Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 11
’[ MHHÖTMO ,0f: /1UOAOHAOU/.J LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 Læknar gagnrýna hins vegar oft hin pólitísku vinnubrögð sem eru mjög óvönduð gegnumsneitt og aigjörlega á skjön við það sem okkur er kennt og það sem við reynum að hafa í heiöri í daglegu starfi. Hér á ég t.d. við staöreyndaöflun. Stjórnmála- menn eru ákaflega fljótir að mynda sér skoðun án þess að mikilfenglegar athuganir fari fram áður. Mjög oft hafa þeir náð verulegri leikni í því að vinna hratt og átta sig fljótt á málum en oft stingur þaö í augu þeg- ar miður fer hjá þeim.“ Engin áhriflengur - Þú ert þá væntanlega ekki ánægð- ur með þær aðhalds- og sparnaðarað- gerðir í heilbrigðiskerfmu sem stjórnmálamennirnir hafa beitt und- anfarin misseri og allan þann „gauragang" sem verið hefur í kring- um þá hluti? „Nei, og ég lít þessa hluti mjög al- varlegum augum. Þetta hefur hins vegar ekki komið mér á óvart og ég hafði varað við því í ræðu og riti að svona lagað gæti gerst. Innan minnar stéttar voru menn ekki endilega með hugann við að hlutirnir kostuðu pen- inga. Læknar hafa því miður ekki sett sig nógu vel inn í kostnaðarhliö heilbrigðisþjónustunnar, a.m.k. mátti oft sjá dæmi um hið gagnstæða í starfi þeirra. Við höfum ekki hugs- að út í það hvort þjóðfélagið hafi efni á að bjóða sjúklingum þá þjónustu sem við viljum að þeir fái. Það fer reyndar ekki alltaf saman það besta og það dýrasta. En læknar hafa smátt og smátt sleppt stjórnartaumunum af heil- brigðisstofnunum og þegar stéttin rís upp og vill láta til sín taka hefur hún engin áhrif lengur. Stjómunin er komin í hendur ýmissa annarra heil- brigðisstétta og „bírókrata" sem hafa allt annan hugsunarhátt en við. Þetta er komið í hendur stjórnmálamanna sem við höfum vanrækt að upp- fræða. Þess vegna eru . teknar ákvarðanir um niöurskurö sem hugsanlega gætu verið góðar og gild- ar ef menn væru að fást við dauða hluti og fyrirtæki en ekki lifandi fólk með tilfmningar, áhyggjur og sorgir. Óupplýstir stjórnmálamenn Niðurskurðurinn í heilbrigðiskerf- inu birtist manni í ýmsum sorglegum myndum sem getur til langframa haft mjög alvarleg áhrif á innri styrk heilbrigðisstofnana. Óupplýstir stjórnmálamenn eru að taka ákvarð- anir og útkoman er samkvæmt því. Besta dæmiö um þetta er svokall- aður „flatur niðurskurður" sem öðru hverju hefur verið settur á en það er sú stjórnarathöfn sem hvaö minnst hugsun er á bak við. Þá bitn- ar niðurskurðurinn mest á þeim stofnunum sem hafa hagrætt mest og sparað mest og eru minnst aflögu- færar. Ég held líka að talandi dæmi um örvæntingu þessara manna sé hringlandahátturinn með sjúkra- kortin nú að undanfórnu. Ég hef allt- af sagt að sparnaðurinn í heilbrigðis- þjónustunni náist ekki nema innan frá. Ef heilbrigðisstéttir eru ekki já- ' kvæðar og reiðubúnar og ef frum- kvæðið er ekki frá þeim komið verð- ur árangurinn hugsanlega mistök. Hins vegar er það nú svo aö stjórn- málamönnum er veruleg vorkunn. Það er ákaflega erfitt að stjórna þess- ari þjóð þar sem allir þykjast hafa vit á öllu. Hver sem er getur hringt í Þjóðarsálina sem út af fyrir sig er ágætt ef fólki líður betur á eftir. En það er mjög slæmt ef farið er að taka mark á .Þjóöarsálinni. Þar kemur mjög oft fram hversu mikið agaleysi þjóðarinnar er og löglegar stjórn- váldsaögerðir ná stundum ekki fram að ganga. Þetta allt saman hefur valdið því að stjórnmálamenn hafa ekki haft nægan kjark til að taka óvinsælar ákvarðanir. En það er líka slæmt að þegar þeir hafa verið að taka þær þá hafa þær oft verið vit- lausar, eins og t.d. í heilbrigðiskerf- inu.“ Á sakabekk - Það er staðreynd að þeir sem þekkja Pétur hafa ekki átt von á því að sjá hann mæta fyrir dóm sem sak- borning. Hvernig leið þér þegar þú varst kominn fyrir dómarann á saka- bekk? „í upphafl leiö mér vel. Ég vissi að ég hafði sagt sannleikann, ég haföi hreinan skjöld og hafði verið að gera rétta hluti sem verða til góös. Það var hins vegar óvenjulegt að sitja í hálfa aðra klukkustund og hlusta á fúkyrðaflaum um sjálfan sig. í mín- um eyrum hljómuðu orð sækjandans sem sætur lofgjörðaróður vegna þess að í ræðu hans skorti tengslin við raunveruleikann. Ræðan byggðist í fyrsta lagi á hártogunum vegna tveggja stuttra setninga sem slitnar voru úr samhengi við umræðuna að öðru leyti. Hún byggðist á getgátum og hugarórum um þær hvatir sem að baki orðum minum lágu. Þær áttu m.a. að hafa veriö þær að mér leidd- ist að vera ekki betur á mig kominn líkamlega en ég er. Gegnumgangandi í sókninni voru samsæriskenningar. Ég átti að hafa stofnað til samsæris með „læknamafíunni", landlækni og heilbrigðisyfirvöldum og íþrótta- hreyfmgunni. Fjölmiðlafólk átti að hafa verið með mér í samsærinu og nú bíð ég bara eftir því að Héraðs- dómur Norðurlands eystra verði dreginn inn í þennan hóp. Þegar leið á ræðuna fylltist ég samúö gagnvart sækjanda sem í dómskjölum Héraðs- dóms Norðurlands eystra skilur eftir sig hugverk sem hann alla tíð á eftir að sjá eftir.“ - Hvernig verða viðbrögð þín verði niðurstaðan sú að þú þurfir að greiða milljónir í miskabætur vegna þessa máls? „Ég held að ég myndi bara taka því vel. í lífmu stendur maður oft frammi fyrir erfiðleikum og það er Menning Gallerí Borg: Stórmyndasýning í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag, verða sýnd sjötíu listaverk í Gallerí Borg en þau verða síðan boð- in upp á Hótel Borg nk. sunnudagskvöld kl. 20.30. Það skal sagt strax og umbúðalaust; þetta er óvenju glæsileg sýning og með allra bestu uppboðssýningum. Fyrst langar mig til þess að víkja lítillega að mynd sem ekki kemur til sýningar en í dag, laugardag, reyndar koma þijár aðrar, tvær eftir Þórarinn B. Þor- láksson og ein eftir Ásgrím Jónsson. En sú sem mig langar til þess að benda á er olíumálverk, fremur lít- ið, eftir Jóhannes S. Kjarval; skógarmynd frá 1920, skógur og skóglendi í haustlitum. Draumkennd mynd þessa árstíma af Ijósmynd af verkinu að dæma. En það er svo sem af nógu að taka nú þegar; þarna eru a.m.k. ein sex merk Kjarvalsmálverk, olíumyndir Myndlist Úlfar Þormóðsson og ein vatnshtamynd, auk teikningar nr. 15. Skúta, blý og blek, feikna vel gerð mynd þótt lítil sé. Auk þess vil ég benda á Kjarvalsmynd nr. 68, Uppstilling með kálhöfði, rabarbara og öðrum jarðargróða, en í þeirri mynd sameinar Kjarval margt handbragðiö; dulúðarvinnu gömlu meistaranna þar sem birtan kem- ur innan frá eða hggur utan á því sem málað er í róm- antískri slikju og síðan hröð og gróf vinnubrögð og groddalegar pensilstrokur eins og í landslagsmálverki þegar hann málar kálhausinn og rabarbarann. Hún er meistarastykki, myndin sú. Þá langar mig að beina athygh fólks að mynd Þor- valds Skúlasonar, nr. 67, olíumálverki frá 1934-35 eða svo, þijár stúlkur, 110x135 cm. Þetta viðfangsefni, jafn- vel staða stúlknanna á myndfletinum, fékkt Þorvaldur síðar viö í ýmsum breyttum útgáfum og með öðrum og bjartari Utum. Þetta er samt sem áður dálítið óvana- leg mynd af hans hálfu, þó ekki sé fyrir annað en hinn þunga Ut og þá duldu strauma sem þaðan koma. Nína Tryggvadóttir á þarna a.m.k. þrjú olíumálverk og þótt húsamynd hennar nr. 53, sem er efns konar Louise/Nínu-mynd, sé merkismynd finnst mér sú sem minni er og hefur uppboðsnúmer 62 eins og Util Uta- perla sem skagar fram fyrir margar stærri myndir á Þorvaldur Skúlason. Þrjár stúlkur. efri paUi. Og þarna eru myndir eftir Kristján Davíðs- son, Jón Engilberts, Jón Axel, Mugg, Sigurð Örlygs- son, Svavar Guðnason, Magnús Kjartansson, Blöndal og dásamlega rugluö uppstiUingarmynd eftir Júlíönu Sveinsdóttur, sem aUt eins gæti verið landslagsmynd eða að hún hafi átt að vera það. Og svo.. Um leið og ég hvet afla þá sem vettlingi geta valdið og hafa áhuga á ísl. myndUst að skoða þessa sýningu lýsi ég undrun minni yfir því aö hægt skuU vera á svo smekklegan hátt að koma fyrir 70 myndum í svo Utlum sal sem um er að ræða en lýsi óánægju minni með það að aftur skuli reynt aö bjóða upp á Hótel Borg. Sá glæsti staður er því miður of lítiU fyrir íslenskt málverkauppboð. Uppboðssýningin stendur fram á sunnudag eins og áður sagði. ekkert annað að gera en að leysa úr þeim.“ Hestamennska og söngur - Hefurðu stundaö íþróttir sjálfur? „Nei, það hef ég aldrei gert. Hins vegar hef ég alltaf hreyft mig tölu- vert mikið og ég fer nánast allra minna ferða innanbæjar á hjóli og syndi á hveijum morgni. En ég hef aldrei keppt í íþróttum." - Þú ert sagður gleðimaður. „Það getur varla hjá því farið vegna þess að helstu áhugamál mín eru hestamennska og söngur. Við fjöl- skylda mín eigum nokkur hross. Ég verð þó að viðurkenna aö hesta- mennskan er ekki nógu almennt fjöl- skylduáhugamál því ég hef mestan áhugann sjálfur. Frá unghngsárum hef ég sungið í kórum, svo mörgum að ég get varla talið þá upp, en nú syng ég barítón í kór Akureyrar- kirkju." Of 11 RODEO VERKFÆRI A LAGERVERÐI Vantar ekki HCTíHlI verkfæri í bílskúrinn þinn? Opið daglega 9-18.30, laugardaga kl. 10-16.30. %R0T Kaplahrauni 5, Hafnarfirði, sími 653090 Uppboð Framhald uppboðs á fiskiskipinu Sæmundi HF-85, 1068, Hafnarfirði, þingl. eig. Eiríkur Ólafsson, gerðarbeiðandi Lífeyríssjóður sjómanna, verður háð á skrifstofu embættisins, Strandgötu 31, Hafnarfirði, þriójudaginn 2. nóvember 1993 kl. 15.00. Sýslumaðurinn I Hafnarfirði Leikskólar Reykjavíkurborgar Fóstrur eða fólk með uppeldismenntun óskast til starfa á neöangreinda leikskóla: Drafnarborg v/Drafnarstíg, s. 23727 Völvuborg v/Völvufell, s. 73040 Þá vantar starfsmann meó sérmenntun í 50% stuðningsstarf e.h. á leikskólann: Ftofaborg v/Skólabæ, s. 672290 Nánari upplýsingar gefa viökomandi leikskóla- stjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277 Við flytjum skrifstofurnar úr Skipholtinu og opnum á mánud., 1. nóv., í Síðumúla 15. Nýtt símanúmer er 812262. Fyrirtækjasalan Varsla Síðumúla 15, 108 Reykjavík Stór búsáhaldamarkaður Smiðjuvegi 30, Kópavogi Opið virka daga kl. 10-19 laugardaga kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-17 Úrval búsáhalda og gjafavöru. Ódýrar jólagjafir Búsáhaldamarkaðurinn sá ódýri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.