Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.1994, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta-
'j'-'skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast
3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast
7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við
tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 63 2?00
ÞRIÐJUDAGUR 26. APRÍL 1994.
Kosningamar í vor:
Ingi Björn
undirbýr
framboð
Allar líkur eru á að fram komi nýr
listi sjálfstæðismanna og óháðra
undir forystu Inga Björns Alberts-
sonar alþingismanns í borgarstjóm-
arkosningunum í vor.
Viðræður hafa átt sér stað milli
Inga Björns, Björgólfs Guðmunds-
sonar framkvæmdastjóra, Jóns
Magnússonar lögmanns og annarra
um framboðið og er verið að vinna
stefnuskrá og koma saman lista. Ingi
Björn segir að tíminn fram að helgi
-verði notaður til að taka ákvörðun
__Dg raða upp lista en framboðsfrestur-
inn rennur út laugardaginn 30. apríl.
„Það kemur alveg eins til greina
að ég leiði þennan hsta ef af þessu
verður. Ég tel vera jafnar líkur á því
en það er ekkert farið að ræða fram-
bjóðendur ennþá. Við notum tímann
fram að helgi til að vinna stefnuskrá
og raða upp lista. Menn telja fulla
þörf á svona framboði því það eru tvö
framboð í borginni í dag sem eru
upptekin af því að yfirbjóða hvort
annað. Við erum með aðra nálgun á
málunum," segir Ingi Bjöm Alberts-
-GHS
SOTl.
Stöð tvö:
anum sagt upp
Landsliðið stóð
í slröngu
Landsliðsmenn Islands í knatt-
spymu, sem komu til Keflavíkur-
flugvallar í morgun, þurftu að halda
æstum þýskum farþega um borð í
flugvéhnni mestan hluta leiðarinnar
frá Baltimore.
Þjóðverjinn hafði flogið með Flug-
leiðum til Baltimore, en bandaríska
útlendingaeftirlitið neitaði að hleypa
honum inn í landið eftir að hann sló
tid konu á flugvellinum ytra.
-PP
LOKI
Það hefur þá verið eitt-núll
fyrir landsliðið á heimleiðinni!
Sumir vilja kæra
til Strasboraar
Mikil óvissa er komin upp vegna
málsmeðferðar Héraðsdóms
Reykjavíkur í stóra fíkniefnamál-
inu í kjölfar dóms Hæstaréttar þar
sem því var synjað að 18 sakborn-
mgar fái aö kynna sér framburði
annarra hjá lögreglu fyrir yfir-
heyrslur fyrir dómi en þær eiga að
hefjast 9. maí. Veijendur allra
ákærðu héldu fund í gær þar sem
hugmyndir komu fram um að
skjóta niöurstöðu Hæstaréttar til
mannréttindadómstólsins í Stras-
borg. Flestir voru sammála þtd að
dómurinn stangaðist á ’/ið ákvæði
mannréttíndasáttmálans. Þrír lög-
menn úr hópnum áttu að halda
fund um málefhið í morgun en
verjendurnir koma síðan saman
með dómara og sækjanda málsins
á fimmtudag.
Hagsmunir ákærðu vegna þessa
ágreiningsmáls eru misjafnir. Þess
vegna er óljóst hvort samstaða ná-
ist um það hjá verjendunum, fyrir
hönd skjólstæðinganna, hvaða leið
skuh vahn. Samkvæmt upplýsing-
um DV er sá möguleiki fyrir hendi
að sumir ákærðu komi fyrir dóm-
inn og neiti þá að tjá sig fyrr en
þeir hafa séð vintisburði annarra
hjá lögreglu. Verði raunin sú að
ákveðið verði að skjóta málinu til
Strasborgar er Ijóst að fresta verð-
ur málsmeöferöinni á meðan sá
dómstóll fiallar um málið.
Það sem lögmenn telja sumir
vera þversagnarkennt við synjun
Hæstaréttar er að verjendurnir
mega sjá öll málsgögn en ekki
skjólstæðingar þeirra. Samkvæmt
þvi mega verjendurnir ekki greina
„sínum raönnum" frá framburðum
hinna þó ljóst sé að möguleikinn
sé vissulega fyrir hendi.
-Ótt
Jónasi R. Jónssyni, dagskrárstjóra
Stöðvar tvö, hefur verið sagt upp
störfum frá og með deginum í dag.
Samkvæmt upplýsingum DV fék-k
Jónas uppsagnarbréfið í hendur í
gær. Ekki fengust upplýsingar hjá
Stöð tvö um ástæðu uppsagnarinnar.
-kaa/pp
22 útköll vegna sinuelda 1 gær:
Fjórir handteknir >
- þarafeinnkarlmaðuráfertugsaldri
Karlmaður á fertugsaldri viður-
kenndi við yfirheyrslur lögreglu í
gær að hafa kveikt sinuelda sem
slökkviliðið hefur barist við að
slökkva undanfarna daga. Maðurinn
var handtekinn á reiðhjóli og leikur
grunur á að hann hafi hjólað á mihi
bæjarhluta og kveikt eldana.
Alls fór slökkviliðið í 22 útköh í gær
vegna sinuelda og var að frá morgni
til kvölds. Lögreglumenn á reiðhjól-
um handtóku í gær þrjá fiórtán ára
pilta í Árbænum og viðurkenndu
þeir einnig að hafa kveikt sinuelda.
Þeim var sleppt eftir að skýrsla hafði
verið tekin af þeim og rætt hafði ver-
ið við foreldra þeirra. Manninum á
fertugsaldri var einnig sleppt eftir
skýrslutöku.
í dag mun lögregla fara í skóla og
benda börnum og unglingum á hættu
þess að k veikj a í sinu. -pp
Vilja breytingar á sjávarútvegsfrumvörpum:
Tökum þessu ekki án aðgerða
Lögreglan handtekur i gær karlmann á fertugsaldri sem hefur játað að
hafa kveikt sinuelda. DV-mynd Sveinn
„Við höfum ekki ákveðið til hvaða
ráða við grípum ef Alþingi samþykk-
ir sjávarútvegsfrumvarpið en við
munum ekki taka því án aðgerða.
Það er ljóst að okkar leiðir og fisk-
vinnslufólks liggja saman í þessu
máli og við munum eflaust vinna
með því að lausn málsins. Við sem
rekum saman útgerö og fiskvinnslu
teljum okkur ábyrga fyrir atvinnu
þúsunda manna og með þessu frum-
varpi er verið að gera okkur hlutina
erfiðari og við sættum okkur ekki
við það,“ sagði Einar Svansson,
framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar
Skagfirðings á Sauðárkróki í morg-
un.
Einar er í forsvari fyrir hópi út-
gerðar- og fiskvinnslumanna sem
kalla sig Atvinnumenn og berjast
gegn sjávarútvegsfrumvarpinu sem
liggur fyrir Alþingi.
Hann sagði hópinn binda vonir við
að fá fram einhverjar breytingar á
frumvarpinu áður en það verður
samþykkt. Búið væri að fresta þing-
lokum um tvo daga þannig að það
gæti einhverju breytt.
„Við munum láta í okkur heyra á
hveijum degi þar til þessu er lokið,“
sagði Einar Svansson.
-S.dór
Veðriðámorgun:
Afram
fremur
svalt
Á morgun verður norðaustlæg
’átt með éljum um landið norðan-
vert, einkum þó á Austurlandi.
Sunnan- og suðvestanlands verð-
ur nokkuö bjart veður. Áfram
fremur svalt.
Veðrið í dag er á bls. 28
r
s. 814757
HRINGRÁS
ENDURVINNSLA
Tökum á móti
rafgeymum
Móttökugjald 12 kr. pr/kg