Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 Vísnaþáttur Þó að oft séfátt umföng „Þú getur eignast fleiri vini á mánuði með því að sýna þeim áhuga en á tíu árum með því að reyna að vekja áhuga þeirra á þér.“ Þaö var bandarískur lögfræð- ingur, Charles L. Allen að nafni, sem á að hafa sagt þessa setningu, en spumingin er: Hvers virði er slík vinátta? Franski heimspeking- urinn Francois de le Rochefocauld segir aftur á móti að „Þaö sem karl- menn kalla vináttu eru aðeins fé- lagsleg samskipti þar sem sjálfs- áhtið gerir alltaf ráð fyrir hagn- aði“. Hvernig skyldi vinátta milh kvenna þá vera? Því svarar franski gagnrýnandinn Antoine Rivarol, sem var uppi á síðari hluta 18. ald- ar, á þennan hátt: „Vinátta milli kvenna er aðeins stundar vopna- hlé.“ Hefur það nokkuð breyst? Á þetta ekki við um karlmenn líka? I Fegurð himinsins, síðasta bindi Heimsljóss Halldórs Laxness, segir svo: „Sá vinur sem þú kvaddir í gær er annar í dag, þú þekkir hann ekki framar, heimurinn breytist á einni nóttu, ekki einu sinni trygöin getur sigrast á tímanum, þaö sem maöur á það á maður á líðandi stund: vinur, ástmey, vort eigið líf, - aðeins ein stund, stundin sem er að líða, á annarri stund er þaö ekki framar til.“ Og þá er komið að því að kanna hvert mat íslensk skáld og hagyrð- ingar leggja á vini og vináttu og byrium á stöku Höllu Eyjólfsdótt- ur, skáldkonu á Laugabóli, sem hún tileinkaði séra Páli Ólafssyni í Vatnsflrði: Sannra vina verðug laun veröld mælt ei getur, þeirra, er hafa reynst í raun -, - reynst þar öðrum betur. Margrét Jónsdóttir skáldkona yrkir svo um vináttuna: Sólargeisla gegnum ský gott var oft að finna og mæta hreinni ástúð í augum vina sinna. Magnús Kr. Gíslason, bóndi á Vöglum í Blönduhlíð í Skagafirði, hefur gert sér ljóst að allra veðra gæti verið von í skiptum vina þegar hann kvað: Ástin lifa lengi má, Ijúf á milh vina, meðan hún rekst ekki á eiginhagsmunina. Þeir sem verða mjög gamlir verða að sjá á eftir mörgum vina sinna yfir landamæri lífs og dauða, eins og berlega kemur fram í stöku Hallgríms Jónssonar sem var lengi skólastjóri Miðbæjarskólans í Reykjavík: Fækkar vinum, fjölga ár, friður hjartans dvíiiar, af því blæða opin sár allar stundir mínar. Vinátta getur á stundum tekið um of á taugamar ef marka má stöku Jóns S. Bergmanns sem hljóðar svo: Gæfan hefur lagt mér lið lengi af nægtum sínum: Ég hef orðið fullan frið fyrir vinum mínum. Honum hefur þótt ástæða til aö telja kjark í einhvem vina sinna með þessari stöku: Aldrei hrelli huga þinn hríðar fellibylur. Haltu velli, vinur minn, viijinn svelliö mylur. Stefán Jónsson, rithöfundur og kennari: Þó aö oft sé fátt um fóng finnst ei þörf að kvarta þeim er getur gleðisöng glætt í hvers manns hjarta. Ekkert vinnur betur bug böls á dökkum línum en að vita vinarhug vaka yfir störfum sínum. Ókunnur höfundur: Þó mín sé ævin undarleg og eigi fátt af vinum, það er varla víst að ég verði á eftir hinum. Ágúst Vigfússon kennari sendi gömlum kunningja svohljóðandi kveðju: Þó að hárin gerist grá glöggt við báðir finnum, alltaf leynist ylur frá okkar fomu kynnum. Gísli Ólafsson skáld frá Eiríks- stöðum í Svartárdal orkti til Bjöms Sveinssonar bónda frá Gili í Skaga- firði, hagyrðings og hestamanns, sem var einn af elstu og bestu vin- um hans, þessar stökur: Með vor í huga og vinasátt vöktum hláturs óra. Viö höfum samleið oftast átt áratugi fjóra. Fátt hið skrítna fram hjá sveif sem fólki stytti vökur. vaktar upp á víð og dreif vom beggja stökur. Til að kitla kvenfólkið og kanna innstu drögin í tómstundunum tókum við tvísöngs kvæðalögin. Gjarnir að vekja galsaklið. Geymdum mey í fangi. Báöir hafa haldið við hesti á réttum gangi. Ævihjóhð áfram snýst, óðum degi hallar. En fram til grafar verða víst vinir þessir kallar. Stundum nægja smámunir til þess að vinátta fari út um þúfur, eða ekki verður annað ráðið af eft- irfarandi ljóði Heiðreks Guð- mundssonar sem hann kallar Skuld: Góður vinur var hann minn. Ég vissi að hann skorti fé. Og lítilræði að láni lét ég honum í té. Hann læst ekki sjá mig síðan. En sífellt á verði er. Og víkur sér hljóður til hhðar hafi ’ann veður af mér. Að glata þeim aumm var ekkert. En undan hinu mig sveiö: Að trúnni á þeim, sem ég treysti, tapaði ég um leið. „Vinir mínir sýna mér hvað ég get gert, óvinir mínir hvað ég ætti að gera“ er haft eftir ónafngreind- um manni, sem bendir tíl þess að hvorir tveggja séu nauðsynlegir, eigi vel aö fara. Torfi Jónsson Torfi Jónsson Matgæðingnr vikunnar_pv Fiskréttur með Krystal-osti „Eg nota aldrei uppskriftir þegar ég elda mat, heldur eigið hug- myndaflug," segir Huld Goethe, veitingastjóri á Gerðubergi, sem er matgæðingur DV að þessu sinni. Huld byrjar á því að gefa upp- skrift að gómsætu brauði. Hún er þannig: l dl hörfræ 1 dl sesamfræ 2 dl sólblómakjarnar Þetta er lagt í bleyti í um 8 klukkustundir. Gætið þess að vatn- ið fljóti yfir kornið þótt það bólgni upp. Þegar baka skal brauðið er þessi blanda sett í stóra skál eða fat og 50 g pressuger (5 tesk. þurrger) leyst upp í 2 dl af ylvolgu vatni. Gerblöndunni er bætt út í korn- blönduna og einnig 1 'á dl hveitiklíði 1 Zi msk. salti 1 eggi 5 dl af ylvolgu vatni Út í þetta er bætt hveiti, nægilega miklu til að deigið geti lyft sér. Þegar það hefur stækkað um helm- ing er meira hveiti hnoðað saman viö, aht í allt fara um 2 kg í upp- skriftina. Nú er deigið hnoðað vel og skipt i 7 hluta og mótaðar kúlur úr þeim. Kúlunum er raöað þétt saman á bökunarplötu, þær pensl- aðar með eggi og mjólk og ein- hverri af korntegundunum stráð yfir. Látið lyfta sér. Brauðiö er sett í 200 gráða heitan ofn og bakað í 40 mínútur. Þetta brauð má gjarnan frysta. Hér kemur fiskuppskriftin: 1 stk. agúrka Vi pakki Múhers old fashioned egg noodles 50 g smjör eða smjörlíki Huld Goethe veitingastjóri og mat- gæðingur vikunnar. 60 g smálúðu- eða ýsuflök 1 stk. Krystal-ostur 11 vatn 2 teningar Knorr-fiskikraftur Aðferðin Dragið roðið af fiskinum og sker- ið í fingurstóra strimla. Stráið salti og pipar yfir. Afhýðið agúrkuna og kljúfiö. Skafið kjarnahúsið innan úr henni með teskeið og brytjið í sneiðar (ekki of smátt) Komið upp suðunni á vatninu og leysið upp teningana í því og sjóðiö núðlurnar í 7 mínútur. Hehið á sigti og látið í eldfast mót. Geymið soðiö. Hitið smjörið á pönnu og látið gúrkubitana út í. Látið krauma aðeins. Brytjið ostinn út í gúrkurn- ar og látið hann leysast vel upp. Setjið soðið af núðlunum þar út í og látið suðuna koma upp. Þá er fiskurinn settur ofan á núðlurnar í mótinu og síðan það sem er á pönnunni. Blandið vel saman, lok eða álpappír settur yfir og bakað í 175° heitum ofni í 20 mínútur. Setj- iö smábrauðin í ofninn eftir 10 mín- útur. Borðið af djúpum diski með gaífli og smábrauðinu. Fljótlegtoggott Huld gefur aðra uppskrift að fisk- rétti, sem er bragðgóður og afar fljótlegur í gerö. í réttinn þarf eft- irfarandi: 3 msk. hveiti 4 msk. Maggí-uxahalasúpa (ath. það verður að vera Maggí) 50-75 g smjörlíki (fer eftir þvi hvernig panna notuð er) 600 g fiskflök eða 6 góð stykki 3 meðalstórir sveppir á mann 2Zi dl rjómi 2 Zi dl mjólk Aðferð Blandið saman hveiti og pakka- súpunni. Veltiö fiskstykkjunum upp úr blöndunni, síðan upp úr svolitlu af mjólkinni og aftur upp úr blöndunni. Steikið sveppina að- eins upp úr smjörlíkinu og látið þá til hliöar. Steikið fiskinn eins og venjulega á pönnunni, setjið síöan sveppina út í, hellið loks rjómanum og því sem eftir er af mjólkinni á pönnuna (ekki yfir fiskstykkin) og hristið vel. Látið suðuna koma vel upp og berið fram á pönnunni STRAX, meðan kraumar vel í. Borðið með soðnum kartöflum. Huld skorar á Gerði H. Jóhanns- dóttur, hússtjórnarkennara við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Hinhliöin Langar að hitta Clinton -segir Jón Hermann Karlsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra Jón Hermann Karlsson, aðstoð- armaður heilbrigðisráðherra, var að góðu kunnur í landshðinu í handbolta frá árunum 1972-1982. Síðan var hann framkvæmdastjóri Teppabúðarinnar. Nú hjálpar Jón hins vegar mági sínum í hinu erfiöa ráðuneyti. Og þess má geta að hann er bróðir Heimis Karlssonar, íþróttafréttamanns á Stöð 2. Það er Valsarinn Jón sem sýnir hina hhð- ina að þessu sinni: Fullt nafn: Jón Hermann Karlsson. Fæðingardagur og ár: 24. janúar 1949. Maki: Erla Valsdóttir. Börn: Ég á fimm dætur á aldrinum frá tólf til tuttugu og tveggja og einn son sem er 23ja ára. Bifreið: Volvo árgerð 1991. Starf: Aöstoöarmaður heilbrigðis- ráðherra. Laun: Samkvæmt launakjörum opinberra starfsmanna og mættu vera meiri. Áhugamál: Þau eru mörg, t.d. íþróttimar en ég hef leikiö fótbolta og körfubolta með Old boys, gömlu handboltaköppunum, og svo er ég í golfinu. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Ég hef aldrei fenigð fleiri en þrjár tölur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Það sem ég er að fást við hverju sinni. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Að gera ekki neitt. Uppáhaldsmatur: Það er jólamat- Jón Hermann Karlsson, aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra. urinn, svínahamborgarhryggur með öhu. Uppáhaldsdrykkur: íslenskt kalt vatn. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Til skamms tíma var það Michael Jordan en þar sem hann er hættur nefni ég Sigurð Sveinsson. Uppáhaldstímarit: Úrval. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan eiginkonuna? Ég hef líklega ekki séð hana ennþá. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Bih Clinton. Uppáhaldsleikari: Róbert Am- finnsson. Uppáhaldsleikkona: Whoopi Gold- berg. Uppáhaldssöngvari: Gunnar Guð- björnsson tenór. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Guð- mundur Árni Stefánsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Ástríkur. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og íþróttir. Úppáhaldsmatsölustaður: Café ó- pera. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hvaða vamarliðs? Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Mér finnst Jón Múh alltaf áheyrilegur. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Páll Magnússon. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer mjög sjaldan út að skemmta mér en ætli það sé ekki nýja félagsheim- ih Valsmanna þar sem við höldum herrakvöld og þorrablót. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Valur. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Ég stefni að því að standa mig vel í dag og á morgun og sjá fjölskyldu minni farboða á sómasamlegan hátt. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég hef eiginlega aldrei tekið mér frí nema í bitum og þá helst tíl að njóta lífsins og slappa af, t.d. meö því að fara í golf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.