Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN N0MER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og piötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk.
Verð I lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk.
Sumarfreisting
Hugsanlegt er, aö á síðari hluta þessa árs muni hefj-
ast hin margumtalaða kreppa, sem íslendingar voru að
búa sig undir allt árið í fyrra, en kom ekki. Viðbúnaður
þjóðarinnar mun koma að gagni, þegar þar að kemur,
enda þarf þá að taka óvenjulega erfiðar ákvarðanir.
Sjávarafli jókst í fyrra og verðmæti aflans hélzt nokk-
um veginn óbreytt. Minnkunin kemur fyrst fram, þegar
nokkuð er hðið á þetta ár. Ef sjómannaverkfalhð leysist
og veiðar heijast að nýju, munu aflabrögð verða sæmileg
fram efdr vetri, meðan kvótinn er ekki enn búinn.
Þegar kvótinn fyllist, munu stjómvöld lenda í þung-
bærum þrýstingi af hálfu sjávarútvegs og sjávarsíðu.
Heimtað verður, að vikið verði frá áður settum aflatak-
mörkunum og leyft verði að fara töluvert fram úr því,
sem Hafrannsóknastofnun hefur tahð vera hættumörk.
Krafan verður studd rökum um, að mikil veiði spilh
klaki og nýhðun fiskistofna htt eða ekki. Þau rök hafa
lengi verið uppi á borði, en ekki haft hljómgrunn margra
annarra en sumra þeirra, sem hafa hagsmuna að gæta.
Fræðimenn í fiskifræði era sárafáir á þeirri línu.
Reynsla þjóða heims hefur áratugum saman verið sú,
að ofveiði leiði til hrans fiskistofna. Sú kenning, að ein-
hverjar aðrar aðstæður séu hér við land um þessar
mundir, er ákaflega ótrúleg og raunar stórhættuleg, af
því að hún felur í sér, að ekki verði aftur snúið.
Hjáfræðinni um sambandsleysi sóknar og nýliðunar
mun aukast fylgi af tveimur hhðarástæðum. Annars
vegar munu fréttir af góðum afla á afmörkuðum sviðum
kynda undir tilfinningu fyrir því, að meiri fiskur sé í
sjónum en Hafrannsóknastofnunin vilji vera láta.
Hins vegar munu vaxandi óvinsældir kvótakerfisins
leiða til þess, að erfiðara verður að verja það. Eðlilegur
arftaki kvótakerfisins er auðlindaskattur, en hann má
ekki nefna í viðurvist hagsmunaaðila í sjávarútvegi. í
þess stað verður heimtað leyfi til meiri sóknar.
í vor verður i mesta lagi eitt ár til næstu alþingiskosn-
inga. Freistandi verður fyrir stjómvöld að reyna að friða
sjávarútveginn og sjávarsíðuna með eftirgjöfum í kvótan-
um og fresta því um leið, að yfir ríði hin margumtalaða
kreppa, sem þjóðin hefur verið að búa sig undir.
Með frestun kreppunnar er hægt að breyta fremur
htilh kreppu fyrir kosningar í afar mikla kreppu eftir
kosningar. Sú leið getur hentað stjómvöldum, ef kjósend-
ur sjá almennt ekki gegnum hana. Verður það þá ekki
í fyrsta skipti, sem menn faha fyrir freistingu.
Með kenningunni um minni og meiri kreppu fyrir og
eftir kosningar er auðvitað gert ráð fyrir, að ofveiði á
síðari hluta þessa árs og fyrri hluta næsta árs muni skaða
fiskistofnana til langs tíma, enda er það í samræmi við
þann meginstraum fiskifræðinnar, sem viðurkenndur er.
Hingað til hefur kreppan fyrst og fremst verið í hugum
fólks og forráðafólks fyrirtækja. Fólk hefur dregið úr
væntingum sínum. Fyrirtæki hafa fækkað starfshði. Ein-
dregnast hefur þetta komið í ljós í stórminnkuðum vöra-
innflutningi og góðum jöfnuði í viðskiptum við útlönd.
Viðbúnaðurinn gegn kreppunni er því kominn í frem-
ur gott horf. Engin vandræði era fyrirsjáanleg í vetur,
enda er líklegt, að senn linni verkfalh á fiskiskipaflotan-
um. Þess vegna era til sæmilegar forsendur fyrir því, að
stjómvöld standist þrýsting og freistingu sumarsins.
Þetta mun þó standa svo tæpt, að ósigur í borgarstjóm-
arkosningum gæti hæglega tekið Sjálfstæðisflokkinn á
taugum og látið hann faha fyrir freistingunm.
Jónas Krisljánsson
„Hagræðingu í rekstri krókaveiöibáta má ná með sömu aðferðum og öll önnur ftskiskip hafa frelsi til i afla-
markskerfinu." - Frá höfninni í Grindavík.
Sjálfsákvörð-
unarréttur
í aflamarkskerfi hafa útgerðar-
menn fullt valfrelsi um hvemig og
hvenær innan fiskveiöiársins þeir
nýta veiðiheimildir. Þeir mega
flytja milli tegunda og skiptast á
veiðiheimildum, selja þær til
skamms tíma (leigja) gegn greiðslu
eða afla (tonn móti tonni), ellegar
selja endanlega - og eins mega þeir
taka á leigu eða kaupa. Þeir mega
m.a.s. geyma til næsta árs.
Með frelsi til að eiga viðskipti
með veiðiheimildir er útgerðar-
mönnum gert fært að hagræða.
Safna veiðiheimildum saman á
skip svo veiðamar verði hagkvæm-
ari, selja veiöiheimildir af skipi
sem er orðiö úrelt eða hentar til
annarra veiöa en þeirra sem lög
um fiskveiðistjóm taka til.
Frjáls framsalsréttur, þ.e. frelsi
til að versla með veiðiheimildir, er
sagt vera grundvallaratriði lag-
anna um fiskveiðistjórn. Með lög-
unum er mikilvægasta atvinnuvegi
þjóðarbúsins gert að lúta heildar-
stjóm um aðgang aö sameiginlegri
auðlind en með frjálsum framsals-
rétti er sjálfsákvörðunarréttur fyr-
irtækja virtur innan þess ramma
sem lögin setja. í krafti sjálfsá-
kvörðunarréttar, með eigin
ákvörðunum útgerðarmanna í leit
að aukinni hagkvæmni í rekstri
fyrirtækja sinna, muni lögin leiöa
til hagræðingar í sjávarútvegi.
Réttur krókaveiðimanna
í banndagakerfinu, sem í frum-
varpinu er ætlað krókaveiðibátum,
er ekkert valfrelsi. Ekki um hvem-
ig eða hvenær veiðiheimildir verði
nýttar, ekki til að eiga viðskipti
með þær né til að geyma. Útgerðar-
menn krókabáta mega ekki hag-
ræða, heldur ákveður ráðherra
upp á dag hvenær þeir mega róa
og hvenær ekki. Þeim verður mein-
að að njóta grundvallarréttar í at-
vinnustarfsemi - réttarins til aö
leita að aukinni hagkvæmni í
rekstri.
KjaUaiinn
Árni Ragnar Árnason
alþingismaður Sjálfstæðis-
flokksins fyrir Reykjanes-
kjördæmi
Úr þessu verður Alþingi að bæta
við umfjöllun um frumvarpið.
Annars verður smábátaútgerð lögð
í rúst og gjöreyðilögð afkoma allra
þeirra fjölskyldna sem af henni
hafa lifibrauð. Eyðilagður verður
mikilvægur þáttur í hráefnismiöl-
un fiskmarkaða og hráefnisöílun
fiskvinnslufyrirtækja, einkum
þeirra sem byggjast fyrst og fremst
á ferskleika og miklum gæðum
hráefnis og afurða. Þau hafa fengið
best verð fyrir íslenskar sjávaraf-
urðir - og keypt fisk við fijálsu
markaðsverði. Fiskmarkaðir verða
kæfðir og frjáls verömyndun á
botnfiskafla þar með að engu gerð.
Framseljanlegur
sóknarkvóti
Hagræðingu í rekstri krókaveiði-
báta má ná með sömu aöferðum
og öll önnur fiskiskip hafa frelsi til
í aflamarkskerfinu. Með samfelldri
sókn sem er betri nýting sóknar-
heimilda en sú dreifmg sem frum-
varpið segir til um. Þaö er unnt
með frjálsum framsalsrétti - frelsi
til að eiga viðskipti með sóknar-
heimildir eins og nú er með afla-
heimildir. Einungis þannig getur
stjómkerfi krókaveiða leitt til auk-
inna tekjumöguleika krókabát-
anna sem geta þá stundað einhverj-
ar veiðar utan kvóta án þess að
glata réttindum innan kerfisins.
Réttmætt er að þeir sem í raun
hafa stundað önnur störf en haft
krókaveiðar sem hlutastarf, jafn-
vel tómstundastarf, fái ekki fullan
sóknarrétt. Sanngjamt væri að
veita hverjum krókaveiöibát sókn-
arkvóta í samræmi við meðaltal
sóknarreynslu t.d. undanfarin þijú
ár eða tvö bestu af þremur síð-
ifStu.
Verði þeim hins vegar bannaðar
veiðar á tilteknum tímabilum, svo
sem desember-janúar, umfram
alla aðra í sjávarútvegi þá er ekki
nema sanngjamt að þá njóti at-
vinnuleysisbóta allir sem starfa við
útgerð þeirra. Hvort sem þeir heita
hásetar eða útgerðarmenn - enginn
þeirra hefur að neinu öðra að
hverfa.
Árni Ragnar Árnason
„Útgerðarmenn krókabáta mega ekki
hagræða, heldur ákveður ráðherra upp
á dag hvenær þeir mega róa og hvenær
ekki. Þeim verður meinað að njóta
grundvallarréttar 1 atvinnustarf-
semi... “
Skoðanir aimarra
Lífrænt land í markaðssókn?
„Dæmi úr fréttum um nýja markaössókn og nýj-
ar hugmyndir í íslenskri búvöruframleiðslu með
aukinni samkeppni: Markaðssetning íslenskra mat-
væla á mörkuðum lífrænna og vistvænna matvara
um heim allan... Skyldu þessar hugmyndir hafa
fæðst ef EES-samningurinn hefði verið felldur og
landbúnaðarkerfiö haldið áfram að vera lokað,
vemdað, niðurgreitt og spillt? Svari nú hver eftir
bestu samvisku." Úrforystugrein Alþbl. 11. janúar.
Sjómenn taki þátt
í útgerðarkostnaði
„Á meðan sjómenn era á aílahlut hlýtur þaö að
vera rökrétt og Uggja beint við að þeir taki þátt í
auknum útgerðarkostnaöi, sbr. m.a. olíuhlutdeildina
sem skerti hlut sjómanna þegar olíukreppan var hér
um árið. Auk þess er ekki óeðlilegt að sjómenn taki
þátt í auknum útgerðarkostnaði, þeir gera það hvort
eð er með því að vera á aflahlut, spumingin er að-
eins hver þátttakan á að vera.“
Valbjörn Steingrímsson fyrrv. sjómaður og
framkvstj. og bæjarfulltr. í Mbl. 11. jan.
Gæðakerf i í ff iskaf urðum
„Á tímum aflasamdráttar og lækkandi verðs fyr-
ir sjávarafurðir er mikilvægt að allir sem starfa við
sjávarútveg standi saman um að tryggja gæði afurð-
anna þannig að þær uppfylli ýtrustu kröfur kaup-
enda og neytenda hveiju sinni... En það er til lítils
að framleiöa góöa vöru ef enginn vill kaupa hana.
Þess vegna ber okkur að taka jafnan fullt tillit til
óska kaupenda hvort heldur þær óskir snúast um
gæði hráefnisins, gerð afurðarinnar eða hvemig að
framleiðslunni er staðið."
Stefán Friðriksson í leiöara Sjávarmála,
fréttabréfs Fiskistofu.