Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Síða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 Fréttir 18 ára piltur sem var ofurölvi á ferö í Önundarfirði síðastliðið sumar: Dæmdur fyrir að kveikja í tveimur sumarbústöðum Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi í gær 18 ára pilt í 6 mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir að hafa lagt eld aö tveimur nýstandsettum sumarbú- stöðum í Önundarfirði aðfaranótt 26. júní á síðasta ári. Pilturinn var dæmdur fyrir að hafa lagt eld að öðrum bústaðnum með ásetningi en af gáleysi í hinu tilfelhnu. Skaðabóta- kröfum upp á samtals á áttundu milljón króna var vísað frá dómi þar sem þær þóttu allt of háar og órök- studdar auk þess sem miö var tekið af ungum aldri og efnahag piltsins. Árla morguns umræddan dag urðu Höfðum ekki und- anað þrífa klósettin - engin salemi á Ingólfstorgi „Fólk kom hlaupandi hingað í spreng og á síðasta snúning," sagði Örn Amarson, veitinga- maður á Kabarett, eftir útifund- inn á Ingólfstorgi 1. maí í samtali við DV. „Maður getur varla vísaö fólki í neyð frá en þetta er bara aukavinna fyrir okkur því að fólk kom hingaö í hundraöatali og það var verið aö skipta um bleiur og allt mögulegt.“ Öm spurðist fyrir um þessi mál á fundi með fulltrúum borgarráðs í júní síðastliönum og hefur ekki enn fengiö nein skýr svör hvað þetta varöar. „Það er út í hött að arkitekt mannvirkis af þessari stærð skuli ekki gera ráð fyrir mannlegum þáttum. Næsta al- menningssalemi er við Banka- stræti. Hvert húsasund í næsta nágrenni Ingótfstorgs er illa þeíj- andi því aö fólk hefur ekki annaö aö leitasagði Öm að lokum og vonar að borgaryfirvöld geri eitt- hvað í málinu því að 17. júni bankar upp á innan skamms með (jölmennum skemmtunum á Ing- ólfstorgi. - skaðabótakröfum upp á rúmar 7 mllljómr vísað frá dómi menn varir við að eldur logaði í sum- arhúsunum að Görðum og Kaldeyri við Önundarfjörð. Slökkvilið frá Flateyri og ísafirði fóru á staðinn. Húsin voru bæði alelda og ekki tókst að bjarga neinum verðmætum. Um klukkan sjö um morguninn ók lög- reglumaður fram á piltinn í um 3,5 kílómetra fjarlægð frá Kaldeyri. Hann var áberandi ölvaður, skólaus, blóðugur, blautur og með sviðið hár. Síðar sama dag viðurkenndi piltur- inn hjá lögreglu að hafa komið að Görðum, farið þar inn í reykkofa og kveikt 1 spreki í plastfotu. Þaöan hefði hann gengið að sumarhúsinu, brotið rúðu og skriðið inn en síöan lagt eld að gluggatjöldum og sófa í einu herbergjanna. Gólfið var hulið reyk er hann yfirgaf húsið. Pilturinn skýrði jafnframt frá því að hann hefði komið að Kaldeyri. Þar hefði hann sest við borð þar sem hann hafði kveikt á olíulampa. Þama kvaðst hann hafa rekið olnbogann í lampann þannig að hann féll í gólfið og eldur gaus upp. Pilturinn sagðist ekki hafa tahö sig hafa ráðið við eld- inn og ákveðið að koma sér á brott. Pilturinn kvaðst fyrst og fremst hafa verið að leita skjóls í húsunum. Hann hafði orðið viðskila við félaga sína á dansleik á Flateyri fyrr um kvöldið. Hann sagði þaö ekki hafa verið ásetning sinn að kveikja í hús- unum tveimur heldur hefði hann verið að leita þar skjóls. Hins vegar hefði hann gaman af að fikta með eld, sérstaklega þegar hann væri undir áhrifum áfengis. í vottorði frá Unglingaheimili ríkisins kemur fram að pilturinn hafi veriö lagður í ein- elti í skóla og ætti við að stríða ýmis persónuleg vandamál. Dómurinn taldi sannað aö piltur- Það þykir boða komu vorsins þegar malbikunarmenn fara að huga að götum borgarinnar. Þessir tveir voru vinnu sína á Snorrabraut. Bónus á Akureyri hættir ekki á næstunni: Ferðamennirnir munu leita okkur uppi í sumar - segir Jóhannes Jónssón sem er óhress með móttökur Akureyringa „Ef ég tel að okkar fjármunum og orku sé betur varið annars staðar -þá munum við flytja okkur með hvort tveggja. Að sinni Uggur þó ekki nein ákvöðun fyrir í þessu máli,“ segir Jóhannes Jónsson, eigandi Bónuss, en miklar sögusagnir eru um að hann hyggist flytja verslun sína frá Akureyri. Ljóst er að í hinni „blóðugu" sam- keppni við NETTÓ-verslun KEA hef- ur KEA sigrað, þ.e. þar er mun meiri verslun þótt Bónus státi af betri út- komu í verðkönnunum. „Viö erum ekkert kaupfélag sem getur haldið áfram þótt ekki komi tekjur eins og sjá má víða um land. Þetta hefur ekki verið neitt spennandi á Akur- eyri, okkur hefur ekki verið tekið þar eins og við eigum skihð og ef svo er þá er engin ástæða til að halda áfram. Við erum þó ekki búnir að taka neina ákvörðun í þessu máli. Nú fer sumarið í hönd og mikið af ferða- mönnum kemur til Akureyrar. Þeir munu versla við okkur enda eigum við tugþúsundir viðskiptavina hér á höfuðborgarsvæðinu sem munu leita okkur uppi fyrir norðan. Það er því ekkert að skella á aö við séum aö hætta á Akureyri,“ segir Jóhannes. Margir óttast það að leggi Bónus niöur starfsemi á Akureyri muni verðlag í KEA-NETTÓ hækka strax í kjölfarið en vöruverð þar lækkaði um 11,5% að jafnaði eftir að Bónus opnaði. Vilhjálmur Ingi Ámason, formaður Neytendasamtaka Akur- eyrar og nágrennis, segist óttast það mjög að þessi verðlækkun gangi til baka loki Bónus verslun sinni fyrir norðan. inn heföi lagt eld að sumarhúsinu að Görðum með ásetningi en hann heföi með aðgæsluleysi orðið þess valdandi að húsið að Kaldeyri varð eldi að bráð ásamt öllu innbúi. Brot ákærða þóttu stórfelld og ollu veru- legu fjóni. Á hinn bóginn var litið til ungs aldurs og að ósannað væri að hann heföi farið inn í húsin í þeim tilgangi að valda eldsvoða. Refsingin þykir hæfileg 6 mánaöa fangelsi og ber að skilorðsbinda hana í 3 ár. Stuttar fréttir Birgir Isleifur formaöur bankastjórnar Birgir ísleifur Gunnarsson verður formaður bankastjómar Seðlabankans. Þetta var ákveöið á fundi bankasfjóranna í gær. H val veiðar verði hafnar Þingnefnd, sem sjávarútvegs- ráöherra skipaði, hefur komist að þeirri niðurstöðu að eðlilegt sé aö hefja hvalveiðar á ný. Nefndin leggst gegn því að ísland leiti að svo komnu máli eftir inn- göngu i Alþjóða hvalveiðiráðiö. Fyrirtekmhagnast í spám um gengi fyrirtækja á hlutabréfamarkaði í ár er gert ráð fyrir 2,5 milljarða króna hagnaði. Sjónvarpið greindi frá þessu. Likkistunaglar f yrir böm Svokallaðar tyggjó-sígarettur eru seldar bömum í verslunum Hagkaups. Morgunblaðið hefur efdr inhkaupastjóra fyrirtækis- ins aö um sé að ræða mistök og aö varan verði strax tekin úr sölu. Hjálpartið til útfanda Rauða krossi íslands hefur bor- ist beiðni um að senda 13 menn til hjálparstarfa í Tansaníu og Bangladess. Reyklaus bwgarstjóri Ámi Sigfusson borgarstjóri hefur ákveðið að bjóða gestum borgarinnar ekki upp á tóbak. Morgimblaðið skýrði frá þessu. Fleiríferðamenn Fyrstu fjóra mánuði ársins hef- ur erlendum ferðamönnum hér á landi fjölgað um 21%. Á nýliðn- um vetri fjölgaði ferðamönnum um 10 þúsund miðað við veturinn á undan. Tíðvélsleðaslys Það sem af er árinu hafa jafn margir látist í vélsleöaslysum og í allri annarri umferð hér á landi. Þyrla Landhelgisgæslunnar hef- ur fariö 11 sinnum í sjúkraflug vegna þessa, að sögn Stöðvar tvö. Misræmiígjaldtöku Umboösmaöur Alþingis telur aö endurskoða verði gjaldtöku vegna lögreglukostnaðar af skemmtunum. Að sögn Morgun- glaðsins er misræmi í gjaldtöku milli lögsagnarumdæma enda tryggi lagaframkvæmd ekki sam- ræmingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.