Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994 Utlönd Nelson Mandela skorar á samlanda sína: Brettum upp ermar og förum að vinna Nelson Mandela tekur sporið ettir að de Klerk forseti lýsti Afríska þjóðarráðið sigurvegara kosninganna i Suður- Afríku. Símamynd Reuter Tugþúsundir blökkumanna brettu upp ermarnar og streymdu til vinnu í morgvrn eftir næturlangan gleöskap til að fagna sigri Nelsons Mandela og Afríska þjóðarráðsins í fyrstu kosningum allra kynþátta í Suður- Afríku. F.W. de Klerk, síðasti hvíti forseti landsins, batt enda á 46 ára kynþátta- aðskilnaöarstefnu Þjóðarflokks síns þegar hann lýsti yfir sigri Mandela í hjartnæmri ræðu í gærkvöldi. „Loksins erum við frjáls," hrópaði Mandela og það var eins og við manninn mælt, tapparnir flugu úr kampavínsflöskunum í fínu boðun- um og kveikt var í bálköstum í íbúö- arhverfum blökkumanna. Búið er að telja um helming at- kvæða í kosningunum sem fóru fram í síðustu viku og var Afríska þjóðar- ráðið búið að fá 62,5 prósent atkvæða en Þjóðarflokkurinn 23,1 prósent. Inkathahreyflng Zúlúmanna var í þriðja sæti með 7,1 prósent og Frels- isfylking íhaldssamra hvítra manna var í fjórða sæti með 2,9 prósent. Flokkar þurfa að fá fimm prósent greiddra atkvæða til að tryggja sér setu í þjóðareiningarstjórn landsins sem fer með völd næstu flmm árin. „Það er kominn tími til að græöa Vegna breytinga á lögum gömul sár, tími til að byggja upp nýja Suður-Afríku. Viö brettum upp ermarnar til að glíma við vandann sem blasir við landi okkar,“ sagði Mandela og tók létt dansspor þrátt fyrir aö læknir hans heföi skipað honum að hvíla sig og ná úr sér kvef- pest. Reuter Mikill fjöldi barna er meðal þeirra 250 þúsund flóttamanna sem flúið hafa til Tansaniu. Símamynd Reuter Rúanda: Bandaríkin reyna að koma á friði Bandaríkin hafa sent tvo sendifull- trúa til Rúanda til að reyna að koma á viöræðum á milli uppreisnar- manna og stjórnarinnar sem bundið gætu enda á það blóðuga stríð sem geisað hefur í landinu sl. ijórar vikur. Bandaríkin hafa einnig gefið loforð um að leggja einn milljarð til neyðar- aðstoöar sem Sameinuðu þjóðirnar standa að til aðstoðar flóttafólki frá Rúanda. Fjöldi flóttamannanna er gífurlegur og um 250 þúsund þeirra eru t.d. sagðir hafa komið til Norð- vestur-Tansaníu. Sérstakt hjálparlið Bandaríkjanna í Tansaníu hefur einnig verið sent til landamæra Rúanda og Tansaníu þar sem það mun meta aðstæður og koma með tillögur að lausnum að vandanum. Reuter Stuttarfréttir dv Buthetezi varar við Mangosuthu Buthelezi, leiðtogi Zúlúmanna, sagði hættulegt ef Af- ríska þjóðarráðið fengi of mikil völd. DeKlerkvillveramed F.W. de Klerk, fráfarandi for- seti Suður-Afríku, vill vera með i þjóöareiningarstjórninni. CHntonogKínverjinn Clinton Bandaríkjafor- seti hitti að- stoðarforsætis- ráðherra Kina í gær og sagði honum að kín- versk stjórn- völd yrðu að bæta mannréttindamálin ef þau vildu nánari tengsl. ReyntíBosníu SÞ reyna að koma í veg fyrir að norðurhluti Bosníu verði næsta átakasvæði. Fluttirábrott Nærri 100 starfsmenn voru fluttir af oliuborpalli í Norðursjó eftir gassprengingar. Sumatra skelfur Jai’ðskjálfti, sem mældist 5,6 á Richter, skók Vestur-Súmötru í Indónesiu í morgun. Bræðravig i Liberíu Innbyrðis mannvíg eru í ULIMO hreyfingunni í Líberíu. Blaðamenn drepnir Að minnsta kosti 63 blaðamenn voru vegnir við skyldustörf i fyrra og 124 voru handteknir fyr- ir að tjá skoðanir sínar. Saddamskemmir Saddam Hussein, for- seti íraks, hef- ur verið sakaö- ur um að ætla sér að eyöi- leggja fenja- svæðinísuður- hluta landsins og valda þar með óbætanlegum skaða. Stefnuskrá klár Þýski jafnaðarmannaflokkur- iim er klár með stefnuskrána fyr- ir kosningarnar í haust og ætlar m.a. að hækka skatta. Sviímyrturánórída 43 ára gamall Svíi fannst myrt- ur á Flórída. Ekkifleiri sendir Ákveðið hefur verið að senda ekki fleiri norræna friöargæslu- liöa til Bosníu. Leggjatilfé Bandaríkin og nokkur Evrópu- lönd ætla að leggja til fé sem not- að verður til að koma á sjálfs- stjóm PLO manna á hernumdu svæðunum. Hindranirúrvegi ísrael og PLO hafa hrundiö úr vegi öllum hindrunum til að koma á sjálfsstjóm Palestínu- manna á her- numdu svæð- unum. Fjöldi sendifulltrúa verður við- staddur þegar Arafat og Rabin undirrita friðarsamningana í Ka- író á morgun. SOdrepnir Öryggissveitir í Alsír eru sagð- ar hafa drepið 30 múslimska ofsa- trúarmenn sl. tvo daga. Svariðdregst ísraelar ætla ekki að svara frið- artillögum Sýrlendinga fyrr en eftirumtværvikur. Reutcr.rr Skil á vörugjaldi um vörugjald, sem tóku gildi 1. janúar 1994, og þar sem ný reglugerð tók gildi 1. maísl., vill ríkisskattstjóri minna á skil vörugjalds. Reglurum gjaldstofn vörugjalds eru óbreyttar, en minnt er á að gjaldstofn af innlendri framleiðslu er heildsöluverð vara sem eru framleiddar, unnið að eða pakkað hér á landi. Gjalddagi vörugjalds er nú fimmti dagur þriðja mánaðar eftir lok uppgjörstímabils vegna sölu eða afhendingar á því tímabili. Gjalddagi vörugjalds fyrir tímabilið janúar-febrúar 1994 er því 5. maí. Vörugjald telst greitt á tilskildum tíma hafi greiðsla sannanlega verið póstlögð á gjalddaga. Álag skal nú vera 2% af þeirri upphæð sem vangreidd er, fyrir hvern byrjaðan dag eftir gjalddaga, þó ekki hærra en 20%. Sé vörugjald ekki greitt innan mánaðar frá gjalddaga reiknast dráttarvextir af því sem gjaldfallið er. Gjaldflokkum vörugjalds er fjölgað í sjö. Jafnframt flytjast vörur á milli gjaldflokka auk þess sem nýjar vörur bætast við og aðrar falla út. í gjaldflokki A (6% vörugjald) er m.a. kaffi, te, nasl og ísblöndur. í gjaldflokki B (11 % vörugjald) eru m.a. ýmsar byggingavörur og snyrtivörur. í gjaldflokki C (16% vörugjald) eru m.a. ýmsar plastvörur, rafmagnsvörur og vörur til vélknúinna ökutækja. í gjaldflokki D (18% vörugjald) er m.a. sælgæti og hráefni til sælgætisiðnaðar, sætakex og ávaxtasafi ásamt öðrum drykkjarvörum. í gjaldflokki E (20% vörugjald) eru m.a. ýmis heimilistæki og smávarningur. í gjaldflokki F (25% vörugjáld) eru vopn o.þ.u.l. igjaldflokki G (30% vörugjald) erm.a. sykur, sjónvarpstæki og hljómflutningstæki. Útgáfa sölureikninga og uppgjör vörugjalds. Meginreglan er sú að aðilar í vörugjaldsskyldum rekstri skulu færa á sölureikninga og aðgreina á þeim gjaldskylda sölu eftir gjaldflokkum, þannig að heildarverð vöru ásamt fjárhæð vörugjalds komi sérstaklega fram vegna hvers gjaldflokks. Tilteknum aðilum er þó heimilt að tilgreina á sölureikningi að vara sé með vörugjaldi. Við skil á vörugjaldi í ríkissjóö er gjaldanda heimilt að draga frá innheimtu gjaldi af sölu það vörugjald sem hann hefur sannanlega greitt við kaup á hráefni og efnivöru til gjaldskyldrar framleiðslu á viðkomandi uppgjörstímabili. Sé vörugjald af aðföngum hærra á uppgjörstímabili en innheimt vörugjald af sölu skal mismunurinn greiddur úr ríkissjóði. Nánari upplýsingar um vörugjald veita skattstjórar og virðisaukaskattsskrifstofa ríkisskattstjóra. RSK . RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.