Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 Fréttir Mikil fundahöld 1 gær með sjávarútvegsnefnd á Alþingi: Stéttarfélög vilja breytingar „Við óttumst að nokkur atriði í frumvarpinu, sem augljóslega kalla á óhagræðingu hjá útgerðinni, verði til þess að minnka enn vinnu land- verkafólks. Við óttumst að þessi atr- iði verði til þess að enn meira af fiski verði flutt út í gámum og að sjófryst- ing aukist frá því sem nú er,“ sagði Jón Karlsson, varaformaður Verka- típannasambandsins, í samtali við DV í gær. Þeir Jón og Björn Grétar Sveins- son, formaður VMSÍ, áttu í gærmorg- un fund með sjávarútvegsnefnd Al- þingis og síðdegis hittu þeir Matthías Bjamason, formann sjávarútvegs- nefndar. Þeir félagar sögðust ekki vonlausir um að fá fram einhverjar breytingar á frumvarpinu. Pétur Sigurðsson, formaður Al- þýðusambands Vestfjarða, sagði að það væru nokkur atriði sem verka- lýðshreyfingin gæti ekki sætt sig við. „Það gengur ekki að mega ekki færa af skipi nema 50 prósent af afla- heimildum þess jafnvel þótt hag- kvæmast sé fyrir alla aðila að flytja allan kvótann yfir á annað skip. Einnig að ef útgerðarmaður færir 100 tonn, svo að einhver tala sé nefnd, af einu skipi yfir á annað og ef það skip sem flutt er á bilar þá má ekki flytja kvótann til baka. Hann er fast- ur hjá bilaða skipinu. Þannig munu þeir sem eiga frystitogara ekki láta dagróðrabáta veiða neitt af kvóta sín- um, enda þótt það geti verið hag- kvæmara, af ótta við að kvótinn brenni inni hjá þeim báti,“ sagði Pét- ur. Hann sagði að menn væru einnig sammála um að tonn á móti tonni viðskiptin gengju ekki eins og þau eru útfærð. Þau kæmu alltaf niður á sjómönnunum. Það er því nokkuð ljóst að verka- lýðshreyfingin og ýmsir útgerðar- menn telja sig eiga samleið með að ná fram breytingum á sjávarútvegs- frumvarpinu. -S.dór Aöalfundur íslandsbanka: Fjögur prósent arður Aðalfundur íslandsbanka í Borg- arleikhúsinu samþykkti með öllum atkvæðum viðstaddra hluthafa nema tveggja þá tillögu bankaráðs að greiða hluthöfum 4% arð. Þá var ársreikningur bankans samþykktur samhljóða en hann sýnir tap upp á 654 milljónir króna á síðasta ári. Pétur Blöndal kvaddi sér hljóðs í umræðu um ársreikninginn og fór ófögrum orðum um stjórnun íslands- banka og sagði að reka ætti karlinn í brúnni ef hann fiskaði ekki. Pétur lagði áherslu á að aðeins einn banka- stjóri ætti að vera við völd hverju sinni sem tæki alla ábyrgð. -bjb ‘Smáauglýsingar £ Spákonur Spái í spil og bolla, ræö drauma, alla daga vikunnar, fortíð, nútíó og framtíó. Gef góð ráó. Tímapantanir í síma 91-13732. Stella. ® Dulspeki - heilun Nýir tímar. Lumar þú á efni sem á ttkeima í vönduóu tímariti um andleg málefni t.d. reynslusögum. Nýir tímar, tímarit um andleg málefni. S. 813595. Tilboö. Tegund: 100, litur: svart leður, stæró: 36-41. Veró kr. 2.995. Skóverslun Þórðar, Kirkjustræti 8, sími 91-14181, Ecco, Laugavegi 41, sími 91-13570. Hitaveitur, vatnsveitur. Þýskir rennslis- mælar fyrir heitt og kalt vatn. Boltís s/f, símar 91-671130, 91-667418 og 985-36270. S Bilartilsölu i, turbo, intercooler, ca 6 sek. í 100 km, raf-drif- in öryggisbelti. Mjög góðar græjur með CD-spilara o.fl. o.fl. Gangveró ca 1.700 þús., fæst á 1.400 þús. ef samið er strax. ath. skipti. Uppl. í síma 91-76923 eóa símboóa 984-53333. gerð 1990, ekinn 70.000 km. Góóur bfll í góðu lagi. Upplýsingar í síma 91-641403 eða 91-686815 eftir kl. 19. Lancer 4x4, árg. ‘90. MMC Lancer, árg. 1990, 4x4, ekinn 56 þús. km, sumar- og vetrardekk. Verö 1.050 þúsund eða 950 þúsund stað- greitt. Uppl. í heimasíma 91-45639 og vinnusíma 91-674426. Til sölu Suzuki GS 1100-E ‘83, hjól í toppstandi. Engin skipti. Upplýsingar í símum 91-611190 og 91-687203. topplúga, rafdrifnar rúður, álfelgur, sumar/vetrardekk. Gott eintak á góðu verði. Verð 360 þús., skipti á ódýrari. Uppl. í síma 91-672847 eftir kl. 18. K^~ Ýmislegt JEPPAKLÚBBUR jj§| REYKJAVÍKURtfM&f Noröurlandakeppni í torfæru ‘94 verður haldin í Svíþjóó dagana 21. og 28. maí. Flogið verður út 18. og 19. maí og heim aftur 30. maí. Skráning fyrir keppend- ur og aðra áhugamenn fer fram 1 síma 91-674811 25. og 26. apríl, kl. 12-17. Allar nánari upplýsingar fást í sama síma. Stjórnin. Greifatorfæran ‘94. Bílaklúbbur Akur- §yrar og veitingahúsið Greifinn halda Islandsmeistaramót í torfæru laugar- daginn 6. maí kl. 13.00. Keppnin fer fram í landi Glerár fyrir ofan Akureyri. Þátttökuskráning er i sima 96-24007 á daginn og 96-12599 á kvöldin. Skrán- ingu lýkur 30. apríl kl. 22. Bílaklúbbur Akureyrar. Björgunarmenn siga með slasaðan mann á æfingunni. DV-mynd Sigursteinn. Suðurlandsæfmgin: Upplýsinga- f læðið þarf aðbæta - segir Guðjón Pedersen „Ég held að æfingin, miðað við stærð hennar og umfang, hafi komið mjög vel út. Okkur tókst að ná fram öllu því sem við vildum sjá miðað við skipulagsmál og framkvæmd. Æfingin leiddi í ljós atriði sem þarf að bæta í skipulaginu og þjálfun manna og það er helst á sviði upplýs- ingaflæðis," sagði Guðjón Pedersen, framkvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, í samtali við DV. Ein stærsta og umfangsmesta björgunaræfing almannavarna fór fram um helgina en um tvö þúsund manns tóku þátt í henni. Æfð voru viðbrögð við Suðurlandsskjálftan- um. Guðjón er mjög ánægður með æf- inguna í heild fyrir utan upplýsinga- flæðið sem var ekki nægilega skil- virkt. „Það var of seint hægt að grípa inn í og leiðrétta mál vegna þess hversu streymið var tregt. Þetta er skipulagsatriði sem við munum ganga í að lagfæra því tæknilega er það hægt. Þjálfun manna skiptir mestu máli í þessu. Upplýsingaflæði innan stöðvarinnar var heldur ekki nægilegt þannig að á heildina litið erum við með vel þjálfað björgunar- lið, lögreglulið, slökkvilið og aðra þá sem starfa úti í mörkinni en lélegt upplýsingastreymi," sagði Guðjón. „Þetta kom verst niður á vettvangs- stjórninni á Laugalandi í Holtum þar sem upptök skjálftans voru. Æfingin var til að þjálfa og leita að hlutum sem betur mega fara og að því leyti tókst hún afskaplega vel. Við fengum mikla þjálfun og það kom í ljós sem beturmáfara." -ELA Afmæli Valdís María Valdimarsdóttir Valdís María Valdimarsdóttir, yfir- þema hjá Eimskipafélagi íslands, til heimihs að Álftamýri 20, Reykjavík, ersjötugídag. Starfsferill Valdís fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, í austurbænum. Hún stundaði nám við Austurbæjarskól- ann, Ingimarsskólann, Húsmæðra- skóla Reykjavíkur og Veitinga- og þjónaskólann. Valdís starfaði við Félagsprent- smiðjuna 1940-47, við Gutenberg 1947-59 og var matráðskona og stundaði ræstingar við Álftamýrar- skóla 1963-72. Hún hefur starfað hjá Eimskipafélagi íslands frá 1964, var þerna á Selfossi 1964-66, var þjónn á Gullfossi 1966-73 er skipið var selt úr landi, þema á Skógafossi 1973-80, þema á Eyrarfossi 1981-90 og þema á Laxfossi 1990-94. Fjölskylda Valdís giftist 16.6.1956 Birgi Guð- mundssyni bryta, f. 19.5.1922 en hann fórst með Stuðlaberginu 17.2. 1962. Birgir var sonur Guðmundar Þorsteinssonar, bakarameistara í Reykjavík, og Jónínu Magnúsdóttur Blöndal húsmóður. Börn Valdísar era Díana íris, f. 29.6.1944, verslunarstjóri og hús- móðir, gift Gunnari Guðjónssyni rakarameistara og er dóttir hennar íris, gift Guðmundi Emi en eiga þau tvö börn, Díönu írisi og Jóhann Berg; Jónína Birna Blöndal, f. 9.1. 1953, fulltrúi í íslandsbanka, gift Bjama Traustasyni vélstjóra en sonur hennar er Birgir Guðmunds- son; Ragnar Blöndal, f. 16.7.1954, matsveinn, kvæntur Helgu Þór- haUsdóttur húsmóður, böm hennar og fósturbörn Þórhallur Viðar, Valdís María, Sigurður Ágúst, Kristín og Oddný Blöndal; Krist- björg María Blöndal, f. 26.6.1959, bankastarfsmaður í Búnaðarbanka íslands, gift Sverri Gíslasyni raf- eindavirkja og eru börn þeirra Gísli ogRagnar; Sigurður Guðlaugur Blöndal, f. 12.11.1960, kaupmaður, kvæntur Hjördísi Sigurðardóttur gjaldkera en börn hans og fóstur- barn eru Kristján Þór, Hilmar Blöndal og Sigurður Blöndal; Birgir Valdís Maria Valdimarsdóttir. Blöndal, f. 19.10.1962, viðskipta- fræðinemi, kvæntur Sigrúnu R. Bergsteinsdóttur framkvæmda- stjóra. Systkini Valdísar em Karl Krist- inn Valdimarsson, f. 1.10.1918; Eng- ilbert Valdimarsson, f. 14.10.1919; Halldór Valdimarsson, f. 4.11.1920, d. 7.4.1987; Gyða Valdimarsdóttir, f. 31.10.1922; Sólveig Valdimarsdótt- ir, f. 28.6.1925. Foreldrar Valdísar vom Valdimar Þorvaldsson, f. 22.6.1898, d. 8.6.1983, sótari í Reykjavík, og Elísabet Jóns- dóttir, f. 30.10.1898, d. 17.2.1977, húsmóðir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.