Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Page 14
14 LAUGARDAGUR 20. NÓVRMBRR 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HORÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RViK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÓMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SiMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIOLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Varnarliðið fer Þjóöinni er ekki gerður greiði með örvæntingar-til- raunum stjómvalda til að fá bandarísk stjómvöld til að fresta brottför vamarliðsins á íslandi eða draga hana á langinn. Nær væri að taka af festu á afleiðingum þess, að vamarliðið er að leka brott að loknu kalda stríðinu. Hér í blaðinu hefur í nokkur ár verið bent á, að tíma- bært sé að mæta óhjákvæmilegri brottför vamarliðsins í stað þess að stinga höfðinu í sandinn eins og ekkert hafi í skorizt. ísland hefur færzt úr miðju átakasvæði heims- veldanna yfir í hernaðarlegan norðurhjara veraldar. Fyrir tæpum tveimur ámm héldu öryggismálafræð- ingar íslands ráðstefnu, þar sem þeir stungu sameigin- lega höfði í sand og komust að þeirri niðurstöðu, að hem- aðarlegt mikilvægi íslands væri hið sama og áður. Ráð- stefnan sýndi, að oft kemur menntun að engu gagni. Síðan hefur vamarliðið verið að fara. Það hefur fjar- lægt ratsjárþotur og fækkað ormstuþotum. Það hefur reynt að stöðva framkvæmdir og tekizt að draga töluvert úr þeim. Þegar núverandi athöfnum lýkur, er ekki hægt að reikna með frekari uppbyggingu á þess vegum. Gamanfréttir berast af, að fomstumenn ríkisstjómar íslands séu að reyna að telja bandarískum viðmælendum sínum trú um, að kalda stríðinu sé ekki lokið og að enn stafi ógn af erfðaríkjum Sovétríkjanna. Sagnfræðingar af slíku tagi tala fyrir daufum eyrum viðmælenda. Eina haldbæra röksemdin er, að varnarhðið megi ekki fara alveg, því að í gildi sé langtímasamningum milh rikj- anna um vamir íslands. En viðmælendumir geta haldið fram, að þrjátíu menn dugi til þess, úr því að 3000 manns hafi dugað í mestu frosthörkum kalda stríðsins. Komið hefur fram, að hinir bandarísku viðmælendur hafa ekki tök á öhum þáttum á sínum enda. Stjómmála- menn í þinginu vilja í auknum mæh láta leggja niður úreltar herstöðvar 1 útlöndum th að spara peninga til ýmissa mála heima fyrir, sem þeir telja brýnni. Framkvæmdir á vegum varnarhðsins hafa verið að dragast saman og munu fljótlega leggjast af. Þjónusta við starfsmenn vamarhðsins mun minnka hratt 1 hlutfalh við fækkun þeirra. Og í auknum mæli verður kostnaði við rekstur Keflavíkurvahar þrýst á okkar herðar. Hugsanlegt er, að Atlantshafsbandalagið vilji kosta einhverju til að halda opnum flugbrautum á Keflavíkur- velh fyrir óvænta hðsflutninga og að Alþjóða flugmála- stofnunin vflji taka þátt 1 að halda opnum varaflugvelh fyrir tveggja hreyfla úthafsþotur 1 farþegaflugi. Ennfremur er hugsanlegt, að Atlantshafsbandalagið vflji halda uppi einhveiju af hinu nýtízkulega ratsjáreftir- hti, sem komið hefur verið upp hér á landi. En það má gera með tfltölulega fámennu starfshði íslenzku. Á sama hátt er hægt að halda opnum vara- og viðlagaflugvehi. Hermang íslenzkra aðalverktaka er um það bfl að leggjast niður og þar með mestöh vinna við framkvæmd- ir á Keflavíkurvelh. Einnig mun minnka mikið vinna við rekstur mannvirkja. Þar á ofan er og verður krafizt, að ísland auki þátttöku sína í kostnaði við flugvöllinn. Fyrir löngu hefðu íslenzk stjómvöld átt að vera farin að skflja gang sögunnar. Þau hefðu fyrir löngu átt að hætta að þjónusta einokunaráráttu Flugleiða og búa í þess stað í haginn fyrir alþjóðlegt vöruflug um Keflavík- urvöll og íslenzk fríhafnarsvæði í tengslum við það. Aumar hafa verið tilraunir stjómvalda tfl að efla at- vinnutækifæri á Suðumesjum í stað þeirra, sem óhjá- kvæmflega fara forgörðum vegna fráfalls kalda stríðsins. Jónas Kristjánsson Samþykkt NAFTA ætti að greiða fyrir GATT Samningurinn um Fríverslunar- svæði Norður-Ameríku (skamm- stafaður NAFTA á ensku) var gerð- ur í forsetatíð George Bush. í sigur- sælli kosningabaráttu gegn honum lýsti Bill Clinton stuöningi við sam- komulagið að því tilskildu að nokk- ur ákvæði, einkum varðandi meng- unarvarnir, fengjust hert. Eftir þau atriði endurskoðuð lagði hann samninginn fyrir þingið. Brátt kom á daginn að andstaðan við NAFTA í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings kom einkum frá demó- krötum, flokksbræðrum Clintons forseta. Þar voru fremstir í flokki Richard Gephardt, formaður þing- flokks demókrata í deildinni, og David Bonior, aðalatkvæðasmali fyrir þingílokkinn. Utan frá bættist þeim öflugast liðsinni í baráttunni gegn NAFTA frá verkalýðsfélögun- um sem lagst höfðu eindregið á sveif með Clinton í baráttunni fyrir forsetakosningarnar. Viðureignin síðustu vikur í Was- hington hefur því í rauninni farið fram fyrst og fremst innan Demó- krataflokksins. Úrslitin urðu að Clinton hafði betur, með því að ná á sitt band 234 atkvæðum gegn 200. En í þessum meirihluta var yfir helmingur þingmenn Repúblík- anaflokksins, stjórnarandstöðunn- ar. Gert er ráð fyrir að NAFTA eigi greiða leið í öldungadeildinni í næstu viku. Þá er enn eftir einn þröskuldur því Jean Chrétien, ný- kjörinn forsætisráðherra Kanada, hefur áskilið sér rétt tii að fá tekin upp að nýju ákvæði um úrskurð í deilumálum, áður en hann gengur frá lokafullgildingu af hálfu Kanada. Vill hann reisa skorður við tilhneigingu Bandaríkjanna til einhliða aðgerða í ágreiningi, sem Kandamönnum þykir gæta þrátt fyrir tvíhliða fríverslunarsamning sem þeir hafa fyrir við Bandaríkin. Efnahagslegt vægi þess fríversl- unarsvæðis eykst aðeins um einn Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson tuttugasta þótt Mexíkó bætist við. En fyrir Bandaríkjastjórn vakir að færa það út með tíð og tíma til landa í Suður-Ameríku. Úrslit atkvæðagreiðslunnar á fimmtudagsnótt í fulltrúadeildinni hafa verulega þýðingu fyrir póli- tíska stöðu Clintpns forseta. Hann hefur annars vegar sýnt að hann getur haft sitt fram á þingi, jafnvel þótt mestu áhrifamenn þar í hans eigin flokki leggist gegn honum. Hins vegar hefur hann sannað sig sem miðjumaður i Demókrata- flokknum sem ekki er háður stuðn- ingsaðiia eins og verkalýðsfélögun- um. Ósigur hefði þar að auki gert stöðu Bandaríkjaforseta afar erfiða á ráðstefnu Kyrrahafs- og Asíu- ríkja í Seattle sem hófst daginn eft- ir atkvæðagreiðsluna í fulltrúa- deildinni. Að frumvkæði Clintons sækja samkomuna æðstu menn ríkjanna fimmtán og ljóst er að Bandaríkjastjörn hefur í hyggju að fá þar lagðan grunninn aö nánari viðskiptasamvinnu á svæðinu. Ýmsum Asíuríkjum er lítið um shkt gefið og hefur til að mynda Mahathir bin Mohamad, forsætis- ráðherra Malasíu, ákveðið að sitja heima af þeim sökum. Með mestri eftirvæntingu verður þess beðið hver áhrif samþykkt NAFTA á Bandaríkjaþingi hefur á samningaumleitanir um að ljúka yfirstandanadi lotu um frekara af- nám viðskiptahindrana á vegum GATT, Almenna samkomulagsins um tolla og viðskipti. Þar hefur nú verið þráttað árum saman og um- boð Bandaríkjaþings til forsetans tii að ganga frá samkomulagi sem þingið fær ekki breytt en verður að samþykkja eða synja í heild rennur út 15. desember. Borin von þykir að það umboð verði fram- lengt frekar. Samningamenn Bandaríkja- stjómar í GATT-viðræðunum hafa ekkí fengist til neinna raunveru- legra samningaviðræðna, meðan kollhríð NAFTA stóð yfir i Was- hington, til að flækja ekki máhn fyrir Clinton. Nú standa vonir til að þeir telji sig hafa frjálsari hend- ur. Samningamenn Evrópubanda- lagsins, sem tekist hafa á misserum saman við Bandaríkjamenn um útfærslu samkomulags um lækkun niðurgreiðslna á búsafurðum og útflutningsbóta með þeim, þurfa hins vegar ekki lengur að láta það halda aftur af sér að óvissa ríki um hvort Bandaríkjastjóm sé yfirleitt fær um að gera viðskiptasam- komulag, sem haldi þegar til kasta þingsins kemur. í baráttunni um atkvæðin fyrir atkvæðagreiðsluna í fulltrúadeild- inni hét Clinton sérvernd fyrir ýmsa sérhagsmunahópa til að afla sínum málstað atkvæða. Svo er til að mynda um ræktendur sykur- reyrs, súrávaxta og vetrargræn- metis í suðurríkjunum. Ekki er að efa að samningamenn frönsku stjórnarinnar í GATT-viðræðunum eiga eftir að vitna til þeirra for- dæma i vöm sinni fyrir sérsjón- armið franskra bænda. Skipting atkvæða i fulltrúadeildinni um NAFTA-samkomulagið. Mynd af sjónvarpssjá Reuters. Skoðanir annarra Haröindi í Bosníu „Þegar hungursneyð og kuldatíð ógnuðu Bosníu fyrir einu ári hófu Evrópuþjóðir og Bandaríkjamenn mikla neyðarflutninga. Síðastliðinn vetur var óeðli- lega mildur og þó svo að bardagar hafi haldið áfram dóu fáir úr hungri og kulda. Úthtið í vetur er dekkra. Utanríkisráðuneytið áætlar að rúmlega 2,7 milljónir mannslífa séu í hættu vegna stríðaástandsins, sjúk- dóma, vannæringar eða ófullnægjandi húsakosts. Mesta hættan er í miðhluta Bosníu þar sem bardag- ar koma í veg fyrir flutninga hjálpargagna.“ Úr forystugrein New York Times 16. nóvember. Ekki ástæða til ótta „Þegar allt kemur til ahs hafa stjórnarflokkarnir ástæðu til aö hta á niöurstööu sveitarstjómarkosn- inganna sem áminningu. En þeir hafa ekki ástæðu til að óttast. Það er rúmt ár til næstu þingkosninga og kosningaúrshtin (á þriðjudag) em í góðu samræmi við síðustu skoðanakannanir sem benda til að mjótt verði á mununum hjá stjórn og stjómarandstöðu næstu tólf mánuðina." Úr forystugrein Politiken 17. nóvember. Dans heimsálfanna „Evrópuþjóðir fylgjast með Bandaríkjunum ræða við Asíuþjóðir í þessari viku um framtíð heimsins en Evrópa er ekki bara áhorfandi. í þessum dansi heimsálfanna verða Evrópubúar að skilja hvers vegna Asía er Bandaríkjunum tiltölulega mikilvæg- ari nú en áður. Þeir verða hins vegar að minna Bandaríkin á hvers vegna Evrópa skiptir alltaf jafn miklu máli. Og þeir verða að skilja að Evrópumenn færu verst út úr sundurlyndi heimsálfanna." Úr forystugrein Int. Herald Tribune 17. nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.