Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Veiðarnar við Svalbarða Komið hefur til árekstra íslenskra togara og norsku strandgæslunnar á miðunum norðan við Bjarnarey. Hér er um að ræða svokallað fiskvemdunarsvæði Norð- manna en að minnsta kosti þrjú íslensk skip hafa verið þar að veiðum að undanfömu. Útgerðarmenn skipanna hafa látið þau orð falla að þeir vilji láta á það reyna hvort Norðmenn hafi rétt til yfirráða á þessu svæði. Þeir hafa jafnframt kvartað undan aðgerðarleysi íslenskra stjómvalda um samninga um veiðar í Barentshafmu. Það vakti mikla athygli þegar íslensk skip héldu til veiða í Smugunni. Þá mótmæltú Norðmenn einnig kröft- uglega, en létu við það sitja, enda óvefengjanlegt að Smugumiðin em utan lögsögu Noregs og opið hafsvæði. Þær veiðar hafa skilað afrakstri upp á á annan milljarð króna. Sá er þó munurinn á Smugunni annars vegar og Sval- barðamiðunum hins vegar að Norðmenn geta með réttu bent á að hér sé um vemdarsvæði þeirra að ræða og íslendingar hafa hingað til ekki haft afskipti af svæðinu né heldur mótmælt þeim reglum og lögum sem Norð- menn hafa sett um veiðar á þessu hafsvæði. Þetta hafa íslensk stjómvöld raunar staðfest með þögn- inni og afskiptaleysinu og nú síðast með yfirlýsingum sjávarútvegsráðherra og aðvörunum ríkisstjómarinnar. Sjávarútvegsráðherra hefur margsinnis varað við áfram- haldandi veiðum og ríkisstjómin hefur ítrekað sagt að veiðar togaranna séu á ábyrgð útgerðarfélaga skipanna. Hitt er rétt að hafa 1 huga að vafi leikur á um óskorað- an rétt Norðmanna samkvæmt alþjóðalögum. Deila má um lögsögu Norðmanna á Svalbarðasvæðinu og meðal þeirra þjóða sem hafa gert samning sín í milli um vemd- un svæðisins em nokkrar sem hafa fengið að veiða óá- reittar við Bjamarey. Má þar nefna Rússa, Spánverja, Grænlendinga og Færeyinga. íslendingar standa ekki að neinu alþjóðlegu samkomu- lagi um nýtingu náttúrauðlinda á Svalbarða, hvorki í landi né á legi enda þótt Danir hafi staðið að því meðan ísland var hluti af Danaveldi. Réttarstaða Norðmanna er óljós og óviss og hefur verið vefengd af fleiri þjóðum en íslendingum. Eftir samdrátt í þorskveiðum á heimaslóðum og niður- skurð á aflakvótum innan efnahagslögsögunnar, hafa augu manna beinst að fjarlægari miðum. Nú er jafnvel verið að tala um útfærslu landhelginnar í 350 mílur. Skipakostur er sömuleiðis orðinn slíkur að auðvelt er að sækja mið langt utan landhelgi og halda sig á miðun- um svo vikum skiptir. Þetta gerir það að verkum að ís- lendingar hafa í auknum mæh hagsmuni og áhuga á veiðislóðum í Norðurhöfum vítt og breitt. Og hvers vegna skyldu íslendingar einir þjóða vera útilokaðir frá veiðum 1 Barentshafmu? Hvers vegna skyldu Norðmenn fá að komast upp með það að stöðva veiðar íslendinga á miðum þar sem þeir sjálfir og aðrar þjóðir sækja fisk í sjó? Og er þó langt utan þeirrar lög- sögu sem fiskveiðiþjóðir hafa viðurkennt. Sókn íslensku skipanna í miðin við Bjamarey er þess vegna ekki út í bláinn þótt nú sé skynsamlegt að stöðva hana um sinn. Hún á að vera tilefni til þess að íslensk stjómvöld fari fram á samninga um veiðar okkar í Bar- entshafinu yfirleitt sem og um aðra sameiginlega hags- muni okkar í sjávarútvegi. Þar er af mörgu að taka og Norðmenn síst með betri samvisku eða samningsstöðu en við. Látum á það reyna enn og aftur. Ellert B. Schram „Sjálf löggjafarsamkoman, Alþingi, er t.d. ekki með grænt símanúmer," segir m.a. í grein Einars. - Skiptiborð og símaverðir Alþingis. DV-mynd GVA Lækkun síma- kostnaðar á landsbyggðinni Mjög verulega hefur miöað í átt til jöfnunar á símakostnaði lands- manna undanfarin ár. Það hefur gengið þannig fyrir sig að taxti langlínusamtala hefur lækkað mikið en taxti fyrir staðarsímtöl hækkað óverulega. Þetta hefur leitt til þess aö símakostnaður innan- lands hefur á fimm árum lækkað um 13% að raungildi. Þegar verst gegndi var allt að ellefu sinnum kostnaðarsamara að hringja hin dýrustu langlínusamtöl en innan- bæjarsímtöhn. Nú er þetta hlutfall orðið einn á móti fiórum. Þetta er þó ekki allt. Gjaldflokks- svæði hafa stækkað og því geta símnotendur náð til fleiri númera á taxta innanbæjarsímtala en áður. Sem dæmi um þetta má nefna að nú geta til dæmis íbúar ísafiarðar hringt vestur til Þingeyrar, út í Bolungarvík og inn um allt Djúp á taxta innanbæjarsamtala. Áður þurfti að greiöa hærra verð fyrir slík símtöl en sem nam innanbæj- artaxta. Græn símanúmer Þrátt fyrir þetta er símakostnað- ur landsbyggðarfólks enn hærri en íbúa höfuðborgarinnar. Ástæöan er sú að opinber sem og önnur þjónusta er aö langmestu leyti stað- sett á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðarfólk, sem vill nota sér þá þjónustu, verður að hringja á langhnutaxta. Fyrir allmörgum árum hóf Póst- ur og sími að bjóða viðskiptavinum sínum að setja upp svoköhuð græn símanúmer. Þau gerðu fólki kleift að hringja í þau hvaðanæva af landinu en fá bara reikning eins og um innanbæjarsamtöl væri aö ræða. Þetta var mikið framfara- Einar K. Guðfinnsson annar þingmanna Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum með grænt símanúmer. Þessu mikla tómlæti verður að hnna. Tæknin notuð tilað jafna kjörin Af þessum sökum ákvað ég að flytja þingsályktunarthlögu í þess- um efnum. Meðflutningsmenn mínir eru sex aðrir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins úr öUum lands- byggöarkjördæmunum. TUlögu- greinin er svohljóöandi: „Alþingi ályktar aö fela ríkis- stjóminni að sjá til þess að sett verði upp græn símanúmer í öUum ráðuneytum Stjómarráðsins og helstu stofnunum ríkisins svo að auðveldara og hagkvæmara verði fyrir þá landsmenn sem búa utan höfuðborgarsvæöisins að ná til æðstu starfsmanna stjómsýslunn- ar með sín mál.“ „Þegar verst gegndi var allt að ellefu sinnum kostnaðarsamara að hringja hin dýrustu langlínusamtöl en innan- bæjarsamtölin. Nú er þetta hlutfall orð- ið einn á móti fjórum.“ skref. Því miður hafa fyrirtæki og þó einkum opinber fyrirtæki og stofn- anir aUtof htið sinnt þessu. Shk græn símanúmer eru bara 73. Og ekki eru nema sex ríkisstofnanir með græn símanúmer á sínum snæram. Hvað varðar sjálft Stjóm- arráðið þá hafa bara landbúnaðar- og samgönguráðuneytiö yfir slík- um númerum að ráða. Sjálf löggjaf- arsamkoman, Alþingi, er t.d. ekki Með þessu gemm við thlögu um leið er hefur í för með sér minni símakostnað fyrir almenning og atvinnufyrirtæki á landsbyggð- inni. Hún hvetur til þess að notuð sé sú tækni sem til staðar er tíl þess að jafna kjörin og stíga enn eitt mikUvægt skrefið tíl þess að lækka símakostnað íbúa lands- byggðarinnar. Einar K. Guðfinnsson Skoðanir aimarra Með tilkomu NAFTA „Með Fríverslunarsvæði Norður-Ameríkuríkja veröur tU nýtt og öflugt opið markaðssvæði sem er af svipaðri stærðargráðu og Evrópubandalag- ið... Hins vegar er ekki ólíklegt að vaxtarmöguleiki NAFTA-ríkjanna sé mun meiri en EB-ríkj- anna... Þess vegna er brýnt að íslenzk stjómvöld geri sér grein fyrir þeim nýju viðhorfum, sem skap- ast í viöskipta- og markaðsmálum okkar með tUkomu NAFTA. Við þurfum að hugleiða stöðu okkar við þessar nýju aðstæður.“ Úr forystugrein Mbl. 21. nóv. Framkoma f lokksformannsins „Ummæh Steingríms Hermannssonar um fiár- hagsstöðu útgáfufélags Tímans vekja furðu og bera vott um htla yfirsýn eða þekkingu á málunum. Þó var hann stjómaiformaður til langs tíma og sat reyndar í stjóm Mótvægis hf. þar tíl í október sl.,.. Framkoma Steingríms Hermannssonar í þessu máh bendir til þess að hann eigi ekki að taka þátt í sfiórnun landsins og þaðan af síður í stjómun bank- anna. Honum ber að segja af sér formennsku í Fram- sóknarflokknum." Úr forystugrein Timans 23. nóv. íslendingar horf i til austurs og vesturs „Evrópubandalagið varð á sínum tíma tíl þess að nýr vöxtur í efnahagsmálum hófst í Evrópu. Æ fleiri ríki óska nú aðUdar að EB. Allar líkur em til þess að þróunin verði sú sama innan NAFTA... Það er fuh ástæða fyrir íslendinga að hugsa vel sinn gang á tímum þessara miklu og öm umskipta í heim- inum... Við verðum hins vegar að horfa bæði til Evrópu og Bandaríkjanna í þessum efnum því þar em okkar helstu viðskiptaaðUar. “ Úr forystugrein Alþ.bl. 23. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.