Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Síða 17
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 17 Bjó til íslensk spáspil: Byggð á gamalli íslenskri hefð - segir Guðrún Bergmann dulfræðirithöfundur „Þessi spil eru hugsuð fyrir fólk sem vill nota spáspil, hvort sem þau eru notuð sem hjálpartæki í almennum hugrenningum eða til að leita svara við áleitnum spurn- ingum í lífinu,“ segir Guðrún G. Bergmann sem hefur gefið út 32 spákort, Víkingakort, auk bókar með leiðbeiningum um notkun þeirra. „Hægt er að setja fram spumingu og láta spilin svara, t.d. ef viðkom- andi er að skipta um atvinnu og langar að vita um framtíðarhorfur sínar,“ segir Guðrún og telur að venjuleg spil geri ekki sama gagn. „Það er hægt að draga eitt spil ef um eina spurningu er að ræða. Þetta er ekki ósvipað rúnapokum en þá dregur fólk eina rún og fær leiðsögn." Guðrún segir að þessi spil séu ólík tarotspilum. „Tarotspil eru fleiri og með þeim eru mun minni leiðbeiningar um hvert spO. Ég reyni að byggja mín spil á gamalli íslenskri, andlegri hefð. Við höfum mikið leitað út fyrir landsteinana í andlegum hugleiðingum. Gamla íslenska hefðin er hins vegar mjög merkileg og ég reyni að draga hana fram. Það er óþarfi að leita alltaf langt yfir skammt." Guðrún segist hafa búið spihn til þar sem hún hafi fundið mikla þörf á markaðnum. „Upphaflega held ég að hugmynd mín að þessum spil- um hafi kviknað þegar ég fór sjálf að hugleiöa hin ýmsu andlegu mál- efni og leitaði til dæmis mikið til indíána. Ég bar saman hefðir indí- ána við þær hefðir sem ríktu hér á landi fyrir kristnitöku. í þeim sam- anburði komst ég að því að við ættum mjög ríkar og sterkar and- legar hefðir. Út frá því fannst mér að hægt væri að setja hefðirnar fram á þennan hátt þannig að fólk sýndi þeim einhverja viðurkenn- ingu. Eg hef fundið mjög fyrir þvi að íslendingar eru að leita að innri svörun. í framhaldi af þvi vildi ég gjarnan veita stuðning en þá var ekkert til á íslensku." Las mikið um heiðinn sið Guðrún hefur unnið að Víkinga- kortunum frá því í febrúar sl. „Ég byrjaði fyrst á spilunum fyrir tveimur árum en hafði síðan ekki tima þar sem ég var að vinna í öðru. Ég lagði spilin því til hliðar og fann þau gögn ekki, þrátt fyrir mikla leit, fyrr en fyrir nokkrum dögum. Ég byrjaði því upp á nýtt með nokk- uð mótaöar hugmyndir og skrifaði niður hugmyndir að 32 spilum og hvaða tákn ættu að vera á hverri mynd. Síðan gerði ég skissur að myndunum og fékk Ólaf Gunnar Guðlaugsson myndlistarmann og auglýsingateiknara til að hanna kortin. Áður hafði ég lesið margar bækur um heiðinn sið, íslendinga- sögur og fleira í þeim dúr. Ég var stöðugt að leita mér að upplýsing- um þannig að þær komu úr ýmsum áttum. Túlkunin sem ég set síðan fram er útskýring mín á táknum. Ég hef margprófað að leggja spilin fyrir fólk og þau hafa virkað," seg- ir Guðrún. „Þegar ég var barn haföi ég skyggnigáfu, sá það sem aðrir sáu ekki. Ég þroskaði hins vegar ekki með mér þann hæfileika fyrr en ég fór að velta fyrir mér andlegum málefnum miklu seinna. Ég skynja og get miðlað þó ég hafi aldrei kos- Guðrún Bergmann hefur búið til spáspil sem hún kallar Víkingakort. DV-mynd Brynjar Gauti ið að starfa sem opinber miðUl. í eitt skiptið var ég stopp með spilin og ákvað þá að miðla og athuga hvort ég fengi þær upplýsingar sem mig vantaði. Það var mjög skemmtilegt að tíl mín kom maður sem var klæddur eins og víkingur og gaf mér hinar ýmsar upplýs- ingar. Eftir það stUlti ég mig inn á að leita eftir upplýsingum á þann hátt.“ Kt Sumir halda... En rétt er... ...að bændur vilji enga samkeppni og kjósi einangrunarstefnu. ...að íslenskur landbúnaður á þegar í mikilli samkeppni við innlendar og erlendar vörur og styður frjálsari viðskipti með landbúnaðarvörur innan GATT. ISLENSKUR LANDBÚNAÐUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.