Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Robert James Waller: The Bridges of Madison County. 2. Terry Pratchett: Lords and Ladies. 3. Douglas Adams; Mostly Harmless. 4. Ben Elton: This Other Eden. 5. Catherine Cookson: The Maltese Angel. 6. Stephen King: Dolores Claiborne. 7. Sue Townsend: The Oueen and l. 8. Wilbur Smith; River God. 9. John Grisham: The Firm. 10. Joanna Trollope: The Men and.the Girls. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Stephen Fry: Paperweight. 3. Bill Watterson: The Days Are just Packed. 4. James Herriot: Every Living Thing. 5. Nick Hornby: Fever Pitch. 6. The Hipnotic World of Paul McKenna. 7. Gary Larson: The Far Side Gallery 4. 8. Dirk Bogarde: Great Meadow. 9. Brian Keenan; An Evil Cradling. 10. Maureen Lipman: When's It Coming Out? (Byggt í\ The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Peter Hoeg: Froken Smillas fornemmelse for sne. 2. Jette Kjærboe: Albertines fortællinger. 3. Edith Wharton; Uskyldens ár. 4. Toní Morrison: Elskede. 5. Ib Michael: Vanillepigen. 6. Niels Vinding: Hog over hog. 7. Helle Stangerup: Sankt Markus Nat. (Byggt á Politiken Sondag) Valdasjúkur hrokagikkur Stjórnmálamenn allra tíma hafa mörg voðaverkin á samviskunni. Afleiðingar rangra ákvarðana for- ystumanna stórþjóða hafa hins vegar aldrei veriö afdrifaríkari en einmitt á þeirri öld sem nú er senn á enda. Svo er framþróun tækninnar fyrir að þakka að ákvöröun tekin í Wash- ington, Berlín eða Moskvu getur haft í for með sér ótrúlegar hörmungar fyrir marga sem eru víðs fjarri. Þegar ævisöguhöfundur á borð við Walter Isaacson fjallar af hreinskilni og þekkingu um ævi og ákvarðanir stjómmálamanna stórvelda, manna sem höfðu um árabil farsæld eða óhamingju jarðarbúa í greipum sér, fer óneitanlega hrollur um lesand- ann. Það á við um ævisögu Henrys Kissinger sem seldi sál sína Richard Nixon fyrir völd og áhrif í alþjóða- málum og beitti þeim af fullkomnu siðleysi í nafni tilfmningalauss raun- sæis sem kennt er við valdapólitík. Evrópskur í hugsun Ferill Kissingers er um margt ein- stæður í bandarískri stjórnmála- sögu. Hann fæddist í Þýskalandi Weimar-lýðveldisins og komst til þroska á fyrstu valdaárum nasista þegar gyðingar eins og hann voru ofsóttir. Hann flúði land með foreldr- um sínum árið 1938, hélt til Banda- ríkjanna og gerðist þar innflytjandi. Vestra lá leiðin fyrst í skóla en síð- an í herinn þar sem hann naut tungumálakunnáttu sinnar og fékk ábyrgðarstarf í hernámsliðinu f Þýskalandi að stríðinu loknu. Því næst tók við nám í Harvardháskóla Umsjón Elías Snæland Jónsson og síðan kennsla þar og fræðistörf. Evrópa æskuáranna mótaði mjög svartsýna afstöðu Kissingers sem lagði öllu öðru fremur áherslu á stöð- ugleika. Hann leit á samskipti stór- velda sem valdatafl þar sem hernað- arógnun væri nauðsynlegur bak- hjarl allra ákvarðana. Tilfmningar eða siöferöi átti að hans mati engin áhrif að hafa á afstöðu Bandaríkj- anna í alþjóðamálum. Bráðgáfaður smjaðrari Höfundurinn lýsir persónunni og stjórnmálamanninum Kissinger afar vel í þessari stórbrotnu og mögnuðu ævisögu. Ferillinn er rakinn í smá- atriðum - fyrst í Harvard, síðan sem öryggismálaráðgjafi og utanríkisráð- herra Nixons, og Fords eftir Water- gate, og loks sem sjálfstæður, vell- auðgur ráðgjafi stórfyrirtækja. Allir eru sammála um að Kissinger sé bráðgáfaður smjaðrari sem lærði snemma þá list að koma sér í mjúk- inn hjá þeim sem gátu auðveldað honum leiðina á valdatindinn, og hjá bandarískum fiölmiðlamönnum sem gerðu hann um hríð að dýrlingi. En hann var einnig valdasjúkur hrokagikkur sem hagræddi sann- leikanum að vild. Hann fór illa með undirmenn sína; hellti sér yfir þá með skömmum og svívirðingum eins og heimtufrekur krakki og lét jafnvel bandarísku lögregluna hlera síma þeirra. Með þeirri aðgerð, og skap- ofsaköstum gegn lekum til fjölmiöla úr stjórnkerfmu, átti Kissinger reyndar mikinn þátt í að hleypa af stað aburðarás sem leiddi til Water- gate-hneykslisins. Kissinger náði verulegum árangri á sumum sviðum á meðan hann réð utanríkisstefnu Bandaríkjanna, en á öðrum gerði hann mistök sem kost- uðu ómældar hörmungar. Á þeirri syndaskrá er Kambodía efst á blaði. KISSINGER. A Blography. Höfundur: Walter Isaacson. Faber & Faber, 1993. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Amy Tan: The Joy Luck Club. 2. Edith Wharton: The Age of Innocence. 3. Johanna Lindsey: Keeper of the Heart. 4. Nelson DeMílle: The General's Daughter. 5. Michael Shaara: The Killer Angels. 6. John Grisham: The Pelican Brief. 7. Chatherine Coulter: Lord of Hawkfett Istand. 8. Anne Rice: The Tale of the Body Thief. 9. Philip Friedman: Inadmissible Evidence. 10. Jonathan Kellerman: Devil's Waltz, 11. Nancy T. Rosenberg: Mitigating Circumstances. 12. John Grisham: A Time to Kíll. 13. Maeve Binchy: The Copper Beech. 14. Donna Tartt: The Secret History. 1B. Anne Rice: Interview wíth the Vampire. Rit aimenns eðiis: 1. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 2. Rush Limbaugh: The Way Things Ought to Be. 3. The President's Health Security Plan. 4. Maya Angelou: I Knowwhythe Caged Bird Sings. 5. Michael Jordan: Rare Air. 6. Peter Mayle: A Year in Provence. 7. Gail Sheehy: The Silent Passage. 8. Tom Clancy: Submarine. 9. Schwarzkopf (k Petre: It Doesn't Take a Hero. 10. Robert Fulghum: Uh-oh. 11. Norman Maclean: Young Men & Fire. 12. Jean P. Sasson: Príncess. 13. Deborah Tannen: You just Don't Understand. 14. James Herriot: Every Living Thing. 15. Bernie S. Siegel: Love, Medicine and Miracles. (Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Sjálfsvöm á villigötum Leyniskytta í Sarajevo. Eru þessir menn eins og óðir eiturlyfjaneytendur? Troöfullur heimur Breskir stjarnfræðingar segjast hafa fundið efniö sem hingað til hefur „vantaö" í heiminn. Fræð- ingamir hafa lengi vitað að oflít- ið af efhi heimsins er sýnilegt til aö hægt sé að skýra hræringar himintunglanna. Nú halda menn að heimurinn sé troðfullur af efni sem er kol- svart og sést því ekki. Jafnvel er talið að 90% af heiminum sé úr þessu efní. Fyrstu merki um þaö fundust í svokölluðum svartholum en nú er það hald stjarnfræðinganna að einnig séu til risastórar svartar stjöraur sem enginn sér. Sextíu metra ölduhæð Öllum aö óvörum hafa gervi- tunglamyndir sýnt að ölduhæð f Gtbraltarsundi er að jafnaði um sextíu metrar. Sjógangur þessi er þó ekki hættulegur skipum því öldurnar eru um 200 metra undir yfirhorði sjávar. Neðansjávaröldurnar eru rakt- ar til þess aö í sundinu mætast kaldur sjór Atlantshafsins og heitur og saltur sjór Miðjarðar- hafsins. Blöndunin gengur ekki átaka- laust fyrir sig og af því stafar stöðug ölduhreyfing langt undir yfirborði sjávar. Umsjón Gísti Kristjánsson Barn er flutt í ofboði á sjúkrahús í Sarajevo eftir aö hafa orðið fyrir skoti leyniskyttu og þó er eins víst að búið sé aö sprengja sjúkrahúsið í loft upp þegar þangað er komiö. Gömul kona liggur látin á götunni meö brauð sér viö hlið; einhverjum þótti maklegt að varpa að henni handsprengju. Ungur maður skýtur af vélbyssu inn um gluggana á húsi nágrann- anna og kveikir svo í. Takist honum ekki að drepa fólkiö þá er það líklega vegna þess að aðrir nágrannar eru þegar búnir að því. Atvik af þessu tagi eru óskiljanleg öllu venjulegu fólki. Enginn getur skiliö af hverju menn, sem fyrir fáum mánuðum voru fullkomlega eðlileg- ir, verða skyndilega aö villidýrum á ófriðartímum og gerast sekir um óhæfuverk sem engan tilgang hafa. Christopher Mathias, enskur pró- fessor í lífefnafræði, heldur því fram að voðaverk á stríðstímum, eins og t.d. í borgarastyrjöldum, komi stjórnmálum eða trúarskoðunum ekkert við nema þá ef til vill rétt í byrjun. Eftir það taki brengluð efna- skipti í líkama manna við og valdi mestu um að venjulegir menn gerast sekir um hroðaleg óhæfuverk. Spennufíklar Prófessor Mathias segir að ósjálf- ráð.sjálfsvarnarviðbrögð manna fari úr skorðum á stríðstímum. Öllum mönnum er eðlilegt að bregðast skyndilega við þegar þeim er ógnað. Þetta gerist þannig aö heihnn sendir boð til nýmahettnanna um að dæla adrenalíni út í blóðið og jafnvel frið- sömustu menn spretta upp í ofsa- bræði. Við eðlilegar aöstæöur hefur þetta ekki varanleg áhrif á líkamann en finni menn fyrir þessum sjálfsvarn- arviðbrögðum oft á dag lamast við- brögðin. Fólk verður dofiö og sinnu- laust og þarf gróft áreiti til að verða eðlilegt. í mörgum tilvikum taka menn upp á því að verða sér úti um áreitiö sjáif- ir. Það er þá sem prúðmennin fara út á götu með byssu í hönd og koma jafnvægi á starfsemi líkamans meö því að skjóta nágrannana. Líkaminn bregst, að mati prófessorsins, við líkt og þegar eiturlyfjaneytandi verður aö fá skammtinn sinn til að líöa eðli- lega. Þegar átökum lýkur líður þessu fólki mjög illa. Þaö verður sinnulaust og getur ekki tekið þátt í daglegum störfum. Algengt er aö hermenn finni fyrir þessu þegar þeir koma heim úr stríði. í Bandaríkjunum hafa læknar nú marga hermenn til meðferðar vegna svokallaörar „Persaflóaveiki". Þar er um að ræða hermenn sem ekki hafa náð að jafna sig á spennunni sem Flóabardagi skapaði. í sumum tilvikum leiðast gamlir hermenn út í óhæfuverk bara til að fá sinn skammt af adrenalíni. Stressandi vinna getur líka gert menn að spennufíklum. Þá sækir fólk í spennu vegna þess að því líður ekki eðlilega nema það fái stærri skammta af adrenalíni út í blóðið en náttúran gerði ráð fyrir þegar adrenalín var ætlað til sjálfsvamar. Hanski til að túlka tákmnál James Kram- er, rafmagns- verkfræðingur viö Stanford- háskóla í Bandarikjun- um, hef- ur þróaö sérstakan tölvuhanska sem á aö túlka táknmál heyraar- lausra yfir á venjulegt mál. Sá sem notar táknmálið hefur hanskann á höndunum og í hvert sinn sem hann myndar tákn meö fingrum eða handarhreyfingu túlkar tölvuhanskinn það yfir á venjulegt ritaö mál. Þar með er búið að leysa það vandamál að heyrandi fólk skilur yfirleitt ekki táknmál heyrnar- lausra. Enn á þó eftir að full- komna tæknina. Þar á meðal er eftir að tengja hanskann við tölvuskjá þar sem þýðing á tákn- málinu birtist jaíhharöan. Kínverska þýdd í tölvu Og meira af rafmagnsverkfræð- ingum og þýðingum. Kinveijinn Julius Tou, sem um árabil hefur starfað við háskóla í Flórída, seg- ist hafa samiö forrit til að þýöa kínverskan texta yfir á ensku. Tou segir að forritiö hans þýöi af einu máli á annaö án þess að gera teljandi villur en til þessa hafa þýðingarforrit verið svo frumstæð að árangurinn er verri en enginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.