Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Side 36
44
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993
Fréttir
Kjörstaðir í Reykjavík og
nágra n na byggða rlögu m
| Laugardalshöll | G'ÆfSS
Mýrarhúsaskóii
Ráöhúsiö
Seltjarna'
Foldaskóli
Austurborg:
Póstnr. 103
104
105
108
Fellaskóli
Kjalnesinga
Fólkvangur
Árbæjarskóli
Brelðholt
östnr.: 109
V 111
losfellingar:
umárskóli
Garðabær \
og Bessastaöahreppi
Flataskóli
Miö- og vesturborg
Póstnr.: 101
% 107
Kjosverjar:
Félagsgaröur
Árbær-Selás
Póstnr.: 110
Atkvæöagreiösla um sameiningu sveitarfélaga fer fram í dag:
Ágæt kjörsókn
utan kjörf undar
- gefur tilefni til bjartsýni um þátttökuna
Stór hluti landsmanna gengur aö
kjörboröinu í dag til aö greiða at-
kvæði um tillögur umdæmanefnda
um sameiningu sveitarfélaga. Víöa
um land er búist við dræmri þátttöku
í kosningunum þó aö aukin þátttaka
í utankjörstaðaatkvæðagreiðslunni
síöustu daga hafi gefið tilefni til
nokkurrar bjartsýni. Anna Mjöll
Karlsdóttir, deildarstjóri hjá Sýslu-
mannsembættinu í Reykjavík, segir
að kosningaþátttakan utan kjörfund-
ar hafi farið stigvaxandi undanfarna
daga. Utankjörfundaratkvæðin
skipta nú nokkrum hundruðum.
Umdæmanefndir og kjörstjórnir
víða um land sjá um framkvæmd
atkvæðagreiðslunnar í þeim sveitar-
félögum þar sem atkvæðagreiðslan
fer fram. Vel á annað hundrað þús-
und manns er á kjörskrá, þar af lang-
flestir eöa rúmlega 100 þúsund á höf-
uðborgarsvæðinu. Úti á landi fer at-
kvæðagreiðslan yfirleitt fram í skól-
um eða félagsheimilum en ekki er
víst að í öllum tilfellum sé um sama
kjörstað að ræða og í síðustu kosn-
ingum. í litlum sveitarfélögum er
hugsanlegt að atkvæðagreiðslan fari
í einhverjum tilfellum fram á heimil-
um eða skrifstofum oddvita. Rétt er
að minna á að í öllum tilfellum koma
viðeigandi tillögur fram á kjörseöl-
um og eiga kjósendur að krossa við
já eða nei.
Kjörstaðirnir
Venjulega er aðeins um einn kjör-
stað að ræða í hverju sveitarfélagi
nema í Reykjavík en þar eru fimm
kjörstaðir auk smærri kjördeilda á
Hrafnistu, Grund og í Hátúni. Eins
og sjá má á meöfylgjandi korti eru
kjörstaðirnir í Reykjavík í Ráðhús-
inu, Laugardalshöll, Foldaskóla, Ár-
bæjarskóla og Fellaskóla. Þá getur
heimilisfólk á Hrafnistu, Grund og í
Hátúni greitt atkvæöi í sinni kjör-
deild eða a viðeigandi kjörstað og
sérstakir kjörklefar veröa fyrir fatl-
aða í Ráðhúsinu og Laugardalshöll.
Vonast er til að kjörsókn veröi góð
í sveitarfélögunum á höfuðborgar-
svæðinu utan Reykjavíkur en íbúar
þar geta greitt atkvæði á eftirtöldum
stöðum: Kjalnesingar greiða atkvæði
í félagsheimilinu Fólkvangi, Kjós-
verjar í Félagsgarði, Mosfeliingar í
Varmárskóla, Garðbæingar í Flata-
skóla, Seltirningar í Mýrarhúsaskóla
og íbúar í Bessastaðahreppi greiða
atkvæði í Álftanesskóla.
Á Suðurnesjum eru sjö kjörstaðir;
einn í hverju sveitarfélagi. Það eru:
Holtaskóli í Keflavík, félagsheimiliö
Stapi í Njarðvik, Grunnskólinn í
Grindavík, Grunnskólinn í Sand-
gerði, Samkomuhúsið í Garði,
Stóru-Vogaskóli í Vatnsleysustrand-
arhreppi og Samkomuhúsið í Hafna-
hreppi.
Úrslitin
skýrast fljótlega
Tillögur umdæmanefndanna í
landinu þurfa að hljóta meirihluta
atkvæða í öUum sveitarfélögunum
sem hlut eiga að máli til að skylt sé
að sameina sveitarfélögin. Sam-
kvæmt lögum er þeim sveitarfélög-
um heimilt að ganga tij sameiningar
ef 2/3 hiutar sveitarfélaganna hafa
samþykkt sameininguna og land-
fræðilegar aðstæður hindra ekki
sameiningu. Þannig geta Reykjavík,
Mosfellsbær, Kjalarneshreppur og
Kjósarhreppur sameinast þó aö Sel-
tirningar felU sameininguna, svo aö
dæmi sé nefnt. Ef aðeins þrjú sveitar-
félög samþykkja sameiningu en tvö
hafna henni verður hins vegar að
leggja fram nýja tUlögu um miðjan
janúar og verða þá greidd atkvæði
um miðjan mars á næsta ári.
Kjörstaðir voru opnaðir klukkan
tíu í morgun á öllum stærri stööun-
um á landinu en í minni sveitarfélög-
unum opna þeir ekki fyrr en á há-
degi. Öllum kjörstööum verður lokað
klukkan tíu í kvöld og hefst þá taln-
ing atkvæða. Fyrstu tölur ættu þá
að koma fljótlega eftir að talning
hefst og er búist viö að úrslitin í
minnstu sveitarfélögunum Uggi mjög
fljótlega fyrir.
-GHS
Atkvæöagreiösla í Reykjavík 20. nóvember 1993
Tillaga umdæmanefndar höfuðborgarsvæðisins um að
eftirtalin sveitarfélög veröi sameinuö: Reykjavík, Sel-
tjarnames, Mo.sfellsbær, Kjaíameshreppur, Kjósar-
hreppur.
Já
Nel
Þeir sem samþykkja tillöguna setja kross fyrir framan „já“,
en hinir fyrir framan „nei“.
Mg|H | ■ ■ ■
Tinogur um-
dæmanefnda
Umdæmanefndin á höfuðborgar-
svæðinu leggur til að sveitarfélög-
um fækki úr átta í fjögur með sam-
einingu Reykjavíkur, Seltjarnar-
ness, Mosfellsbæjar, Kjalarnes,-
hrepps og Kjósarhrepps í eitt sveit-
arféiag. Þá leggur nefndin til aö
Garðabær og Bessastaðahreppur
sameinist í annað en ekki er lagt
til að Kópavogur og Hafnarfjörður
sameinist öðrum sveitarfélögum.
Þá leggur uradæmanefhdin á Suð-
urnesjum til að öll sveitarfélögin á
Suðumesjum sameinist.
Vesturland
Umdæmanefndin á Vesturlandi
leggur til að sveitarfélögunum
fækki úr 36 í niu. Samkvæmt tillög-
unni verður Akranes áfram sérs-
takt sveitarfélag. Hrepparnir sunn-
an Skarðsheiðar, þ.e. Hvalíjaröar-
strandarhreppur, Skilmanna-
hreppur, Innri-Akraneshreppur og
Leirár- og Melahreppur sameinast.
Fimm hreppar norðan Skarðsheið-
ar, þ.e. Andakilshreppur, Skorra-
dalshreppur, Lundarreykjadals-
hreppur, Reykholtsdalshreppur og
Hálsahreppur sameinast og öll
sveitaríélögin í Mýrasýslu samein-
ast í eitt ef tiUagan nær frarn að
ganga. Þá er lagt til að fjórir hrepp-
ar austast á Snæfellsnesi sameinist
en það eru Kolbeinsstaöahreppur,
Eyjarhreppur, Miklalioltshreppur
og Skógarstrandarhreppur. Þá er
einnig lagt til að fjögur sveitarfélög
vestast á Snæfellsnesi sameinist
með samtals tæplega tvö þúsund
íbúa. Eyrarsveit verður óbreytt en
lagt er til að StykMshólmur og
Helgafellssveit sameinist og verður
íbúafjöldinn þar tæplega 1.400
manns. Þá gerir tillaga nefndarinn-
ar ráð fyrir að s veitarfélögin i Dala-
sýslu sameinist.
Vestfirðir
Umdæmanefndin á Vestfjörðum
leggur til að sveitarfélögum fækki
úr 24 í fjögur. Samkvæmt tillög-
unni verður Reykhólahreppur
áfram sérstakt sveitarfélag en
fimm hreppar i Vestur-Barða-
strandarhreppisameinast. Nefndin
leggur til að Vestur-isafjaröarsýsla,
Noröur-Ísaíjarðarsýsla, ísaftöröur
og Bolungarvik verði eitt sveitarfé-
lag í stað tólf nú. Þá er lagt til að
sveitarfélögin sex i Strandasýslu
sameinist
Norðurland vestra
Umdæmanefndin á Norðurlandi
vestra leggur til fækkun sveitarfé-
laga úr 30 í flmm. Samkvæmt tillög-
unni verður eitt sveitarfélag í Vest-
ur-Húnavatnssýslu. Nefndin legg-
ur til að Vindhælishreppur, Höfða-
hreppur og Skagahreppur samein-
ist í eitt og að Ashreppur, Sveins-
staðahreppur, Torfalækjarhrepp-
ur, Blönduóshreppur, Svinavatns-
hreppur, Bólstaðarhlíöarhreppur
og Engihliðarhreppur sameinist í
annað. Lagt er til að Siglufjörður
haldist óbreyttur og að öll sveitar-
félögin í Skagafirði sameinist í eitt.
Norðurland eystra
Umdæmanefndin á Norðurlandi
eystra leggur til fækkun sveitarfé-
laga úr 30 í fimm. Stærsta sveitarfé-
lagið á Norðurlandi yrði þannig í
Eyjafirði með ríflega 20 þúsund
íbúa en næststærst yrði Suður-
Þingeyjarsýsla austan Hálshrepps
með rúmlega íjögur þúsund íbúa.
Þannig er lagt tii að Ljósavatns-
hreppur, Bárðdælahreppur,
Skútustaðahreppur, Reykdæla-
hreppur, Aðaidælahreppur,
Reykjahreppur, Húsavík og Tjör-
neshreppur sameinist. Þá er lagt til
að Kelduneshreppur, Fíallahrepp-
ur og hluti Öxarfjarðarhrepps sam-
einist. Lagt er til að Raufarhöfn og
hlutar Svalbarðshrepps og Öxar-
fjarðarhrepps sameinist í eitt sveit-
arfélag. Nefndin leggur einnig til
að Þórshafnarhreppur, Sauðanes-
hreppur og hluti Svalbarðshrepps
sameinist.
Austuriand
Á Austurlandi er lagt til að sveit-
arfélögum fækkí úr 30 í átta og er
tillagan um nýja sveitarstjórnar-
skipan svohljóðandi: Skeggjastaða-
hreppur og Vopnafjarðarhreppur
sameinast í þúsund manna sveitar-
félag. Héraðssvæði sameinast í eitt
sveitarfélag. Seyðisfjörður verður
óbreyttur. Mjóaijarðarlu'eppur,
Neskaupstaður og Norðíjaröar-
hreppur sameinast og Eskiíjörður
og Reyðarfjöröur sameinast í eitt.
Þá leggur nefndin til að Fáskrúðs-
fjarðarhreppur, Búðahreppur,
Stöðvarhreppur og Breiðdals-
hreppur sameinist. Samkvæmt til-
lögunni verður óbreytt ástand á
Djúpavogi en lagt er til að Bæjar-
hreppur, Nesjahreppur, Höfn,
Mýrahreppur, Borgarhafnar-
hreppur og Hofshreppur sameinist.
Suðurland
Umdæmanefndin á Suöurlandi
leggnr til að sveitarfélögum þar
fækki úr 30 í sjö. Samkvæmt tillög-
unni er gert ráð fyrir óbreyttri
skipan í Vestur-Skaftafellssýslu.
Rangárvallasýsla skiptist í tvö
sveitarfélög austan og vestan
Eystri-Rangár. Árnessýsla skiptíst
í tvennt þar sem Skeiðahreppur,
Gnúpverj ahreppur, Hrunamanna-
hreppur, Biskupstungnahreppur,
Laugardalshreppur, Grímsnes-
hreppur, Þingvallahreppur og
Grafningshreppur sameinast og
sveitarfélögin í Flóanum og á Ár-
borgarsvæði sameinast. Gert er ráð
fyrir óbreyttri skipan í Vestmanna-
eyjum.
-GHS
Keflavlkurflugvöllur:
Hleðslumenn án matar
neita sér um yfirtíð
Hleðslumenn á Keflavíkurflug-
velli hafa gripið til þess ráðs að
sinna htt óskum yfirmanna sinna
um að vinna yfirvinnu. Afleiðingin
er seinkun á afgreiðslu flugvéla.
Farþegar á leið úr landi þurfa að
bíða í vélum eftir að hleðslu ljúki
og að sama skapi þurfa farþegar,
sem koma til landsins, að bíða leng-
ur eftir farangri sínum.
Að sögn Oskars Birgissonar,
trúnaðarmanns starfsmanna hjá
Flugafgreiðslunni hf., stafar
áhugaleysi starfsmanna á yfir-
vinnu af því að vinnuveitandinn
er hættur að færa þeim frítt fæði í
vinnutímanum. Þá hafi vaktfyrir-
komulaginu verið breytt fyrirvara-
laust um síðustu mánaðamót. Ósk-
ar segir í bígerð að kæra Flugaf-
greiðsluna til Kjaradóms vegna
þessa máls. -kaa