Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Síða 15
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994
15
Vinnusvæði við gatna- og vegagerð:
Fækkum slysum
-merkjumbetur
Mikiö er rætt um óhöpp og slys
í umferðinni. Þorsteinn Pálsson
dómsmálaráðherra hefur sett fram
það markmið að umferðaróhöpp-
um fækki um fjórðung á næstu
árum. Vinna þarf skipulega að
fækkun óhappa til þess að ná þessu
markmiði. Ymislegt hefur þokast í
rétta átt.
Nýframkvæmdir og viðhald
Nú fer í hönd sá tími sem viðhald
og nýfrcunkvæmdir gatna og vega
standa sem hæst. Lengi hefur mér
þótt sem merkingar framkvæmda-
aðila hér á landi væru alisendis
ófullnægjandi, reyndar svo að mik-
il hætta stafar af. Við sem störfum
við tjónamál hjá vátryggingarfé-
lögunum teljum að oft megi rekja
óhöpp til lélegra og/eða takmark-
aðra merkinga eða viðvarana. Sé
KjaUaiiim
Pétur Már Jónsson
deildarstjóri
„Hér í Reykjavík þekkjum við tilvik þar
sem vinnuvélar eru að verki jafnvel án
nokkurra merkinga, akreinum er lok-
að án nokkurs aðdraganda... “
Utið til nágranna okkar annars
staðar á Norðurlöndunum verður
að segjast að þessi mál eru tekin
allt öðrum og betri tökum þar. Þar
er ekki liðið annað en slíkir kaflar
séu vandlega merktir. Ekki verður
séð að síður sé þörfgóðra aðvarana
hér á landi þar sem aðstæður eru
iðulega erfiðar.
Ákvæði um merkingar
Séu umferðarlög skoðuð stendur
í 86. gr. þeirra: „Þar sem vegavinna
fer fram eða vegi er raskað af öðr-
um ástæðum, þannig að hætta stafi
af, er þeim, sem stjómar verki,
skylt aö sjá um, að staðurinn verði
merktur á fuilnægjandi hátt.“ í
reglugerð um umferðarmerki og
notkun þeirra er í örstuttu máli
fjallað um merki sem kallast A17
og ber að nota þegar nauðsynlegt
þykir að benda á stað þar sem unn-
ið er að framkvæmdum á vegi.
Ófullnægjandi merkingar
Flestöll þekkjum við dæmi um
engar, litlar og lélegar merkingar
framkvæmdaaðila hér á landi sem
oftast eru látnar átölulausar af lög-
reglu og verkbeiðendum sem oftast
eru sveitarfélög eða Vegagerð ríkis-
Greinarhöfundur telur nauðsyn á skýrari og afdráttarlausari ákvæðum
um viðvörunarmerki þar sem staðið er að gatna- og vegagerðarfram-
kvæmdum.
ins. Ennfremur eru merkingar
ekki síður ófufinægjandi þegar
þessir aðilar standa sjálfir að fram-
kvæmdunum. Hér í Reykjavík
þekkjum við tilvik þar sem vinnu-
vélar eru að verki jafnvel án nokk-
urra merkinga, akreinum er lokað
án nokkurs aðdraganda, menn að
verki úti á vegi eða götu án merk-
inga og þannig mætti lengi telja.
Þetta á einnig við um framkvæmd-
ir og viðhald úti á landi.
Skýrari ákvæði í reglugerð
Hér verðum við að gera stóra
bragarbót á hið allra fyrsta. Látum
ekki framkvæmdatímabil það sem
nú er hafið líða án þess. Ég vil
hvetja alla aðila til þess að taka
höndum saman og koma þessum
málum í gott horf nú þegar. Þar
má enginn vera undanskilinn;
verktakar, sveitarfélög, Vegagerð
ríkisins og allur almenningur. Ég
vil hvetja fólk til þess að láta í sér
heyra um þessi mál ef það verður
vart við ófullnægjandi merkingar.
Hafið samband við viðkomandi
sveitarfélag, vegagerðina, verktak-
ana eða við lögreglu og berið fram
kvartanir og ábendingar.
Til þess að unnt sé að framfylgja
góðum og vönduðum merkingum
eftir er nauðsynlegt að setja skýr-
ari og afdráttarlausari ákvæði í
reglugerð um viðvörunarmerki þar
sem staðið er að framkvæmdum í
gatna- og vegagerð. Ég vil skora á
dómsmálaráðherra að beita sér
fyrir að slík ákvæði verði sett hið
fyrsta.
Pétur Már Jónsson
Meooc 1
ámóti
Bæjarábyrð til fiskkaupa
Skylda allra að
reyna að skapa
atvinnu
Mín rök fyr-
ir ágæti þess
að fá bæjar-
ábyrgð á lán
tii fiskkaupa
af Rússum
eru að sjálf-
sögöu þau að
hér er ríkj- SigurðurT.Sig*
andi atvinnu- urösson, formaður
leysi. Það er Verkamannafélags-
skylda allra insHlifar
að gera það sem þeir geta til aö
skapa atvinnu sé þess einhver
kostur. Þessi fiskkaup eru bara
einn þáttur til þess. Þama er um
góðan fisk að ræða sem okkur
býðst til kaups í stór minnkandi
og raunar stöðugt minnkandi
ftskgengd hjá okkur sjálfum. All-
ir vita líka aö í því máli eru horf-
urnar allt annaö en góðar. Rússa-
fiskurinn er nú seidur á viðráð-
anlegu verði. Þess vegna eigum
við aö taka eins mikið magn og
við þurfum til daglegs reksturs
fiskvinnslustöðvanna. Viö eigum
lika að kaupa fisk af Rússum til
að nota síðsumars og í byrjun
hausts vegna þess að þaö er göm-
ul saga og ný hjá okkur aö þá
tregðast fiskiríið. Með því að eiga
Rússafisk á lager getum við hald-
ið uppi atvinnu ffarn á haustið.
Ég er vissulega ánægður með
bæjarábyrgð fyrir kaupum á
1.000 lestum af Rússafiski. En við
hefðum átt að vera stórtækari.
Ég heíði viljaö kaupa 2.000 lestir
til geymslu. Þó er eitt að varast
og það er að vera ekki svo frekir
tii kaupanna aö það hækki verðlð
á Rússafiskinum. Varðandi bæj-
aráby rgð á láni til kaupa á Rússa-
fiski þá tel ég enga áhættu í þvi
fólgna.
II m hulda dóma
hagstjórnartækja
Það vakti sannarlega furðu mína
þegar é heyrði í fréttum frá virtri
stofnun að þjóðarbúskapur okkar
væri í góðu lagi en svo var eins og
fyrir tilviljun bætt við að atvinnu-
leysi færi síst minnkandi og talan
7000 nefnd í því tilviki.
Nú veit ég að hagfræðilegur
mælikvarði á þjóðhagsstærðir er
afar framandi okkur venjulegu
fólki en ég hélt þó að atvinnuástand
væi svo snar þáttur þjóðarbúskap-
ar í þess orðs fyllstu merkingu að
hann væri síður en svo í góðu lagi
með svo geigvænlegt atvinnuleysi
innanborðs.
Grunur læðist að
Getur virkilega verið að hinar
villtu og mér liggur viö að segja
villimannlegu kenningar ftjáls-
hyggjunnar um gæði atvinnuleysis
séu famar að gegnsýra hugarfar
manna allt upp í hæstu stöður? Sá
grunur læðist að við þessar fréttir.
Atvinnuleysi sem æskilegt hag-
stjómartæki til að halda niðri
launakjönun fólks er auðvitað
þekkt fyrirbæri úr forðabúri fijáls-
hyggjupostula, en ég var að vona
að svo fjarstæðukennd fim hefðu
ekki heltekið virtustu og bestu
embættismenn. En nóg um það.
KjaJlariim
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi ÖBÍ
Þjóðarbúskapur birtist í ýmsu
myndum og ólíkum, ekki síst þegar
illa árar og það er greinilegt nú þar
sem innri sem ytri óáran leggjast á
eitt og sú innri ekki síður.
Hér á bæ verðum við t.d. vör þess
mikla atvinnuleysis sem í engu sér
fyrir endann á enda sáralítið gert
til þess að draga þar úr með raun-
hæfum og markvissum aðgerðum
svo aftur læðist að sá ljóti grunur
aö einhveijum þyki hér um heilla-
vænlegt hagstjómartæki aö ræða.
Við verðum ekki vör þess að þessi
vá bitni miklu harðar á öryrkjum
en öðmm enn sem komið er. Hins
vegar vitum við af reynslu annarra
þjóða að viðvarandi almennt at-
vinnuleysi kemur hart við öryrkja
fyrr en síðar og því ber okkur að
hafa á fulla gát og þann vamað sem
frekast er unnt.
560 umsækjendur
Á ýmsan hátt annan segir óáran-
in í þjóðfélaginu til sín og hvergi
þá eins og í húsnæðismálum. Fyrir
tveim árum var hjá Húsasjóði Ör-
yrkjabandalagsins biðlisti sem
nam 360 umsækjendum um hús-
næði. Síðan hafa býsna margar
íbúðir nýjar verið í notkun teknar,
en á haustdögum í fyrra vom um-
sækjendur sem biðu 460 og nú síð-
ustu vikur hefur svo um þverbak
keyrt að nú munu umsækjendur
vera um 560 og dag hvem bætist
við.
- Og allt em þetta umsóknir fólks
sem er í miklum vandræðum, allt
yfir í hreina neyð. Afar stór hluti
þessa fólks er geðfatlaður.
Þessi óhugnanlegi biðlisti segir
meira um þjóðarbúskapinn heldur
en margar lærðar tölur hagspek-
inganna. Er ekki kominn tími til
að valdsmenn líti til þessara hluta
og freisti þess að lagfæra það sem
í þeirra valdi stendur? Eða er hús-
næðisleysi máski hagstjómartæki
sem gott er að hafa í handraða?
Helgi Seljan
Sveitarfélög-
unum er það
óheimilt
Vai'ðandi
ábyrgðir
sveitarfélaga
á Iánum til
kaupa á fiski
vil vil ég taka
fram að í
fyrsta lagi tel
ég að sveitar-
félögum sé
óheimilt að
veita slikar v ■
ábyrgöir. Vísa ég í því efhi tíl 89.
gr. sveitarstjómarlaga. Þar kem-
ur fram meðal annars að ekki
megi binda sveitarsjóð við sjálf-
skuldarábyrgð á skuldbindingum
annarra aðila en stofnana sveit-
arfélagsins. Einnig kemur þar
fram að sveitarstjóm verði aö fá
tryggíngar fyrir einlöldum
ábyrgðum sem hún veitir. Aö
óbreyttum lögum viröist mér því
sem sveitarfélög geti ekki ábyrgst
fiskkaup með þeim hætti sem hér
umræöir.
í öðra lagitelég slíkar ábyrgðir
varhugaverðar og geta leitt til
pólitískrar spillingar. Hver á að
njóta ábyrgöar og hver ekki? Eft-
ir hverju veröur farið við ákvarð-
anir um veitingu þeirra? Þá tel
ég, aö sveitarstjórnir eigi almennt
séð ekki aö skipta sér afstarfsemi
sem einstaklingar geta vel sinnt.
Annað skekkir samkeppnisstöðu
atvinnufyrirtækja i eigu einstakl-
inga og/eða samtaka þeura.
„Atvinniileysi sem æskilegt hagstjórn-
artæki til aö halda niöri launakjörum
fólks er auövitað þekkt fyrirbæri úr
forðabúrifrjálshyggjupostula... “
Hreinn Loftsson
lögmaður