Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993
11
Meiming
Kynsvall og losti
Undanfarin fimm ár hefur rúmlega fertugur starfs- ^ _
maöur menntamálaráöuneytisins leigt kjallarakompu
hér í borg, aö sögn til að fá næði til skrifta frá eigin-
konu og dóttur. A þessum tíma hefur hann sett saman
sjö dagbækur sem lýsa fjörugum kynórum og taum-
lausum losta í skyndibólferöum hans og farmanns á
millilandaskipum, sem skýst oft i kjallarann frá sinni
konu til aö fara úr hverri spjör og „leika“ sér með
sögumanni okkar, þangað til þeir eru „búnir“.
Okkar maður fann fyrst til karlkynhneigðar sinnar
eftir símtal þar sem farmaðurinn bauð upp á „eitthvað
gott í kroppinn". Með þeim tekst gott kynlíf þar sem
þeir draga hvergi af sér, báðir eru mikil kyntröll með
eiginkonum sínum og sögumaður okkar bregður sér
auk þess á vinkonur eiginkonu sinnar þegar hann
Bókmenntir
Gísli Sigurðsson
kemur til þeirra í sjúkravitjun eða á leið framhjá þeim
við vask að þvo sér um hárið fyrir matarboð. Til að
fá tilbreytingu í kynlifið reyna þeir félagar að vera
djarfir: hringja í konur sínar á meðan leikurinn stend-
ur sem hæst, þykjast hittast af tilviljun með konurnar
á veitingastað og fara loks saman með þær í sólar-
landaferð þar sem þeir kynsvalla á meðan konurnar
fara í skoðunarferð og hinir íslensku karlmennimir
drekka sig út úr og kútveltast hálfberir eins og svín.
Tvöfalt líf sögumanns gerir hann sífellt örvæntingar-
fyUri þar til hann hrekst út á ystu nöf og hlýtur að
vera knúinn til uppgiörs. Hann veit aldrei hvað fólk
veit um hans einkalíf í kjallaranum, hvort vin, konu
eða dóttur hafi grun um hið djúpa og mikla leyndar-
mál sem hann telur sig varðveita. Lesandinn kemst
hins vegar fljótt að því að þetta leyndarmál er ekki
dýpra eða merkilegra en svo að hann hefur bætt karl-
manni við fjölskrúðuga kynlífsuppátækjasemi sína og
hefur heldur lítið til málanna að leggja umfram það.
Lesandann grunar lika að leyndarmálið fari ekki mjög
leynt, fremur en leyndarmál alkóhólista sem vilja ekki
fara í meðferð af ótta við að sífyllirí þeirra komist
upp, eins og þaö hafi farið fram hjá nokkrum!
Guðbergur Bergsson. Fjörlega skrilaðar dagbækur.
Dagbækur þessa kerfiskarls úr ráðuneytinu eru fjör-
lega skrifaðar og uppfullar af guðbergskum athuga-
semdum um hversdagsleg viðhorf í samræðum hins
íslenska meðalmanns og fullyrðingum um eðli karla
og kvenna sem ekki er víst að hafi mjög almenna skír-
skotun, eins og sú skoðun „að það að nauðga öðrum
og láta nauðga sér sé fullkomnun ástarleiksins." (89)
Persóna hans sjálfs er heldur ómótuð. Hann er leik-
soppur félaga síns og hefur helst frumkvæði í kynlífi
með konum og við sjálfsfróun.
Kynlífslýsingar hans eru blátt áfram en nokkuð
teprulegar þannig að þær verða hvorki erótískar né
grófar og ættu því ekki að þurfa að fæla viðkvæma
lesendur frá; stundum jafnvel álíka eintóna og löng
klámmynd þar sem gengur ekki á ööru en samforum.
Hér er þó reynt að opna gáttir forboðins kjallarakyn-
lífs og fjalla um ómótstæðilegt og óskynsamlegt að-
dráttarafl þeirrar fýsnar sem á jafnan ekki upp á pall-
boröið nema í sorpritum. Gallinn er sá að sjálfsskoðun
okkar kynóða sögumanns verður máttlítil af því að
hana skortir veruleg átök við það tilíinningalif sem
hefst þegar fýsnunum sleppir og ástin tekur við.
Guöbergur Bergsson
Sú kvalda ást sem hugarfylgsnin geyma (skáldsaga, 251 bls.)
Forlaglö
rn rifMK. gf. TM
LauraStar
Tilboð sem erfitt er að hafna
auk þess sem þú hefur 30 daga
skilarétt.
Hringdu í s.
91-676869
og kannaðu verðið á
LAURA STAR núna
Núna geta allir eignast LAURA STAR. Við tökum
gamla straujárnið þitt upp í á
kr. 7.500,-
Alþjóða Verslunarfélagið lif.
Skútuvogi 11 ® (91-)67 68 69
104 Reykjavík
Af Nonna og Nonnahúsi
Þegar Jesúítapresturinn Jón
Sveinsson (1857-1944) kom til ís-
lands árið 1930 var hann orðinn
heimskunnur rithöfundur. Enginn
íslendingur hefur náð augum og
eyrum bama og fullorðinna víðs
vegar um heim á sama hátt og
Nonni gerði. Tólf ára gamall hafði
hann verið sendur út í heim til að
afla sér menntunar. Nú kom hann
heim sem pater Jón Sveinsson í
boði ríkisstjómar íslands. Á Akur-
eyri var allt með svipuðu sniði og
þegar hann yfirgaf kaupstaðinn 60
áram fyrr. „En húsið sjálft!" skrif-
aði hann skelfdur. „Húsið var orðið
svo lélegt og vanhirt, að við borð
lá, að ég blygðaðist mín fyrir þetta
hjartfólgna bemskuheimili mitt.“
í þessari litlu en eigulegu bók er
fjallað um sögu Nonnahúss á Akur-
eyri en jafnframt stiklað á stóra í
sögu paters Jóns Sveinssonar og
er miklu rúmi varið undir myndir
úr hinu viðburðaríka lífl hans og
ferðalögum víðs vegar um heim.
Það leynir sér ekki að höfundur
bókarinnar er þaulkunnugur sögu
Akureyrar og kemur það ekki á
óvart þar sem hann hefur fengist
viö að rita þá sögu.
Hefur höfundurinn sýnilega lagt
mikiö á sig til aö rekja sem allra
nákvæmlegast hverjir hafa átt hús-
ið á hveijum tíma og hverjir búið
þar. Verður sú saga ekki rakin hér
en þess eins getið að það er
skemmtileg tilviljun að tveir heið-
ursborgarar Akureyrarkaupstað-
ar, þeir Nonni og Finnur Jónsson
prófessor, bjuggu báðir á æskuár-
um sínum í Nonnahúsi.
Fróðlegt er að lesa hér um skýr-
ingu sem hálærður sálfræðingur
fann á því hvers vegna hinn hæg-
láti Jesúítaprestur ætti svo létt með
að skrifa fyrir böm. Niðurstaða
hans, sem óneitanlega hljómar
sannfærandi í eyrum leikmanns,
er á þá leið „að hinn snöggi og al-
Jón Sveinsson.
Bókmenntir
Gunnlaugur A.
Jónsson
gjöri skilnaður við Akureyri og
Eyjafjörð og kynnin við gjörólíka
menningarheima hefðu valdið því
að sálarlíf rithöfundarins eins og
skipti rnn rás. Hið íslenska viðhorf
staðnaði en varðveittist áfram með
Jóni samhliða því sem hann lagði
út á alveg nýja þroskabraut. Þann-
ig gengu þeir ávallt samhliða og
höfðu jafnt vægi í sálar- og tilfinn-
ingalífi paters Jóns Sveinssonar,
hinn 12 ára Nonni og fullvaxta
Jesúítapresturinn."
Textinn í þessari bók er ekki mik-
ill að vöxtum en hann er yfirleitt
ágæfiega læsilegur og þegar höf-
undi tekst hvað best upp minnir
hann að ýmsu leyti á Guðjón Frið-
riksson, þann margrómaða skráse-
tjara sögu Reykjavíkur. Það á ekki
síst við þegar dregin er upp lifandi
mynd af bæjarlífi á Akureyri (bls.
28-29) á árunum upp úr 1870.
Helst sakna ég þess í þessu ágæta
riti að þar skuli ekki að finna neina
skrá yfir aðrar bækur um Nonna
fyrir þá sem frekar vildu kynna sér
sögu hans í framhaldi af lestri þess-
arar bókar sem vissulega er til þess
fallin að endumýja áhuga íslend-
inga á Nonna.
Jón Hjaltason
Nonni og Nonnahús
Bókaútgáfan Hólar 1993 (72 bls.)
r
Æ B H SKIPAFLUTNINGAR
FRANS MAA5
býður innflytjendum enn og ávallt bestu þjónustuna
frá verksmiðjuvegg hvaðanæva úr Evrópu og
Austurlöndum fjær.
Nær daglega ferðir frá öllum helstu borgum Evrópu
til Rotterdam og heim með næsta skipi.
Víðtækt þjónustunet - öryggið uppmálað!
Hefur einhver meiri reynslu?
FLUTSINGSMIÐUJNIN "F
TRYGGVAGÖTU 26 - REYKJAVÍK - S: 29111 Fax 25590