Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1993, Side 24
40
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1993
Menning
Hressilegt skammdegisinnlegg
Jónas Árnason. Hressilegar fró-
sagnir.
Jónas Ámason varð sjötugur á
liðnu vori og af því tilefni hefur
Hörpuútgáfan gefið út bókina Á
landinu bláa. Eflaust er Jónas
þekktastur fyrir söngvísur sínar
og leikrit en í þessari bók birtast
gamlar greinar og fáeinar sögur
sem Jónas skrifar um og eftir 1950.
Það þarf ekki að orðlengja það:
þetta eru afar skemmtilegar frá-
sagnir, fullar af kímni, hlýju og lífs-
gleði. Jónas setur sig í spor persóna
sinna á þann hátt að þær verða ljós-
lifandi í huga manns. Og þá gildir
einu hvort verið er að lýsa drengj-
um í sjóorrustuleik eða veðurbitn-
um sjómanni á færeyskri skútu:
allt verður jafn eðlilegt og lifandi
hjá Jónasi. Þegar hann lýsir hugar-
heimi bama verður frásögnin ofur-
lítið bemsk, málfarið einfalt og
sakleysislegt og í frásögninni af
ferðalagi þeirra félaga Jónasar og
Þórbergs Þórðarsonar stígur hinn
eini sanni Þórbergur sprelllifandi
fram á sjónarsviðið með öll sín
skemmtilegu og skringilegu tils-
vör. Þegar Jónas spyr hann hvers
vegna hann hafi aldrei skrifað
skáldverk svarar Þórbergur: „Mér
dettur aldrei neitt frumlegt í hug
.., þess vegna hef ég ekki skrifað
skáldsögur. Hinsvegar hef ég gott
auga fyrir því ófrumlega og leiðin-
lega...“ (59) Eflaust em flestir les-
endur Þórbergs ósammála þessari
staðhæfingu, a.m.k. verða ófmm-
legheitin frumleg í hans meðfórum
og hversdagsleikinn skemmtilegri
en aUt annað. Þaö sama gildir um
skrif Jónasar. Hann einbeitir sér
að því hversdagslega og gæðir það
spriklandi lífi, dokar t.a.m. við og
miðlar okkur samtali tveggja
drykkjumanna sem húka undir bát
og útkoman er óborganleg: fyndin,
en Umfram allt manneskjuleg.
Hann má líka vera að því að stoppa
uppi á Landakotstúni til að fylgjast
með nokknun strákmn í fótbolta.
Þar er hann Gvendur hth skútu-
karl, fjögurra ára patti, sem gerir
aht sem í hans valdi stendur th að
spiha leik hinna. Þegar leiknum er
lokið dusta stóm strákamir af hon-
um skitinn og leiða hann heim. „Þá
sá ég að þeim þótti öhum, þrátt
fyrir aht, vænt um hann Gvend
skútukarl", segir höfundurinn aö
lokum og miðlar okkur með þess-
um orðum þeirri samstöðu og sam-
kennd sem skín í gegnum ahar
hans sögur.
Verkamennimir eiga hug hans
allan, þeir sem vinna hörðum
höndum fram á rauðanótt en
Bókmenntir
Sigríður Albertsdóttir
syngja samt, æðrulausir og sáttir
við sitt: „Sumt fólk gleður sig við
tilhugsunina um langt og gott sum-
arfrí og skemmtiferð th Ítalíu.
Þessir menn gleðja sig við thhugs-
unina um að heyja handa blessaðri
beljunni sinni,“ segir Jónas um fé-
laga sína, færeysku sjómennina á
Kútter Carli. Það fer ekki á mihi
mála hvort höfundinum finnst
meira um vert. Það að gleðjast yfir
hinu smáa, njóta þess sem er og
kætast meðan kostur er, það er það
sem máh skiptir. Ekki svo afleit
skhaboð í svartasta skammdeginu
og víst að brúnir margra eiga eftir
að lyftast við lestur hresshegra frá-
sagna Jónasar Árnasonar.
Á landinu bláa,
Jónas Árnason,
Hörpuútgáfan 1993.
Hvenær kemur fyrsti jólasveinninn
til byggða?-------------------
Kláraðu nöfnin á jólasveinunum:
__________staur og____________gægir
Hvað er símanúmerið hjá DV?--------
Nafn.
Sími
Heimili:.
Staður
Sendist til: Krakkaklúbbs DV - getraun
Þverholti 14,105 Reykjavík
Skilafresturtil 3. desember.
Verölnun:
30 heppnir þátttakendurfá jólaföndurbókina
"Þótt desember sé dimmur" frá Hagkaup og
Almenna bókafélaginu.
ALMENNA BOKAFELAGIÐ HF
HAGKAUP
gœöi úrval þjónusta
mr