Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 Stuttar fréttir Hættirþátttöku Sósíalístaflokkurinn í Japan hefur hætt þátttöku i samsteypu- stjórninni. Lttilvon Lítil von er talin vera á að vopnahlé komist á i Rúanda. RæðirviðKozyrev Warren Christopher, utanríkisráö herra Banda- ríkjanna, ætlar aö hitta utan- ríkisráöherra Rússlands, An- drei Kozyrev, til að ræða málefni Bosníu. Chemobyl minnst Úkraníumenn minntust þess að átta ár eru liðin frá Chernobyl slysinu. Fóstureyðingar Fjallað verður um val kvenna og fóstureyðingar á ráðstefnu SÞ í Kaíró þrátt fyrir andstöðu Vatikansins. Ræðir við andstæðinga Nýkjörinn forseti E1 Salvador ætlar aö ræða við andstæðinga sína, vinstrisinna. Eiginkonanákærð Eiginkona lúns ákærða fjöldamorð- ingja Frederick West, Rose- mary, kom fyr- ir rétt í gær en hún hefur ver- iö ákærð fyrir að aðild að morði með eiginmanni sínum. Ekkja forsetans Mannréttindasamtök hafa beð- ið ekkju fyrrum forseta Rúanda um að nota áhrif sín til að koma á friði í Rúanda. Sprengjumaðurinn israelar segjast hafa náð Ham- as-manninum sem stóð aö sprengjunni í Hadera sem drap fimm Israela. Ósættí innan PLO Ósætti innan PLO hefur sett skorður í íriðarviðræöum PLO og ísrael í Kaíró. Höfuðpaurinn Lögreglan í Egyptaiandi segist hafa drepið höfuöpaur islamskra samtaka sem berjast gegn stjórn landsins. Palestínumaður skotínn ísraelskur hermaður skaut Pa- lestínumann sem reyndi að stinga hann með hníf. Chamorroífjögurár Violeta Cha- morro, forseti Nikarag\ra, hélt f gær upp á íjögurra ára af- mæli sitt í for- setastóinum og á afmælisdag- inn féllst yfir- maður hersins og andstæðingur hennar, Umberto Ortega, á að hætta. Skærulíðardrepnir Tyrkneskar hersveitir drápu sjö skæruhða Kúrda. Jarðskjálftiá Java Jarðskjálfti, sem mældist 5,9 stig á Richter, varð á Austur-Java i Indónesíu í morgun. Tekinn af Irfi Fangelsisyflrvöld í Texas tóku mann af lífl í nótt fyrir morð á bareiganda. Reuter Utlönd Einræði hvítra í Suður-Afríku er lokið: Sprengjutilræðin skyggja á gleðina - mikil spenna og eftirvænting í loftinu, segir Bjöm Bjarnason alþingismaður Stríðsmenn af ættflokki zúlúmanna í Suður-Afriku voru klæddir I hefðbundna búninga þegar þeir fögnuðu því að fráfarandi þing landsins hafði haldið síðasta fund sinn fyrir kosningarnar sem hófust i morgun og standa næstu þrjá daga. Simamynd Reuter „Þaö er mikil eftirvænting og spenna í loftinu og fólk telur þetta sögulegasta atburð í Suður-Afríku frá þvi landið var stofnað," segir Bjöm Bjarnason alþingismaður sem nú er staddur í Jóhannesarborg í Suður- Afríku. Hann er einn alþjóðlegra eftir- litsmanna sem eiga að fylgjast með fyrstu kosningum með þátttöku allra kynþátta sem hófust í morgun. Sprakk nærri hótelinu Það skyggir þó á gleði milljóna blökkumanna sem fá nú að kjósa í fyrsta sinn að 21 maður hefur farist í sprengjutilræðum undanfama tvo daga og 162 hafa særst. Níu manns létust í sprengingu í miðborg Jó- hannesarborgar á sunnudag, skammt frá hótehnu þar sem Björn Bjarnason dvelur. Hann sagði í sam- tah við DV aö hann hefði verið farinn út þegar sprengjan sprakk. Þá fómst tíu í sprengjutilræði í gærmorgun í úthverfi Jóhannesarborgar og í gær- kvöldi létust tveir þegar sprengju var varpað á veitingahús í Pretoríu. Sjónarvottur sagöi að hvítur maður hefði varpað þeirri sprengju úr bíl á fleygiferð. „Manni skilst að sú tegund af pólit- isku ofbeldi sem felst í þessum sprengjuárásunm sé nýmæli hér,“ segir Björn. Hreinirsmámunir Lögreglan í Suður-Afríku sagði að maður sem hefði sagst vera á vegum Frelsishreyfingar Búa, öfgasamtaka hvítra hægrimanna, hefði lýst ábyrgð á sprengjunni í gærmorgun á hendur sér. „Hann sagði að sprengingin væri smámunir samanborið við það sem á eftir mundi fylgja,“ sagði Evan Johnson yfirlögregluþjónn í samtali við blaðið Citizen. Fyrsti kosningadagurinn er sér- staklega tekinn frá fyrir menn úr öryggissveitum landsins, sjúklinga, blinda, fatlaða og Suður-Afríkumenn sem búa erlendis. Fyrsta manneskj- an til að greiða atkvæði í kosningun- um var Nomaza Paintin, bróðurdótt- ir Nelsons Mandela, leiðtoga Afríska þjóðarráðsins, en hún býr í Welling- ton á Nýja-Sjálandi. í sjöunda himni „Ég er frá mér numin, himinlif- andi. Ég er í sjöunda himni,“ sagði Nomaza Painkin sem var með höfuð- fat í litum Afríska þjóðarráðsins. Ein fyrsta manneskjan til að greiöa atkvæði í Suður-Afríku sjálfri var áttræð kona, Doris Sesing, elsti vist- maðurinn á efliheimih í blökku- mannahverfmu Alexandra í Jóhann- esarborg. „Ég hef aldrei kosið áður. Það er gott að vita að við getum núna sagt það sem okkur langar til að segja," sagði Sesing sem vann sem heimihs- hjálp frá 21 árs aldri þar tfl fyrir nokkrum árum þegar hún settist í helgan stein. Klukkan eina mínútu fyrir mið- nætti verður þjóðfáni landsins dreg- inn niður í síðasta sinn. Á miðnætti tekur ný bráðabirgðastjómarskrá gildi sem veitir blökkumönnum jafn- an rétt til stjómmálaþátttöku og nýi fáninn verður dreginn að hún mín- útu síðar. Rúmlega tuttugu milljónir manna eru á kjörskrá og munu flestir þeirra ganga að kjörborðinu á morgun. Reuter Serbar brenna hús og skemma tæki og vélar í verksmiðjum Borgarstjóri Gorazde, Ismet Briga, segir að Bosníu-Serbar reyni að valda sem mestri eyðileggingu áður en þeir fara.frá Gorazde með því að brenna og skemma hús og ýmsar aðrar byggingar á leið sinni úr bæn- um. „Vandamálið er að hermenn Serba eru enn innan við þriggja km radíus frá bænum. Þeir brenna allt sem minnir á að bærinn hafi verið byggð- ur og skemma m.a. tæki og vélar í verksmiðjum," sagði Briga í símavið- tah í gær. Einn af yfirmönnum SÞ í fyrrum Júgóslaviu, Sergio Vieiera de Mollo, hefur skýrt frá þvi að Serbar hafi brotið vopnahléð aðaflega með því að nota minni vopn en hann treysti sér ekki til að segja hverjir hefðu byrjað að skjóta. Fresturinn sem NATO gaf Serbum til að koma sér í 20 km radius frá - áðurenþeirhaldaábrottfráGorazde Þessi litla stúlka, sem er níu ára gömul, var ein a< þeim fyrstu sem voru flutt burt frá bænum Gorazde. Simamynd Reuter Gorazde rennur út á morgun, mið- vikudag. Flutningur á særðum og slösuðum frá Gorazde stendur enn yfir og breskar og franskar þyrlur á vegum Sameinuðu þjóðanna flugu með 79 alvarlega særða íbúa frá bænum í gær. Tala þeirra sem hafa verið flutt- ir á brott er þá komin í 165 en farið verður með flesta sjúkhngana til ítal- íu, Danmerkur og Finnlands þar sem þeir munu komast undir læknis- hendur. Fyrstu matarlestirnar komu til Gorazde á sunnudag og enn er verið að flytja mat til fólksins. Hjálpar- maður frá SÞ skýrði frá því að matar- lest, sem var á leið til Gorazde, hefði verið stöðvuð af Bosníu-Serbum á landamærum Serbíu í gær. Matar- lestin, sem var með hundrað tonn af matvælum, þurfti aö snúa aftur tfl Belgrad. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.