Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.10.1993, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 37 Illa staddar fjölskyldur frá Víetnain: Við kvíðum framtíðinni „Viö kvíöum framtíðinni. Viö höf- um reynt að útvega okkur vinnu en þaö hefur ekkert gengið. Viö vitum ekki hvaö við eigum til bragðs að taka því það er dýrt að búa á íslandi og við sjáum ekki fram úr hlutunum." Þetta segja fjórir nýbúar, þeir Nói, Ágúst, Lars og Helgi, sem DV hitti að máli í vikunni. Rætt var við þá með aðstoð túlks því þeir geta ekki gert sig skiljanlega á íslensku. Hing- að til lands komu þeir allir sem flóttamenn á vegum Rauða krossins frá Víetnam. Fyrsta árið þeirra hér á landi gekk allt vel. Rauði krossinn sá þeim fyrir húsnæði, þeir sóttu nám- skeið í íslensku og þeim var útveguð vinna. En svo fór að syrta í álinn. Fyrirtækið flutt Helgi kom hingað til lands fyrir þrem árum. Hann og kona hans eiga eitt bam. Helgi fékk vinnu hjá fisk- vinnslufyrirtæki í Reykjavík og undi hag sínum vel að eigin sögn. Hann festi kaup á tæplega 80 fermetra íbúð og dvölin í nýja landinu virtíst ganga eins og.best varð á kosið. En svo misstí hann vinnuna. „Fyrirtækið, sem ég vann hjá, var flutt út á land nú er ég búinn að vera atvinnulaus síðan í júlí 1992. Ég hef gengið á milli fyrirtækja og reynt að fá vinnu,“ segir Helgi „en það hefur ekkert gengið. Ég fæ alltaf nei. Ég veit að það er atvinnuleysi á íslandi en mér finnst íslendingarnir vera látnir ganga fyrir með vinnu. Þegar maður er atvinnulaus verða vandamáhn alltaf stærri og stærri. Við þurfum að borga af íbúðinni okk- ar og í næsta mánuði þurfum við að standa skil á yfir hundraö þúsund krónum. Þá peninga á ég ekki til. Ég vil vinna það sem til fellur en vand- inn er bara sá að ég fæ ekkert að gera. Ef ég fæ ekki vinnu á næstunni ætla ég að freista þess að biðja Rauða krossinn um peningalán svo ég missi ekki íbúðina. Konan mín hefur að vísu vinnu og fær 58 þúsund krónur í laun á mánuði. Þar við bætast at- vinnuleysisbætumar mínar sem eru tæp 45 þúsund á mánuði. En þetta dugir engan veginn tíl að framfleyta íjölskyldunni og greiða af íbúðinni." Þáttur Rauða krossins Helgi segir að honum og fjölskyldu hans líki vel á íslandi þegar atvinnu- leysinu sleppi. Hér hafi verið tekið vel á móti þeim og hér hafi þeim hð- ið vel meðan hann hafði vinnu. „Rauði krossinn vinnur líka aö mörgu leyti gott starf en ekki aö öllu leytí þó. Hann þykist vera að hjálpa flóttafólki hér á landi en gerir það ekki. Hann hjálpar flóttamönnunum að komast til íslands en þegar þeir eru komnir með íslenskan ríkisborg- ararétt þá geta þeir átt sig. Tungu- málaerfiðleikarnir eru afar miklir. Við erum mjög lengi að læra íslensku þótt við leggjum okkur fram því hún er svo erfið og ólík okkar tungumáli. Stundum þyrftum við að fá hjálp í þeim efnum. Mér finnst að Rauði krossinn ætti að fylgjast betur með víetnömsku fjölskyldunum hér og Nýbúarnir, sem komnir voru saman á Ránargötunni, f.v. Eva, Davíð, Lars, Kolbrún, Dana, Anna Maria, Ágúst, Helgi, Nói og Jenný. aðstoða þær ef á þarf að halda. Ég er ekki bara að tala um peninga, heldur ýmislegt fleira í daglega líf- inu.“ Á hvergi heima Ágúst kom hingað til lands fyrir tveim árum. Hann fékk vinnu við sama fyrirtæki og Helgi og misstí hana þegar það flutti. Agúst er ein- hleypur og hefur engan samastað þegar hér er komið sögu. Hann flakk- ar á milli og gistir hjá víetnömskum fjölskyldum, „einum vini í dag og öðrum á morgun,“ eins og hann orð- ar það. „Ég fæ atvinnuleysisbætur en þær duga ekki fyrir uppihaldi og húsa- leigu,“ segir hann. „Það er svo dýrt að leigja á íslandi. Eg er oft mjög sár og leiður yfir að þetta skuh ganga svona. Ég hef gengiö á mihi staða og reynt að fá vinnu. Ég hef farið í ýmis stórfyrirtæki hér en ekkert gengið. Mér fannst ekki koma til greina að flytja mig með fiskvinnslu- fyrirtækinu út á land þótt ég sé einn á báti. Við höldum mikið saman, Ví- etnamamir hér, og ég hefði ekki get- að hugsað mér að fara svo langt í burtu frá vinum rnínurn." Ágúst segir að honum sé alveg sama hvað hann taki sér fyrir hend- ur, bara ef hann fái eitthvað borgað fyrir það. Vinnuveitendur hafi yfir- leitt tekið honum mjög vel en hafi á hinn bóginn ekki getað veitt honum neina úrlausn. Nú er svo komið að Ágúst vill ekki vera hér lengur. „Ég vil fara frá íslandi," segir hann. „Ég ætla að fara til annars lands, þar sem ég fæ eitthvað að gera. Ég get ekki hangið svona aðgerðarlaus. Ég hef ekki ákveðið hvert ég fer en ég ætla að fara.“ Erfiðleikar með málið „Við veröum að spara eins og við getum. Stundum eigum við ekki fyrir mat og forum svöng að sofa,“ segir Nói. Hann kom hingað fyrir þrem árum á vegum Rauða krossins eins og Ágúst og Helgi. Hann og kona hans eiga þriggja ára dóttur. Þau eiga von á öðru barni nú í janúar. Konan vinnur nú útí hálfan daginn og fær 37 þúsund á mánuði. Bráðlega verður hún að hætta, þegar líður að því að bamið fæðist. „Mér var sagt upp vegna þess að ég hafði verið mildð fjarverandi út af veikindum," segir Nói. „Ég hef verið með einhverja verki innvortís og hef stundum kastað upp blóði. Ég var lagður inn á spítala í 3 daga. Þá sagði læknirinn að ég væri orðinn frískur og sendi mig heim. Ég bað hann ekki um vottorð því ég áttaði mig ekki að aö ég þyrftí á því að halda. Ég hefði hvort eð er ekki getað beðið hann þvi ég gat ekki gert mig skiljanlegan við hann á íslensku. Svo var mér sagt upp og ég er búinn að vera atvinnulaus í mánuð. Ég var bæði reiður og sár því ég hafði verið veikur." Nói segist ekki sjá fram úr hlutun- um eftir að hann misstí vinnuna. Hann segist þurfa að greiða um 45 þúsund í húsbréf á þriggja mánaða fresti. íbúðin sé í blokk og hana sé nú verið að mála að utan. Fyrir það þurfi hann að greiða talsverða upp- hæð á næstunni. Þegar hann keyptí íbúðina átti hann ekki nóga peninga í útborgun. Hann tók það til bragös að fá lán hjá systur sinni og vini hennar sem bú- sett eru erlendis. Þau sendu peninga, Nói keypti íbúðina, en getur nú meö engu móti borgað lánið, segir hann. Vill fara frá íslandi Nói segist hafa reynt að útvega sér vinnu. Heimilið er rekið á hálfum launum eiginkonunnar og atvinnu- leysisbótum hans. - segja Qórir víetnamskir nýbúar sem eru atvinnulausir Krakkarnir voru meir en fúsir að stilla sér upp fyrir Ijósmyndarann. „Ég er kvíðinn," segir hann. „Ég hef orðið fyrir vonbrigðmn með ísland og vil ekki búa hér lengur. Ég vil fara héðan, til annars lands, þar sem ég fæ vinnu og get séö mér og mínum farborða.“ Nói tekur undir það með hinum að honum finnist Rauði krossinn hafa brugðist. Eftir eins árs dvöl hér sé fólki sagt að nú getið það séð um sig sjálft þótt það getí varla gert sig skilj- anlegt úti í búð. „Mér finnst ekki rétt hvemig Rauði krossinn er rekinn. Hann fær pen- inga hjá landsmönnum, meðal ann- ars í gegnum þessa spilakassa, sem allir eru að tala um. En hvað gerir Rauði krossinn við peningana? Hann notar þá ekki til að hjálpa bágstödd- um íslendingum eða flóttamönnum hér. Hann sendir þá alia til útlanda og enginn veit hvort þeir komast þangað sem þeim er ætlað að fara. Mér finnst þetta ekki rétt.“ Erfiðirtímar Lars hefur verið hér í tvö ár og býr í húsnæði sem er í eigu Rauða krossins. Hann hefur ekki gengið heill til skógar en hefur þurft að leita lækna og kaupa dýr lyf. Hann á við sálræn vandamál að etja sem eru afleiðingar Víetnamstríðsins. Konan hans varð fyrir því að fótbrotna og hefur ekki verið fær um aö vinna utan heimilisins. Sjálfur er hann at- vinnulaus. Þau eiga tvö lítil böm og eru auk þess með eina stúlku í fóstri. Foreldrar hennar fluttu til Kanada en munu nú vera farin að hugsa sér til hreyfings að ná í dótturina. DV-mynd GVA „Það em mjög erfiöir tímar núna,“ segir Lars. „Ég hef lagt inn atvinnu- umsóknir en alltaf án árangurs. Við höfum ekkert nema atvinnuleysis- bætumar til aö lifa á. Ég hef reynt að upphugsa ráð til að afla mér tekna en ég hef ekki komist niður á neitt fast í þeim efnum. Mér líkar yfir höfuð vel á íslandi og það er gott að vera hér. Erfiðast finnst mér tungu- málið og eins gengur mér illa að venj- ast veörinu. Mér finnst oft kalt og svo kemur allur þessi snjór. En kannski verð ég farinn að venjast því eftir tíu ár!“ Gæfunnar freistað í spilakössum Það kann að hljóma dálítið kald- hæðnislega en sumir þeirra félag- anna höfðu freistað gæfunnar í spila- kössum Rauða krossins - og tapað öllu handbæru. Ágúst hefur verið drjúgur við spilamennskuna og feng- ið lánað hjá vinum sínum til að ávaxta aurinn í spilakössunum. Hann hefur ekki haft erindi sem erf- iði. Fyrir nokkmm dögum lögðu þeir svo hluta atvinnuleysisbótanna í púkk, hann og Nói, og fóm út eftir þeim stóra. Þeir horfðu á eftir 51 þúsund krónum í kassana og komu slyppir og snauðir heim. „Það er freistandi að reyna að gera meira úr peningunum á þennan hátt,“ segir Nói. „Maöur gæti þá borgar skuldirnar sínar. En það borgar sig ekki að taka þessa áhættu, maður sér þaö eftir á þegar allir pen- ingamir eru famir.“ -JSS < ■ n Lars (f.v.) Agúst, Helgi og Nói eru allir atvinnulausir sem stendur og segj ast kvíða framtíöinni. Getumekki leikið félags- málastofnun „Umboð RKI gagnvart víet- nömsku nýbúunum stendur í eitt ár eftir komu þeirra hingað til lands. Þrátt fyrir það erum viö ennþá með þessi mál meira og minna inni á borði hjá okkur. Ég hef viljað sjá að Rauði kross ís- lands væri öryggisnet fyrir þetta fólk þegar eitthvað bjátaði á af því að það á ekki fjölskyldur sínar hér á landi. Hins vegar segir það sig sjálft að við getum ekki leikið fé- lagsmálastofnun eftir þann tíma.“ Þetta sagði Hólmfríður Gísla- dóttir, deildarstjóri Rauða kross Íslands, við DV um aðstoö RKÍ við víetnamska nýbúa hér á landi. „Við höfum farið með þau til Félagsmálastofnunar, ásamt túlk- um, og beðið þar um þá aðstoð sem þau hafa þurft á að halda og fallið hefur undir stofnunina. Þau verða auðvitað, eins og aðrir íslenskir borgarar, aö snúa sér til þess kerf- is sem mál þeirra heyrir undir. Annast móttökuna Það er ríkisstjórn íslands sem tekur ákvörðun um að taka hópa af flóttamönnum. Síðan hefur rík- isstjórnin snúið sér til Rauða krossins og beðið um að hann ann- aðist móttökuna og aölögim fólks- ins að íslensku þjóðfélagi. Það hef- ur RKI tekið að sér. í tveimur síð- ustu tílfellum, 1990 og ’91, gerði ég áætlun um hversu mikið fé þyrfti til að taka á móti fólkinu og þær áætlanir voru skomar niöur um tæplega 4,5 milljónir samtals án þess að við vissum af því. Við sáum það fyrst í fjárlögum löngu seinna. í þessum áætlunum er gert ráð fyrir að styðja fólkið í ár og það er greidd fyrir það húsaleiga, raf- magn og hiti, afnotagjald af síma í þann tíma, íslenskukennsla í 8 mánuði, auk þess sem það fær dagpeninga meðan það er ekki í vinnu. Síöan minnka þeir og íjara út eftír því hvernig tekist hefur til með að finna vinnu fyrir það. Síöan hafa þau fengið fót, bæði ný og notuð, og húsgögn, sem ekki hafa verið öll eins og ný en gert sitt gagn, lágmark af búsáhöldum, kerru og vagn fyrir bömin, ryk- sugur og fleira. Við héldum nám- skeið fyrir sjálfboðaliða sem hafa stutt þau í einu og öðru. Þegar þessari aöstoð lýkur eftir ár má segja að við höfum haldið í höndina á þeim í hálft ár til viðbót- ar. Við höfum greitt barnagæslu í tvö ár. Ég hef lagt mikið upp úr því að Félagsmálastofnun yfirtæki þessar greiðslur, þannig að bömin kæmust í íslenskt málumhverfi á dagheimilunum en færu ekki í gæslu innan hópsins því íslensku læra þau ekki heima. Þetta fyrir- byggir að bömin verði 2. flokks nemendur vegna tungumálaerfið- leika þegar þau koma inn í skóla- kerfið. Leita mikið til Rauöa krossins Þótt fyrsta dvalarárið sé liðið hafa þau samt leitað mikiö til Rauða krossins og ég er með mál af því tagi á skrifborðinu mínu á hveijum einasta degi. Til dæmis hafa komið upp skilnaöarmál, alls konar ílókin fjölskyldumál, sem bæði kostar tíma og peninga að leysa, læknamál og önnur fyrir- greiðsla. Við höfum reynt að hjálpa fólkinu við að útvega því vinnu en slíkt getum við ekki leng- ur. Ég er ein í þessu starfi auk þess sem ég sinni mörgum öðrum þáttum félagsmála hjá Rauða krossinum, svo sem eyðni, öldrun- armálum og einstaklingsmálum. Þá þarf að aöstoða aðra útlendinga sem leita tíl RKÍ. Það er borin von að ég geti sinnt öllum þessum málum. Ég reyni því að leiða þau inn í kerfið þar sem þau eiga að fá aðstoð eins og aðrir íbúar þessa lands. Það hefur ekki verið mikið um atvinnuleysi meðal Víetnama sem eru rúmlega hundrað talsins hér á landi nú. Þá er ekki mikið um að víetnamskir nýbúar fari héðan. Þó má nefna hjón sem fóru til Kanada og konu sem giftist tíl Englands. Loks fór einn til Ástral- íu þar sem hann átti kærustu. - Þeir atvinnulausu halda hópinn; þeir tala litla sem enga íslensku og umgangast varla Islendinga. Er ekki hætta á að þetta verði ein- angraður hópur í þjóðfélaginu? „Þetta er einmitt það sem ég hef verið að vara við. Aðrir hópar eru þó í meiri hættu vegna þess aö fyrir þá er engin skipulögð ís- lenskukennsla og þeir heyra aldr- ei neitt nema ensku. Við erum að safna glóðum elds að höfði okkar ef við kennum ekki almennilega íslensku. En þetta fólk hefur allt fengið tækifæri til að læra máhð, auk þess sem því hefur verið boð- iö upp á framhaldsnámskeið. Forréttindahópur - En þyrfti ekki að vera einhver sem fylgist með því hvemig þessu fólki gengur og passar upp á að það einangrist ekki? „Það er kannsi góð hugmynd, en best væri að hinn almenni borgari léti málið tíl sín taka þannig að nýbúamir næðu að tileinka sér tungumál og menningu landsins. Við erum ennþá með sjálfboðaliða sem heimsækja nokkuð marga af þessum hópi. Miðað við allt og allt er þessi hópur forréttindahópur í hópi nýbúa. En þau vilja bara hafa forsjá og það gengur ekki. Þau verða líka að axla sína ábyrgð." - Það sjónarmið hefm- komið fram að Rauði krossinn ætti að nota hluta þeirra fjármuna, sem hann safnar meðcd landsmanna, til þess að aðstoða bágstadda hér, ekki bara nýbúa heldur einnig íslend- inga? „Það eru nú innan við 12 prósent ráðstöfunartekna RKI sem fara til útlanda en afgangurinn fer í inn- anlandsstarf." -JSS' Hólmfríður Gísladóttir, deildastjóri Rauða kross íslands. DV-mynd GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.