Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Page 23
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 23 John F. Kennedy ekur með Jacqueline sér við hlið um götur Dallas. Þarna varð örlagarikur atburður í sögu banda- rísku þjóðarinnar fyrir 30 árum. Enn í dag ræða menn morðið á Kennedy, sumir segja vegna þess að alla langi til að vita hvað hetði gerst ef forsetinn hefði ekki verið myrtur. Símamyndir Reuter Þrjátíu ár liðin frá morðinu á John F. Kennedy í Dallas: Myrtu Lee, Haryey og Oswald Kennedy? - búið að gefa út 506 bækur um forsetann og fleiri á leiðinni „Þetta vissi ég, þeir voru þrír. Lee, Harvey og Oswald myrtu Kennedy." Þannig hljóðar nýjasta kenningin um morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta í munni þeirra sem eru búnir að fá nóg af samsæris- kenningum um þetta frægasta morð allra tíma. í bókasafni bandaríska þingsins er að finna 506 bækur um málið og eru þá ótaldar greinarnar, sjónvarps- þættirnir og kvikmyndir þar sem reynt að er að komast að niðurstöðu um hver eða hverjir myrtu hinn ást- sæla forseta. Samsæriskenningar Og í sannleika sagt eru menn engu nær að öðru leyti en því að allar lík- ur benda til að Lee Harvey- Oswald hafi verið einn að verki - nema menn vilji taka undir með gárungunum og trúa að sá maður hafi verið þríeinn. Á mánudaginn verða Uðin þrjátíu ár frá því Kennedy var skotinn til bana í Dallas. Enn í dag trúir meiri- hluti Bandaríkjamanna því að opin- bera skýringin um að einn maður hafi staðið að morðinu sé röng og að gert hafi verið samsæri um að ráða forsetann af dögum. Kvikmynd OUvers Stone - JFK - á stóran þátt í að blása nýju lífi í rannsóknir á morðinu. Þar er ýms- um getum leitt að ástæðum morðsins þótt ekki geti niðurstaðan taUst trú- verðug. Nýjar rannsóknir Því er raunar haldið fram að tíma- bih samsæriskenninganna hafí lokið við mynd Stones. Eftir það hafa kom- ið út ítarlegar rannsóknir á morðinu og í öUum tilvikum er niðurstaðan sú sama: Lee Harvey Oswald stóð einn að baki moröinu. Frægust nýrra bóka um Kennedy- morðið er MáUnu lokið eftir Gerald Posner. Þar er máUð rannsakað frá grunni, nýjustu tækni beitt við að rekja feril kúlunnar sem banaði Lyndon B. Johnson sver embættiseið sem forseti Bandarikjanna um borð í flugvél forsetans eftir morðið í Dallas. Við hlið hans er ekkjan Jacquel- ine. Bandaríkjamenn hafa fylgst náið með lífi hennar og barna hennar. rS»- *'**»•' ftM. ; X< ilDIMUM < " '1' '=* *#»-.*J** < M tttlWU jUMIUMII***#«,**<*♦..,*-» U}\ v»nté»<ife tt trwwixtí-it* Wtiu* *«l í .' ts&i *>i JuonXtl w. i'ti'.K ~:y,x(v-» »>, «Í •-< » vt .íj** )*•** . «<■*•» s’ ccta íut.1 yi~-*Uí.. »,»(, »».. » , ;.tx-4 „ »x<,» •. >t<,^, •><« 1A-Íi.u>-U ,#*:«*» }*&.< £*(*»;:*ffTTn ■j.ff.nf -f r,, v&t .*».-teM*-v Lee Harvey Oswald. Stóð hann einn að morðinu eða var hann hand- bendi CIA, mafíunnar og Kúbverja? Kennedy og niðurstðan er sú sama og i upphafi; ekkert samsæri. Efasemdarmennirnir láta þó ekki sannfærast. Jim Marra, höfundur bókar sem Stone byggði mynd sína á, segist enn vilja betri sannanir. Skjal með ráðabruggi um að myrða Fidel Castró á Kúbu. Var það undir- rót morðsins? Hann segir og að ef líf sé eftir þetta líf þá muni hann láta það verða sitt fyrsta verk á himnum að spyrja Drottin allsherjar: Hver myrti Kennedy? -GK HÁKARL Erum að selja okkar sívinsæla skyr- og glerhákarl. Tökum niður pantanir fyrir þorrann. Sendum um land allt. Pantanir í síma 95-13179 frá kl. 10-22 alla daga. Hákarlsverkun Gunnlaugs, Hólmavík, sími 95-13179 Það er hægðarleikur ... að koma meltingunni í lag með þeim náttúrulegu efnum sem eru í „Metamucir. Sérfræðingar mæla með Metamucil freyðidufti, í skammtabréfum, sem leysist upp í vatni eða ávaxtasafa. Fæst í öllum apótekum. W1 LYF HF.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.