Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.1993, Síða 50
&8
LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 1993
Afmæli
Stefán Valgeirsson
Stefán Valgeirsson, fyrrv. alþingis-
maöur og bóndi aö Auðbrekku í
Hörgárdal, til heimilis að Birki-
grund 47, Kópavogi, er sjötíu og
fimmáraídag.
Starfsferill
Stefán fæddist í Auðbrekku í
Hörgárdal og ólst þar upp. Hann
lauk búfræðiprófi frá Hólum 1942
og var síðan verkstjóri hjá Reykja-
víkurborg í nokkur ár.
Stefán starfrækti félagsbú í Auö-
brekku með foreldrum sínúm og
bræðrum frá 1948 en stundaöi jafn-
framt ýmis störf á Suðumesjum á
árunum 1953-62. Hann var alþingis-
maður Norðurlandskjördæmis
eystra fyrir Framsóknarflokkinn
1967-87 ogfyrir Samtök jafnréttis
og félagshyggju 1987-91.
Stefán var formaður Bindindisfé-
lagsins Vakandi í Hörgárdal um ára-
bil, var formaður FUF í Eyjafirði
1949-53, formaður Framsóknarfé-
lags Eyfirðinga frá 1965 og sat þá
jafnframt í blaðstjórn Dags. Hann
sat í bankaráði Búnaðarbankans
1969-90 og var formaður þess frá
1973, sat í stjóm Stofnlánadeildar
landbúnaðarins frá 1969-90 og for-
maður frá 1973 og í stjórn Byggða-
stofnunar frá 1987-90.
Fjölskylda
Stefán kvæntist 8.10.1948 Fjólu
Guðmundsdóttur, f. 19.7.1928, hús-
móöur. Hún er dóttir Guðmundar
Njálssonar, b. á Böðmóðsstöðum í
Laugardal, og konu hans, Karólínu
Árnadóttur húsfreyju.
Börn Stefáns og Fjólu eru Valgeir,
f,10.6.1948, d. 15.7.1968, flugnemi,
kvæntur Sólrúnu Hafsteinsdóttur
húsmóður og eignuðust þau eina
dóttur; Anna Karólína, f. 15.2.1949,
fjölskylduráðgjafi við heilsugæslu-
stöðina á Akureyri, gift Höskuldi
Höskuldssyni sjúkraþjálfara og eiga
þau þrjú börn; Guðmundur Valur,
f. 3.9.1955, fiskeldisfræðingur við
nám og störf í Noregi og á hann tvö
börn; Valþór, f. 2.12.1957, heilsu-
gæslulæknir á Siglufirði, kvæntur
Onnu Sigurbjörgu Gilsdóttur svæf-
ingarhjúkmnarfræðingi og eiga þau
einn son og fósturdóttur; Lilja, f.
23.8.1959, verslunarmaður á Akur-
eyri, gift Herði Hafsteinssyni skó-
smið og á hún íjögur börn; Hildur,
f. 14.12.1963, b. í Auðbrekku, gift
Guðjóni Jónssyni b. og á hún þrjú
börn.
Bræður Stefáns voru Þorsteinn, f.
25.3.1921, d. 24.10.1980, skrifstofu-
maður í Reykjavík; Einar Þórir, f.
2.6.1922, d. 6.4.1987, b. í Auðbrekku;
Guðmundur Ámi, f. 11.11.1923, d.
17.4.1976, bifvélavirki í Reykjavík.
Bróðir Stefáns, samfeðra, var Her-
mann, f. 16.10.1912, nú látinn, b. í
Lönguhlíð í Skriðuhreppi.
Foreldrar Stefáns vom Valgeir
Árnason, f. 10.12.1884, d. 9.8.1968,
b. í Auðbrekku, og kona hans, Anna
Mary Einarsdóttir, f. 4.4.1895, d. 2.7.
1982, húsfreyja.
Ætt
Meðal fööursystkina Stefáns er
Hilmar, faðir Gunnars, bæjarstjóra
á Raufarhöfn, og Þóris, fyrrv.
brunamálastjóra. Valgeir var sonur
Árna, b. í Auðbrekku, bróður Sig-
urðar, föður Þóris námsstjóra. Árni
var sonur Jónatans, b. á Hömmm í
Laxárdal, Eiríkssonar, og Guðrúnar
Stefánsdóttur. Móöir Árna var Guð-
rún Jónsdóttir, b. í Auðbrekku
Snorrasonar, b. á Böggvisstöðum,
Flóventssonar. Móðir Snorra var
Sigríður Snorradóttir, b. á Syðri-
Reistará, Einarssonar, bróður Ólaf-
ar, ömmu Baldvins Einarssonar
þjóðfrelsismanns.
Móðursystir Stefáns er Jóna Möll-
er, amma Ríkarðs Pálssonar hljóm-
listarmanns. Anna var dóttir Ein-
ars, ráðsmanns á Háreksstöðum,
bróður Sigurjóns, langafa Björns
Guðmundssonar, oddvita í Lóni.
Einar var sonur Péturs, b. á Hvappi
í Þistilfirði, Guttormssonar. Móðir
Péturs var Þorbjörg Þorsteinsdóttir,
Stefán Valgeirsson.
systir Páls, langafa Jóns, langafa
Sigríðar Stefánsdóttur, forseta bæj-
arstjórnar Akureyrar. Móðir Önnu
var Þórey Jónsdóttir, b. í Álftavík,
Guðmundssonar. Móðir Jóns var
Sigríður Oddsdóttir, b. í Breiðuvík,
Ögmundssonar, bróður Jóns, lang-
afa Þórhöllu, ömmu Halldórs Ás-
grímssonar sjávarútvegsráðherra.
Móðir Þóreyjar var Ingibjörg
Sveinsdóttir, b. á Eldleysu í Mjóa-
firði, Hermannssonar, b. á Græna-
nesi, Hermannssonar, bróður
Hjálmars, langafa Vilhjálms Hjálm-
arssonar, fyrrv. ráöherra.
Þau hjónin veröa að heiman á af-
mælisdaginn.
Ester Guðmundsdóttir
Ester Guðmundsdóttir, húsmóðir og
afgreiðslukona, Dalbraut 23, Akra-
nesi, ersjötugídag.
Fjölskylda
Ester er fædd á Sigurðsstöðum á
Akranesi og ólst upp á Akranesi.
Ester giftist 26.12.1941 Ragnari
Leóssyni, f. 26.12.1920, bifreiða-
stjóra. Foreldrar hans: Leó Eyjólfs-
son, f. 10.11.1895, d. 1958, og Málfríð-
urBjarnadóttir, f. 20.10.1896, d. 1986.
Þau bjuggu á Akranesi.
Börn Esterar og Ragnars: Fríða,
maki Ásgeir R. Guðmundsson, þau
eru búsett á Akranesi og eiga þrjú
börn, Ragnheiði, Ásgeir og Pálínu;
Kristín, búsett á Akranesi; Ragna,
maki Helgi Guðnason, þau eru bú-
sett á Akranesi og eiga þrjú börn,
Guðna Steinar, Ester Sigríði og
Ragnheiði; Bima, maki Kristinn Ei-
ríksson, þau eru búsett í Reykjavík
og eiga tvö börn, Aðalheiði og Hauk;
Leó, maki Halldóra Gylfadóttir, þau
eru búsett á Akranesi og eiga einn
son, Ragnar, Leó á eina dóttir, Elínu
Maríu.
Systkini Ester: Sigríður Guð-
mundsdóttir, f. 4.2.1910, búsett á
Akranesi; Halldór Guðmundsson, f.
19.5.1911, d. 1989; Sigurrós Guö-
mundsdóttir, f. 22.6.1912, d. 1990;
Guðmundur Guðmundsson, f. 19.9.
1913, d. 1990; Jónmundur Guö-
mundsson, f. 2.9.1915, d. 1988; Gréta
Guðmundsdóttir, f. 23.4.1917, búsett
í Reykholtsdal; Júlíanna Guð-
mundsdóttir, f. 30.7.1918, búsett á
Akranesi; Petrea Guðmundsdóttir,
f. 24.11.1921, búsett á Akranesi;
Valdimar Sigurðsson, f. 17.4.1902,
búsettur á Akranesi; Ástríður Þórey
Siguröardóttir, dó ung.
Ester Guðmundsdóttir.
Foreídrar Ester: Guðmundur
Guðmundsson, f. 4.9.1884, d. 1938,
sjómaður, og Kristín Jónsdóttir, f.
10.8.1881, d. 1966, húsfreyja, þau
bjugguáAkranesi.
Estererað heiman.
Kristín H. Karvelsdóttir
Kristín Hálfdánar Karvelsdóttir
fiskvinnslukona, Miöstræti 14, Bol-
ungarvík, verður fertug á morgun.
Starfsferill
Kristín er fædd í Bolungarvík og
ólst þar upp. Hún fór í Barnaskól-
ann í Bolungarvík, Héraðsskólann
að Núpi í Dýrafirði og Húsmæðra-
skólann á Blönduósi. Kristín hefur
sótt ýmis námskeið tengd fisk-
vinnslu og einnig námskeið á vegum
verkalýðsfélaganna.
Auk starfa í fiskiðnaði vann Krist-
ín lengi við verslunarstörf. Eftir að
hún gifti sig bjó Kristín á ísafirði í
nokkur ár en hefur síðan búið að
Miðstræti 14 í Bolungarvík.
Kristín hefur haft mikinn áhuga á
söng og hefur verið í ýmsum kórum
en síðustu árin í Kirkjukór Bolung-
arvíkur. Hún hefur gegnt trúnaöar-
störfum innan Verkalýðsfélagsins
og einnig í Verslunarmannafélag-
inu.
Fjölskylda
Eiginmaður Kristínar er Sigurður
B. Hjartarson, f. 21.10.1951, skip-
stjóri í Bolungarvík. Foreldrar
hans: HjörturBjarnason, skipstjóri
á ísafirði, og Svanfríður Gísladóttir
húsmóðir.
Börn Kristínar og Sigurðar: Sól-
veig, f. 17.5.1972, maki Bjami Pét-
ursson, f. 26.11.1969, þau eru búsett
í Reykjavík og eiga eina dóttur,
Kristínu Grétu, f. 12.4.1992; Bene-
dikt, f. 23.3.1975, sambýliskona hans
er Fjóla Bjarnadóttir, f. 27.9.1975,
þau era búsett í Bolungarvík.
Systkini Kristínar: Pálmi Árni, f.
31.8.1952; Steindór, f. 11.1.1958; Jón-
ína, f. 2.6.1960.
Kristín Hálfdánar Karvelsdóttir.
Foreldrar Kristínar: Karvel
Steindór Pálmason, f. 13.7.1936,
fyrrv. alþingismaður, og Marta
Kristín Sveinbjörnsdóttir, f. 27.8.
1935, fiskverkakona. Þau búa í Bol-
ungarvík.
Til hamingju
með afmælið
20. nóvember
80 ára
Þórdís Guðj ónsdóttir,
Litlu-Árvík, Árneshreppi.
75 ára
Bjami Bæringsson,
Hraunbæ 146, Reykjavík.
70 ára
Erla Sigurðardóttir,
Háaleitisbraut 155, Reykjavík.
Tómas Karlsson,
Strandgötu2, Stokkseyri.
Arilía Jóhannesdóttir,
Brekku, Mýrahreppi.
60 ára
Hreinn Sveinsson,
Miöbraut 13, Vopnafiröi.
Garðar Sigurðsson,
Kaplaskjólsvegi 93, Reykjavik.
Einar Gunnarsson,
Hrauntúni 2, Keflavík.
Margrét Loftsdóttir,
Hjaltabakka 14, Reykjavik.
Sigmar Bjami Ákason,
Hamraborg 34, Kópavogi.
50ára
Ar i Jón Baldursson,
Hjallalundi 18, Akureyri.
Guðmundur Ingimundarson,
Kvistalandi 23, Reykjavík.
Helga Aðalsteinsdóttir,
Réttarbakka 7, Reykjavík.
Ragnar Gunnarsson,
Blikahóluml2, Reykjavík.
Ámi Steingrímsson,
Ingvörum, Svarfaöardalshreppi.
Sigrún Gísladóttir,
Sólbakka, Flateyri.
Elísabet Stefánsdóttir,
Hrólfsskálavör 14, Seltjamamesi.
Eiður Steingrimsson.
Goðabraut 13, Dalvík.
Hjördis Aðalsteinsdóttir,
Norðurgöturl, Siglufirði,
40ára
María Erla Geirsdóttir,
Höfðaholti 8, Borgarnesi.
Kristján Jökulsson vélstjóri,
Vesturbergi
138, Reykjavik.
Konahanser
KrÍstínÞor-
steinsdóttir
fiskvinnslu-
kona.
Kristján tekur
á móti gestum í
skála Ferðafélagsins á Hveravöll-
umviðKjöl.
Ólafur Rúnar Gunnarsson,
Hafnarbyggð 27, Vopnafirði.
Gunnar Rafn Sigurbjömsson
Gunnar Rafn Sigurbjömsson, bæj-
arritari í Hafnarfirði, Langeyrar-
vegi 13, Hafnarfirði, verður fimm-
tugur á mánudaginn.
Starfsferill
Gunnar Rafn er fæddur á Siglu-
firði og ólst þar upp. Hann tók lands-
próf á Siglufirði, lauk stúdentsprófi
fr á MA1963, BA-prófi frá Háskóla ís-
lands 1969 og uppeldis- og kennslu-
ffæði fi-á Háskóla íslands 1978.
Gunnar Rafn var stundakennari í
Langholtsskóla í Reykjavík 1967-68,
kennari í Gagnfræðaskóla Siglu-
fjarðar 1969-74 og skólastjóri
1974-79, skólastjóri Grunnskóla
Siglufjarðar 1979-82, skólastjóri Iðn-
skóla Siglufjarðar 1977-82 og for-
stöðumaður Námsflokka Siglufjarð-
ar 1976-78. Hann var fulltrúi og
deildarstjóri í félagsmálaráðuneyti
1982-86 og hefur verið bæjarritari í
Hafnarfirði frá þeim tíma.
Gunnar Rafn var bæjarfulltrúi á
Siglufirði 1970-82. Hann hefur átt
sæti í ýmsum nefndum og ráðum.
Fjölskylda
Gunnar Rafn kvæntist 11.2.1%7
ínu Illugadóttir, f. 5.9.1945, húsmóð-
ur og kennara. Foreldrar hennar:
Illugi Guðmundsson, skipstjóri, út-
gerðarmaður og forstjóri BUH, og
Halldóra Andrésdóttir. Þau eru
bæði látin.
Böm Gunnars Rafns og ínu: 111-
ugi, f. 26.8.1967, nemi í HI; Guðrún
Sóley, f. 4.3.1970, nemi í HÍ; Eysteinn
Orri, f. 8.3.1981; Styrmir, f. 18.10.
1982.
Bræður Gunnars Rafns: Bjöm
Ingvi, f. 5.6.1946, skólastjóri og bæj-
arfulltrúi á Sauöárkróki, maki Sig-
urrós Stefánsdóttir, þau eiga fjögur
börn, Kristínu Sóleyju, nema í HI,
Sigurbjörn Rúnar, nema í FS, Ólöfu
Elsu, nema í MA, og Jón Stefán;
Kjartan Öm, f. 23.10.1948, sjúkra-
húsprestur á Landakotsspítala,
maki Katrín Þórhndsdóttir, þau eiga
tvær dætur, Þórlindi, nema í MR,
og GuðrúnuBimu.
Foreldrar Gunnars Rafns: Sigur-
bjöm Sveinsson, f. 1915, d. 1978,
verkamaður og verkstjóri, og Guð-
rún Þorbjömsdóttir, f. 1912, sjúkra-
þjálfari, þau bjuggu á Siglufirði og
í Hafnarfirði og þar býr Guðrún
enn.
Gunnar Rafn Sigurbjörnsson.
Gunnar Rafn og ína taka á móti
gestum á afmæhsdaginn, 22. nóv-
ember, í Fjöranni við Strandgötu í
Hafnarfirði frá kl. 18-21.