Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 Viðstópti Þorskur á fiskm Kr/kg Þr Mi Fi Fö Má Þr Hlutabr. Flugleiða Bensín 92 okt. $ ^ Mi Fi*t FÖ Má Gengi irska pundsins Kauph. í Hong Kong Hruní Hong Kong Slægð ýsa á fiskmörkuðum hef- ur verið að lækka í verði ífá því um helgina þegar kílóið fór í 106 krónur á laugardag. Hlutabréf Flugleiða hækkuðu nokkuð í verði í síðustu viku. Gengið fór í 1,21 á fóstudag en hefur verið 1,20 í þessari viku. Verð á 92 okt. bensíni í Rotter- dam hefur haldist óbreytt í þess- ari viku. Óvíst er hvað gerist eftir fund OPEC-ríkjanna sem nú fer fram í Austurríki. Gengi írska pundsins gagnvart íslensku krónunni fór í 101 krónu á mánudag og var skráð svipað í gærmorgun. IDutabréfavísitalan í kauphöll- inni í Hong Kong hefur verið á hraðri niðurleið eftir að hafa náð sögulegu hámarki í byijun síð- ustuviku. -bjb Þörungaverksmiðjan á Reykhólum að rétta úr kútnum: Veltan aukist um 70 prósent - sala þangmjöls aukist um 80 prósent Rekstur Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum í Barðastrandarsýslu hefur tekiö stakkaskiptum á árinu eftir mjög erfitt síðasta ár. Velta síð- asta árs var upp á 65 milljónir króna en að sögn Páls Ágústs Ásgeirssonar framkvæmdastjóra er búist við að velta þessa árs verði í kringum 115 milljónir. Það ér veltuaukning um 70%. Verksmiðjan hefur selt á þessu ári miklu meira af þang- og þara- mjöli en á öllu síðasta ári. í sölu þangmjöls nemur aukningin 80%. „Vandamáhð hjá okkur eins og flestum öðrum íslenskum fyrirtækj- um er að rekstrarafangur er ekki nógu mikill. Við áttum töluverðar birgðir frá fyrra ári og höfum verið að ganga á þær. Um næstu áramót ætti birgðastaðan að verða eðlileg," sagði Páll Ágúst í samtali við DV en töluvert rekstrartap varð á síðasta ári. Að sögn Páls er reiknað með ein- hverjum hagnaði þegar þetta ár verður gert upp. Á öllu síðasta ári voru seld 1771 tonn af þangnfiöh og 295 tonn afþara-- mjöh en þetta eru þær afuröir sem verksmiðjan framleiðir úr mismun- andi hráefnum. Það sem af er þessu ári hafa rúm 3200 tonn verið seld af þangmjöli og 320 tonn af þaramjöh. Stærsta einstaka sala þessa árs er 1800 tonn af þangmjöh sem seld voru th Skotlands. Þar á að nota mjöliö í þykkingar- og bindiefni sem síðan er notað í fataiðnaði, matvælaiönaði og efnaiðnaöi. Efnið er m.a. notað th að halda froðu uppi í bjór. Þang- og þaramjöl er hka notað sem fóður og áburöur. Einnig er mikið flutt út af mjöh frá Reykhólum th Finnlands en sökum bágs atvinnuástands í Finnlandi hef- ur salan þangað verið minni en von- ast var th. Meðal annarra viðskipta- landa verksmiðjunnar eru Bandarík- in, Japan, Frakkland, Þýskaland, Hohand, Svíþjóð, Danmörk og Taívan. Þá eru um 7% framleiðslunnar seld á innanlandsmarkaði th ýmissa aðha, einkum í landbúnaði. Þar er einnig um aukningu að ræða mihi ára. Hörð samkeppni „Við eigum í harðri samkeppni við erlend fyrirtæki, einkum í Noregi og írlandi, sem bjóða sömu vöru. Síðan eru fyrirtæki í Afríku að bjóða vöru sem gerir þykkingar- og bindiefnun- um sama gagn,“ sagði Páh. Starfsmenn Þörungaverksmiðj- unnar eru 16 í dag. Á sama tíma í fyrra voru 5 starfsmenn. Háanna- tíminn er aö sumri th. „Á meðan framleiöslan hggur niðri í desember og janúar reikna ég með fækkun starfsmanna. Framleiðslan mun síð- an hefjast að fuhu í aprh á næsta ári. Það er ekki útséð með sölu næsta árs en vonandi mun ekki ganga verr en í ár. Þetta er hörð barátta," sagði Páll Ágúst. Verksmiðjan á Reykhólum er aðal- lega í eigu norska fyrirtækisins Pronova, sem á 40% hlut, en hlutur Byggðastofnunar er 38% af hluta- fénu. Síðan á Reykhólahreppur 16% og 70 einstakhngar og fyrirtæki eiga loks afganginn. -bjb Hlutabréf í Flugleiðum hækka í verði á ný Eftir fréttir um batnandi afkomu Flugleiða fóru fiárfestar af staö og gengi hlutabréfa í Flugleiðum snar- hækkaði í síðustu viku. í byijun vik- unnar var gengið 1,05 en fór í 1,21 á föstudag. Svipaöa sögu má segja um hlutabréf Eimskips. Hlutabréf í íslandsbanka og Ohs hafa sömuleiðis verið að hækka í verði. Á mánudag var gengi bréfa íslandsbanka 0,94 og í Olís 1,98. í báðum tilfellum hefur gengið ekki verið hærra síðustu fimm mánuði. Hlutabréfagengi Granda hefur hald- ist svipað, eða 1,97. Vísitölur VÍB hafa stigið hratt upp á við, einkum hlutabréfavísitalan og húsbréfavísitalan. Frá mánaðamót- um hefur húsbréfavísitalan hækkað um ein 16 stig og hlutabréfavísitalan um nær 40 stig. Spariskírteinavísital- an hefur hækkað minna, eða um 9 stig. Kaupgengi sjóðsbréfs 10 hjá VÍB hefur hækkað töluvert undanfama viku og sömuleiðis landsvísitala hlutabréfa hjá Landsbréfum hf. Landsvísitalan fór yfir 100 stig sl. fóstudag og hefur það ekki gerst síð- aníbyijunfebrúarsl. -bjb Verðbréf og vísitftlur iSMB „Kaupmenn ordnirsam- keppnishæfari" í tílefhi fréttar DV í gær um verslunarferðir íslendinga til út- landa var ekki úr vegi að heyra hfióðið í formanni Kaupmanna- samtakanna, Bjarna Finnssyni. Bjarni sagði að vöruverð á íslandi heföi lækkað síðustu misseri og íslenskir kaupmenn væru orðnir samkeppnishæfari. „Við eigum orðið i ákveöinni samkeppni við erlenda kaup- menn. En stöðugleikinn í þjóðfé- laginu er orðinn meiri en áöur. Ég spái því að eför nokkur ár muni íslendingar almennt versla með venjulegum hætti erlendis og þessar sérstöku verslunar- ferðir detti upp íyrir,“ sagði Bjarni viö DV. Nýrfram- kvæmdastjóri Gunnar Örn Kristjánsson endurskoðandi hefur verið ráð- inn frarn- kvæmdastjóri SÍF hf. í stað 1 Magnúsar Gunnarssonar. * * Gunnar tekur við stöðunni um næstu áramót en hann hefur ver- iö endurskoðandi SÍF frá árinu 1988. Gunnar er viðskiptafræðingur að mennt og varð löggiltur endur- skoðandi áriö 1984. Undanfarin ár hefur hann rekið endurskoð- unarskrifstofuna Hagskil hf. Eig- inkona Gunnars er Bima Hrafn- fiörð Rafnsdóttir og eiga þau þrjá syni. Grandifærnýj- antogara Grandi fékk í gær afhentan ný- legan togara í Krisfiánssundi í Noregi. Að sögn Brynjólfs Bjarnasonar hjá Granda er togar- inn væntanlegur til landsins í næstu viku. Grandi keypti togar- ann af Den norske bank fyrir um 560 milljónir króna. Togarinn mun að öllum líkind- um koma í stað togarans Snorra Sturlusonar RE. Brynjólfúr sagði við DV að ekki væri búið að ákveða hvort Snorri yrði seldur eða sendur á úthafsveiðar. Hugmyndumum breyttletur hafnað Við undirbúning næstu síma- skrár fengu forráðamenn Pósts og síma bréf frá Gunnlaugi Bri- em, einhveijum þekktasta letur- gerðarmanni heims, þar sem hann kynnti nýja leturgerð í simaskrána. Letrið er um 30% minna en núverandi letur en er feitletrað og taliö jafn læsilegt. Gunnlaugur er íslendingur bú- settur í San Francisco og London og hefur m.a. hannað letrið á stórblaðinu Financial Times og getið sér gott orð sem leturgerð- armaður. Gústaf Amar hjá Póstí og síma sagði við DV að erindi Gunnlaugs heföi verið tekið til umfiöllunar en niðurstaðan heföi verið að minnka ekki letriö i þetta sinn. „Við gerðum könnun meðal sím- notenda þar sem m.a. var spurt hvaö þeir heföu við símaskrána að athuga. Flestir kvörtuðu yfir því aö letrið væri smátt. Hins vegar leist okkur vel á hugmynd Gunnlaugs um að feitletra nöfhin og má vel vera að viö útfærum hana,“ sagði Gústaf en sem kunn- ugt er hefur Póstur og aími ákveðið aö hafa næstu símaskrá ítveimurbindum. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.