Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Page 5

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Page 5
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 5 Fréttir Jón Steinar Gunnlaugsson hyggst óska eftir hraðri meðferð í tryggingamatsmálum: Hæstiréttur mun reyna að hraða slysamálunum Líkur eru á aö Hæstiréttur muni hraða meðferð slysatryggingamála þegar þau berast þangað tilbúin frá lögmönnum eftir dómsmeðferð í hér- aðsdómi. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður sagði í samtali við DV að áhugi væri fyrir því að leita eftir samstarfi við lögmenn tryggingafélaganna um að óska eftir því við Hæstarétt að nokkrum mál- um yrði hraðað - þannig verði hægt að leggja einhverjar línur út frá nið- urstöðu dómstólsins og þá væntan- lega komast að samkomulagi í fjöl- mörgum málum sem eru nú þegar í meðferö hjá Héraðsdómi Reykjavík- ur. Þar eru um 140 mál óafgreidd og er meðalafgreiðslutími hvers máls um eitt ár. Á þriðja tug dómsmála hafa þegar verið afgreidd. Ekkert þeirra er hins vegar beinlínis tiibúið til meðferðar í Hæstarétti þó svo að ákveðið hafi verið að áfrýja þeim. Erla Jónsdóttir hæstaréttarritari sagði í samtali við DV í gær að engin formleg beiðni hefði verið lögð fram ennþá varðandi það að hraða með- ferð tryggingamálanna. „Sé þess ósk- að verður reynt að verða við slíku,“ sagði Erla. Frá því snemma á árinu 1992 hafa einstaklingar sem hafa lent í slysum rekið mál á hendur tryggingafélög- unum - hver fyrir sig. Ástæðan er að seinni hluta árs 1991 tóku trygg- ingafélögin öll upp nýjar verklags- reglur sem kveða á um uppgjör bóta vegna líkamstjóns og reis mikill ágreiningur í kjölfarið. Eins og fyrr Flugliðar Atlanta: Sluppu frá Dubai með áminningu Flugliðarnir tveir frá Atlanta, sem voru í farbanni í Dubai vegna með- ferðar áfengis á almannafæri, sluppu frá dómara þar í borg í fyrradag án þess að greiða sekt en fengu áminn- ingu fyrir vikið. Flugliðarnir fóru til Jedda í Saudi-Arabíu og hefja fyrri störf hjá flugfélaginu en um er að ræða flugfreyju og flugþjón. Viðurlög viö meðferð áfengis á al- mannafæri eru ekki eins ströng í Sameinuðu arabísku furstadæmun- um eins og í Saudi-Arabíu þar sem Atlanta er með bækistöðvar sínar. Algengt er að erlendir ferðamenn eða starfsmenn í Saudi-Arabíu fari til furstadæmanna til að skemmta sér. Starfsmenn Atlanta hafa fengið að finna fyrir ströngu eftirliti í Saudi- Arabíu því fyrr í vor handtók þar- lend trúarlögregla flugmann og flug- freyju Atlanta sem komu saman út úr leigubíl og í ljós kom að þau voru ekki hjón. Kona má ekki vera í fylgd með karlmanni nema um hjón sé að ræða. íslensku samstarfsmennirnir sluppu við fangelsi í þetta skiptið. SlysiöáFlúðum: Maðurinn látinn Maðurinn sem brenndist er hann féll ofan í heitan pott á Flúðum um seinustu helgi lést á gjörgæsludeild Landspítalans í fyrrinótt. Hann var 23 ára og hét Öm Arnarson, frá Öxl I í Húnavatnssýslu. Svo virðist sem vatnið í pottinum hafi verið allt að 70 stiga heitt og hlaut maðurinn bmnasár á 90 pró- sent líkamans. Ekki er ljóst hvað olli því að vatnið, sem venjulega er um 40 stig, var svona heitt. segir hafa nokkrir dómar gengið í þeirra fallið tjónþolum í vil. Trygg- dómum og áfrýjað til Hæstaréttar. fengið á meðan á löngum mála- málum sem þessum og hafa flestir ingafélögin hafa ekki unað þeim Tjónþolamir hafa því engar bætur rekstrinum stendur. KR. 2.495.000 ► Staðalbúnaður m.a.: 130 ha. 2.51 vél, fjarstýrðar samlæsingar, rafdrifnar rúður, speglar og loftnet, veltistýri, álfelgur o.fl. Bestu jeppakaupin! jeep cherokee jamboree Hreinir yfirburðir! 190 ha. 4.01 vél fáanleg. Klassísk vönduð innrétting. 90% þeirra sem keyptu amerískan jeppa á síðasta ári, völdu Jeep. Það sem af er þessu ári hefur ekki verið hægt að anna eftirspurn eftir nýja Cherokee Jamboree jeppanum, enda verðið hreint ótrúlegt. Með tilkomu aukasendinga, er þessi sígildi lúxusjeppi nú til afgreiðslu strax! w Jeep NYBYLAVEGUR 2, KÓPAVOGUR, SÍMl 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.