Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Blaðsíða 34
42 LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993 Iþróttir Hverjir skína skærast á bandaríska sviðinu? - margir frægir sitja heima á meöan aðrir fá tækifæri 1 lokakeppni HM Michael Laudrup felldur af spænska markverdinum Andoni Zubizarreta og Danir felldir út úr heimsmeistarakeppninni af Spánverjum. Símamynd Reuter Margar af skærustu stjörnum heimsbyggðarinnar fá tækifæri til að sýna snilli sína á knattspymuvöll- um Bandaríkjanna næsta sumar, þegar úrslitakeppni heimsmeistara- mótsins fer þar fram, en aðrar verða að sitja heima og fylgjast meö úr fjar- lægð. Það var skammt á milli gleði og sorgar á miðvikudagskvöldið þegar síðustu leikir undankeppninnar fóru fram en þá tryggðu átta Evrópuþjóð- ir sér sæti í úrslitakeppninni og Arg- entínumenn að auki. Papin hættur? <Mesta áfallið var án efa hjá Frökkun- um, sem voru með HM-sætið í hendi sér allan tímann, en töpuðu síðan tveimur heimaleikjunum á marki á síðustu sekúndum, fyrst gegn ísrael og svo gegn Búlgaríu á miðvikudags- kvöldið. Þetta þýðir aö Jean-Pierre Papin og Eric Cantona fá ekki að leika listir sínar vestan Atlantsála í komandi júnímánuði. Ekki er ólík- legt að Papin hafi leikið sinn síðasta landsleik gegn Búlgaríu því hann haíði þegar lýst því yfir að hann myndi hætta með franska landslið- "inu eftir heimsmeistarakeppnina en hann ætlaði sér alltaf að spila í Bandaríkjunum. Schmeichel og Laudrup-bræður Dönsku Evrópumeistararnir misstu líka af Bandaríkjafór þó þeim dygði jafntefli í Sevilla og Spánverjar væru manni færri í 80 mínútur. Peter Schmeichel fékk aðeins tvö mörk á sig í undankeppninni en skoðar eflaust sigurmark Spánverja aftur og aftur enda ljóst við nánari skoðun að brotið var á honum þegar fyrir- gjöfin kom fyrir markið. Félagar hans, Michael og Brian Laudrup, hefðu verið góðir skemmtikraftar á þandaríska sviðinu. Ryan Giggs, töframaðurinn frá Wales, fær heldur ekki að sýna sig á meðal þeirra bestu því Walesbúar misstu rétt eina ferðina af HM-sæti á siðustu stundu. Englendingar eru líka úti í kuldanum en þar hefði David Platt sjálfsagt verið atkvæða- mikill, jafnvel Paul Gascoigne ef hann hefði á annað borð getað spilað. Knattspyrnusögu Tékkóslóvakíu lauk endanlega í Brussel á miðviku- dagskvöldiö en Mið-Evrópuríkið fyrrverandi státaði af einum silfur- verðlaunum úr heimsmeistara- keppni. Hiö sameinaða lið Tékka og Slóvaka var einu marki frá því að framlengja líf sitt til næsta sumars, en markalaust jafntefli viö Belga þýðir að héðan í frá leika Tékkland og Slóvakía sitt í hvoru lagi og öflug knattspymuþjóð er úr sögunni. En þegar á hólminn verður komið muna fæstir eftir þeim sem heima sitja. Það verða bestu leikmenn þeirra 24 liða sem bítast um heims- bikarinn sem verða í sviðsljósinu. Hverjar stjörnur keppninnar verða er ekki auðvelt að spá um, þar eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Síðasta tækifærið hjá Maradona Margra augu munu beinast að Diego Maradona. Getur þessi fyrrum stór- stjarna HM, fyrirlijjjjneistaranna frá 1986 og silfurverölaunahafi frá 1990 enn á ný heillað heimsbyggðina með snilli sinni? Maradona er 33 ára og ferill hans síðustu tvö árin hefur verið í rústum en nú fær hann síð- asta tækifærið. Gullit eða Bergkamp? Ruud Gullit hefur mikinn hug á aö leika með Hollendingum í loka- keppninni en hann hefur ekki gefið kost á sér í landsliðið á ný. Johan Cruyff mun væntanlega stjórna Hol- lendingum í Bandaríkjunum og Gullit vill leika undir hans stjórn. Gullit er heldur betur að ná sér á strik á ný og er til alls vís ef hann fær að vera með vestra. Félagi hans, Marco Van Basten, er meira spurn- ingarmerki eftir langvarandi meiðsh en þó er aldrei að vita. Hins vegar gæti það orðið Dennis Bergkamp sem myndi skína skærast hjá Hollending- um ef þeir ná langt. Hassler, Stoichkov Baggio og Romario Hjá þýsku heimsmeisturunum er Thomas Hássler líklegastur til að vekja aðdáun, Búlgarar koma með hinn snjalla Hristo Stoichkov, Ro- berto Baggio verður væntanlega í aðalhlutverki hjá ítölum, og Romario hinn brasilíski er einn sá flinkasti sem nú er uppi og gæti hæglega blómstrað næsta sumar. Næsta HM-stjarna frá Afríku? En kannski er nú komið aö því að stjarna HM komi ekki frá Evrópu eða Suður-Ameríku. Afríska knattspyrn- an hefur verið á gífurlegri uppleið og menn skyldu ekki vanmeta lið Kamerún, Nígeríu og Marokkó. Margir telja að afrískt lið eigi eftir að verða heimsmeistari en varla þó strax á næsta ári. Kamerúnbúar, með hinn aldna Roger Milla í fararbroddi, sýndu í síðustu keppni á Ítalíu að markmið afrísku liðanna í HM er ekki lengur bara að vera með. -VS PLÚS Plús vikunnar fá handbolta- strákamir úr ÍH í Hafnarfirði. Þeir slógu 1. deildar lið Þórs út úr bikarkeppninni og minntu á að það eru orðin þrjú marktæk lið í handboltabæn- um. Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim í baráttunni um 1. deildar sæti í vetur. MÍNUS Mínus vikunnar fær Körfu- knattleikssambandið fyrir að hieypa liði ÍR inn í 1. deild kvenna eftir að búið var að raða niður í mótið. ÍR-stelp- unum er pakkað saman í hveijum einasta leik og breytt fyrirkomulag þýðir fækkun alvöruleikja fyrir hin liðin á tímabilinu. fþróttamadur vikurmar Lára Hrund Bjargardóttir - bætti íslandsmetið í 200 m baksundi um 9 sekúndur Lára Hrund Bjargardóttir, Ægi, 12 ára, vann það frækna afrek síð- astliðinn sunnudag að sigra í 200 metra baksundi á unglingameist- aramóti íslands sem fór fram í Sundhöll Reykjavíkur. Hún gerði gott betur því stúlkan setti einnig nýtt glæsilegt íslandsmet, synti á 2:34,45 mínútum og bætti metið um rúmar níu sekúndur. Það sem er þó hvað athyglisverðast við þennan glæsilega árangur er að hún var að synda þessa vegalengd í fyrsta skipti. Guðmundur Harðarson, hinn kunni sundþjálfari, hafði þetta að segja um Láru: „Það eru alls skráð 17 íslandsmet í meyjaflokki og á Lára Hrund 12 þeirra. Styrkur hennar felst ekki hvað síst í því hvað sund hennar er tæknilega vel útfært. Hún hefur stálvilja og áhuginn fyrir sund- íþróttinni er geysilega mikill. Best væri að Lára fengi að þróast í takt við sinn andlega og líkamlega þroska. Oft þegar efnilegir krakkar koma fram er þeim ýtt áfram af miklum ákafa. Lára er alveg frábært efni í mikla afrekssundkonu og er því mikið í húfi. En það er mín skoðun að þetta eigi að kpma allt saman í rólegheit- unum. Ég held að það sé fullur skilningur á þessu, bæði hjá þjálf- ara hennar, Finnanum Petteri La- ine og í nánasta umhverfi," sagði Guðmundur. Sundferill stúlkunnar hefur verið mjög litríkur að undanfórnu, svo ekki sé meira sagt, því í hvert sinn sem hún hefur stungið sér í laugina hefur nýtt íslandsmet séð dagsins ljós. -Hson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.