Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1994, Page 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1994
Gestaíbúðin Villa
Bergshyddan í Stokkhólmi
ibúðin (3 herbergi og eldhús í endurbyggðu 18. ald-
ar húsi), er léð án endurgjalds, þeim sem fást við
listir og önnur menningarstörf í Helsingfors, Kaup-
mannahöfn, Ósló eða Reykjavík, til dvalar á tímabil-
inu 15. apríl til 1. nóvember.
Umsóknir um dvöl í Villa Bergshyddan, þar sem fram
komi tilgangur dvalarinnar og hvaða tíma sé óskað,
svo og upplýsingar um umsækjanda, skal senda til
Hásselby Slott, Box 520, S-162 15 Vállingby, fyrir
28. febrúar nk.
Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð.
Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu borgarstjóra,
sími 632000.
Staða forstöðumanns Rannsóknastofnunar uppeld-
is- og menntamála er laus til umsóknar. Forstöðu-
maður er ráðinn til fimm ára í senn. Hann skal upp-
fylla þær hæfniskröfur sem gerðar eru til prófessora
við Háskóla íslands, sbr. 5. gr. laga nr. 76/1991, um
Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála. Hann
skal hafa staðgóða þekkingu á rannsóknaraðferðum
félagsvísinda og hafa sannað hæfni sína m.a. með
rannsóknum á sviði uppeldis- og menntamála.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsækjendur um stöðu forstöðumanns skulu láta
fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um vísindastörf
þau sem þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir,
svo og námsferil sinn og störf.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 1994.
Umsóknir skulu sendar til menntamálaráðuneytisins,
Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík.
Menntamálaráðuneytið, 3. janúar 1994.
Greiðslur til foreldra
vegna barna á aldrinum tveggja og hálfs
árs til fjögurra og hálfs árs sem ekki nýta
leikskólaþjónustu á vegum Reykjavíkur-
borgar eða aðra dagvistarþjónustu styrkta
af Reykjavíkurborg.
Á fundi borgarstjórnar hinn 16. des. sl. voru sam-
þykktar eftirfarandi reglur:
1. Greiðsluár skiptist í fjögur þriggja mánaða tíma-
bil. Útborganir fara fram mánuði síðar en hverju
tímabili lýkur, í fyrsta sinn 1. maí 1994.
2. Samkvæmt reglum þessum hafa þeir foreldrar rétt
á greiðslum sem eiga þörn sem verða tveggja og
hálfs árs á viðkomandi tímabili og skulu greiðsl-
urnar standa að óbreyttum forsendum þar til börn-
in ná fjögurra og hálfs árs aldri.
3. Greiðslur með hverju barni skulu nema þeirri upp-
hæð sem ákveðin er í fjárhagsáætlun hverju sinni
sem rekstrarstyrkur fyrir hvert barn á einkaleik-
skóla og nemur nú kr. 6.000 á mánuði.
4. Sækja þarf sérstaklega um greiðslur fyrir hvert
tímabil á þar til gerðum eyðublöðum. Umsókn
verður að berast eigi síðar en viku eftir að greiðslu-
tímabili lýkur.
Til þess að auðvelda væntanlegum umsækjendum
að staðfesta vilja sinn til þess að gerast aðilar að
þessu nýja fyrirkomulagi hefur verið ákveðið að taka
við pöntunum á upplýsingum og umsóknareyðu-
blöðum í síma Dagvistar barna 27277. Eyðublöð
verða síðan send út en þeim ber að skila eigi síðar
en viku eftir að greiðslutímabíli lýkur, þ.e. fyrir 7.
apríl 1994 fyrir fyrsta tímabilið.
Hringið í síma 27277 og óskið eftir að fá frekari upp-
lýsingar og/eða umsóknareyðublað. Vinsamlegast
gefið upp nafn og heimilisfang ásamt kennitölu um-
sækjanda og barns eða barna sem sækja á um
greiðslu fyrir.
Dagvist barna
Mexíkóskir stjórnarhermenn hlaöa líkum á vörubil á þjóðveginum nærri San Cristobal de las Casas í gær. Fjórtán
lík fundust eftir skotbardaga hermanna við uppreisnarmenn bænda. Simamynd Reuter
Tæplega níutíu fallnlr í átökum bænda og hermanna í Mexlkó:
Mér líst ekkert
á hermennina
- segir breskur ferðamaður í uppreisniimi miðri
Vopnaðir bændur í ChiapasfylM í
suðurhluta Mexíkó yfirgáfu í gær tvo
bæi sem þeir náðu á vald sitt á gaml-
ársdag en harðir bardagar geisuðu
áfram í fylkinu. Tala látinna fór
hækkandi og sögðu yfirvöld að 86
manns að minnsta kosti hefðu fallið
í átökum bænda og hermanna. Einn
embættismaður í fylkishöfuðborg-
inni Tuxtla Gutierrez sagði að allt
að 150 hermenn kynnu að hafa falliö.
Uppreisnarmenn eru ílestir afkom-
endur maya-indíána, einhverrar
mestu menningarþjóðar á vestur-
hveli jarðar þar til Spánveijar hófu
landvinninga á sextándu öld, og eru
þeir að berjast fyrir réttindum frum-
byggja landsins. Talið er að milh sex
hundruð og tvö þúsund bændur taki
þátt í uppreisninni.
Tengsl við byltingarsinna
Háttsettur embættismaður í Mex-
íkóborg sagði að ýmislegt benti til
að uppreisnarmenn hefðu tengsl við
vinstrisinnaða byltingarhópa í
Gvatemala, sem Uggur að landamær-
um Chiapasfylkis, og öðrum löndum
Mið-Ameríku.
„Þjálfunin sem þessir náungar hafa
hlctið, aginn hjá þeim og búnaður
þeirra benda til þess,“ sagði embætt-
ismaðurinn.
Þessu neita bændur, sem kenna sig
við byltingarhetjuna EmiUano Zap-
ata, og sömuleiöis byltingarsamtök í
Gvatemala.
í yfirlýsingu bændanna um helgina
eftir að þeir höfðu náð sex bæjum í
Chiapasfylki á sitt vald sagði að þeir
hefðu lýst stríði á hendur stjórnvöld-
um sem þeir saka um um þjóðarmorð
og hvöttu til þess að jarðnæði yrði
skilað aftur til bænda. Þá setja þeir
sig einnig upp á móti fríverslunar-
samningi Norður-Ameríku, NAFTA,
sem þeir segja að muni skaða þá.
Fátækt í fylkinu
Mikil fátækt ríkir í Chiapasfylki
og á undanfornum árum hefur oft-
sinnis komið til átaka þar miUi frum-
byggja stórbænda.
Mikill fjöldi ferðamanna var stadd-
ur í hinni fornu borg San Cristobal
de las Casas þegar uppreisnarmenn
tóku hana á gamlárskvöld og flúðu
þeir í tugatali. Bændur hurfu úr
bænum aö morgni sunnudags og
hermenn komu í þeirra stað. „Ég
ætla að koma mér héðan. Uppreisn-
armennirnir voru fínir en mér Ust
ekkert á hermennina," sagði Bretinn
Peter Morris í gær á leið sinni á
mnferðarmiðstöðina. Reuter
Zhírínovskí á sálufélaga í Stór-Finnlandi
Rússneski þjóðernisöfgamaðurinn
umdeUdi, Vladimír Zhírínovskí, hef-
ur eignast að minnsta kosti einn
sálufélaga. Sá heitir Seppo Lehto,
formaður í samtökunum Stór-Finn-
landi, og sendi hann Zhírínovskí bréf
í gær og bauð honum í heimsókn til
Finnlands.
Helsta stefnumál samtakanna
Stór-Finnlands er að landamærin
milU Finnlands og Rússlands verði
aftur hin sömu og voru árið 1939 en
Finnar misstu land í hendur Rússum
eftir vetrarstríðið. Lehto er stofnandi
samtakanna sem hafa 47 félagsmenn.
Lehto segir að hann vUji einnig
ræða sjálfstæði KareUuhéraðs við
Zhírínovski.
Heimboöið þýðir að finnska utan-
ríkisráðuneytið verður að taka af-
stöðu til þess hvort Zhírínovskí verði
veitt vegabréfsáritun til Finnlands
eður ei.
FNB