Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994 13 DV gerir verðsamanburð á snyrtivömm í Clöru og Fríhöfninni: Hagkvæm snyrtivöm- kaup í Fríhöfninni - verðmunurinn á bilinu 11-38%, Fríhöfninni í hag DV heldur í dag áfram a'ftbera sam- an verðlag á höfuðborgarsvæðinu og í Fríhöfhinni. í þetta sinn einbeitum við okkur að snyrtivörum og varð Snyrtivöruverslunin Clara fyrir val- inu sem dæmigerð fyrir verðlag í Reykjavík. Tekið var niður verð á vörum frá Clarins, Dior, Y.SL, Chanel og nokkrum vinsælum ilmvatnsteg- undum. í ljós kom að verðmunurinn er 11-38% og alltaf Fríhöfninni í hag. Minnstur verðmunur reyndist vera á þeim vörutegundum sem tekið var niður verð á frá Dior, 11-17%, en mestur á ilmvötnum eins og Boss, Cartier og Boucheron, 33-38%. Meðfylgjandi gröf gefa nokkur dæmi en þeim til viðbótar má nefna aö í Clarins kostaði hreinsimjólkin 1.613 kr. í Clöru en 1.200 í Fríhöfn- inni og varalitur 1.084 kr. en 800 í Fríhöfhinni. í Dior kostaði laust púð- ur 2.750 kr. í Clöru en 2.070 kr. í Frí- höfninni og fast púður 2.400 í Clöru en 1.750 kr. í Fríhöfhinni. YSL mask- ari kostaði 1.500 í Clöru en 1.240 kr. ij; Snyrtivörudeildin í Frihöfninni. Það er á við happdrættisvinning fyrir sumar konur að komast þar inn enda eru vörurnar þar á bilinu 11-38% ódýrari en í bænum. DV-mynd ÞÖK í Fríhöfhinm og Chanel naglalakk kostaði 1.238 kr. í Clöru en 900 í Frí- höfninni. Champagne ilmvatn frá YSL, 50 ml, kostaði 4.518 kr. í Clöru en 3.295 kr. í Fríhöfninni, Escade, 50 ml, kostaði 4.025 kr. í Clöru en 2.920 kr. í Fríhöfninni og Cartier Pasha 34% Clara Fríhöfn Clara Fríhöfn Clara Fríhófn 2577 ■Jí-i ■ ' '.r» 1870 11% Clara Fríhöfn 32% Clara Fríhöfn 34% Clara Fríhöfn 1359 980 29% Clara Fríhöfn Clara Fríhofn Clara Fnhofn :: after shave kostaði 4.485 kr. í Clöru en 2.990 kr. í Fríhöfninni. Af þessu má ráða að það margborg- ar sig að kaupa snyrtivörur, og þá ekki síst ilmvötn, í Fríhöfninni því þær eru í öllum tilvikum ódýrari þar þóverðmunurinnsémismikiU. -ingo Fríhöfn ruglað samanvið fs- lenskan markað í verðkönnun okkar á sælgæti sem birtist á fóstudag urðu þau leiðu mistök að eitt grafið sýndi Fríhöfnina með hæsta verð á 6 Opalpökkum þegar þar átti að standa íslenskur markaður. Einnig var sagt í tilvísun á forsíðu að sæl- gæti væri ódýrara í bænum en í Fríhöfninni en þar var einnig átt við íslenskan markað. Er beðist velvirðingar á þessu. -ingo DV Neytendur Stífluð blöndunar- tæki Sums staðar er vatn svo hart að blöndunartæki stíflast af kalki. Ráð er þá að setja plastpoka með ediki framan á blöndunar- dreifarann (sturtuhausinn), binda íyrir og láta liggja þannig í einn sóiarhring. Þá hreinsast dreifarinn svo um munar og síð- an má verka enn betur úr honum með nál, ef þurfa þykir. Sjampó á flösku Hægt er að nota flöskur undan Qjótandi sápu undir sjampóiö. Þegar sápan klárast er upplagt að fylla hana af sjampóí og festa á vegginn við sturtuna. Þá er sjampóið nærtækt og flaskan skammtar þér hæfilegan skamrat hveiju sinni svo engin hætta er á að það fari eitthvað til spillis. Rifaviðvask eða baðkar Ef rifa er ofan við baðkerið eða vaskinn þarf að þétta svo vatn seytli þar ekki niður. Byijaðu á því að hreinsa burt óhreinindi og gamla fyllingu með meitli og skrúfiámi. Þvoðu raufina síðan með salmíakvatni sem leysir upp feiti og skolaðu með ediksblöndu sem losarum kalkleifar. Afmark- aðu raufina með málningarlím- bandi báðum megin og fylltu hana með silikonþéttingu sem fæst í túbum, ýmist hvít eða lit- laus. Dýfðu fingri í sápuvatn og strjúktu honum eftir fyllingunni. Taktu síðan límbandið og leyfðu fyllíngunni að þorna í a.m.k. einn sólarhring áður en væta kemur á hana. Þurrar silikonleifar eru hreinsaðar meö rakvélarblaði. Hnetubrjótur á naglalakk Ef lokið á naglalakksglasinu er fast er hægt að nota hnetubrjót til þess að skrúfa að laust. Settu lokið í gatið fyrir hnetuna og hertu að. Bómullar- poki Stórir bómullarpokar eru býsna drjúgir en stundum er erf- itt að ná innihaldinu úr þeim. Gerðu gat á pokann miðjan og dragðu út bómullarlagiö sem liggur þar undir. Khpptu síöan af þvi. Nú er auðvelt að seilast i innihaldið. -ingo Þeir sem fá DV í póstkassann reglulega geta ált von á þrjátfu púsund knóna matarkörfu , _ Áskriftargetraun DV gefur skilvísum áskrifendum, nýjum og núverandi, möguleika á að vinna þrjátíu þúsund króna matar- körfu að eigin vali. Sex matar- körfur á mánuöi eru dregnar út, hver að verömæti 30 þúsund króna. Tryggðu þér DV í póst- kassann á hverjum degi og þar með greiðan aðgang að lifandi og fjölbreyttum fjölmiðli og sjálfkrafa þátttökurétt í áskriftargetrauninni. DV - hagkvætnl blað. 63 27 OO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.