Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Side 20
20
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993
Kvikmyndir
I hléi. Kevin Costner og Clint Eastwood brosa og biða eftir að hægt verði að byrja á næsta atriði.
Drengurinn sem Haynes rænir
verður þó til þess aö hann fer að
hugsa öðruvisi og verður öruggari
um sig, en áralöng samskipti við
glæpamenn gera það að verkum að
hvað eftir annað kemur ofbeldið upp
í honum, sem verður til þess að
drengurinn hræðist hann jafnmikið
og hann dýrkar hann.
Á meðan á flóttanum stendur geng-
ur fátt í haginn hjá Gamett. Mikið
utanaðkomandi álag er á honum, að
flnna Haynes áður en forsetinn kem-
ur. Ekki bætir það ástandið, sam-
skiptaörðugleikamir við Kerper sem
er áhugasöm en reynslulaus.
Sömu aðstoðarmenn
A Perfect World er vegamynd í bestu
merkingu þess orðs. Hún gerist nán-
ast að öllu leyti á þjóðvegum í Texas
Clint Eastwood leikstýrir
Kevin Costner í
Fullkominni
veröld
Það bíða sjálfsagt margir spenntir
eftir hvernig viðtökur nýjasta kvik-
mynd Clints Eastwood, A Perfect
World, fær, minnugir þess hve frá-
bærar viðtökur Unforgiven hlaut.
Fyrir þá mynd fékk Eastwood ósk-
arsverðlaun sem besti leikstjóri. Nú
er Eastwood ekki á kunnuglegum
slóöum í villta vestrinu, þótt enn sé
það Texas sem er staðurinn, heldur
á þjóðvegum nútímans. A Perfect
World er sakamálamynd og varla er
hægt að segja að Eastwood sé alveg
ókunnugur þeim flokki kvikmynda.
Clint Eastwood leikur, sem og oft-
ast áöur, eitt aðalhlutverkið í mynd
sinni, en þungi myndarinnar hvílir
á herðum Kevins Costner og verður
fróðlegt að sjá samstarf þessara
frægu kappa. Það sem gerir A Perfect
World enn forvitnilegri er að hlut-
verk Costners er ekki jafn klæð-
skerasaumað og í flestum nýrri
myndum hans, heldur leikur hann
frekar illa þokkaðan glæpamann á
flótta.
Áflóttameðgísl
Kevin Costner leikur Butch Haynes
sem hefur verið meira og minna bak
við rimlana síðan í æsku. Þegar
myndin hefst 1963 hefur Haynes flúið
fangelsi í Texas þar sem hann hafði
verið dæmdur til 40 ára fangelsisvist-
ar. Sér til verndar tekur hann hinn
sjö ára gamla Phillip Perry sem gísl.
Sá sem stjórnar eftirleitinni er lög-
regluforinginn Red Garnett (Clint
Eastwood) og í hópnum sem hann
stýrir er sálfræðingurinn Safly Ger-
ber (Laura Dern) sem í fyrstu fer í
taugarnar á Gamett. Það er talið
mikilvægt að koma Haynes aftur bak
viö lás og slá og ríkisstjórinn í Texas
hefur lánað til leitarinnar sérstak-
lega útbúinn vagn. Sá áhugi sem er
fyrir handtöku Haynes er ekki vegna
þess hversu mikill glæpamaður hann
er, heldur aö von er á John F.
Kennedy forseta til Dallas innan
tveggja vikna.
Garnett er ekki alveg ókunnugur
Haynes og skilur hann sjálfsagt bet-
ur en flestir aðrir þar sem hann var
sá fyrsti sem handtók hann þegar
Haynes var ungflngur. Þá hafði það
veriö skoðun Garnetts aö fangelsið
hefði góð áhrif á Haynes, en reyndin
varð önnur.
Kevin Costner leikur fangann Butch
Haynes sem sloppið hefur úr fang-
elsi og er á flótta ásamt sjö ára
gömlum dreng sem hann hefur tekið
sem gísl.
T.J. Lowhter heitir ungi drengurinn
sem leikur hinn sjö ára gamla Phillip
Perry sem Haynes tekur með sér
og vingast við.
og þótti sviðsmyndahönnuðinum
Henry Bumstead ekkert tiltökumál
að finna smábæi sem höfðu lítið
breyst á þrjátíu árum. Það var í raun
nóg af slíkum bæjum með fram þjóð-
vegum í Texas. Bumstead, sem hefur
mikla reynslu af því að tímasetja
sviðsetningar, var einn af mörgum
kvikmyndagerðarmönnum sem
unnu við A Perfect World, sem einn-
ig unnu með Clint Eastwoodvið gerð
Unforgiven. Frcunleiðandinn David
Valdes var ekki aðeins einn framleið-
enda Unforgiven, heldur framleiddi
hann einnig In the Line of Fire. Af
öðrum sem störfuðu við Unforgiven
má nefna kvikmyndatökumanninn
Jack Green, klipparann Joel Cox og
tónskáldið Lennie Niehaus.
A Perfect World er sautjánda kvik-
myndin sem Clint Eastwood leikstýr-
ir og hefur hann leikið í þeim öllum
að undaskildum Breezy og Bird.
Eastwood á aö baki langan og farsæl-
an feril í kvikmyndum. Öfugt við
flest önnur stórmenni innan kvik-
myndanna fer honum fram eftir því
sem árin verða fleiri; það er sama
hvort litið er á Clint Eastwood sem
leikstjóra eða leikara, hann er einn
af þeim stóru í sögu kvikmyndanna
og hefur afrekað meira en flestir aðr-
ir sem enn eru starfandi. -HK
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
Clint Eastwood leikur lögreglu-
manninn Red Garnett sem varð
fyrstur til að fangelsa Haynes þegar
hann var unglingur.
Laugarásbíó mun innan skamms
taka til sýningar nýlega franska
kvikmynd, Max og Jeremie, kvik-
mynd sem fengið hefur hina ágæt-
ustu dóma að undanförnu. Er hér
um aö ræða sakamálamynd í létt-
ari kantinum þar sem aðalpersón-
urnar eru tvær, Max, sem leikinn
er af Philippe Noiret og Jeremie
sem Christopher Lambert leikur.
Max er aldraður leigumorðingi
sem er vinalaus og að veröa út-
brunninn. Þar sem hann getur ver-
ið hættulegur þeim sem hafa ráðiö
hann tfl margra verka er ungur og
ákafur leígumorðlngi, Jerenííe,
fenginn til að drepa garala mann-
inn. Hann getur samt ekki fengið
sig til þess eftir að Max gerir hon-
um freistandi tilboö. Myndin flallar
síðan á gamansaman hátt um virt-
skap þeirra, en félagamir tveir eru
mjög ólíkir þótt þeir stundhsömu
atvinnu.
Max og Jeremie er þriðja kvik-
mynd leikstjórans Claire Devers,
en sú fyrsta sem vekur athygfl.
Fyrri myndir hennar tvær voru
listrænar myndir sem voru ekki
fyrir hvern sem er. í Max og Jer-
emie þykir hún aftur á móti slá á
léttari strengi enda fór það svo að
myndin var mjög vel sótt í Frakk-
landi og hefur einnig fengið góðar
viðtökur hvar sem hún hefur verið
sýnd í Evrópu.
Christopher Lambert og Phflippe
Noriret sem leika títilhlutverkin
eiga ekki margt sameiginlegt sem
leikarar þótt báðir séu Frakkar.
Noiret hefur í áraraðir verið einn
af virtustu og vinsælustu ieikurum
Frakka og leikið í fjölda kvik-
mynda. Hann lék í sinni fyrstu
kvikmynd 19S6. Noiret hefur unnið
með flestum af þekktustu leikstjór-
um Frakka, má þar nefna Agnés
Varda, Louis Malle, Jean Del-
annoy, René Clair, Yves Robert,
Phillppe de Broca, Bertrand Ta-
vernier, Alain Robbe-Griflet,
Claude Chabrol og Claude Berri
svo einhverjir séu nefiidir. Þá hefur
hann leikið i mörgum bandarísk-
um og ítölskum kvikmyndum með
leikstjórum á borð við Anatole Lit-
vak, Alfred Hitchcock, George
Cukor, Peter Yates, Marco Ferreri,
Francesco Rosi, Giuseppe Tomat-
ore og Mario MoniceflL Nýlega sló
hann eftirminnilega í gegn í ósk-
arsverðlaunamyndinni Cinema
Paradiso.
Christopher Lambert hefúr aftur
á mótí ieikið að mestu í enskumæl-
andi kvikmyndum og er Max og
Jereraie fyrsta franska kvikmynd-
in sem hann ieikur í síðan hann lék
i kvikmynd Luc Besson, Subway,
árið 1984 og hlaut heimsfrægð fyr-
ir. Árangur hans í bandarískum
kvikmyndum hefur þó ekki verið
mikill en þekktastur er hann í
seinni tíö fyrir leik sinn í Highland-
er myndunum. I ÍVrra lék hann í
tveimur ágœtum spennumyndum
Knight Moves og Fortress.
-HK
ast vináttubondum 1 Max og Jeremíe.