Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994
11
Merming
Norræna húsið:
Fornnorrænar sagnir
með augum barna
Skilningur á nauðsyn myndlistaruppeldis fer sem
betur fer vaxandi. Minnisstæð er sýning á Kjarvals-
stöðum á verkum barnanna úr Reggio Emilia skólan-
um á Ítalíu þar sem brotið var blað í myndmennta-
kennslu á forskóla- og barnaskólastigi með því að færa
kvíar kennslunnar yfir í daglegt líf, störf og leiki þar
sem hópvinna var lykilatriði. Nú í vetur stóðu norræn-
ir myndlistarkennarar svo fyrir sýningu í Gerðubergi
Myndlist
Ólafur J. Engilbertsson
sem ferðast hefur um Norðurlönd.
Nú hefur önnur slík sýning verið sett upp í höfuð-
borginni. Þar er einnig um samnorræna farandsýn-
ingu að ræða en þemað bundið við fornnorrænar sagn-
ir.
Sýning þessi er þannig til komin að sumarið 1990
ákváðu sjö myndmenntakennarar frá fimm löndum
að búa til samnorrænt og uppeldislegt myndverkefni
út frá hópvinnu sem þeir unnu á norrænu námsþingi
á Gotlandi. Framlag íslands er frá nemendum á barna-
deild Landakotsspítala og var unnið undir stjórn Sig-
ríðar Björnsdóttur myndþerapista.
Mismunandi forsendur
Myndmenntakennararnir hafa tekið verkefnið út frá
afar mismunandi forsendum og útkoman er eftir því
margvísleg.
Frá Danmörku taka þátt tveir skólar og gerði skóli
frá Óðinsvéum verkefni um Óðin. Útfærðu nemend-
urnir það ýmist í teikningu eða skúlptúr úr leir eða
gifsgrisju. Hinn danski skólinn notfærði sér klippi-
myndatækni til að kveikja hugmyndir að útfærslu
Ragnars sögu loðbrókar í dúkristu. Er skondið að sjá
þar t.a.m. Rambó og Sylvíu drottningu sem fyrirmynd-
ir sögupersóna.
Frá Finnlandi eru einnig tveir skólar þátttakendur.
Skapa þeir sér sérstöðu á sýningunni þar sem við-
fangsefnið tengist á engan hátt norrænni goöafræði
heldur Kalevala og finnskri þjóðtrú. Annár finnsku
skólanna hefur nemendur frá þrettán ára aldri upp í
menntaskólastig og hafa verk þeirra að vonum áber-
andi annað yfirbragð en verk yngri nemenda. í finnsku
deildinni þótti mér hvað eftirtektarverðast að sjá hve
persónan Vainamöinen hefur sterka ímynd í hugum
bamanna sem þau útfæra t.a.m. í leir.
Nemendur norska skólans gerðu stórt og mikið tex-
tílverk sem á að tákna ask Yggdrasils og einnig olíuk-
rítarmyndir er sýna Þór, Óðin og Freyju.
Sigurlaug Hjaltadóttit: Óðinn og bræður hans skapa
Ask og Emblu.
Sænsku nemendurnir eru á aldrinum 18 til 24 ára
og vinna þeirra var mestmegnis í formi sagnfræðilegr-
ar úttektar. Þeir leituðu að goðsögnum á okkar tíma
og hönnuðu glæsilega bók sem er í raun skrá sýningar-
innar: „Fornnordiska sagor - I grund och botten".
íslensku nemendurnir úr barnadeild Landakotsspít-
ala gerðu loks líflegar myndir út frá goðsögninni um
það er Óðinn skapaði Ask og Emblu.
Framlag til barnamyndlistarsafns?
í heild er hér um að ræða afar vel heppnaða og heild-
stæða sýningu þrátt fyrir ólíka nálgun við þemað. í
ljósrituðu plaggi er fylgir sýningunni er þess vænst
að sýningin verði í heild gefin sem framlag til væntan-
legs barnamyndhstarsafns á íslandi. Er vonandi að sú
fróma ósk verði til þess að slíkt safn verði til hið fyrsta
því sannarlega er þörf á því að myndlist barna verði
sómi sýndur ekki síður en myndlist fullorðinna.
Háskólabíó: Eins konar ást: ★ y2
Svanasöngur í sveitinni
Ef hugmynd þín um að lifa lífinu er að tapa þér í
eiturlyfjaneyslu svo vikum skiptir er kjörið fyrir þig
að gerast frægur Hollywoodleikari. Þú þarft þá bara
að þurrka þig upp einu sinni á ári í tvo, mesta lagi
þrjá mánuði, færð feita ávísun að launum og getur
dembt þér í rughð þess á milli.
River Phoenix gleymdi hins vegar að þurrka sig upp
fyrir myndina Eins konar ást, hefur kannski ekki íal-
ið hana þess virði. Ekki löngu seinna var hann allur,
hafði misreiknað sig aðeins í neyslunni. Phoenix hafði
áður sýnt að hann gat leikið fantavel en í Eins konar
ást leikur hann svo fantalega hla að það skyggir á
myndina. Það er grátbroslegt að horfa upp á hann
umla textann sinn og reyna af veikum mætti að kaha
fram einhverjar tilfinningar og áherslur í leiknum
þegar það er deginum ljósara að hann er útúrfreðinn
í hverju atriðinu á fætur öðru.
Á sviðinu virðist hann lifna aðeins við enda kallar
hlutverkið á tónlistarkunnáttu hans, sem hefur til
þessa fallið í skuggann á leikferhnum. Sagan í Eins
konar ást íjallar nefnhega um ungt fólk í Nashvihe,
leitandi að frægð og ást, og spinnst utan um unga
stúlku frá New York (Samantha Mathis), sem dreymir
um að „meika“ það í sveitinni. Hún er ekki fyrr kom-
in til fyrrverandi höfuðbæhs kántrísins en hún lendir
milh tveggja karlmanna (Phoenix og Dermot Mulron-
ey) og eignast vinkonu, (Sandra Buhock, frábær), suö-
urríkajaprinsessu sem getur ekki gert upp við sig hvort
hún vill verða lagahöfundur, fegurðardrottning eða
leikkona.
Erfitt er að fá botn í aðalpersónu Mathins, en hún
er frískleg í fasi a.m.k. þar th hún tekur saman við
Phoenix. Samband þeirra er svo niðurdrepandi að það
er eins gott að í myndinni dróst á langinn að það
hæfist. Þá var fyrri hlutinn betri þar sem River kemur
sjaldnar fyrir. Mulroney nýtir sér vel tómarúmið sem
myndast, en hann leikur geðþekkan gæja sem verður
undir í keppninni um kvenhyhina því hann er ekki
Kvikmyndir
Gísli Einarsson
eins sexí og duló og River á að vera (en er auðvitað
engan veginn).
Peter Bogdanovich, einn af mörgum sem hafa verið
titlaðir efnilegasti nýi leikstjórinn síðan Orson Wells
var og hét, hefur lítið gert af viti síðustu árin. Þessi
mynd er ekki hans hugmynd heldur var hann fenginn
til að leikstýra með litlum fyrirvara og verður undir
í glímunni við fyrirsjáanlegt og óspennandi handritið.
Hann gerir það sem hann getur, nær góðri svörun úr
leikurunum (mínus Phoenix) og heldur khsjunum í
eins miklu lágmarki og handritið leyfir.
Það er mikið af tónhst og tónlistarflutningi í mynd-
inni en ekkert af því hrífur eða er eins gott og það á
að vera. Leikararnir flytja öll sín lög sjálfir og semja
jafnvel sum. Þetta vakti minningar um Nashvihe hans
Roberts Altmans, sem er löngu orðin klassísk og Eins
konar ást stenst engan vegin þann samanburð.
The Thing Called Love (band. 1993) 116 mín.
Handrit: Carol Heikkinen.
Leikstjórn: Peter Bogdanovich (Mask, lllegally Yours, Paper
Moon, Last Picture Show).
Leikarar: Rlver Phoenix (Sneakers), Samatha Mathis (Pump
Up the Volume, This is My Life), Dermot Mulroney (Young
Guns 2), Sandra Bullock (Demoliton Man, Vanishing).
UTAVER - LITAVER - LITAVER - UTAVER
s
Mfflmálning'f
(RIgP UÁ> P#*
^Jáílkk^
VUttt BREYTA? 20% aSsláttur
Þarftu að bæta? af allri málningu
Grensárvegi 18
simi 81-Z4'44
7 \/ mL7/5ri i
UTAVER - UTAVER - UTAVER - UTAVER
Leikskólar
Reykjavíkurborgar
Óskum að ráða í eftirtalin störf á skóladagheimilið Bakka
v/Blöndubakka, s. 78520: fóstru í 50% starf og fóstru eða
þroskaþjálfa í 50% stuðningsstarf. Nánari upplýsingar gef-
ur viðkomandi forstöðumaður.
Einnig óskum við að ráða í neðangreind störf á eftirtalda
leikskóla:
Fóstru í 50% starf e.h, í leikskólann Hálsakot v/Hálsasel,
s. 77275. Þroskaþjálfa í fullt starf í leikskólann Múlaborg
v/Ármúla, s. 685154. Yfirfóstru i 50% starf e.h. frá 01.07.94
í leikskólann Rofaborg v/Skólabæ, s. 672290.
Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277.
63 27 00
Sudrænir
saltfiskdagar
í Skrúði 26.- 30. apríl
Það er árviss viðburður hjá okkur að heilsa sumri
með sérstökum Saltfiskdögum.
Nú ætla matreiðslumeistarar okkar að galdra fram
það kræsilegasta sem þekkist í suðrænum löndum.
A hoðstólum verða hæði heitir og kaldir réttir af
hlaðhorði og matargestir í Skrúði munu
auk þess njóta suðrænnar gítartónlistar
Einars Kristjáns Einarssonar.
Verð í hádeginu er 1.290 kr., en 1.970 kr. á kvöldin.
Borðapantanir í síma 2990Ó.
Lífið er ljúffengur saitfisknr í Skrúði
26. - 30. apríl, komdu og njóttu þess
undir suðrænum gítartónum!
Nokkur dæmi uni rétti á hlaðborðinu:
Paella niefl saltfiski
Marineraftir saltfiskstrimlar í óUfuolíu og hvítvíni f
Djúpsteiktar saltfiskbollur meft hvítlaukssósu S
Saltfiskur f líkjörssósu mei ristu&um mömtlum |