Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Side 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994
Fréttir_______________________________________________________________________________dv
Deila Samherja hf. og Aflamiðlunar:
Munum skoða reglurnar
sem unnið er eftir
- en tökum ekki ráðin af Aflamiðlun - segir Þröstur Ólafsson 1 utanríkisráðuneytinu
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Við munum eflaust skoða þær
reglur sem unnið er eftir en við gríp-
um ekki beint inn í og tökum ekki
ráðin af Aflamiðlun, það gengi aldr-
ei,“ segir Þröstur Ólafsson, aðstoöar-
maöur utanríkisráðherra, vegna
deilu Samherja hf. á Akureyri og
Aflamiðlunar sem upp er komin
vegna vilja Samherjamanna að flytja
ísaðan fisk í gámum á markaði í
Evrópu. Deilan er fyrst og fremst til-
komin vegna þess að togarar Sam-
herja hafa fryst um borð, en að und-
anfórnu hefur Víðir, sem er einn tog-
ara fyrirtækisins, verið á ísfiskveið-
um með það í huga að afiinn verði
fluttur út í gámum.
Þröstur segir að Aflamiðlun hafi
verið komið á fót fyrir tæplega íjór-
um árum í þeim tilgangi að stýring
væri á útflutningi á ferskum fiski og
hráefni til fiskvinnslustöðva innan-
lands. „Það hefur ríkt sæmilegur
friður um starfsemi Aflamiðlunar,
og við höfum ekki nema um tvennt
að velja, að miðlunin starfi áfram
eins og hingað til eða að hún verði
lögö af og þetta fari í fyrra horf sem
ég efa að menn vilji. En kerfi sem
ekki er friður um stenst ekki,“ segir
Þröstur.
Frystiskipin mæta afgangi
„Það er reglan að frystiskipin mæti
afgangi varðandi útflutning á fiski í
gámum eða með siglingar, en þau fá
leyfi ef framboð er minna en eftir-
spum,“ segir Eiríkur Tómasson,
formaður Aflamiðlunar. Eiríkur seg-
ir að reglurnar sem unnið sé eftir séu
þannig að stuðst sé við það hvemig
menn hafi sinnt þessum markaði,
það sé reynslan í þeim efnum sem
ráði. „Þeir sem hafa sinnt þessu fá
leyfi á undan öðrum, það hafa frysti-
skipin ekki gert og því ekki rétt að
þau komi þama inn á undan öðrum.
Við metum það vikulega hvað mark-
aöirnir þoh og vinnum eftir því,“
segir Eiríkur.
Hann segir að ef menn greini á
hvort Aflamiðlun hafi rétt til að
stjóma þessum útflutningi snúi það
mál að utanríkisráðuneytinu. „Mér
sýnist deilan hafa verið meira í þá
veruna að undanfömu," segir Eirík-
ur.
Allar tilraunir til að bjarga Bergvík VE af standstað hafa mistekist til þessa. Þessi mynd er frá siðustu björgunar-
tilrauninni. DV-mynd ÞH
„Það er ætlunin að dráttarbátur-
inn Goðinn fari austur í dag eða á
morgun. Líklega verður reynt aftur
um næstu helgi, þá er vaxandi
straumur. Líklega verður varðskip
fengiö líka og bæði skipin kippa í,“
segir Einar Ásgeirsson, útgerðar-
maður Bergvíkur VE sem enn liggur
föst á strandstaö í Vaðlavík.
Hann segir skipið í engri hættu þar
sem það er. Sjórinn nái htið að því,
þó hafi það færst aðeins suður eftir
víkinni. Stórvirk vinnutæki verði
fengin til aö aðstoða skipin við næstu
tilraun til að ná Bergvíkinni á flot.
Yfir 300 metra er að fara áður en
skipið kemst á flot þannig að und-
irbúaþarfalltvel. -pp
Aflamiölun neitar Samherja um útflutning í gámum:
Égheldaðþað
sé helst öf und sem
ræður þessu
- segir Þorsteinn Vilhelmsson
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Æth það vaki ekki helst fyrir þess-
um mönmun að við leggjum upp
laupana og gefumst upp en það er
bara ekki okkar stíll,“ segir Þor-
steinn Vilhelmsson, skipstjóri og
einn af eigendum útgerðarfélagsins
Samherja hf. á Akureyri, sem Afla-
miðlun hefur ítrekað að undanfómu
sjnfiað um leyfi til að flytja út ísfisk
í gámum, m.a. til Belgíu, þar sem
Samherji hefur komið sér upp sam-
böndum sem nú em í hættu.
Samherji flutti út eina gámasend-
ingu athugasemdalaust en þegar
næsta sending fór út kraföist Afla-
miðlun þess að þeirri sendingu yrði
snúið við í Þýskalandi og send heim.
Utanríkisráðuneytið greip þá í taum-
ana og krafðist þess að Samherji færi
að samþykktum Aflamiðlunar varð-
andi frekari útflutning.
„Það þýðir ekkert fyrir okkur að
vera að sækja um þennan útflutning.
Menn virðast sjá einhvetjum ofsjón-
um yfir því að við höfum sett einn
frystitogara okkar á úthafsveiðar.
Það er ekki um að ræða að of mikið
framboð hafi verið á mörkuðunum
erlendis, heldur ræður þama senni-
lega öfund einhverra útgerðarmanna
sem hafa kippt í spottann hjá Afla-
miðlun með þessum árangri," segir
Þorsteinn Vilhelmsson.
I dag rnælir Dagfari______________
Bjargvættur íslands
í bringu að það þykir ekki vogandi
að skilja htla ísland eftir vamar-
Umheiminn rak í rogastans þegar
maður að nafni Zhírínovskí kom,
sá og sigraði í kosningunum í Rúss-
landi á dögumnn. Zhírínovskí þessi
var sagður öfgamaður af verstu
sort, hættulegur lýðræðinu og gott
ef ekki bijálæðingur aö fyrirmynd
Adolfs Hitler. Fréttaskýrendur
vora yfirleitt sammála um að kosn-
ingamar í Rússlandi hefðu farið
afar illa og það væri andstætt hags-
munum Vesturlanda ef Zhírínovskí
kæmist til einhverra valda.
En sá hlær best sem síðast hlær.
Það getur vel verið að Zhírínovskí
hafi verið rekinn frá Búlgaríu með
skömm og það getur vel verið að
þeir í Moskvu hafi af því áhyggjur
hversu atkvæðamikih og vinsæh
þessi uppskafningur er í sínu hei-
malandi. En hér uppi á íslandi er
þetta maður að okkar skapi. Hann
hlýtur að fá fálkaorðuna á næstu
áramótum og ríkisstjómin ætti að
láta það veröa sitt fyrsta verk að
bjóða honum í opinbera heimsókn.
Zhírínovskí lengi lifi.
Máhð er nefiúlega það að þessi
óvænti sigurvegari í kosningunum
í Rússlandi hefur bjargað vömum
íslendinga. Hann hefur forðað Suð-
umesjamönnum frá hrikalegu at-
vinnuleysi og hann hefur styrkt
stöðu okkar gagnvart Bandaríkj-
unum.
Bandaríkjamenn vora komnir á
þá skoðun að nú mætti leggja her-
stöðina á Miðnesheiði niður. Þeir
héldu að engin hætta stafaði lengur
af rússneska biminum. Þeir héldu
sem sagt aö nú væri skoUinn á frið-
ur um aldur og ævi og óþarfi að
kosta orrustuflugvélar og vamarl-
ið uppi á því htla krammaskuði
sem heitir Island.
En Davíð Oddsson vissi betur og
varaði Bandaríkjamenn við. Hann
hafði margsagt þeim að Rússland
væri óvinur í felum og aldrei að
vita nema öryggi Vesturlanda yrði
ógnað. Davíð sá það sem Kaninn
sá ekki og það er einmitt fyrir til-
stilh Zhírinovskís og hans mikla
kosningasigurs að Bandaríkja-
mönnum hefur snúist hugur og
þeir era að ákveða að halda orr-
ustuflugvélunum hér á landi, öU-
um íslendingum tfl ósegjanlegrar
ánægju.
Jafnvel herstöðvarandstæðingar
vora orðnir logandi hræddir um
aö Kaninn gerði alvöra úr þeirri
hótun að leggja vamarstöðina nið-
ur. Eitt er að vera á móti vamar-
stöð, annað er að meina það og taka
afleiðingunum. Alhr stjórnmála-
flokkar sameinuðust í áhyggjum
sem því fylgja að varnarhðið fari
og það kemur sér auövitað afar Ula
fyrir núverandi ríkisstjóm sem
hefur ekki lengur þorsk og ekki
peninga og ekki kjósendur tfl að
styðja sig nema hún bjargi vamar-
Uðinu frá því aö fara.
Og nú er sá draumur loks að
rætast að varnarhðið verði hér
áfram. Þökk sé Zhírínovskí sem
hefur skotið mönnum shkan skelk
laust og eiga það á hættu að Zhir-
ínovskí vaði hér yfir til að ógna
Ameríku. Davíö sagði Könunum
þetta og Kanarnir hafa tekið mark
á Davíð. Zhírínovskí kom færandi
hendi og þess vegna eiga íslending-
ar ekki að harma það þótt þeir í
Rússlandi hafi ekki vit á því að
styðja lýðræðið. Þvert á móti er þaö
íslendingum gleðiefni að Rússar
séu stuðningsmenn öfgamanna á
borð við Zhírínovskí því þaö eru
svoleiðis menn sem kippa málun-
um í lag í löndum þar sem menn
hafa ekkert upp á að hlaupa nema
atvinnu og ávinning af áframhald-
andi herstöövum Bandaríkja-
manna.
Við skulum gera aUt sem í okkar
valdi stendur tíl að styðja við bakið
á Zhírínovskí og hans mönnum,
enda er atvinnan í Keflavík undir
honum komin og hermangið er
búið spU ef Zhírínovskí er kveðinn
í kútinn. Það er þessi maður sem
hefur komið því til leiðar, með ein-
um kosningasigri og nokkram
skeleggum yfirlýsingum, að banda-
ríska hermálaráðuneytið, utanrík-
isþjónustan og embættismenn í
Pentagon hafa skihð hvað Davíð
Oddsson átti við þegar hann varaði
við ógninni úr austri.
Það er ekki ónýtt að eiga svona
bandamenn og rússnesk alþýða
hefur enn einu sinni reynst íslend-
ingum sannur óvinur sem hægt er
að treysta á. Án stuönings við Zhír-
ínovsid væri vamarhðið á föram
og tómlegt um að htast á köldu ísa-
landi.
Dagfari