Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Page 33
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 41 Mikil pappírsvinna en gengur oftast upp - segir Marín Briand de Crévecoeur, ræðismaður íslands í Málaga „Þetta var bara einhver hugmynd hjá manninum mínum aö flytja hing- að til Spánar fyrir 23 árum,“ segir Marín Briand de Crévecoeur sem er mörgum íslendingum kunn vegna starfs síns sem ræðismaður íslands í Málaga, annarri tveggja stórborga í Andalúsíu á Suður-Spáni. Marín, sem er Reykvíkingur - af Frakkastig 12, eins og hún orðar það - býr ásamt dönskum eiginmanni sínum, Jean Briand de Crévecoeur, við ströndina í miðborg Málaga. Þau komu til Spánar frá Danmörku þar sem þau höfðu búið í 20 ár og höfðu reyndar fest kaup á íbúðinni áður en þau komu til Spánar. Þau kunnu strax vel við sig á þessum suðrænu slóðum. „Það var svo tveimur árum seinna, árið 1973, að haft var samband við mig frá íslandi og ég beðin um að vera ræðismaður hér fyrir Andalús- íu og Estremadura, því að á þessum árum voru íslenskir ferðamenn farn- ir að koma hingað á Costa del Sol, einkum í hópferðum.“ Ótrúlegustu aðstæður Marín segir þetta hafa breyst síð- ustu ár. Nú sé mikið um að íslending- ar ferðist á eigin vegum. Því fyrir- komulagi fylgi meiri vinna fyrir sig því fólki takist að koma sér í ótrúleg- ustu aðstæður. Hópferðamennimir hafi hins vegar fararstjóra sem séu þeim innan handar. Það sé þó í henn- ar verkahring að gefa út bráða- birgðavegabréf, glati einhver vega- bréfinu sínu, og hún segir að það gerist oft. Öllu verra sé þegar íslendingar komist í kast við lögin á Spáni. Því fylgi réttarhöld sem oftast taki óra- langan tíma og þeim fylgi mikil papp- írsvinna. íslenskum ferðamanni geti til dæmis orðið það á að slá til lög- reglumanns og það haíi sínar afleið- ingar. „Þegar ég kem svo á lögreglustöð- ina til að reyna að fá viðkomandi „Þetta var bara einhver hugmynd hjá manninum mínum að flytja hingað til Spánar." - Marín de Crévecoeur ræðismaður á heimili sinu í Málaga. ferðamann lausan þá segi ég að hann hafi verið svo drukkinn að hann muni ekkert eftir þessu, hann sé ekki vanur að drekka svona, óvanur áfengi og sjái afskaplega mikið eftir þessu. Þetta gengur oftast upp.“ Alvarlegri afbrot En þegar um alvarlegri afbrot er að ræða, svo sem eiturlyfjaverslun, er íslendingum engin hnkind sýnd. Þeir fara þá í biðröð í réttarkerfinu með öhum hinum og biðin vill þvi verða löng. Veturnir eru oftast anna- samari heldur en sumrin hvað varð- ar þess konar ferðamenn. Þá er, að sögn Marínar, meira um unga menn sem kannski hafa verið á ferðalagi vítt og breitt um heiminn og eru oft vegabréfs- og peningalausir. Þeir reyna þá í sumum tilvikum að kaupa fikniefni sem er litiö mjög alvarleg- um augum af yfirvöldum. Svo er ekki óalgengt að íslendingar lendi í vandræðum í Marokkó. Dæmi er um einn Mörlandann sem kom frá Marokkó, vegabréfslaus, í hópi ólög- legra arabískra innflytjenda. Hann fékk að dúsa á bak við lás og slá í heilan mánuð án nokkurra réttar- halda. Þegar svo íslendingar hafa hlotið fangelsisdóm þurfa þeir aö afplána hann á Spáni. Marín segir að samn- ingur milh íslands og Spánar um framsal fanga sé í bígerö. Undanfarin ár hefur Daninn Per Dover Petersen verið Marín th að- stoðar, „viceconsul" eins og hún kall- ar það, og leggur mikla áherslu á mikilvægi hans. En hvernig skyldi Spánn hafa breyst í augum Marínar síðustu 23 árin? „Það er nú varla að ég þori að segja það, en áður var allt miklu auðveld- ara en nú er. Nú fylgir öllu ómæld pappírsvinna. Það getur tekið út- lending 2 ár að komast inn í háskóla hér, því þýða þarf alla pappíra á spænsku. Hér var til dæmis stúlka sem hafði háskólapróf upp á vasann, og var það að sjálfsögðu þýtt á spænsku. Þessi stúlka ætlaði í skóla sem kennir ýmsa þætti ferðaþjón- ustu. Að lokum strandaði aht á því að hún hafði ekki sýnt fram á barna- skólapróf!" Ekki pólitískir Áberandi er hve Spánverjar eru hrifnir af Evrópubandalaginu, að minnsta kosti á yfirborðinu. Ahs staðar blaktir fáni bandalagsins við hún. Marín segir þó Spánverja al' mennt ekki póhtíska. „Það hðu svo mörg ár án þess að þeir þyrftu að hugsa nokkuð um stjórnmál og þeir hafa ekki enn van- ist því. Þeir tala mikið um lýðræði án þess að hafa hugmynd um hvað það er.“ Síðasta ár hefur Marín orðið vör við mikinn áhuga Spánverja á að ferðast til íslands, og í gluggum ferðaskrifstofa í miðbæ Málaga má sjá auglýsingar um flugverð til Reykjavíkur, svo og til borga eins og Lundúna og Parísar. „Það er hér um bil á hverjum degi sem einhver kemur og vih fá upplýs- ingar um ísland," segir Marín sem augsýnhega hefur í mörgu að snúast. Viðtal og myndir: Sigríður Á. Andersen Marín de Crevécoeur ásamt aðstoðarmanni sínum, Dananum Per Dover Petersen vararæðismanni. I I I I I I I I I í I I I I I I I. /;/hwtifrfjtt 50iirín fn/ Qf/ti 'yttu í vandræðum með að velja afinælis- eða jólagjöfina í ár í Komdu á óvart og gefðu persónulega gjöf sem slær í gegn. Ég teikna og mála skop- og andlitsmyndir e. ljósmyndum. Vertu tímanlega og pantaðu mynd! Nánari uppl. í síma 91-12491 en 91-15051 eftil• 1. DES. og í súnboða 984-53441 Gunnar Júlíusson grafískur hönnuður og myndskreytir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.