Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 Spumingin Borðarðu mikið sælgæti? Vilborg Daviðsdóttir: Nei, ekki nema þegar það er videokvöld hjá fjöl- skyldunni. Erla Ósk Arnardóttir: Nei, ég borða bara nammi. Sigurlaug Kristjánsdóttir: Já, ég belgj mig út af sælgæti á hveijum einasta degi. Kjartan Þórðarson: Já, ég borða mik- ið nammi. Anna María Jónsdóttir: Já, en þó ekki á hveijum degi. Valgerður Arnardóttir: Já, á hverj- um degi. Ég er algjör nammigrís. Lesendur Sigrún Magnúsdóttir efsti maður R-listans: Hef ur ekki áttað sig á nútímanum Ólafur Pálsson skrifar: Efsti maður á sameiginiegum lista Framsóknarflokksins, Alþýðu- bandalagsins, Alþýðuflokksins og Kvennalistans í Reykjavík, Sigrún Magnúsdóttir, er búin að gefa okkur Reykvíkingum dáhtla innsýn í þær fomaldarlegu stjómunaraðferðir sem við megum vænta af hennar hálfú ef hsti hennar fær meirihluta. Sigrún hneykslast yfir því að Inga Jóna Þórðardóttir viðskiptafræðing- ur hafi ekki skilaö þykkri skýrslu um ráðgjafarstörf sín fyrir Reykja- víkurborg árið 1992. Sigrún hefur augljóslega gamaldags hugmyndir um ráögjafarstörf. Hana dreymir um ráðgjafa sem vinna 1 kyrrþey og skrifa síðan doðranta sem fæstir nenna að lesa. Sigrún hefur ekki áttað sig á nútím- anum. Rekstrar- og stjómunarráð- gjafar vinna náið með stjómendum, afla gagna og gera tfllögur um úrbæt- ur. Þessi vinna fer fram í hinu raun- verulega stjómunarumhverfi þar „Vandlæting Sigrúnar Magnúsdóttur er dæmigert pólitiskt nöldur þar sem reynt er að sá fræjum tortryggninn- sem hugmyndir em þróaðar og próf- aðar jafnóðum. Sumt gengur eftir á meðan öðru er hafnað. Markús Öm Antonsson, fyrrver- andi borgarstjóri, sýndi okkur Reyk- víkingum þá kurteisi að kaupa ráð- gjöf Ingu Jónu Þórðardóttur til að hagræða í rekstri borgarinnar og spara þannig skattfé. Þetta var fagleg vinna og ljóst af yfirhti Markúsar um störf Ingu Jónu að ráðgjöf hennar hefur skilað miklum árangri. Störf Ingu Jónu höfðu ekkert með vem hennar á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins aö gera enda fór hún í framboð löngu eftir að störfum hennar lauk í þágu borgarinnar. Vandlæting Sigrúnar Magnúsdótt- ur er dæmigert póhtískt nöldur þar sem reynt er að sá fræjum tortryggn- innar. En Sigrún gerði okkur Reyk- víkingum greiða í leiðinni. Hún af- hjúpaði forneskjulegar hugmyndir sínar um stjómunaraðferðir. Höfum það í huga að Sigrún er efsti maður á hsta stjómmálaafla sem vilja taka að sér stjóm borgarinnar. Hávaði á handboltaleikjum Kristján skrifar: Eitt skyggir á annars stórskemmti- lega úrshtakeppni íslandsmótsins í handknattleik sem nú stendur yfir. Þaö em þessar trommar sem stuðn- ingsmenn ahra hðanna virðast vera komnir með. Hávaðinn frá þeim er slíkur að hann ætlar aha að æra. Ég er búinn að fara á tvo leiki í þessari úrshtakeppni en ætla ekki að fara á fleiri. Hér efhr ætla ég að láta mér nægja aö fylgjast með átök- unum í beinum sjónvarpsútsending- um. Mér þykir vitaskuld leitt aö geta ekki horft á uppáhaldshðið mitt etja kappi við andstæðingana en ég tek heym mína einfaldlega fram yfir það. Hávaðinn á þessum tveimur leikj- um sem ég fór á var shkur að ég er sannfæröur um að hann getur valdið stórskaða á heym fólks. Ég tel að ástandið sé raunar orðið svo slæmt að grípa þurfi í taumana. Annað hvort verða samtök 1. deildar hð- anna að komast að samkomulagi í þessu máli eða þá að Handknattleiks- samband íslands setji hreinlega ein- hveijar skýrar og afmarkaðar reglur í þessu máli. T.d. að stuðningsmenn hvors hðs megi ekki nota meira en þijár trommur. Sjálfsagt kann einhveijum að finnast hart að banna eða takmarka trommuslátt á kappleikjum en sá hinn sami ætti aö prófa að vera í troð- fullu íþróttahúsi þar sem ekki heyr- ist mannsins mál fyrir þessum „tól- um“. Það er líka umhugsunarvert að hávaðinn er hvorugu hðinu til góðs og af hverju þá að vera með þennan trommuslátt? Er ekki kominn tími til að við forum aftur að nota gömlu góðu raddböndin? „Mér verður líka á að spyrja hvers konar mannskapur það sé sem Glitnir hf. og Islandsbanki einkum lána.“ íslandsbanki og Glitnir Gunnar Gunnarsson skrifar: Eins og alkunna er hefur rekstur íslandsbanka hf. gengið heldur skrykkjótt. Þegar útkoma ársins 1992 Hringið í síma milli kl. 14 og 16 -eóaskrifið Nafn og símanr. veróur aÓ fylg|a bréfum lá fyrir komu einhveijir með þá skýr- ingu að bankastjórar væru þar of margir og var raunar enginn vafi á því. íslandsbankamenn brugðu þá á það ráð að breyta starfsheiti nokk- urra bankastjóranna og kaha þá framkvæmdastjóra! Ekki voru þeir þó lækkaðir í launum og sínum veg- legu bifreiðum (í eigu bankans) óku þeir sem ekkert hefði ískorist. Nú hefur komið í Ijós að ekki batn- ar útkoman enn hjá íslandsbanka. En þrátt fyrir 600-700 mihjóna króna tap á síöasta ári segjast þeir hjá bank- anum ætla að greiða hluthöfum arð. Sömu sögu er að segja um eitt af dótturfyrirtækjum íslandsbanka, eignaleiguna Ghtni hf. Þrátt fyrir samdrátt í tekjum og rúmlega 19,5 mihjóna króna tap kveðst Ragnar Önundarson framkvæmdastjóri ætla að greiða 10% arð af hlutafé fyrir- tækisins. Það er spuming hvort þetta sé ekki brandari ársins. Mér verður líka á að spyija hvers konar mannskapur það sé sem Ghtnir hf. og íslands- banki einkum lána.' Sigurður P. skrifar: :g var að lesa í DV að kaup- menn hefðu sparað um 300 miftj- ónir króna með því að hafa spymt við fótum þegar skeha átti debetkortum á þjóðina. Það er auövitað gott og blessað og sýnir kannski betur en margt annað hvað hægt er að gera þegar menn standa saman og gefa sig hvergi. Þó að vitað væri að debetkortin hæfu innreið sína fyrr en seinna var orðiö löngu tímabært að taka ekki aht sem sjálfsagðan hlut þegar bankamir era annars veg- ar. Það er reyndar með ólíkindum hvað þeir hafa komist upp með í gegnum árin og nýjasta dæmið um það em svoköhuðu útskrift- argjöld. Þau er nákvæmlega þau sömu hjá öllum bönkum en samt segja þeir að ekkert samráð sé þama á mihi. Bágt á ég þó með að trú því. Gottfyrirkomu- lagveðurfrétta Tómas hringdi: Aht annað er nú að horfa á veð- urfréttimar í Ríkissjónvarpinu eftir aö forráöamenn þess féhu frá þeim breytingum sem gerðar höfðu verið á uppsetningu þeirra. Það er greinilegt aö veðurfræö- ingar era mun afslappaðri eflir þessa nýjustu breytingu og von- andi er hún komin th að vera. Það var reyndar mesta fúrða aö veðurfréttiraar, þar sem veður- fræðingamir sáu ekki koröð og vom aö benda út og suöur, skyldi fá að vera í þvi formi jafh lengi og raun bar vitni. Aöalatriðið með veðurfregnir er að þær komist til skila enda geta þær skipt sköpum fyrir marga. Aht tal um að „poppa“ þær upp er út í bláinn og á ekk- ert skylt við raunveruleikann. Mín vegna mega þær vera leiöin- legar svo framarlega sem þær era áreiðanlegar og settar fram skil- merkilega. HemmaGunn líkanæstavetur Jóhanna, Dóra og Sigga hringdu: Við vfijum lýsa yfir ánægju okkur með þættina Á tali hjá Hemm Gunn, ba>ði f veturog eins á undanfomum árum. Við viljum líka mótmæla þeirra gagnrýni sem hefur komið fram á þáttinn aö undanfömu. Að okkar mati er þetta besta skemmtiefhi sem Sjónvarpiö hefur boðiö upp á á undanfómum árum. Við skorum á Hemma Gunn að halda áfram næsta vetur enda er þetta eitt af því fáa í dagskrá Sjón- varpsins sera horfandi er á. Frábærirungling- arímiðbænum K.L. hringdi: Ég átti nýveriö leið um miöbæ- inn seint á laugardagskvöldi og það sem kom mér mest á óvart var hvað unglingarair, sera þar höföu safnast saman, vora prúð- ir. Ég hef séð í fréttum aö borið hafi á ölvun ungmenna í miðbæn- um en þegar ég átti leið þar um varð ég ekki var við neina útúr- drakkna unglinga. Ég held aö það sé blásið alltof mikið upp þótt einn og einn kunni að vera til vandræða. Ég er sannfærð um að unglingarnir eru frábærir. Stuttur opnunartimi Óli hringdi: Ég er mjög óhress með opnun- artímann á skíðastöðum höfuð- borgarbúa. Um helgar er lyftun- um iðulega lokað á bilinu 17-18. Af hveiju er ekki hægt aö hafa opið fram á kvöld?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.