Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Side 26
26 LAUGAKDAGUR 20. NÓVKMBER 19911 ! > Sagan á bak við Jón Pál Sigmarsson: f S kemmtilegheitin gerðu hann vinsælan Ekkert mál. sagan á bak viö Jón Pál. nefnist ævisaga kraftajötunsins Jóns Páls Sigmarssonar sem lést fyrr á þessu ári. í bókinni. sem Ólafur H. Torfason skrifar, er leitast við að ílétta saman sögu sterkasta manns heims og þætti úr sögu íslenskra kraftamanna frá öndverðu og yfirlit um þróun ailraunaíþrótta og líkams- ræktar. Það er bókaútgáfan ísland og umheimurinn sem gefur bókina út. Helgarblaöið fékk leyfi til að birta kafla úr bókinni. Hið fagra kyn Fólk velti oft vöngum yfir ástalífi og vinkonum Jóns Páls, eins og tíðk- ast um alla fræga menn. Jón Páll var vinsæll af hinu fagra kyni og hafði bæði reynslu af því að vera í sambúð og einn síns liðs. - Palli var gróinn við Jakabólið, seg- ir Sveinn Hólm, æfði í Jakabóli, kynntist stelpum í Jakabóli. Hann tók þessa hlið skipulega eins og aðr- ar, en maður komst lítið að því hvað var á ferðinni, það fer ekki margt frá dulum mönnum. - Kraftlyftingarnar og aflraunirnar eru ýktar myndir af karlaheiminum og testósterón-fnykinn leggur af æf- ingastöðunum, segir Jón Oskar Sói- nes, konur eru oft afgangsstærð í lífi þessara íþróttamanna, þeir lifa í öfgakenndasta karlaveruleika sem til er. Það er eðlilegt að þeir sækist í staðinn eftir ýktustu mynd af kon- um. Og hvað er kvenlegra en grönn og fmgerð kona? - Ein konan sem Jón Páll varð ást- fanginn af, segir Valbjörn Jónsson, fór verulega í taugamar á honum og var framhleypin. Hann var bara hrif- inn af henni. Jón Páll var sérvitring- ur í sambandi við kvenfólk. Einu sinni hittum viö tvær stelpur og ég fann strax að hann vildi ekkert ræða nánar við þær. „Ég sá litla vörtu á kinninni á annarri þeirra," útskýrði hann á eftir, „getur þetta ekki verið herpes?" - Helstu kostir Jóns Páls voru meðal annars að hann haföi gífurlegan viljastyrk, segir Ragnheiður Jónína Sverrisdóttir, barnsmóðir hans og sambýliskona um skeið, og að hann talaði aldrei illa um náungann, lét ávirðingar liggja í þagnargildi. Hann var ákaflega barngóður og sérstak- lega góður faðir. A milli sonar okk- ar, Sigmars Freys, og hans var sterkt samband sem bar vott um mikla vin- áttu og viröingu. Einnig sýndi hann alltaf dóttur minni, Söru Bjarneyju, hlýju og athygli. Við bjuggum saman í íjögur ár á tveimur tímabilum. Á milli okkar hélst alltaf góð vinátta, þótt við værum ekki alltaf sammála, enda ákaflega ólík. - Mér finnst ýmsir íslendingar býsna kvensamir, segir dr. Douglas - en frægðarsólin var sterkari í útlöndum en hér heima Jón Páll með sigurverðlaunin í World Muscle Power Championship 1989 en það var í þriðja sinn sem hann vann til þeirra. Edmunds, en Jón Páll var ekki þann- ig. Hann vildi eiga í traustum sam- böndum og líkaði ekki að kærustur væru eitthvað flöktandi. Hann eign- aðist nokkrar vinkonur mér vitandi, en vildi ekki festa sig til fulls, ætlaði að vanda valið. Hann var mjög ást- fanginn af finnsku stúlkunni Heli Okkonen, sem hann bjó með í Finn- landi, og sagði við mig: ,.Ég held að ég eigi eftir að halda í þessa." Áfengið Fáum sögum fer af því að Jón Páll bragðaði áfengi og yfirleitt fékk hann sér ekki meira en eitt bjórglas á kvöldi. færi hann út að skemmta sér. Ab Wolders segir þó eina sögu um öllu meira þamb. Þeir voru þá í heim- sókn hjá Jamie Reeves vegna afl- raunamóts nærri Sheffieid. Eftir fyrri keppnisdaginn skruppu Kaz- meier, Jón Páll og Wolders á hótel- bar. Wolders var í slæmu standi og hafði gengið illa í fyrstu greinunum. Kazmeier og Jón Páil voru sífellt að metast og þegar Jón Páll fékk sér eitt glas af Tequila spurði Wolders Kazmeier hvort hann gæti ekki gert betur. Kazmeier stakk þá að bragði úr tveim glösum. Þessi keppni endaði þannig að Jón Páll drakk 20 glös en Kazmeier 22. Wolders sigraði þá dag- inn eftir. Eftir þetta spurði Wolders Jón Pál í hvert skipti sem þeir hitt- ust fyrir keppni: ,.Á ekki að fá sér Tequila?" Lyfin Sú spurning kviknaði oft hvort lyft- ingamenn og sérstaklega atvinnu- menn í aflraunum notuöu vaxtar- aukandi lyf. Jón Páll var ítrekað spurður að þessu i blaðaviðtölum og svaraði hann alltaf neitandi. - Vitað er um ættarsögu Jóns Páls, segir Ágúst Kárason læknir, í aettínni eru kransæðasjúkdómar. Staðreynd- irnar sem liggja fyrir um áhættu- þættina eru hár blóöþrýstingur, reykingar og kólesteról í blóði. Allt annað eru meira og minna vanga- veltur. Ég hef kynnt mér ýmis skrif um áhættuna af hormónalyfjum og ekki séð neitt ákveðið tilfelli um kransæðasjúkdóma sem ótvírætt getur talist tengjast þeim eða hægt að rekja beint til þeirra. Vitað er hins vegar með vissu um heilablóðfóll og lifraræxli í kjölfarið, svo dæmi séu nefnd. Þó svo að Jón Páll hefði mis- notað hormónalyf, sem engar heim- ildir eru um, eru engin slík tengsl örugg sem dánarorsök hans. Það er ónýt röksemdafærsla að dánarmein hans hafi verið lyijanotkun. Passasamur - Jón Páll var passasamur á það sem fór ofan í hann, segir Kjartan Guð- brandsson, hvort sem það var magnýl eða eitthvað bólgueyðandi. Hann sagði oft að það sem maður neytti mætti hvorki fara illa í mann né illa með mann. Ef hann hefur á einhverju tímabili tekið lyf til að bæta árangur sinn þá er það víst að hann hefur staðið skynsamlega að því á allan máta. Hann fór með mik- illi gát að öllu í samræmi við þær upplýsingar sem hann hafði. Hann breytti mataræði sínu þegar honum varð betur ljóst hvaö gat verið óheppilegt. Jón Páll hvatti menn mjög áfram og margir þáðu ráö hjá honum um æfingar og mataræði, og hann lagði áherslu á að menn skyldu ekki koma nálægt neinu sem færi illa með þá. - Atvinnumenn í íþróttum nota allir sérstakt fæði, segir Jock Reeves í æfmgastöðinni Fitness World í Sheffield, en Jón Páll fór varlega i aflri neyslu. Hann skammaði okkur fyrir að drekka of mikið te og kaffi, smakkaði nær aldrei áfengi og vildi ekki einu sinni taka aspirín. Hann var fyrirmynd annarra um heilbrigt líferni og það hefði verið mjög ólíkt honum að misnota lyf. Mér er vel kunnugt að fjöldamargir aflrauna- menn og vaxtarræktarmenn hafa notað stera en hins vegar veit ég engin dæmi þess um Jón Pál. - Eg hef enga trú á því að Jón Páll hafi misnotað lyf, segir Ilkka Kinn- unen. Rógurinn kviknar eftir á, þeg- ar hann er ekki lengur til svara. Gróusögur - Ég sá Jón Pál aldrei taka vaxtar- aukandi lyf, segir Jóhann G. Möller, og ég vissi ekki til að hann tæki þau nokkurn tíma. Það var frá upphafi yfirlýst stefna okkar í GYM 80 að banna mönnum að hafa slík lyf und- ir höndum hér í æfmgastöðinni, til sýnis eöa sölu. Landlæknir lýsti því eitt sinn yfir að slík efni væru í um- ferö á líkamsræktarstöðvum en ég hef að minnsta kosti aldrei séð þau hér og held reyndar að þeir sem nota slíkt flaggi því ekki og séu ólíklegir til að hampa lyfjum á æfmgastöðum sínum. Það hefur orðið þróun og við- horfsbreyting í þessum efnum, mörkin voru á sínum tíma óljós og lítil fyrirstaða að fá hormónalyf gegn lyfseðli hjá læknum, en nú er slíkt liðin tíð og flestir sammála um skað- leg áhrif misnotkunar lyfjanna. Mér fannst lyfjaumræðan sem varð eftir dauða Jóns Páls skammarleg, ekki styðjast við heimildir og vera misvís- andi. Andlát sonar míns, Jóhanns G. Möller yngri, blandaðist inn í þá umræðu leynt og ljóst, en hann hafði stundað kraftlyftingar, var með okk- ur hér í uppbyggingu GYM 80, en fékk hjartaáfall 1992. - Mér er ókunnugt um að Jón Páll hafi notað lyf til að bæta árangur sinn, segir dr. Ðouglas Edmunds, og hafi hann gert það hefur það ekki getað verið mikið. Við atvinnumenn þekkjum einkennin vel, þau leyna sér ekki, hvemig menn tútna út, fá óhreina húð og ummerki á baki og í andliti, stundum í augum. Hann sýndi engin merki um slíkt. Ég spurði Jón Pál einu sinni hvort hann tæki amfetamín. Hann svaraði: „Nei, ég er nógu óður.“ Ég hef alltaf verið eindreginn andstæðingur lyfja- Vlð Kleifarvatn 1992. neyslu íþróttamanna en að mínu mati er amfetamínið hættulegasta lyfið sem þeir grípa til. Misnotkun á sterum er mjög afbrigðilegt hátterni. Ég tel næsta víst að margir banda- rískir íþróttamenn, sem nota lyf, geri það undir læknishendi og eftirliti þeirra. Við látum nú lyfjaprófa alla sem taka þátt í aflraunakeppninni Sterkasti maður heims. Hins vegar fmnst mér ódrengilegt að væna Jón Pál um misnotkun lyfja þegar hann getur ekki varið sig lengur og skýrt hvað hefur verið á ferðinni, ef ein- hver ummerki lyfja hafa fundist í sýni frá honum. Lyfjapróf - Ég varð aldrei var við neitt vafa- samt lijá Jóni Páli, segir David P. Webster, sem var náinn kunningi hans um margra ára skeið og oft dómari í aflraunakeppni, það er ekk- ert sem bendir til þess að hann hafi misnotað lyf. Við sem fylgjumst vel með í þessum efnum þekkjum og sjáum strax einkennin, á brjóstvöðv- unum og vöðvabyggingunni annars staðar, óhreina húð, vatnssöfnun í líkamanum og svo framvegis. Jón var alltaf með sérstaklega fallega húð og samræmda vöðvabyggingu. Ég hef ævinlega varað iþróttamenn við lyfjaneyslu og núna eru allir þátttak- endur í keppninni Sterkasti maður heims lyfjaprófaðir og sýnin rann- sökuð hjá óháðri og viðurkenndri stofnun. Ég þjálfa ekki íþróttamenn sem neyta lyfja. Jón Páll átti árangur sinn að þakka þrotlausum æfmgum og nákvæmni. Frægðin Hversu frægur var Jón Páll Sig- marsson í raun og veru? íslendinga grunar oft, ef landar þeirra ná langt í einhverjum greinum, að það sé vegna þess að svo fáir í heiminum stundi þær. Þegar menn vildu gera lítið úr afrekum og frægð Jóns Páls, Hjalta Árnasonar og Magnúsar Vers Magnússonar í keppni um titilinn Sterkasti maður heims var viðbáran oft sú að þetta væri „bara“ sjón- varpsskemmtiþáttur sem enginn tæki alvarlega. Staöreyndin er sú að þættimir hafa verið sýndir í um 60 þjóðlöndum og hafa reynst mjög vin- sælir. Hundruð milljóna jarðarbúa áttu þess kost að sjá íslenska „víking- inn“ margsinnis á skjánum heima hjá sér. Erlendis er líka sjónvarpað frá Hálandaleikum, mótum eins og World Muscle Power Championship, sem Jón Páll vann fimm sinnum, og fleiri slíkum. Hann kom einnig fram í sjónvarpi í mörgum löndum, vegna móta eða annarrar keppni. Þegar leiðtogafundur Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta og Mikaíls Gor- batsjovs, leiðtoga Sovétríkanna, var haldinn í Reykjavík 1986 birtust við- töl við Jón Pál og frásagnir af honum í öllum helstu sjónvarpsstöðvum vestan hafs. Blaðaúrkiippur um Jón Pál sýna aö hann hefur verið umtal- aður í flestum ef ekki öllum löndum Evrópu, í Kanada, Bandaríkjunum og Japan, svo dæmi séu nefnd. Þrjú frægustu - Hér í Bretlandi var á tímabili oft bent á okkur þessa þrjá frægu íslend- inga samtímis, segir Magnús Magn- ússon í Glasgow, - Jón Pál, sterkasta mann heims, Hólmfríði Karlsdóttur, fegurðardrottningu heims, og mig, sem sá um spurningaþáttinn Master Mind í BBC-sjónvarpinu og átti þá í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.