Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 Utlönd Bandaríska iyrírtækið Gossard hælir sér af þvi að framleiða undirföt fyrir stjörnur á borð við Sharon Stone, Gennu Davis og Naomi Camp- bell. Framleiðslan var sýnd á Ritz í New York f gær. Símamynd Reuter Lorena Bobbitt heldur áfram aö lýsa kynffi þeirra hjóna: Oft nálægt því að kyrkja mig - sagði Lorena grátandi í réttinum en eiginmaðurinn þrætir „Ég elskaði þennan mann en hann fór illa með mig, sneri upp á hand- leggina á mér og reyndi að kyrkja mig. Þá þráði hann helst að hafa samfarir í endaþarminn og tókst það stundum," sagði Lorena Bobbitt grátandi í réttarsalnum í Manassas í Virginíu í gær. Hlé verður á yfirheyslum í dag eft- ir þriggja daga törn sem gengið hefur nærri Lorenu. John Wayne, maður hennar, þrætir og segir að frásagnir Lorenu af samlífl þeirra séu lygi og óhróður. Lorena hefur þó fengið vitni sem styður mál hennar. Það er nágranni sem segist oft hafa orðið vitni að hamagangi í íbúð Bobbitt-hjónanna og að sér hafi stundum heyrst sem þau hefðu samfarir með miklum hávaða. Mikið hefði til dæmis gengið á 23. júní síðasta sumar en þá skar Lorena sýnir dómaranum hvernig maöur hennar reyndi að kyrkja hana. Símamynd Reuter Lorena tippið af manni sínum eins og frægt er orðið. Lorena lék eftir kverkatök manns síns á sér og sagðist eitt sinn hafa verðið nærri köfnuð. Hún sagðist einu sinni hafa farið á slysadeild vegna þess að John sneri svo óþyrmi- lega upp á handlegginn á henni að hún taldi hann brotinn. Þá sagði hún læknum að hún hefði dottið. Lorena segir að maður hennar hafi einu sinni ekið á hana en hann segir að það séu ósannindi. Bandaríska þjóðin getur fylgst með framburði Lorenu í beinum sjóijvarpsútsend- ingum og hefur annað efni í sjón- varpi ekki vakið meiri athygli um langan tíma. Vörn Lorenu byggist á að hún hafi ráðist gegn manni sínum í ofsabræði eftir að hann nauðgaði henni drukk- innþann23.júní. Reuter Ódýrasti japanski bíllinn á markaðnum er SUZUKI SWIFT á verði frá kr. 798.ooo, Suzuki Swift býður upp á lægri rekstrarkostnað því hann er sparneytnasti bíllinn á markaðnum. Bensíneyðslan er frá 4,0 1 á 100 km. Hann er einnig léttur, sem þýðir lægri þungaskatt. Síðast en ekki síst er endursöluverðið sérstaklega hátt. Við bjóðum hagstæð lánakjör. Dæmi: Suzuki Swift GA, verð kr. 798.000. Útborgun (eða gamli bíllinn) kr. 250.000, meðalafborgun af láni kr. 18.375 í 36 mánuði. Handhafar bifreiðastyrks Tryggingastofnunar ríkisins! ViÓ sjáum um pappírsvinnuna fyrir ykkur og gerum úthlutunina aÖ peningum STRAjC- $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SÍMI 68 51 00 SUZUKI SWIFT - ódýr, sparneytinn og aldrei betri Margrét Þórhildur og nýi grafhund- urinn. Þórhildur situr uppi með frekjuhund Danir hafa af því áhyggjur að nýi hundurinn hennar Margrétar Þór- hildar drottningar er frekjuhundur og fer að sögn ekki vel með húsmuni í Amalíuborg. Hinrik prins gaf henni rakkann í jólagjöf í sárabætur fyrir margfrægan grafhund sem strauk frá honum á skógargöngu í haust. Nýi hundurinn er af sama kyni en afbrigðið er annað. Sá nýi er snögg- hærður en hinn var loðinn og lubba- legur. Hundasérfræöingar í Dan- mörku telja valið miður vel heppnað og segja að hundar þessir, sem eru mjög hrygglangir, bili oft í baki. Fáir velji nú orðið svona langhunda sem gæludýr. Margrét Þórhildur er hins vegar alsæl með nýja hundinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.