Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994
7
Sandkom
Jæja. twwaö-
einseinnaagur
ffl kosninga,
eöatil D-dags-
inseinsogsjall-
arnirmyndu
orða það. Skoð-
anakannanir
sýnaaðlúart-
veikiiReykUU-
ingarættuað
takaauka-
skammtafpill-
unumsinmn
annað kvöld svo óiremdarástand
skapist ekki á sjúkrahúsunum að
óþörfu. Mjótt er á mununum en j*ir
sem telja Reykjavíkurlistann bera
sigur úr býtum eru farnir að spá í
framhaldið. Gárungar talaum að j
öndvegissúlurborgarinnar verði
Rúntan ristar eftir kosningarnar. Þá
er veriö að taia tim Ingibjörgu Sól-
rúnu i áttunda sætinu, Sigrúnu i
fyrsla sætinu, Guðninu A. íöðru og
Guðninu Ö. í því þriðja.
Reða D?
Kosningamar
virðastsnúast
um slaginn í
Reykjavíkog
h.dda mæiti að
hvergi atinars
staðarværi
kosiðámorg-
un Sjálfstæðis-
mennogR-
iistatölk iitiijast
timhwrtem-
astaatkvæðiog
síðusfudaga
hefur baráttain einkennst afskeyta- :
sendingum milli aöiia frekar en mál-
efnalegri umræðu. Bókstaflrnir Rog
D munu blasa við kjósandanum >
kjðrklefanum á morgun. Sumirsegja:
að R standi fyrir Rey kja vík á meðan
aðrir segj a D fyrii' Davíð. Og s vo
spyrja menn hvað sé líkt meö kosn-
ingum og sjálfskiptingu í bflum. Jú,
R er fyrir aftur á bak en D áfram!
Grilla humar
Höidum okkur
ennviðkosn-
ingarnar. D-
iistinn hefur
geiiöúi nukii.
blaðimiágæti
sittogþarem
birtarnokkrar
yfirheyrsluryf-
irefstuírani-
bjóðendmn
Samkvæmt
svörum þeirra
umhvaðáað
gera daginn eftir kosningar ættu ná-
grannar viðkomandi frambjóðenda
að veita þeim athygli á sunnudaginn.
Til dæmis ætlar Inga Jóna að grilla
huinar, Þorbergur ætiar að fara út í
garð og hrópa ferfalt húrra, Hilmar
Guðlaugs ætlar að sofa, Guðrún Zo-
égaætlar að vinna í garöinum sínum,
Gunnar Jóhann æfiar að fagna sigri
með þvi aö renna fyrir silung f Eiliða-
vatni með krökkunum sínum og Vii-
hjálmur Þ. er með furðulegasta dags-
verkið; að hefja undirbúningkosn-
inganna eför 4 ár. Memi spytja:
Vegna hvers?
Atglíma
Aðiokumskul-
umviðlétta
okkurlmidá
öðruenkosn-
mgahjaliK.it
urópinfrá
óncfndrikonuí
(K)ó]iavogi
vöktuathygli á
dögunumeftir
aðDVbirtifrétt
um málið. Ná-
grannarnir
bárusigiliaaf
ógurlegum amorsiátum konunnar og
erfitt er að henda grin að því þegar
tolk iettdir á götunni vegna svona
:máia. Engu aðsíður voru ópin helsta :
umflöllunarefnið í kaffitímum úti um
alia borg. Faiið var aö tala um Ópa
vogogað iöggan hefði hringt i norska
kollega sína og tilky nnt þeim fund á
Ópinu. Hagj'rðingarhafaeinnigspáð
í spiiin og eftirfarandi limra er talin
ættuöaönorðan:
Ast þeirra vareins og atglíma,
atiiöfnin tók engan smátima.
Fyrst kom óp og hún stundi
og siðan geit sem í hundi,
þindarlaust áfram í þrjá tíma.
Fréttir
Þorskveiðamar og kvotakerfið:
AMrei farið að til-
lögum fiskifræðinga
- síðustu 6 ár hefur verið veitt 291 þúsund tonnum meira en þeir lögðu til
Skýrsla Hafrannsóknastofnunar
um ástand nytjastofn á íslandsmið-
um og tillögur þeirra um hámarks-
veiðar hinna ýmsu fisktegunda verð-
ur birt strax eftir helgi, eins og fram
kom í DV í gær. Menn bíða þessarar
skýrslu og tillagna fiskifræðinganna
með mikilli eftirvænting ár hvert.
Samt er það svo að aldrei, síðan afla-
mark kvótakerfisins var tekið upp
1988, hefur verið farið eftir tillögum
fiskifræðinganna. Ogá árunum með-
an sóknarmarkið var við lýði var
aldrei hægt að fara nákvæmlega eftir
tillögum þeirra um hámarks þor-
skafla.
Ef tekin eru 6 síðustu ár frá 1988
til og með 1993, en það er sá tími sem
aflamarkið hefur verið í gildi, hafa
verið veidd 1.821.000 tonn af þorski
en tillögur fiskifræðinganna voru
upp á 1.530.000 lestir. Það hefur ævin-
lega verið þannig að fiskifræðingarn-
ir leggja til ákveðna tölu, ríkisstjórn-
in hækkar hana og síðan er veitt mun
meira en ríkisvaldið leyíir.
Taka má sem dæmi árið 1990. Þá
lögðu fiskifræðingar til að ekki yrði
veitt meira en 250 þúsund lestir af
þorski. Ríkisvaldið ákvað að leyfa
veiðar á 325 þúsund lestum en árs-
veiðin varð 354 þúsund lestir af
þorski.
Ríkisstjómir á hverjum tíma hafa
alltaf leyft meiri þorskveiði en fiski-
fræðingarnir lögðu til. Ráðherrar
hafa jafnan beitt þeim rökum fyrir
sig að þjóðarbúið þyldi ekki eins
mikinn aflasamdrátt og fiskifræðing-
arnir lögðu til.
Ástæðumar fyrir því að alltaf hef-
ur verið veitt meira en stjórnvöld
hafa ákveðið eru einkum þrjá. í
fyrsta lagi svokölluð línutvöföldun.
Það er að frá því í nóvember og til
febrúarloka hefur helmingur alls
afla línubáta verið undanþeginn
kvóta. Það er svo að sjálfsögðu mis-
jafnt frá ári til árs hversu vel veiðist
á línuna.
Þá er það veiði krókabáta. Þar hef-
ur verið um frjálsa veiði að ræða.
Eina takmörkunin á veiðum þeirra
eru svokallaðir banndagar. Og loks
er svo kvótatiiflutningur á milh ára.
í lögum um stjórn flskveiða, sem
samþykkt vom á Alþingi í vor, er
reynt eftir megni að koma í veg fyrir
að þorskaflinn geti orðið meiri en
stjórnvöld heimila hverju sinni. Það
á svo eftir að koma í ljós hvort ein-
hver göt leynast þar á.
Austfirðingar fagna sumrinu eins og aðrir landsmenn. Síðastliðið sumar
var afspyrnulélegt eystra enda lét sólin vart sjá sig yfir sumarmánuöina.
Ungviðið á Eskifirði naut þvi veðurblíðunnar í botn þegar sólin gægðist
fram úr skýjunum á dögunum. Á myndinni má sjá Guðjón stóra bróður
aka Birgi litla bróður eftir Strandgötunni i opnum glæsivagni. DV-mynd BG
Arnar Sigurmundsson:
Hungurmörkin
íkringum 175
þúsund lestir
„Eg tel að ekki sé hægt að fara
niðurfyrir 175 þúsund lestir af þorski
á ári. Eg held að hungurmörkin Uggi
þar og maður hefur ekki hugsað til
þess að reikna dæmið með minni
aíla,“ sagði Arnar Sigurmundsson,
formaður Samtaka fiskvinnslu-
stöðva, um hvað hann teldi hægt að
fara neðarlega í þorskveiðunum.
Hann benti á að það væri ekki lítil
skerðing frá núverandi veiðum að
fara niður í 175 þúsund lestir. Gera
má ráð fyrir að þorskveiðin verði
ekki undir 225 þúsund lestum í ár.
Hafrannsóknastofnun lagði til að
veiddar yrðu 150 þúsund lestir í ár.
Stjórnvöld heimiluðu 165 þúsund
lestir en vegna ýmissa ákvæða fer
veiðin í um 225 þúsund lestir.
„Með nýju lögunum um stjóm fisk-
veiða minnka líkurnar á því að aflinn
fari fram úr þeirri tölu sem stjóm-
völd heimila hverju sinni. Samt sem
áður er það umtalsverður samdrátt-
ur að fara með þorskveiðarnar niður
í 175 þúsund lestir og þá væri það
fjórða árið í röð sem þorskaflinn yrði
minnkaður. Auðvitað myndi það
kalla á enn meiri halla í rekstri fisk-
vinnslustöðvanna vegna þess að
flestir eru búnir að teygja sig til hins
ýtrasta í hagræðingu. Fólk í fisk-
vinnslu hefur ákveðna kauptrygg-
ingu og þaö verður alltaf erfiðara aö
standa við hana eftir því sem afla-
magnið dregst saman. Rússafiskur-
inn hjálpar nokkuð að vísu, sem og
það að dregið hefur úr útflutningi á
ferskum fiski. í fyrra var flutt meira
inn af óunnum fiski en flutt var út
og er það í fyrsta sinn sem svo er.
En það er alveg sama hvernig við
veltum þessu máli fyrir okkur, hung-
urmörkin í þorskveiðum fyrir þjóð-
arbúið tel ég vera í kringum 175 þús-
und lestir á ári,“ sagði Arnar.
Þúsundir launþega
f á ekki eingreiðsluna
Mörg þúsund launþegar fá ekki 6
þúsund króna eingreiðsluna sem
láunanefnd ASÍ og VSÍ sömdu um,
og BSRB og ríkið gengu inn í, að
greidd yrði um næstu mánaöamót.
Ástæðan er sú að stéttarfélög þeirra
eru með lausa kjarasamninga.
Hóparnir sem hér um ræðir eru
allir sjómenn á fiskiskipaflotanum,
undir- og yfirmenn, yfirmenn á
kaupskipaflotanum, rafiðnaðar-
menn hjá Landssambandi íslenskra
rafverktaka, flugvirkjar, flugfreyjur
og matreiðslumenn. Hjá BSRB eru
það ljósmæður og sjúkraliðar sem
ekki fá eingreiðsluna. Vafi leikur á
um Landssamband slökkviliðs-
manna sem er að ganga frá samning-
um um þessar mundir.