Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Blaðsíða 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994
Flosi Ólafsson.
Orðinn úr-
kula vonar
umað
draumur-
inn rætist
„Ég hef raunar alla ævina átt
mér þann draum heitastan að
þurfa ekki að hafa neitt fyrir-
stafni en satt best að segja er ég
orðinn úrkula vonar um að sá
draumur ætii nokkurn tímann
aö rætast," segir Flosi Giafsson í
DV.
Útúrmenntaðir
fræðingar skelfa fólk
„Það hagfræðiundur sem hæst
ber um þessar mundir er sjávar-
útvegsstefna síðustu ára. Útúr-
menntaðir fræðingar hafa riðið
húsum allt frá Grímsey í norðri,
vestur um og allt suður á Austur-
land og skelft fólk og hrakið frá
heimabyggðum sínum,“ segir
Sigurður Guðmundsson, formað-
ur Félags smábátaeiganda, í
Morgunblaðinu.
Ummæli
Maður verður að vita
hvað maður vill
„Það getur verið niðurdrepandi
að fara kannski í tugi viðtala og
fá ekki neitt. Það eru ekki allir
sem þola það. Þess vegna er
grundvallaratriðið að vita hvað
maður vill, áður en farið er út í
fyrirsætustörf, því manni veitir
ekkert af öllum þeim viljastyrk
sem maður hefur yfir aö ráða,“
segir Thelma Guðmundsdóttir
fyrirsæta í DV.
öskraði sig hása
„Það var í fyrsta skipti í vetur
sem ég öskraði mig hása og lét
athuga í mér hálsinn en þaö var
bara smávegis flensa. Ég get al-
veg öskarð úr mér líftóruna án
þess að finna fyrir því,“ segir Sig-
ríður Guðlaugsdóttir, stuðnings-
kona Grindavikurliðsins í körfu-
bolta, í DV.
Hávær ást
„í stigagangi einum í íslensku
fjölbýlishúsi ríkir um þessar
mimdir lævi blandið andrúms-
loft. Orsökina má rekja til þess
að par í einni íbúðinni er svo
ástríðufullt að nágrönnunum
þykir meira en nóg um. Að
minnsta kosti þrisvar á dag at-
hafnar umrætt par sig í íbúð sinni
með svo háværum hljóðum að
fólkið í kring hefur hið mesta
ónæði af,“ skrifar Guðrún Guð-
laugsdóttir í greinaflokknum
Þjóðlífsþankar í Morgunblaðinu.
Gæti verið gullnáma
„Fólk hefur áhyggjur af sínum
eignum enda mikill taprekstur á
bankanum. En þetta er þungur
róður því meðal eiganda eru
öflugar blokkir. Væri bankinn
hins vegar skynsamlega rekinn
gæti hann verið gullnáma,“ segir
Pétur Blöndal í DV.
Smáskúrir sunnanlands
Um landið vestanvert verður norð-
austanstinningskaldi eða allhvasst
og éljagangur norðan til en dálítil
Veðriðídag
slydduél eða smáskúrir sunnan til.
Austan til verður norðaustankaldi
eða stinningskaldi og víða slydda eða
snjókoma fram eftir morgni. Síðan
verður norðaustankaldi og skúrir
eða slydduél norðaustanlands. Suð-
austan til verður norðaustangola eða
kaldi og úrkomulítið upp úr hádegi.
Hiti verður svipaður áfram. Á höfuð-
borgarsvæðinu verður norðaustan-
kaldi eða stinningskaldi. Smáskúrir
eða dálítil slydduél.
Sólarlag í Reykjavík: 21.35.
Sólarupprás á morgun: 5.14.
Síðdegisflóð í Reykjavík 18.53.
Árdegisflóð á morgun: 07.14.
Veðrið kl. 6 í morgun:
Akureyri snjóél -2
Galtarviti snjókoma -3
Kefla vikurflugvöllur skýjað 1
Kirkjubæjarklaustur skýjað 3
Raufarhöfn snjókoma -1
Reykjavík snjókoma 1
Vestmannaeyjar úrkoma 2
Bergen skýjað 8
Helsinki alskýjað 9
Kaupmannahöfn þokumóða 8
Ósló skýjað 9
Stokkhólmur rigning 7
Þórshöfn alskýjað 6
Amsterdam rigning 10
Barcelona skýjað 14
Berlín þokumóða 11
Chicago skmggur 19
Feneyjar þokumóða 11
Frankfurt þokumóða 9
Glasgow hálfskýjað 8
Hamborg léttskýjað 8
London skýjað 12
LosAngeles léttskýjað 12
Lúxemborg skýjað 4
Madríd léttskýjað 6
Malaga léttskýjaö 11
MaUorca skýjað 8
Montreal skúr 7
New York skýjað 8
Nuuk snjókoma -2
Oriando heiðskírt 21
París rigning 11
Róm skýjað 14
Valencía léttskýjað 11
Vín skýjað 16
Washington heiðskirt 18
Winnipeg léttskýjað 0
Haukar-Víkingur
Eftir leik Hauka og Víkings í
handbolta, sem háður verður í
kvöld, verður ljóst hvort þessara
Hða leikur um íslandsmeistara-
titilinn í ár en bæði hðin hafa
unnið sinn leikinn hvort. Haukar
unnu sinn á sínum heimavelli á
Íþróttiríkvöld
Strandgötunni í Hafnarfirði og
Víkingm- sinn í Vikinni. Það hef-
ur komið í Ijós að heimavöllurinn
hefur mikið að segja i hinni hörðu
úrslitakeppni og deildarmeistar-
ar Hauka hafa þar vinningimi í
kvöld.
Skák
PCA - samtök Kasparovs og Shorts -
stóðu fyrir miklu atskákmóti í Moskvu
sem lauk um helgina. Sigurvegari varð
Indverjinn Viswanathan Anand sem
vann Rússann Vladimir Kramnik í úr-
slitaeinvígi.
Teflt vai- í sjálfri Kreml. Viktor
Kortsnoj tefldi í fyrsta skipti í Rússlandi
síðan Sovétríkin liðu undir lok. Hann
hafði aldrei fyrr komið til Kremlar. „Mér
liður eins og ég sé aö stinga höfðinu í gin
ljónsins,” sagði hann.
Hér er staða frá mótinu. Anand hafði
svart og átti leik gegn Ivantsjúk sem drap
síðast biskup á c4 og vonast nú til þess
að drottning, riddari og peð gefi honum
mótvægi gegn drottningu og hrók svarts.
Hvað leikur Anand?
Ásmundur Pálsson, í;
"i í bridge
„Ég hef líkast til byijað keppni í
bridge i kringum 1960, en var búinn
að spila lengi áður, og hef meira
og minna tekið þátt í keppnum síð-
an“ segir Ásmundur Pálsson sem á
nýafstöðnu íslandsbankamóti i tvi-
menningi varð íslandsmeistari
ásamt Karli Sigurhjartarsyni, en
Ásmundur er einn sigursælasti
bridgemaður Islendinga frá upp-
hafi og er meistaratitill hans i tví-
menningi sá áttundi í röðinni og
Maðux dagsins
hefur enginn annar orðið jafn oft
íslandsmeistari í þessari grein.
Auk þess hefur Ásmundur verið
níu sinnum íslandsmeistari í
sveitakeppni og margoft keppt fyrir
íslandshönd á erlendum vettvangi.
Ásmundur sagði að hann og Karl
hefðu ekkert undirbúið sig sérstak-
lega fyrir þetta mót: „Viö höfum
ekki spilaö mikið saman að undan-
Asmunaur eaisson.
förnu en á árum áður spiluðum við
mikið saman bæði í tvimenningi
og í sveitakeppni. „Við bara lásum
okkar kerfi og mættum síðan í
mótiö.“
Ásmundur, sem hefur starfað í
tæp þrjátíu ár hjá Skeljungi hf.,
sagði aöspurður að bridge hefði
ávallt verið sitt aðaláhugamál og
hefði hann haft lítinn tíma til að
sinna öðrum áhugamálum. En
hvaö finnst honum um getu Islend-
inga í bridge í dag? „Framfarimar
hafa orðið miklar síðan ég byrjaði
keppni og áhugi unga fólksins hef-
ur aukist til muna. Þá er einnig
æft mun meira en áður, en bridge
var og verður mjög tímafrekt
áhugamál ef fólk ætlar sér að
stunda keppni. Hjá mér tók það
mun meiri tíma þegar ég var yngri.
Þá var maður að reyna aö breyta
og brydda upp á einhverju nýju,
nú orðið fórna ég ekki miklum tima
i spiliö."
Um hvað nú tæki við sagði Ás-
mundur að hann væri alveg hættur
að vera með framtíöarplön, það
yrði bara að koma í ljós hvert fram-
haldið yrði. Eins og staöan er nú
er engin keppni framundan: „En
ég held áfram að spila meðan ég
hef gaman af.“ -HK
8
7
6
5
4
3
2
1
28. - Da7! 29. Dxa7 Hxa7 Biskupinn á C4
hlýtur nú að falla og eftir drottninga-
kaupin á svartur „tekmskt” unnið tafl.
30. Hel Hxc4 31. Rd6 Hc2 32. Rf5 Ha8 33.
a3 Hc3 og hvítiu- gafst upp.
Bridge
I
W/ 11
1
AWa
A A 11
S
ABCDEFGH
Úrslitin í íslandsbankamótinu í tví-
menning voru dramatísk í meira lagi.
Ásmundur Pálsson og Karl Sigurhjartar-
son voru búnir að vera í forystu allan
síðari hluta mótsins og höfðu nokkra for-
ystu fram yfir næstu pör áður en lokaum-
ferðin hófst og því góðar líkur á að þeir
næðu titlinum. En úthtið var ekki bjart
eftir fyrsta spihð í síðustu lotunni hjá
Ásmundi og Karli því mistök í spilinu
kostuðu þá fjölmörg stig. Andstæðingar
þeirra í síðustu umferð voru Bjöm Theó-
dórsson og Kristján Blöndal. Sagnir
gengu þannig, norður gjafari og enginn
á hættu:
♦ K32
V D63
♦ 1074
+ ÁK86
* G1065
V Á104
♦ K853
+ 52
♦ Á4
V K9
♦ ÁD92
+ G10974
Norður Austur Suður Vestur
Bjöm Ásmund- Kristján Karl
ur
1+ Pass 3 G p/h
Karl valdi að spila út hjartaflmmunni og
Kristján setti htið úr blindum og drap tiu
Ásmundar á kóng. Hann renndi síöan
niður fimm laufaslögum og henti tígul-
fjarkanum í blindum. Karl henti einu
hjarta í laufm. Kristján ákvað síðan að
staðsetja hjartaásinn hjá Karh og spilaði
þjartaníunni. Karl setti htið spii, drottn-
ing úr blindum og Ásmundur drap á ás-
inn. Ásmundur spilaði eðlilega hjarta til
baka og Karl tók af slysni vitlausan gosa
af hendinni, þ.e.a.s. tígulgosann. Hann
var spuröur að því hvort hann ætti ekki
til hjarta og þá vom htarsvikin leiðrétt.
Karl lét hjartagosann þess í stað, en varð,
samkvæmt lögum sem gilda um refsispil,
að spila tígulgosanum næst. Kristján
henti tígultíunni úr blindum og átti slag-
inn á tíguldrottningu. Hann tók síðan
ÁK í spaða og svínaði síðan tíguiníunni
til þess að fá ellefta slaginn sem gaf mjög
góða skor. Mistökin komu ekki að sök
þegar upp var staðið, Ásmundur og Karl
enduðu með 184 stig og næsta par með
183 stig.
^ JJMtW
V G8752
♦ G6