Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1994
Aðalfundur
Þjónustumiðstöðvar bókasafna
verður haldinn á Laugavegi 163, Reykjavík, mánu-
dagirin 16. maí 1994 kl. 16.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin
Rýmingarsala
Rýmum fyrir nýjum vörum
afsláttur
af fatnaði, skóm og
snyrtivörum
Opið mánud.-föstud. frá 12.00-18.00
,ÖST^
<
l<l
POSTVAL
o- *
O
Be,V Skútuvogi 1 sími: 68 44 22
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Síðumúla 39 - 108 Reykjavík - Sími 678500.
Sýningar og vorhátíð í félags-
miðstöðvum aldraðra á vegum
Reykjavíkurborgar
Félags- og tómstundastarf 25 ára
( auglýsingum í síðustu viku misrituðust sýningardagar í
Bólstaðarhlíð 43.
Sýningin verður í lok maí, dagana 28., 29. og 30. maí, frá
kl. 14.00-17.00.
Allir velkomnir.
Geymið auglýsinguna.
Öldrunarþjónustudeild
Félagsmálastofnunar Reykjavikurborgar
Skólastjóri Brunamálaskóla
Stjórn Brunamálastofnunar ríkisins auglýsir eftir skólastjóra
Brunamálaskólans sem í ráði er að setja á stofn samkvæmt
reglugerð um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðs-
manna sem gefin var út af félagsmálaráðherra 14. apríl
1994.
Leitað er að einstaklingi sem hefur:
• víðtæka menntun á sviði brunamála, helst verkfræð-
ingi/tæknifræðingi með sérnám í brunafræðum,
• þekkingu og starfsreynslu á sviði brunamála,
• reynslu af kennslu og þjálfun slökkviliðsmanna,
• skipulagshæfileika,
• reynslu og þekkingu í mannlegum samskiptum.
Samkvæmt reglugerð skal skólanefnd leita eftir því við
sveitarfélög að þeir sem ráðnir eru til skólans fái launa-
laust leyfi í allt að 4 árum í senn á grundvelli sérstaks sam-
komulags ef við á.
Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna.
Umsóknum skal skilað til stjórnar Brunamálastofnunar fyr-
ir 24. maí nk.
Stjórn Brunamálastofnunar ríkisins
Laugavegi 59, 101 Reykjavík,
sími 25350
Utlönd
Fárviðri gekk yfir Bangladess í gær:
Yfir hundrað
manns létust
- tala látinna á eftir að hækka, að sögn yfirvalda
Meira en hundraö manns létust í
fárviðri sem gekk yfir suðaustur-
hluta Bangladess í gærkvöldi og
búist er við að tala látinna eigi eftir
að hækka enn meir. Miklar rigningar
fylgdu fárviðrinu og vindhraðinn
mældist 200 km/klst.
Meirihluti þeirra sem létust og
slösuöust var flóttamenn frá Burma
sem bjuggu í flóttamannabúðum
nærri Cox Bazar og Teknaf en þær
eru báðar staðsettar nærri sjónum.
„Við vorum að fá nýjustu tölur um
mannslát og talan á án efa eftir aö
fara yfir hundrað," sagði embættis-
maður sem var á staönum.
Fárviðrið byijaði aö heria á strand-
lengjuna og eyjamar við Bengalflóa
í gærmorgun og yfirvöld gerðu við-
eigandi ráðstafanir áður en fárviðriö
gekk yfir Bangladess. Um 350 þúsund
manns voru flutt á brott frá heimil-
um sínum og á öruggari stað og þús-
undir annarra fluttu á eigin spýtur.
Saint Martin og Kutubdia eyjamar
á Bengalflóa vom þeir staðir sem
verst urðu úti í fárviðrinu. Þá er tal-
iö að um 90% híbýla í Teknaf hafi
skemmst eða gereyðilagst.
Versta fárviðrið sem gengið hefur
yfir Bangladess var árið 1991 en þá
létust 138 þúsund manns sem vora
nærri strandlengjunni og íbúar
þeirra þúsunda eyja sem era á Beng-
alflóa.
Hjálparmenn og hjúkrunarfólk
hefur verið önnum kafið síöan fár-
viðrið gekk yfir og vitni segja ástand-
ið mjög slæmt og eyðileggingamar
gífurlegar. Her Banglasdess sendi
skip hlaðið hjálpargögnum til Saint
Martin eyjarixmar og hjálpargögn
hafa einnig verið send til þeirra staða
sem verst urðu úti.
Reuter
íslenska feguröardrottningin Svala Björk Arnardóttir sést hér á meöal nokkurra keppenda sem taka þátt í al-
heimsfegurðarkeppninni í ár. Stúlkurnar eru staddar á Davao ströndinni á Filippseyjum. Símamynd Reuter
Endurminningar Jeltsíns Rússlandsforseta:
Segist vera kvalinn
og einmana maður
Endurminningar Borísar Jeltsíns
Rússlandsforseta, sem nýlega komu
út, hefur vakið mikla athygli en bók-
in þykir sýna mann sem þjáist af
þunglyndi og óöryggi og mann sem
er jafnharður við undirmenn sína og
sjálfan sig.
Bókin, sem nefhist The View from
the Kreml, er annað bindi endur-
minninga Jeltsíns og hún þykir jafn
opinská og fyrri bókin, sem kom út
fyrir fjórum árum, en þá var nýbúið
aö kjósa Jeltsín sem þingforseta.
Ólíkt flestum endurminningum
stjómmálamanna, sem gefa allt að
því fullkomna og trausta mynd af
þeim, þá viðurkennir Jeltsín veik-
leika sína og segir að hann hafi ekki
alltaf tekið réttu ákvarðanimar.
Hann afhjúpar sjálfan sig fyrir les-
endum og segist m.a. vera auðsærður
og einmana.
Forsetinn segist hafa þjást af þung-
lyndi, svefnleysi og höfuðverkjum á
nætumar og aö hann hafi grátið og
oftsinnis hafi örvænting gripið hann.
Þá segist hann oft á tíðum vera
Boris Jeltsín lýsir veikleikum sinum
I bókinni og segist m.a. ekki alltaf
hata tekið réttu ákvarðanimar.
Símamynd Reuter
kvalinn af ráðaleysi og að hann geri
stundum fljótfæmisleg mistök sem
hann sjái síðan eftir. í því sambandi
nefnir hann val sitt á Alexander
Rútskoj sem varaforseta árið 1991.
Hann segist ekki hafa vitað hveijum
hann ætti að bjóða með sér í barátt-
una og hafi því ákveðið að velja
Rútskoj sem honum þótti glæsilegur
foringi sem myndi hæfa vel í kosn-
ingabaráttu sína.
„Okkur Rútskoj kom einfaldlega
ekki saman seinna meir,“ segir Jelts-
ín. Hann viðurkennir að hann hafi
gert svipuð mistök með Ruslan Kasb-
úlatov, sem ásamt Rútskjov leiddi
októberuppreisnina sem varð næst-
um til þess að Jelstín missti embætt-
ið.
„Fyrrum stórveldi mun ekki líða
undir lok eins og ekkert sé. Það eru
fleiri hörmungar sem eiga eftir að
kom yfir,“ varar Jeltsín við.
Jeltsín verður fyrsti leiðtogi lands-
ins sem geftir upp embætti sitt af
fijálsum og fusum vilja en stjómar-
tíð hans lýkur 1996. Hann segist vilja
hverfa frá embætti með þvi að gefa
fordæmi um venjulegt, reglubundið
og siðað brotthvarf.
Reuter