Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Side 15
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993
15
Reynslan af vaxtalækkun erlendis að undanförnu hefur verið sú, að i fyrstu lotu hafa heimili og fyrirtæki styrkt fjárhag sinn, en aukin umsvif hafa komið fram siðar. DV-mynd GVA
Varanleg lækk-
nn raunvaxta?
Almenningur viU vita, hvort lækk-
un raunvaxtanna verður varanleg.
Allir þekkja, að raunvextir hafa
lækkað um nálægt tvö prósentustig
vegna aðgerða ríkisstjórnar og
Seðlabanka. En fær þetta staðizt til
lengdar?
Margir spekingar hafa tjáð sig
um þetta mikilvæga mál. Lítum
nánar á þetta.
Áætlun ríkisstjórnarinnar hvílir
á tveimur aðalþáttum. Annars veg-
ar er ríkissjóður reiðubúinn að
draga sig tímabundið út af inn-
lenda íjármagnsmarkaðinum, að
því marki sem ekki bjóðast „ásætt-
anleg" lánskjör, það er nógu lágir
vextir, á þeim markaði. Auk þess
stuðlar Seðlabankinn að lækkun
vaxta með margvíslegum aðgerð-
um, sem eiga að auðvelda lækkun
vaxta á markaði. Þannig lækkar
Seðlabankinn vexti í viðskiptum
sínum við banka og sparisjóði,
lækkar bindiskyldu og rýmkar
reglur um lausafjárstöðu bank-
anna. Seðlabankinn reynir aö
lækka vexti í viðskiptum með
spariskírteini á markaðnum. Allt
þetta hefur borið mikinn árangur-
sem stendur. Vextimir hafa lækk-
að mikið á þeirri rúmu viku, sem
þetta „kerfi“ hefur staðið.
Fólk sem DV ræddi við á verð-
bréfamörkuðum og hagfræöingar
gera sér nokkuð góðar vonir um,
aö vaxtalækkunin fái staðizt.
Víðast lækkun um
2-3 prósentustig
í Fréttabréfi verðbréfaviðskipta
Samvinnubankans, eins og það
kallast, er bent á, að þessar aðgerð-
ir séu í sama anda og aðgerðir sem
margar aðrar þjóðir hafa gripið til
á undanfomum misserum.
„Stjómvöld hafa einfaldlega stuðl-
að að Iækkun vaxta með því að
gefa lausari taum í peningamál-
um,“ segir þar. „Þótt bæði tíma-
setningar og aðferðir hafi verið
mismunandi eftír löndum, hefur
megininntak aðgerðanna alls stað-
ar verið það sama. Með stjóm-
valdsaðgerðum hefur peninga-
magn verið aukið. Niðurstaðan er
einnig sú sama. Raunvextimir hafa
lækkað, víðast hvar á bilinu 2-3
prósentustig.
Vaxtalækkunarhrinan hófst í
Bandaríkjunum á árinu 1991. Fleiri
lönd fylgdu fljótlega í kjölfarið,
meðal annars Japan og Kanada. I
Evrópu lækkuðu vextir hins vegar
seinna. Gengisstefna Evrópuríkja
stóð í vegi fyrir lækkun þeirra.
Vöxtum var beitt til þess að halda
gengi gjaldmiðla fóstu gagnvart
evrópsku mynteiningunni. Það var
í raun ekki fyrr en brestír komu í
gengissamstarflð á áliðnu ári 1992
sem vextir tóku að lækka að ráöi í
Evrópu."
Samt hefur hagvöxtur aukizt
hægt. En nú virðist kraftur vera
að færast í efnahagslíf iðnríkjanna,
og lengst era þau ríki komin, sem
fyrst lækkuðu vextina.
„Flótti"
Ríkisstjómin hverfur nú frá
þeirri stefnu að fjármagna lánsfjár-
þörf sína eins mikið og kostur er á
innlendum markaði. Þess í stað á
að slá erlendis, ef kjör bjóðast þar,
sem em betri en gerist hér heima.
í þessu felst engin varanleg úrbót,
heldur „flótti“ frá vandanum eins
og vikuritið Vísbending segir.
Eftírspum eftír lánsfé er hér
meiri en spamaður þjóöarinnar
leyfir. Þetta gildir bæði um heimili
og fyrirtæki og ríkið. Umsvif ríkis-
ins em aUtof mikil miðað við
spamaðinn í þjóðfélaginu. Vís-
bending segir, að stjómmálamönn-
unum hafi ekki tekizt að ná niður
fjárlagahallanum. Þessum um-
framútgjöldum hafi að mestu verið
varið til samneyzlu en ekki til arð-
bærra fjárfestinga.
Þá er rétt að undirstrika, að þorr-
inn af öllum húsnæðislánum til
einstaklinga er veittur af ríkissjóði
á kjörum, sem em undir markaðs-
vöxtum.
Lánastofnanir í eigu ríkisins
Laugardags-
pistill
Haukur Helgason
aðstoðarritstjóri
veita óarðbæmm fyrirtækjum lán
á of hagstæðum kjömm miðað við
lánshæfi þeirra. Allt þetta hefur
valdið meiri ásókn í lánsfé en væri
við aðstæöur þar sem ríkissjóður
væri rekinn skynsamlega og lán-
takendur þyrftu að greiða mark-
aðsverð fyrir lánin sín. Enn er það
lenzka, að „gæðingar" sem njóta
velvilja stjómmálamanna fá ódýr-
ustu lánin. En vandinn er miklu
meiri en það. Allt kerfið leiðir til
þess, að eftirspum eftir lánsfé verð-
ur miklu meiri en markaðurinn
leyfir.
Meira þarf að skera
Er von til breytinga á þessu? Er
einhver von um, að Friðrik Sop-
husson fjármálaráðherra og Jón
Baldvin Hannibalsson utanrikis-
ráðherra komi með tillögur um að
skera útgjöld ríkisins niður um svo
sem tveim milljörðum meira en
fjárlagafrumvarpiö segir?
Veröi ekki undinn bráður bugur
að því að koma hallarekstri ríkisins
niður, mun vaxtalækkunin ekki
standast.
Hitt er svo annað mál, sem oft
hefur komiö fram undanfamar
vikur, að við höfum ekki efni á að
stórauka erlendu skuldimar.
Það er athyglisvert, að raunvext-
ir verða hér hærri en víöast annars
staðar þrátt fyrir lækkunina nú.
Raunvextir ríkisverðbréfa vom
hér fyrir aögerðimar 3-ri prósentu-
stigum hærri en í flestum öðmm
löndum. Það þýðir, að vextir hér
verða enn með hinum hæstu, svo
að ekki er gefið, að fjárfestar flýi
til útlanda með fé sitt.
Einungis í Kanada era vextir
þessir hærri en 5 prósent. Að með-
altali era raunvextir ríkisverð-
bréfa nú 3,7 prósent í helztu við-
skiptalöndum okkar. Semsé lægri
en hér verður. íslenzk ríkisverð-
bréf gætu enn talizt góður kostur í
fjárfestingu.
Vaxtalækkunin hér er svipuð og
sú lækkun, sem þegar hefur komið
fram víðast annars staðar. í þessu
felst að hlutfallið milli raunvaxta
hér á landi og 1 öðram löndum
breytist ekki aö ráði frá því sem
það var fyrir nokkram misseram,
þótt vextimir hafi lækkað hér.
En framhaldið byggist á því, að
efnahagsmálum okkar verði
stjórnað skynsamlega. Minnka
veröur hallann á ríkissjóði í áfóng-
um á næstu ámm. Annars verður
lækkun raunvaxta ekki til fram-
búðar.
Framkvæmdin verður að vera án
fums, svo að tiltrú skapist.
Hættaá
gengislækkun?
„Enn er ekki ljóst, hvort þörf er
á erlendri lántöku ríkisins í þvi
skyni að raunvaxtalækkunin að
undaníomu haldist næstu mánuði
og misseri," segir Yngvi Harðarson
hagfræðingur í fréttabréfi fyrir-
tækis síns, Ráögjöf og efnahags-
spár. „Fyrir því má þó færa gild
rök. Erlend lántaka getur verið
merki um, að stööugleiki í verð-
lags- og gengismálum bresti. Þaö
er hins vegar ekki sjálfgefið."
Vegna efnahagsþrenginga hefur
atvinnulífið þörf fyrir vaxtalækk-
un. Lægri raunvextir stuðla að
hærra verði hlutabréfa en ella,
bæði vegna jákvæðra áhrifa á af-
komu fyrirtækja og vegna lakari
ávöxtunar á öðrum skuldaviður-
kenningum.
Við gildistöku EES-samningsins
eykst frelsi í viðskiptum með er-
lend verðbréf til langs tíma. í þess-
ari stöðu geta fjárfestar valið um,
hvort þeir geyma fé í tryggum inn-
lendum skuldabréfum, sem bera
háa ávöxtun, kaupa innlend hluta-
bréf í von um jákvæð áhrif vaxta-
lækkunarinnar eða kaupa erlend
verðbréf. Yngvi nefnir meðal ann-
arra orsaka, að fjárfestar gætu val-
ið þann kost að kaupa erlend verð-
bréf gagngert til að forðast hættu á
gengislækkun krónunnar. í þessu
tilviki gætu miklar fjárhæðir
streymt úr landi á skömmum tíma.
Aukin eftirspurn eftir gjaldeyri
þýðir lægra gengi krónunnar að
óbreyttu framboði. Ekki er víst, að
ríkið hefði bolmagn til erlendrar
lántöku á móti slíkum fjárstraumi
úr landi. „Niðurstaðan er,“ segir
Yngvi. „Ef fjárfesting í erlendum
verðbréfum verður aðallega af ótta
við gengislækkun, þá er hætta á
að stöðugleikinn bresti. Hins vegar
er ekki endilega neitt athugavert
við erlenda lántöku á móti aukinni
erlendri eign, sem er tilkomin
vegna eignavals. Væntingar um
gengisþróun eru lykilatriði," segir
hann í fréttabréfinu.
Anna Haröardóttir deildarstjóri
hjá Landsbréfum, sagði í viðtali við
DV, að vaxtalækkunin fengi tví-
mælalaust staðizt. Stærstu fjárfest-
arnir virtust hafa tiltrú á lækkun-
inni. Markaðurinn sýndi það. Þetta
myndi ganga, ef ríkisstjómin héldi
sig við aö taka lán erlendis og
Seðlabankinn styddi aðgerðirnar
með kaupum á bréfum eftir þörf-
um. Haukur Helgason.