heimsbyggö- arinnar. Árangurinn kann aö vera umdehdur og lokin á friðarfórinni ekki í sjónmáh en eftir stendur að Á átakasvæðum í 13 ár Franski Ijós- myndarinn Jo- el Roblne hlýt- ur World Press Photo-verð- launin i flokki barnaljós- mynda i ár. Þetta eru sér- stök verðlaun sem veitt liafa verið frá árinu 1983. Verðlaunamyndin er valin af sér- stakri alþjóðlegri dómnefnd sem annast þennan flokk mynda. Joel Robine. Robine er fæddur árið 1949 og hefur unnið fyrir frönsku frétta- stofuna Agence France Presse í 13 ár. Á ferh sínum hefur hann verið við störf á öhum helstu átakasvæð- um heims - í Afríku, Asíu og Aust- ur-Evrópu. Hörmungar og stríð eru þó ekki eini vettvangur Robine. Hann er einnig kunnur fýrir fþóttamyndir og var bæði á heimsmeistaramót- inu í knattspyrnu í Mexíkó og ólympíuleikunum í Barcelona. þjóðir heims hafa þó komið sínum minnstu bræðrum til hjálpar. World Press Photo Ljósmyndasýningar á vegum World Press Photo hafa verið haldn- ar frá árinu 1955. Aö baki stendur sjóður sem hefur það að markmiði að verðlauna bestu fréttamyndir hvers árs. Höfuðstöðvamar eru í Hollandi en verðlaunaféð kemur frá styrktaraðhum víða um lönd. Dómkvaddir menn velja verð- launamyndirnar í hverjum hinna 17 flokka. Ekki eru þó ahtaf veitt verð- laun fyrir myndir úr öhum þeirra árlega. Árið 1983 voru fyrst veitt verðlaun fyrir myndir af bömum. Listasafn ASÍ heldur sýninguna hér a landi að þessu sinni í samvinnu við DV, Hans Petersen og Kringluna. Undanfarin ár hefur verið sýnt í húsnæði ASÍ við Grensásveg en nú sýningin orðin það umfangsmikh að ekkert minna en Kringlan dugar. Sýningin stendur frá 5. th 16. nóv- ember og er opin á verslunartima. Aðgangur er ókeypis. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.