Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993
Fréttir
Örbylgjusjónvarp vekur upp margar spumingar:
Aðeins ein afrugluð
rásséstíeinu
Með tilkomu örbylgjusjónvarps eða
Fjölvarps hafa ótal spurningar vakn-
að meðal fólks og ekki laust við að
þar gæti óvissu og jafnvel ótta gagn-
vart tækninni sem slíkri og síðast en
ekki síst gagnvart væntanlegum fjár-
útlátum.
Hjá íslenska útvarpsfélaginu eru
tvær breytingar í gangi. Annars veg-
ar á að skipta myndlyklunum út sem
áskrifendur munu framvegis fá lán-
aða.
Hins vegar er um Fjölvarp að ræða,
endurvarp margra erlendra sjón-
varpsstöðva um örbylgjusenda auk
endurvarps á Stöð 2 og Sýn. Sjón-
varpið mun einnig nást með ör-
bylgjuloftnetum, flýtur ótruflaö í
gegn.
Gömlu myndlyklunum skipt út
Að sögn Páls Magnússonar sjón-
varpsstjóra hefur tilkoma Fjölvarps-
ins flýtt fyrir endurnýjun myndlykl-
anna. Tími hafi lika verið kominn á
gömlu myndlyklana og viðhald
margra þeirra verið orðið kostnaðar-
samt. Þá hafi þeir úrelst á sama hátt
og tölvur og annar tæknibúnaður.
Nýtt afruglarakerfi, sem tekið
verður í notkun á næsta ári, gerir
gömlu myndlyklana gagnslausa. Þeir
sem verða áfram með Stöð 2 ein-
göngu byrja að skipta um lykla næsta
vor en búist er við að skiptin taki
8-12 mánuði. Þá verður einn lykill á
hvem notanda.
Fyrstu nýju myndlyklamir eru
mono-lyklar en þeim mun fást skipt
vilji áhorfendur frekar fá víöóma-
lykla.
Rétt er að geta þess að vilji menn
ekki gerast áskrifendur að Stöð 2 eða
Fjölvarpi en vilja sjá 19:19 þurfa þeir
ekkert að aðhafast, geta notað gömlu
loftnetsgreiðuna áfram.
Ein afrugluö rás í einu
Sú hugmynd hefur orðið æði lífseig
að hægt verði að horfa á margar af-
ruglaðar sjónvarpsrásir í einu. Þann-
ig geti unglingurinn á heimilinu
horft á tónlistarrásina MTV inni í
herbergi meðan foreldrarnir sjá
CNN eða BBC inni í stofu. Þetta er
ekki hægt.
„Það hefur alltaf legið ljóst fyrir
að einn myndlykill afruglaði ekki
nema eina mglaða rás í einu. Við
höfum kannski litið á þessa stað-
reynd sem of sjálfsagðan hlut þar
sem annað hefur aldrei verið inni í
myndinni," sagði Páll Magnússon,
sjónvarpsstjóri íslenska útvarpsfé-
lagsins, við DV.
Aðeins einn afruglari í heiminum,
sænskur, mun gefa möguleika á að
horfa á fleiri afmglaðar rásir í einu.
Sá er hins vegar hannaður til notk-
unar í kapalkerfum.
Vilji fólk getur þaö aðeins valiö um
tvær rásir: Horft á óruglaðar send-
ingar RÚV annars vegar (t.d. í eld-
húsinu) og raglaða sendingu Stöðvar
2 eða erlendra stöðva hins vegar (t.d.
í stofunni). í stað RÚV geta þó komið
óraglaðar sendingar Stöðvar 2 eins
og 19:19. Taka má þá rás upp á mynd-
band sem ekki er verið að horfa á.
Fái menn sér nýjan myndlykil fá
þeir nýtt númer og um leiö verður
gamli myndlykillinn gagnslaus.
Gagnar því lítið að halda upp á hann
í þeim tilgangi að fjölga valmöguleik-
unum.
Ramminn sprengdur með
samvinnu
Með samvinnu íbúa í fjölbýlishúsi
má hins vegar sprengja þessar tak-
markanir af sér. I átta íbúða sambýl-
ishúsi, þar sem aliir eru áskrifendur
að Fjölvarpi, má setja alla 8 mynd-
lyklana upp á hálaloft og eyma-
merkja hvem þeirra einni rás. Þá á
hver notandi að geta horft á margar
rásir í einu í mörgum sjónvarpstækj-
um.
Ný lofnet
Órbylgjusjónvarpssendingar kalla
á nýjan loftnetsbúnað. Um er að
ræða pinna með mörgum hringlaga
skífum sem gengur hornrétt út úr
spjaldi eða ívala grind á stærð við
grind í útigrilli.
Örbylgjuloftnet kostar nú um 16-18
þúsund krónur en verðið getur lækk-
að með frekari samkeppni söluaðila.
Með uppsetningu kostar loftnet því
allt að 25 þúsund krónur.
Mælt er með því að til verksins séu
fengnir viðurkenndir aðilar. Þannig
hafa um átta aðilar sótt námskeið á
vegum Rafiðnaðarskólans í uppsetn-
ingu örbylgjuloftneta og hafa fengiö
hæfnisskírteini því til sönnunar. Er
fólk hvatt til að gá að hæfni þeirra
manna sem það kaupir til uppsetn-
ingarinnar svo hún verði rétt í eitt
skipti fyrir öll.
Séu notendur í vafa geta þeir feng-
ið upplýsingar um sendistyrk heima
hjá sér hjá þessum aðilum. Þumal-
fingursreglan er þó sú að skilyrði séu
mjög góð í beinni sjónlínu við Perl-
una.
Ýmis aukakostnaður
En kostnaðurinn getur orðið meiri,
sérstaklega í fjölbýlishúsum. í sum-
um húsum eru loftnetskaplar komn-
ir verulega til ára sinna. Ekki er víst
að burðargeta þeirra anni jafnmörg-
um rásum og fara munu um lofínets-
kerfið með tilkomu Fjölvarps. Getur
því þurft að skipta um kapla til að
ná sem bestum myndgæðum.
Sömu sögu er að segja um magn-
ara. Magnari magnar sjónvarps-
merkið sem kemur frá loftnetinu svo
að það geti borist langa vegu, t.d. í
fjölbýlishúsi. Sumir magnarar, sem
nú era í notkun, eru ekki hannaðir
með margar rásir í huga og getur því
þurft að skipta þeim út. Slík tæki
kosta á bilinu 6-20 þúsund krónur.
Þá getur þurft að skipta um tengla
í íbúðum en gamlir tenglar hleypa
miklu af sjónvarpsmerkinu aftur inn
í kerfið í húsinu. Sé sjónvarpið bilað
getur það þannig skemmt fyrir öðr-
um notendum í fjölbýlishúsi.
Ef eiga þarf við alla þessa þætti
getur kostnaðurinn orðið allnokkur
með vinnu og étur þá upp hluta af
sparnaðinum sem felst í því þegar
margir era um kaup á einu loftneti.
Fyrsta árið 73 þúsund með
stofnkostnaði
Þá er það áskriftin. Áskrift að Fjöl-
varpi eingöngu kostar 2.630 krónur á
mánuði. en áskrifendur skuldbinda
sig til að kaupa minnst þrjá mánuði.
Kaupi menn hins vegar áskrift að
Stöð 2 líka kostar fjölvarpið 923 krón-
ur. Samtals kostar áskrift að Stöð 2
og Fjölvarpi því 4.000 krónur. Skila-
gjald nýs myndlykils er nú 2.500
krónur en ekki er enn ljóst hvort
skilagjald verður framvegis inn-
heimt né hvert það verður.
Ársáskrift að Ejölvarpi auk ör-
bylgjuloftnets og uppsetningar kost-
ar 56.500 krónur. Sé áskrift að Stöð
2 með í dæminu kostar þessi árs-
pakki 73.000 krónur. Þeir sem taka
bæði Stöð 2 og Fjölvarp geta reyndar
selt íslenska útvarpsfélaginu gamla
myndlykilinn sinn sem jafngildir þá
þriggja mánaða áskrift að Fjölvarpi
eða 2.769 krónum.
j / j
u// UrjJllOll
RÚV eða ólæst
SGIld’MfI C +
Sé 8 myndlyklum jafnmargra áskrif-
enda komið fyrir uppi á lofti í fjölbýl-
ishúsi og tengdir sjónvarpskerfinu á
Tæki
Tæki 3
Kostnaður vegna Fjölvarps og
gervihnattadiska
FJölvarp,
8 erl. sjónvarpsst.
ogRÚV
að vera hægt að sjá margar af-
ruglaðar sjónvarpsrásir í einu.
Hætt að horfa í fríinu
Áskrifendum verður frjálst að
segja Stöð 2 og/eða Fjölvarpi upp
tímabundið, t.d. í sumarfríinu.
Páll segir að veriö sé að skoða þess
mál nánar en menn horfi til Canal
Plus í Frakklandi í þessu sambandi.
Loftnet og uppsetning t"""'""""""* 25.000
eftir 12 raán. «•"'..........56.560
eftir 24 mán. ....!.'"r...'.ril RR12Q
Gervlhnattadiskur
14. erl. sjónvarpsst.
■
Loftnet og uppsetning C
eftir 12 mán. C
eftir24mán. C
——
■
D 100.000
D ÍOO.OOO*
3 ÍOO.OOO*
Fjölvarp og Stöð 2,
8 erl. sjónvarpsst.
og 3 íslenskar
Loftnet og uppsetning
eftir 12 mán.
Í^ÍHÉÍMÍfiHrillÍM 5 m
000
$48.000
eftir 24 mán. C
D121.000
* Meö fyrirvara um lokun résa.
Fleiri rásir dýrari?
Mögulegt er, fái íslenska útvarpsfé-
lagið úthlutað fleiri sjónvarpsrásum
á örbylgjusviði, að aðgangur að rás-
um utan núverandi pakka verði seld-
ur sérstaklega. Segir Páll að svo geti
t.d. orðið varðandi sérhæfðar rásir.
Gervihnattadiskar
Nokkur þúsund gervihnattadiskar
eru í notkun á landinu öllu í dag. Á
gervihnettinum Astra eru um og yfir
15 stöðvar sem má sjá hér á landi,
þar á meðal nokkrar stöðvanna í
Fjölvarpspakkanum. Til að ná þess-
um hnetti þarf 1,2 m disk og móttöku-
tæki sem kostar um 100 þúsund
krónur með uppsetningu.
Gæta ber að því að sumar stöðv-
anna á Astra hafa boðað að þær læsi
dagskránum á næstu misseram.
Nokkrar hafa reyndar sífellt verið
aö fresta slíkri lokun og því óvíst
hverjar efndirnar verða í framtíð-
inni. -hlh
Litiö á skemmdirnar á brúnni.
DV-mynd S
Togari fékk
ásigbrot
Skuttogarinn Southella frá Hull
kom til hafnar í Reykjavík eftir
að hafe fengið brot á sig viö
strendur Grænlands í óveðri á
dögunum. Yfirbygging skipsins
dældaðist þó nokkuð og komst
sjór í vélarrúmið. Skipið var
keyrt hingað á hálfri ferð í fylgd
annars bresks togara. Ekki var í
gær búið að taka ákvörðun um
hvort gert yrði við skipið til
bráðabirgða eða til fullnustu í
gær. Ekki er vitað til þess að
nokkur skipverja hafi slasast við
óhappið. pp
Knattspyma:
Anthony
tilBodö
Anthony Karl Gregory, knatt-
spyrnumaður úr Val, gekk í gær
frá tveggja ára samningi við
norska úrvalsdeildarfélagið
Bodö/Glimt. Hann leikur því þar
ásamt Kristjáni Jónssyni úr
Fram næsta sumar en Kristján
samdi við félagiö til tveggja ára í
fyrrakvöld.
„Ég er feginn að þetta er komið .
í höfn því að málið var búið að
dragast fulllengi. Það verður
skemmtileg tilbreyting að spila í
Noregi og ég fer þangað strax eft-
ir áramótin," sagði Anthony Karl
við DV í gær.
Litlu munaði að ekkert yrði af
samningum því Valur og
Bodö/Glimt voru ekki ásátt um
kaupverðið en úr því var íeyst í
gær. Bodö/Glimt var þegar búið
að setja sig í samband við Atla
Einarsson úr Fram og hugðist fá
hann í staðinn fyrir Anthony
Karl. -VS
Bónus opnar
í Færeyjum
Tvær matvöruverslanir undir
nafninu Bónus verða opnaðar í
Færeyjum í dag, önnur í Þórs-
höfn og hin í Rúnavík. Sem kunn-
ugt er keypti Bónus helming í
þessum verslunum af eiganda
Rúmfatalagersins en verslanim-
ar hétu áður Kvettiö.
í tilefni opnunarinnar var Bón-
us með leiguflug með Fokkervél
til Færeyja. Auk forráðamanna
Bónuss vora fulltrúar ýmissa
framleiðslu- og sölufyrirtækja
með í för en meiri möguleikar eru
nú á útflulningi íslenskra vara til
Færeyja en áður. Um milliliða-
lausan útflutning yrði að ræða.
-bjb
ASÍ gagnrýnt
Á bandalagsráðstefnu BSRB í
gær kom fram gagnrýni á forystu
ASI við gerð kjarasamninga. í
ályktun ráðstefnunnar segir
m.a.:
„Þegar gerðir era víðtækir
kjarasamningar, sem fela í sér
breytingar á skattlagningu og
kjörum aUs almennings í land-
inu, er óhugsandi að um þá náist
sátt, nema því aðeins að að baki
búi breið samstaða launafólks við
samningagerðina.“