Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 Fréttir Pétur Blöndal eftir að hann flaug inn í bankaráð íslandsbanka: Fyrsta verk að vinna skipu- rit um markmið bankans tillaga hans um að þóknun til bankaráðs verði háð aíkomu var felld Pétur H. Blöndal stærðfræðingur hlaut glimrandi kosningu í bankaráð íslandsbanka á löngum og ströngum aðalfundi bankans fyrir troöfullu Borgarleikhúsi í gærkvöld. Pétur hlaut næstflest atkvæði á eftir Kristj- áni Ragnarssyni, formanni banka- ráðs. Orri Vigfússon náði ekki kjöri í bankaráðið, var rétt á eftir Sveini Valfells sem naumlega hélt sæti sínu. Orri hlaut flest atkvæði í fyrra. Atkvæði í bankaráð skiptust eftir hlutafjáreign hluthafa íslandsbanka, sem alls er um 3,8 milljarðar. Hlut- hafar um 88% hlutafjár, eða fyrir um 3,3 milljarða, greiddu atkvæði. Kristján Ragnarsson hlaut 15,9% at- kvæða en Kristján hafnaði í 6. sæti í kjöri til bankaráös í fyrra. Næstur kom Pétur Blöndal með 13,34% at- kvæða, þá Magnús Geirsson meö 12,9%, Örn Friðriksson með 12,64%, Guðmundur H. Garðarsson með 12,03%, Einar Sveinsson með 11,92% og Sveinn Valfells með 10,68% at- kvæða. Síðan kom Orri Vigfússon með 10,58% atkvæða og vantaði at- kvæði hluthafa fyrir rúmum 3 millj- ónum króna. Kom á óvart Skömmu eftir að úrshtin lágu fyrir í gærkvöld sagði Pétur Blöndal í sam- tali við DV að niðurstaðan kæmi sér sannarlega á óvart. „Ég hóf ekki baráttu fyrr en 10 dögum fyrir aðalfund. Það var meira fyrir tilviljun því einn aðili hafði samband viö mig og spurði hvort ég vildi ekki hindra að bankaráðið yrði sjálfkjörið. Síðan birti ég þessa aug- lýsingu sem vakti mikla athygli. Fólk kom umvörpum heim til mín, senni- lega um 150 manns, og margir sendu umboð sitt á faxi. Fyrir aðalfundinn var ég kominn með umboð 260 hlut- hafa. Þegar leið á daginn fór mig að gruna í hvaö stefndi. Niðurstaðan táknar að menn vilja breytingar á stjóm bankans. Það er skiljaniegt í ljósi þessa mikla taps sem orðið hefur á rekstrinum. Mitt fyrsta verk verð- ur að vinna skipurit um markmið bankans með hagsmuni hluthafa að leiöarljósi,“ sagði Pétur. Segja má að Pétur hafi strax tekiö til hendinni því að hann kom fram með breytingartillögu á aðalfundin- um við þá tillögu bankaráðs að greiða .sjálfu sér 46 þúsund króna þóknun á mánuði til hvers bankar- áðsmanns og 92 þúsund á mánuöi til formanns ráðsins. Tillaga Péturs um að hafa þóknunina háða afkomu bankans var felld með atkvæðum mikils meirihluta fundarmanna. Harður heimur viðskiptanna Um þá niðurstöðu sagði Pétur við DV að menn væru greinilega ekki komnir á þá skoðun að bankaráð eigi að standa og falla meö hagnaðinum. „En ég er viss um að það kemur,“ sagði Pétur. Orri Vigfússon sagðist viö DV að loknum aðalfundi ekki vera svekkt- ur yfir niðurstöðunni. „Svona á þetta að vera. Þetta er hinn harði heimur viðskiptanna. Það kemur maöur í manns stað og ég veit að Pétur Blöndal á eftir að standa sig mjög vel í bankaráðinu. Seta mín í ráðinu var ekki löng. Ég hlaut mjög glæsilega kosningu seinast og margir hafa stutt mig núna sem sýnir sig í jafnri dreifingu atkvæða. Eflaust hafa einhveijir verið óánægðir með mín störf í ráðinu en ég get ekki ver- ið svekktur með niðurstöðuna," sagði Orri. -bjb Sala SR-mjöls: Málflutn- ■ ■ mgi lauk í gær Munnlegum málflutningi vegna málsins sem Haraldur Haraldsson í Andara höfðar út af sölu ríkisins á SR mjöli lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Málið hefur fengiö flýömeðferð i Héraðsdómi Reykjavíkur og er búist við að dómur falli eftir 3 vikur. Sigurður Georgsson, lögmaður Haralds í Andra, gagnrýndi mjög harðlega alla þætti sölunnar og hvemig að henni var staðið. Hann lagði mikla áherslu á að sýna fram á eignatengsl þeirra manna sem keyptu SR mjöl sem og þá valdasamþjöppun sem þar komi fram. Hann gagnrýndi lika harðlega hvemig komið var fram við skjólstæðing hans, Harald Haraldsson 1 Andra, og þá sem meö honum gerðu hærra tilboð í SR mjöl en þeir sem fengu fyrir- tækið. Lögmenn þeirra aðila sem stefht var í málinu lögðu aftur á móti áherslu á aö löglega og eöli- lega hefði verið staðið að sölu fyrirtækisins. -S.dór Þetta verkfæri fékk Björn upp í sig þannig að 13 tennur brotnuðu í munni hans. Einn af þeim sem áttu þátt í árásinni á Björn og félaga fékk 6 mánaða skilorðsbundinn dóm i desember síðastliðnum. DV-mynd GVA Árásarmálið um helgina: Voru á skilorði og eiga langan sakaferil - einn þeirra nýlega átt þátt að grófri likamsárás Rannsóknarlögregla ríkisins vinn- ur nú að rannsókn árásarmálsins í miðbænum þar sem þrír piltar brutu þrettán tennur í ungum manni með meitli, handleggsbrutu annan og rif- beinsbrutu þann þriðja. í viðtali við DV í gær sagði Bjöm Sveinlaugsson, nemi í Iönskólanum, sem varð fyrir því að vera sleginn með meitli í andlitiö, að hann hefði haft einn piltanna undir þegar ein- hver hljóp að honum með meitil í hendinni og sló honum í andlit hans þannig að 13 tennur brotnuðu. Einn- ig voru trékylfur og hnúajám notuð í árásinni. Eins og greint var frá í DV í gær hafa tveir þeirra verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en þeir em á 17. ald- ursári en sá þriðji, sem einungis er 15 ára, var vistaður á Unglingaheim- ili ríkisins. Sá piltur átti þátt í árás á mann í Breiöholti fyrir nokkmm. Samkvæmt upplýsingum DV hafa hinir tveir, sem úrskurðaðir vora í gæsluvaröhald, margoft komið við sögu lögreglu í afbrotamálum á sein- ustu árum. Meðal annars var annar þeirra í hópi unglinga sem lögðu sumarbústaöi við Meðalfellsvatn í rúst fyrir tveimur árum og hlaut hann fyrir það 6 mánaða dóm skil- orðsbundið til tveggja ára. Eftir það hefur hann margoft veriö tekinn af lögreglu fyrir innbrot og þjófnaði. Má reyndar geta þess að í mars var þingfest mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur honum vegna þjóftiaðarákæra. Hinn pilturinn hef- urhlotiðdómfyrirsvipuðafbrot. -pp Stuttar fréttir Oiíuleit fyrir austan Bandarískt risafyrirtæki ætlar að leita að oliu víða á færeyska landgranninu, meðal annars ná- lægt miðlínu milli íslands og Færeyja. RÚV greindi frá þessu. Nornir í Hrisey Framboöslisti kvenna í Hrísey i komandi sveitarstjómarkosn- ingum ber nafnið Nomalistinn. Samkvæmt RÚV hefur ekkert mótframboð komið fram. ' Farþegum með sérleyfisbílum fækkaði um 7% milli áranna 1992 og 1993. Alls 445 þúsund manns óku meö sérleyflsbílum á síðasta ári. Tíminn greindi frá þessu. Nóttum spáð veigengni Breskir og írskir veðbankar spá íslenska laginu Nætur 3. til 4. sæti í Evrópsku sönglagakeppn- inni sem fram fer í Ðublin á laug- ardaginn. Norska dagblaðið Verdens gang spáir laginu l. tíl 3. sæti í keppninni. MættmeðÞorsteini Háskólanefnd Háskólans á Ak- ureyri mælir meö þvi að Þor- steinn Gunnarsson uppeldis- fræðingur verði næsti rektor skólans. Fanney Kristmunds- dóttir sótti um stöðuna á móti ÞorsteinL RÚV greindi frá þessu. Samræmd próf í Dublin Sjö liðsmenn drengjalandsliðs- ins í fótbolta tóku samræmd próf á hóteli í Dublin í gærmorgun. Liðið tekur nú þátt í 16 Uða úr- slitakeppni í Evrópumóti drengjalandsliða. Mbl. skýrði frá þessu. Mýraráundanhaidi Rannsóknir benda til að lítið sé eftir af óröskuðum raýrum á lág- lendi. RÚV segir sð spilling vot- lendis hafi slæm áhrif á fuglalif. Lokar Bónus versiun? Líkur era taldar á að Bónus loki verslun sinni á Akureyri. Stöð tvö skýrði frá þessu. Bókhiadan umskirð Menntamálanefnd Alþingis vill að söfnin í Þjóðarbókhlöðunni heiti Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn. Mbl. skýrði frá þessu. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.