Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Qupperneq 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.1994, Qupperneq 25
ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ1994 25 Meiming Nóra og Hedda Leikfélag Kópavogs ræöst ekki á garöinn þar sem hann er lægstur í verkefnavali. í einni og sömu sýn- ingu færir þetta áhugafélag - fullt af áhuga - upp tvö af öndvegisverkum Henriks Ibsens, Brúöuheimihð og Heddu Gabler. Þaö gefur auga leiö aö enginn vegur er að koma verkunum fyrir í eins kvölds sýningu nema stytta þau til muna. Ásdís Skúladóttir leikstjóri meitlar verkin niður, en þó þannig aö áhorfandinn þarf ekki að vera gjörkunnugur þeim til þess aö „ná“ aUri atburðarás- inni. Styttingarnar koma fyrst og fremst niður á hinni dramatísku uppbyggingu og persónusköpuninni því að hér er óneitanlega fariö á hraöferð í gegnum verkin. Útkoman verður í þá veru aö hér sé eiginlega verið aö spreyta sig á einstökum atriðum úr verkum Ibsens og kynna persónur og fléttu. Engum óþarfa tíma er eytt í milhsph og flúr og tækifæri til djúpköfunar gef- ast ekki. Ungir áhugaleikarar fara með hlutverkin og hafa augljóslega notiö ákveðinnar handleiðslu leikstjórans. Framsögn var skýr og góð, mótun persóna vel lögð Leiklist Auður Eydal upp og það var áberandi að engum var ofætlað. Þær túlkunai’leiðir sem valdar vorú og áherslur í persónu- sköpum miðuðust alfarið við getu hvers og eins, og þá auðvitað fyrst og fremst að hér var áhugafólk að leika. Með þessu móti fékkst áferöargóður blær á bæði verkin, jafnræði með leikurum og frammistaða í ein- stökum hlutverkum var í mörgum tilfehum góð. Það var ekki farið með neinum gassa í túlkun einstakra persóna, heldur var eins og fyrr sagði hverjum einum sniöinn stakkur eftir vexti. Af leikurum má nefna Jóhönnu Pálsdóttur, sem er sviðsvön og lagði athyglisverðar áherslur í hlutverki Heddu Gabler. Hún hafði hlutverkið vel á valdi sínu og náði að sýna Heddu sem lifandi manneskju, með töluverðum litbrigöum. Inga Björg Stefánsdóttir lék Nóru á settlegum nótum og Skúh Rúnar Hilmarsson vakti athygh fyrir líflega túlkun á mikilvægum hlut- verkum í báðum verkunum. Einar Þór Samúelsson náði góðum tökum á persónu Jörgens Tesmans. Sviðsbúnaður var einfaldur og sömu munimir nýtt- ir fyrir bæði verkin. Þetta kom ágætlega út þó að Hjá- leigan sé ekki alveg nógu hepphegt leikhús í núver- andi mynd. Sérstaklega er það stór og mikill stigi th hhðar við sviðið sem er til lítils yndisauka og mætti að ósekju hverfa um leið og innkomuleiðir væru bætt- ar. Þegar upp er staöið spha verkin tvö saman í áhuga- verðum samanburði og stúdíu á höfuðpersónunum tveimur. Óhjákvæmhega kemur í hugann hsthegur flutningur Juni Dahr, norskrar leikkonu sem var með eins manns sýningu í Norræna húsinu fyrir nokkrum árum. Hún kynnti sex „konur Ibsens" með því að velja atriði úr sex leikritum hans, undir yfirskriftinni: „Reyndu að loka örn inni í búri og hann mun bíta í grindurnar, hvort sem þær eru úr járni eða guhi.“ Þær Nóra og Hedda eru tvær af þessum konum og hvorug þeirra fellir sig við að vera lokuð inni í búri, þó gyllt sé. Verkefnaval L.K. sýnir metnað og vilja og þó svo að endalaust megi deila um það í hvaða mæh megi hrófla við verkum öndvegisskálda hefur þetta áræði skilað athyghsverðum árangri, sem áreiðanlega hefur orðið þátttakendum lærdómsríkur. Leikfélag Kópavogs sýnir í Hjáleigunni, Félagsheimili Kópa- vogs:. Brúöuheimilið og Heddu Gabler. Höfundur: Henrik Ibsen. Þýöing: Árni Guönason (Hedda Gabler) og Sveinn Einarsson (Brúðuheimilið). Aðlögun texta og leikstjórn: Ásdis Skúladóttir. Búningar: Hlín Gunnarsdóttir og Hjördis Sveinbjörnsdóttir. Leikmynd: Örn Alexandersson og Ásdis Skúladóttir. Lýsing: Ögmundur Jóhannesson. Inga Björg Stefánsdóttir i hlutverki Nóru. Norrænir vísnadagar 1.-5. maí Tónlistin var fjölbreytt á fyrstu tónleikum Norr- ænna vísnadaga en þeir voru haldnir í Norræna hús- inu 1. maí. Þar stigu fyrst á svið hjónin Guðrún Gunn- arsdóttir söngkona og Valgeir Skagfjörð píanóleikari með meiru. Þau fluttu m.a. lag og texta Valgeirs, Mannabörn stór og smá, grípandi gott lag. Annað lag fjallaði um systur kvennaguhsins Don Juans með bráðfyndnum texta í þýöingu Valgeirs. Honum er margt th hsta lagt auk þess aö vera fínn píanisti og Guðrún stendur alltaf fyrir sínu svo bragð er að. Sum- ir urðu fyrir óvæntri ánægju með eitt lagið. Takk fyr- ir það. Fulltrúi Færeyja, Kári Petersen, er búsettur hér á landi. Segja má að í lagasmíðum hans skiptist á venjubundin evrópsk þríhljóma söngvahefð og Dylan- stílhnn með viðeigandi munnhörpuleik. En fyrst og fremst er Kári gamalreyndur vísnasöngvari og lög hans ávallt í góðu samræmi við textana. „Guhkálfa- dansinn" hans var fínn. Frá Finnlandi mætti Mecki Knif og söng þrjú lög við eigin gítarundirleik eins og Kári. Athyghsverða hljómaganga rokkættar mátti greina í tveimur lögum; hið þriðja á hreinræktaðra (rokki og) róh. „Tid“ hét besta lagið, svona tímalaust og dæmalaust gott lag. Vegna fákunnáttu í sænskri tungu verð ég að játa að textar Meckis og næstu flytjenda á eftir voru eins og perlur fyrir svín. Fyrsta lagiö sem sænsku fuhtrúarn- ir fluttu var sérdeilis fallegt og haglega samsett. Það næsta var aðeins síðra og eins og dáhtið yflrkeyrt eða ofleikið en snarlega var bætt úr því með þriðja og síð- asta laginu. Fágun og fagmennska í fyrirrúmi hjá þeim Svíum, söngkonunni Thérése Juel og gítarleikaranum Max Áhman. Eftir hlé var komið að Harðar þætti Torfasonar. Ekki var sá sem þetta ritar sáttur við fyrsta lagið hjá hónum eða réttara sagt hálfsúrreahskan textann. Það voru þó skammvinn vonbrigði því að Hörður fór á kostum í laginu um Karl R. Embu og bætti enn um betur í Línudansaranum sem er það besta sem ég hef Tónlist Ingvi Þór Kormáksson enn heyrt frá honum. Á eftir Herði kom fram fulltrúi Norðmanna, Sinikka Langeland, sem var hápunktur þessara tónleika. Tónlist hennar er seiðmögnuð og falleg og studdi yrkisefnin, skóga, vind, ís og hesta (þó ekki beinlínis hestavísur). Mikh rödd hennar magnaði upp stemningu laganna og á einum stað var henni laglega beitt í samvinnu við hljóðmanninn herra Knif á ekkótakkanum. Hljómfögur er hún líka finnska harpan, kantele, sem Sinikka lék á af mikihi hst. Síðasta atriði tónleikanna var Skotinn Rod Sinclair sem mætti fyrir Dani enda hefur hann verið búsettur þar undanfarin 25 ár. Notalegur húmor hans létti lund áheyrenda. Hvort sá húmor er skoskrar eða danskrar ættar er ekki gott að segja. Sinclair flutti m.a. skoskar visur og dansa án strengjaundirleiks en haföi gítarinn í þess stað sem trommu og var sá flutningur í meira lagi skemmthegur. Og að síðustu reif hann tónleika- gesti með sér í fjöldasöng. - Það er óhætt að hvetja aha th að mæta á tónleikana í Hafnarborg næstkom- andi fimmtudagskvöld og í Norræna húsið eða Vala- skjálf á þriðjudagskvöld. Leikhús Leikfélag Akureyrar OPKRIJ DRAUÍiURINN eftir Ken Hill i Samkomuhúsinu kl. 20.30. Laugardag 7. maí, nokkur sæti iaus, Iaugardag14. mai. Ath. Sýningum lýkur i mai! fiar Par eftir Jim Cartwright SÝNT í ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ1 Sýningar hefjast kl. 20.30. Föstudag 6. mai, sunnudag 8. maí, föstu- dag 13. maí, 40. sýning sunnudag 15. mai, föstudag 20. mai, mánudag 23. mai, 2. i hvítasunnu. ATH. Siðustu sýningar á Akureyri. Ath. Ekki er unnt að hleypa gestum i salinn eftir að sýning er hafin. Aðalmiðasalan í Samkomuhúsinu er opin alla virka daga nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýningu. Simi 24073. Simsvari tekur við miðapöntunum ut- an afgreiðslutima. Ósóttar pantanir að BarPari seldar i miðasölunni i Þorpinu frá kl. 19 sýn- ingardaga. Simi 21400. Greiðslukortaþjónusta. ÞJÓDLEIKHÚSIÐ ‘Sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00 GAUKSHREIÐRIÐ eftir Daie Wasserman 7. sýn. föd. 6/5, örfá sæti laus, 8. sýn. föd. 13/5, nokkur sæti laus. Ath. Siðustu sýningar í vor. GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Simonarson í kvöld, örfá sætl laus, fid. 5/5, örlá sæti laus, laud. 7/5, uppselt, sud. 8/5, uppselt, mvd. 1115, uppselt, fid. 12/5, uppselt, laud. 14/5, uppselt, laud 28/5, uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega. SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri með söngvum Á morgun kl. 17.00, nokkur sæti laus, laud. 7/5 kl. 14.00,, sud. 8/5, kl. 14.00, laud. 14/5 kl. 14.00, sud. 15/5 kl. 14.00. Ath. Sýningum lýkur sud. 15. maí. Litla sviðið kl. 20.30 KÆRA JELENA eftir Ljúdmilu Razúmovskaju Þri. 17/5, mvd. 18/5, fid. 19/5, föd. 20/5, þrd.31/5. Ath. aðeins örfáar sýningar. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga frá 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti simapöntunum virka daga frá kl. 10. Græna linan 99 61 60. Greiðslukortaþjónusta Tilkyimmgar Lancer bíll tekinn úr Laufengi Silfurgrár Mitsubishi Lancer árg. 1987 hvarf úr bílastæði við Laufengi á laugar- dagsnóttina milli kl. 24-04. Ef einhver hefur orðið vitni að því eða veit um ferð- ir bílsins er hann vinsamlegast beðinn að hringja í síma 861015 eða hafa sam- band við lögregluna. Uppboð óskilamunadeildar lögreglunnar í vörslu óskilamunadeildar lögreglunnar er margt óskilamuna. Þeir sem hafa glat- að munum er bent á að hafa samband við skrifstofu óskilamuna, Borgartúni 33, kl. 10-12 og 14-16 alla virka daga. Óskila- munir sem hafa veriö í vörslu lögregl- unnar í ár eða lengur verða seldir á upp- boði í uppboðssal Vöku að Eldhöfða 4-6 laugardaginn 7. maí kl. 13.30. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR GLEÐIGJAFARNIR eftir Neil Simon með Árna Tryggva og Bessa Bjarna. Þýöing og staðfærsla Gísli Rúnar Jónsson. Fimmtud. 5. mai, táein sæti laus, laugard. 7. mai, fáein sæti laus, föstud. 13/5, fáein sæti laus, sunnud. 15/5, miðvikud. 18/5, limmtud. f 9/5. Sýnlngum ter lækkandl. Stóra sviðið kl. 20. EVALUNA Leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson. Unnið upp úr bók Isa- bel Allende. Lög og textar eftir Egil Ólafsson. Gjábakki, félagsheimiii eldri borgara í Kópavogi Munum, sem eiga að vera á basar og sýningu í Gjábakka 10. og 11. maí, þarf aö skila í þessari viku. Upplýsingar í s. 43400. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágr. Þriðjudagshópurinn kemur saman í kvöld í Risinu. Sigvaldi velur lög og leiö- beinir Lögfræðingur félagsins er til við- tals á fimmtudaginn, panta þarf tíma í s. 28812. Félag eldri borgara í Kópavogi í kvöld kl. 19 verður spilaður tvímenning- ur að Fannborg 8 (Gjábakka). Föstud. 6. mai, fáein sæti laus, sunnud. 8. mai, limmtud. 12. mai, laugard. 14. maí, fáein sæti laus, næstsiöasta sýnlng, föstud. 20. maí siðasta sýning. Gejsla(jiskur mej lögunum úr Evu Lunu tll sölu i miðasölu. Ath.: 2 mlðar og gelsladiskur aðeins kr. 5.000. Miðasala er opin kl. 13.00-20.00 alla daga nema mánudaga. Tekið á móti miðapöntunum í síma 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasimi 680383. Greiðslukortaþjónusta. Muniö gjatakortin okkar. Tiivalin tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur- Borgarleikhús. Námskeið Tónlistarkennsla Tónsmiöja Ingnnars stendur fyrir tónbst- arkennslu í vor og sumar. Kennt verður í Reykjavík og Hafnarflrði. Námskeiðm eru fyrir fólk á öllum aldri og hefjast þau í byijun maí. Upplýsingar og innritun í s. 683031 og í íþróttahúsmu v/Strandgötu í Hafnarfirði, s. 51711. Námskeið í skyndihjálp Reýkjavíkurdeild RKÍ gengst fyrir nám- skeiði í almennri skyndihjálp sem hefst 4. maí. Kennsludagar verða 4., 5. og 9. mai. Kennt verður frá kl. 19-231 Armúla 34,3 hæð. Þátttaka er heimil öllum 15 ára og eldri. Þeir sem hafa áhuga á að kom- ast á þetta námskeið geta skráð sig í s. 688188 frá kl. 8-16. Silfurlínan Sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara aUa virka daga kl. 16-18. f LE/KLfSTARSKÓLI ISLANDS Nemenda leikhúsið SUMARGESTIR ettir Maxim Gorki i leikstjórn Kjartans Ragnarssonar. í kvöld kl. 20. Fimmtudag 5. mai kl. 20. Miöapantanir i sima 21971. Tapaðfundið Fjallahjól hvarf úr Hamraborg Svart 18 gira karlmannsfjallahjól af gerð- inni Dimonds hvarf frá Hamraborg 26, Kópavogi, sl. miðvikudag. Ef einhver hefur séð hjóhð eða veit hvar það er nið- urkomið er hann vinsamlegast beðinn að hringja í s. 642632.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.