Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 Fréttir DV Flokksstjómarfundur Alþýðuflokksins um síðustu helgi: Flokksformaðurinn hrekurJóhönnu út í horn - óvíst hvort Jóhanna leggur í mótframboð gegn Jóni Baldvini Keppinautarnir Jón Baldvin Hannibalsson og Jóhanna Siguröardóttir. Litlar líkur eru taldar á að Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra takist að velta Jóni Bald- vini Hannibalssyni úr stóli formanns Alþýöuflokksins á flokksþingi krata í byrjun júní. Ennþá hefur Jóhanna ekki tekið ákvörðun um framboö en útilokar það ekki. Framboðshótun af hennar hálfu hefur legið í loftinu síðan í fyrrasumar þegar hún sagði af sér varaformennsku vegna per- sónulegs ágreinings við Jón Baldvin og andúðar á stjórnarsamstarflnu. Nýverið voru stofnuð sérstök sam- tök innan flokksins, Jafnaöar- mannafélag íslands, sem hafa það að keppikefli að styðja hana til valda. Innan Alþýðuflokksins hefur stofn- un samtakanna mælst illa fyrir og virðist Jóhanna hafa tapað persónu- fylgi fyrir vikið. Það kom berlega í ljós á flokksstjómarfundi sem kratar héldu um síðustu helgi. Súr epli í flokksstjórn Á fundinum flutti einn helsti stuðningsmaður Jóhönnu, Bjami P. Magnússon, sveitarstjóri Reykhóla- hrepps, tillögu um aö næsta flokks- þingi krata yrði frestað til hausts. Tillagan var felld með 33 atkvæðum gegn 20. í kjölfarið var flutt tillaga um aö þingið yrði haldið í byrjun júní og var hún samþykkt með 30 atkvæðum gegn 7. Jóhanna talaði gegn tillögunni en varð að bíta í það súra eph að njóta ekki stuðnings nema lítils hluta flokksfélaga sinna. Upphaflega átti að halda flokks- þingið í haust en aö ósk Jóns Bald- vins ákvað framkvæmdastjóm flokksins aö flýta því og á það hefur flokksstjórnin nú fallist. Mat flestra er að ákvörðun Jóns Baldvins um að flýta þinginu sé tekin til að skerða möguleika Jóhönnu til mótframboðs í formannskosningu. Miðað við þau tök sem Jón Baldvin hefur á flokkn- um er talið nær útilokað að Jóhönnu takist á örfáum vikum að tryggja kjör nægjanlegs fjölda stuðnings- manna sinna á flokksþingiö. Spurning um þor? Skiptar skoðanir em um það innan Alþýðuflokksins hvort Jóhanna hafx þor til að bjóða sig fram til formanns í ljósi þeirrar stöðu sem nú er komin upp. Margir telja að hún láti þá bar- áttuaðferð duga að skella hurðum á „heppilegum timapunktum" og bíða þess að hún geti velt formanninum í opnu prófkjöri. Aö öllu óbreyttu opnast sá möguleiki fyrir þingkosn- ingar næsta vor. Viðmælandi DV úr hópi krata hafði orö á því að færi Jóhanna ekki fram gegn Jóni Baldvini á flokksþinginu í júní væri hún búin að vera sem stjómmálamaður. Yfirlýsingar að undanfórnu gæfu henni ekki svig- Fréttaljós Kristj'án Ari Arason rúm til annars. í því sambandi skipti htlu hvort hún bæri sigurorð af Jóni Baldvini eða ekki. Trúverðugleiki hennar væri einfaldlega í húfi. Kaldranaleg leikflétta Vandi Jóhönnu er hins vegar mik- ill. Samkvæmt heimildum DV mun það hafa verið hluti af hinni póhtisku leikfléttu Jóns Baldvins að egna Jó- hönnu til yfuiýsinga í tengslum viö flokksþingið með þaö í huga að mik- il óvissa ríkir um útkomu Alþýðu- flokksins í komandi sveitarstjómar- kosningum. Ljóst er að staða Jóns Baldvins innan flokksins muni styrkjast komi flokkurinn vel út úr kosningunum. Komi flokkurinn hins vegar iha út úr kosningunum getur Jón Baldvin bent á Jóhönnu og ára- lag hennar í kosningabaráttunni. Ábyrgðarlaust áralag „Það var hún sem ruggaði bátnum og því mun hún bera ábyrgðina á því ef iha fer. Vart getur það talist flokknum til tekna þegar forystu- menn hans deila út á við á sama tíma og samstöðu er þörf,“ sagði krati í samtali við DV. Á flokksstjómarfundinum um helgina fór Jón Baldvin yflr stjóm- málaástandið og stöðu Alþýðuflokks- ins í ríkisstjórnarsamstarfmu. Fram kom í máh hans að með þátttöku í þrem ríkisstjómum á undanfórnum ámm hafi flokkurinn eignast fleiri ráðherra heldur en næstu þrjá ára- tugina á undan. Var á máh hans að skhja að það væri flokknum til fram- dráttar að halda núverandi ríkis- stjórnarsamstarfi áfram. Líkur hafa verið að því leiddar aö meö því að flýta flokksþinginu hafi Jón Baldvin viljað undirbúa flokkinn undir haustkosningar. Á flokks- stjómarfundinum um helgina var rætt um að skerpa þyrfti málefna- áherslur flokksins en ekkert vikið að hugsanlegum haustkosningmn. Lítill áhugi á kosningum Meðal ráðherra og þingmanna Alýöuflokks ríkir htill áhugi á að flýta alþingiskosningum þrátt fyrir að stjómarsamstarfið við Sjálfstæð- isflokkinn hafl ekki ætíð gengið sem skyldi. Teikn era á lofti um betri tíma enda hefur stjórninni tekist að af- greiða helstu ágreiningsmálin. Efna- hagsbati er nú loks sýnhegur og líkur á hagvaxtarskeiði. í forystusveit krata er það hald margra að fylgi flokksins kunni aö aukast með bættum ytri skhyrðum og því óhepphegt að boða til kosninga í haust. Þrátt fyrir að sjálfstæðis- menn hafi gefið krötum mörg tæki- færi th útgöngu, th dæmis í dehum um landbúnaðarmál, hafa tækifærin ekki verið nýtt. Þykir mörgum það góður mælikvarði á vhjaleysi krata th að flýta kosningum. I dag mælir Dagfari Laun fyrir viðvik í kosningabaráttunni í Reykjavík hefur fariö mest fyrir einu máh. Raunar hefur ekkert annað mál verið á dagskrá en það sem fram- boðshstamir eru sammála um. Þetta eina mál sem þó er enn hægt aö rífast út af snýst um það að Inga Jóna Þórðardóttir, fram- bjóðandi D-listans, hafi þegið greiðslu fyrir að hafa verið ráðgjafi Markúsar Amar, meö þvi aö gefa honum góð ráð í sambandi við einkavæðingu borgarfyrirtækja. Ekki það að minnihlutaflokkamir haldi því fram að Inga Jóna hafi ekki gefið ráð, hvað þá góð ráð, en þeir hafa hins vegar heimtað að fá að sjá skýrsluna sem hún á að hafa tekið saman fyrir Markús, sem sannar að hún hafi unnið fyrir greiðslunni. Sjálfstæðismenn hafa af þessu til- efni lagt fram minnisblöö sem Markús Örn hefur tekið saman eft- ir minni um þaö sem Inga Jóna ráðlagði honum en engin skýrsla finnst og það finnst R-hsta fólki ótækt og gagnrýnisvert. Inga Jóna og nýi borgarstjórinn vísa þessari gagnrýni á bug og halda því fram að fólk þurfi ekki ahtaf að semja skýrslur til að vinna fyrir kaupinu og benda á aö Mark- ús og Inga Jóna hafi margoft talað saman á síðasta kjörtímabih og raunar var það Markús sem talaöi við Ingu Jónu um að fara í framboð þegar Katrín Fjeldsted hljóp af hólmi og Markús var hvað reiðast- ur yfir hugleysi Katrínar að hætta við framboö. Það samtal Markúsar við Ingu Jónu sannar auðvitað að þau hafi talað saman á kjörtimabhinu og satt að segja hefur verið góður vin- skapur á mihi þeirra Markúsar og Ingu Jónu frá því að hún var form- aður útvarpsráðs og hann var út- varpsstjóri. Þau þekkjast vel, Markús Örn og Inga Jóna og þess vegna er það eins og hver annar skætingur að halda því fram að þau hafi ekki rætt um einkavæöingu á kjörtímabilinu. Það er líka óskammfeilni að ætlast til þess að þau skötuhjúin ræði saman án þess að Inga Jóna fái greitt fyrir það. í raun og veru á að meta það og virða við Markús Örn að hann hef- ur ekki lagt fram neina reikninga og ekki þegið neinar greiðslur fyrir að hafa talað við Ingu Jónu, enda er það ugglaust svo að Markús Örn hefur áreiðanlega sagt Ingu Jónu margt sem hefur komið henni að gagni þegar hún hefur verið að veita Markúsi ráð. Athugasemdum R-hstans varð- andi skýrslu Ingu Jónu sem ekki er til hefur verið svarað fuhum hálsi af Ingu Jónu sjálfri, sem ekki skilur gagnrýnina og segir að hún hljóti að stafa af annarlegum hvöt- um. Það hljóta aö vera annarlegar og absúrd hvatir sem valda því að frambjóðendur annarra flokka era að spyrjast fyrir um skýrslur sem ekki eru th. Það er ósvífni af versta tagi að væna Ingu Jónu um að hafa þegið greiðslu úr borgarsjóði fyrir ráð sem á sínum tíma voru trúnað- armál hennar og borgarstjóra. Vilja minnihlutaflokkarnir kannski að Inga Jóna og borgar- stjóri hefðu farið með greiðsluna sem trúnaðarmál hka? Sem ekki hefði verið óeðlilegt, miðað við innihald ráðgjafarinnar. > Nei, Inga Jóna hefur ekki farið í felur með launin sem hún fékk fyr- ir ráðin sem hún gaf Markúsi, sem fór eftir ráðunum og sagði af sér þegar flokkurinn þurfti á að halda og það er ekkert að skammast sín fyrir eða fara leynt með. Minnihlutaflokkarnir eiga að þakka fyrir að launin era gefin upp og þeir eiga að þakka fyrir að greiðslan er ekki hærri en rétt rúmar tvær mhljónir króna. Hvað er það fyrir góð ráð á mhli vina? Auðvitaö var Inga Jóna að veita ráðgjöf til borgarstjórans en ekki til Markúsar Arnar prívat og þess vegna á borgin að greiða fyrir við- ræður af þessu tagi, og þótt fólk skih ekki skýrslum um viðræðum- ar eða ráðin sem eru veitt þýðir það ekki að menn geri það kauplaust. Af þessu sést að það er mikill fengur að þessu máli og greiðslunni til Ingu Jónu. Án greiðslunnar væri enginn kosningabarátta og ef hún hefði skilað skýrslu hefðu minnihlutaflokkarnir ekkert á hana - eða Sjálfstæðisflokkinn. Þaö kemur sér vel að Markús skrifaði minnispunkta. Þaö sannar að þau töluðu saman. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.