Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1994, Page 18
34 FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1994 íþróttir Handknattleikur: Drazen Podunavac, Serbinn i liði FH-inga, skilur Þórsarann Lárus Orra Sigurðsson eftir í leiknum í Kaplakrika gærkvöldi. „Þetta var auðvit- að algjört gris“ - Jón Erling tryggði FH1-0 sigur á Þór á síðustu sekúndu Víðir Sigurðsson skrifar: Það er engum leik lokið fyrr en flautað er af. Þetta gamla spakmæli sannaðist enn og aftur í gærkvöldi þegar Jón Erling Ragnarsson skoraði sigurmark FH-inga gegn Þór, 1-0, í Kaplakrikanum þegar örfáar sek- úndur liíðu af tilþrifalitlum leik. Bæði lið léku langt undir getu og 0-0 virtist við hæfi en undir lokin sóttu FH-ingar talsvert og virtust ósáttari við eitt stig en norðanmenn. Jón Erling, sá reyndi markaskorari sem ekki er pláss fyrir í byijunarliði FH-inga, var réttur maður á réttum stað á örlagastundu en hann hafði aðeins verið inni á í 11 mínútur. „Þetta var auðvitað algjört grís. Varla tíu sekúndur eftir, ég fékk bolt- ann bara og reyndi að snúa mér og skjóta, og það tókst. Þetta var búið að vera mjög dapurt og það má segja um þennan leik að hann hefði getað farið hvernig sem var. Það þarf svona lukku ef hð ætla sér aö vera fyrir ofan miðju. Þetta er ekkert ósvipað og byijunin í fyrra hjá okkur og sígandi lukka er alltaf best,“ sagði Jón Erling við DV eftir leikinn. „Það er hræðilegt að tapa svona, þegar þrjár mínútur eru komnar fram yfir tímann, en leikurinn er ekki búinn fyrr en flautað er af. Auð- vitað er þetta sárt, þeir voru ekki búnir að skapa sér nein færi í seinni hálfleik en við hefðum getað skorað þegar Páll var einn gegn Stefáni. Mörkin koma, ég hef ekki áhuggjur af því og það eru 16 leikir eftir. Það var mjög gott að fá Guðmund Bene- diktsson, hann á eftir að slípast en er feikilega góður og breytir taktin- um í liðinu," sagði Sigurður Lárus- son, þjálfari Þórsara. FH-ingar voru meira með boltann í leiknum, héldu honum betur en Þórsaramir og spiluðu áþekkt og í fyrra en broddinn vantaði. Ath Ein- arsson og Þórhahur Víkingsson fengu fjögur ágæt færi á fyrstu 19 mínútunum en eftir það var marki Þórs htið ógnað. Hjá t>ór var gaman að sjá til Guðmundar Benediktsson- ar í fyrri hálfleiknum, Ólafur H. Kristjánsson réð ekki við hann og var heppinn að sleppa hálfleikinn spjaldlaus. Páh Gíslason og Bjami Sveinbjömsson fengu bestu færi Þórsara en Stefán Amarson sá við þeim í bæði skiptin með góðri mark- vörslu. Vorleikur í Portúgal - Ísland-Portúgal 24-24 „Þetta var alls ekki hörkuleikur og í raun dæmigerður vorleikur. Hann var ekki einu sinni spennandi en þó sáust inn á milli hjá strákunum ágætir kaflar," sagði Einar Þorvarð- arson, aðstoðarlandshðsþjálfari í handknattleik, en hann stýrði ís- lenska hðinu í gærkvöldi í vináttu- leik gegn Portúgölum í Portúgal. Lokatölur urðu 24-24 eftir að ís- lenska hðið hafði leitt allan leikinn með tveggja til þriggja marka mun. „Það var greinilegt að margir leik- menn í okkar hði vora þreyttir eftir erfitt íslandsmót en engu að síður var þetta þokkalegur leikur. Við leggjum ekkert ofurkapp á þessa leiki og æfum tvisvar á dag. Þó em strákamir staðráðnir í að koma tap- lausir frá þessum þremur viðureign- um gegn Portúgölunum. Portúgal hefur tekið nokkrum framfömm í handboltanum og hð þeirra er greini- lega á réttri leið,“ sagði Einar enn- fremur. Sigurður Sveinsson og Dagur Sig- urðsson léku ekki með í gærkvöldi vegna smávægilegra meiðsla. Guð- mundur Hrafnkelsson stóð í mark- inu allan leikinn og varði 12 skot. Hinir tveir markverðimir standa í markinu í komandi leikjum og fær hver markvörður því einn hehan leik. Mörk íslands: Patrekur Jóhannes- son 7, Ólafur Stefánsson 5, Bjarki Sigurðsson 4, Jón Kristjánsson 3, Júlíus Jónasson 2, Valdimar Gríms- son 1, Róbert Sighvatsson 1 og Gunn- ar Beinteinsson 1. Indiana átli ekki möguleika - Knicks vann öðru slnni, 89-78, í nótt New York Knicks átti ekki í nein- um erfiðleikum með Indiana Pac- ers í öðmm leik hðanna í úrshtum austurstrandar í bandaríska körfu- boltanum í nótt. Knicks sigraði í leiknum, 89-78, og hefur þvi unnið fyrstu tvo leikina á heimavelh sín- um en næstu tveir leikirnir verða í Indiana. Leikurinn var í nokkuð góðu jafnvægi fram í þriðja leikhluta en þá skildi leiðir og var það ekki síst fyrir frábæran leik Patricks Ew- ings. Kappinn lét sig ekki muna um að skora 32 stig og taka 13 fráköst og áttu leikmenn Indiana lengst af í erfiðleikum með Ewing. í hálfleik var staðan jöfn, 4(M0. Reggie Miher skoraði mest fyrir Indiana, eða ahs 23 stig og Rik Smits skoraði 22 stig. „Við urðum að fara til Indiana með tvo sigra í farteskinu og það gekk eftir. Við vorum ákveðnari í þessum leik en núna eigum fyrir höndum tvo leiki í Indiana. Ef við leikum þar að sama krafti eigum að við að klára dæmiö,“ sagði Pat Riley eftir leikinn við Indiana í nótt. Larry Brown, þjálfari Indiana, var að vonum ekki eins kátur og Riley. Hann sagði Knicks-hðið hafa verið mun ákveðnara og ljóst væri að sínir menn yrðu að mæta til leikjanna í Indiana með breyttu hugarfari. Ewing treður boltanum i körfuna gegn Indiana Pacers í nótt. Símamynd Reuter FH-Þór (0-0) 1-0 1-0 Jón Erling Ragnarsson (90.). Hahsteinn Amarson tók homspymu, boltinn barst út fyrir vítateig Þórs, Ólafur Kristjánsson skaut, boltinn fór í vamarmann og til Jóns sem sneri sér og skoraði. Lið FH: Stefán Amarson - Petr Mrazek, Auðun Helgason, Ólafur H. Kristj- ánsson - Drazen Podunavac, Hallsteinn Amarson, Þorsteinn Hahdórsson, Þórhahur Víkingsson (Jón Erling Ragnarsson 79.), Þorsteinn Jónsson (Lúð- vík Amarson 79.) - Hörður Magnússon, AtU Einarsson. Lið Þórs: Ólafur Pétursson - Sveinn Pálsson; JúUus Tryggvason, Lárus Orri Sigurðsson, Öm Viðar Amarson - Ormarr Örlygsson, Birgir Þór Karls- son, PáU V. Gíslason, Dragan Vitorovic - Bjami Sveinbjömsson, Guðmund- ur Benediktsson (Hreinn Hringsson 70.) FH: 14 markskot, 9 hom. Þór: 7 markskot, 7 hom. Gul spjöld: Þorsteinn H. (FH), Vitorovic (Þór). Rautt spjald: Ekkert. Dómari: Gunnar R. Ingvarsson, með ágæt tök á leiknum. Áhorfendur: SkUyrði: Sól og bhða, KaplakrikavöUurinn heldur ósléttur. ® Stefán (FH), Mrazek (FH), Auöun (FH), HaUsteinn (FH), Ólafur P. (Þór), Láms Orri (Þór), Guðmundur (Þór). Maður leiksins: HaUsteinn Arnarson (FH). Mjög drjúgur á miðjunni hjé FH, góðar sendingar og alltaf spil í kringum hann. Cantonaskoraði Frakkar báru sigurorð af Ástr- ölum, 1-0, á þriggja landa móti sem stendur yfir í Japan. Það var Eric Gantona sem tryggöi Frökk- um sigurinn þegar hann skoraði sigurmarkið á 42. mínútu. Argentínatapaðð Argentínumenn með Diego Maradona og Claudio Caniggia innanborðs töpuðu óvænt fyrir Ecuador, 1-0, í vináttulandsleík sem fram fór í Ecuador í fyrri- nótt. Leikmenn Argentínu vom slappir og vikuðu þungir og Maradona náðí sér aldrei á strik. WilkinstilPalace Gamla kempan Ray WUkins gekk í gær til liðs við Crystal Palace en hann fékk frjálsa sölu frá QPR. Wilkins, sem er orðinn 38 ára gamah, skrifaði undir eins árs samning við Palace sem vann sér sæti í úrvalsdeildinni. Wilkens þjáffari ársins Lenny Wilkens, þjálfari Atlanta Hawks, var í gær útnefndur þjálf- ari ársins í NBA-deildinni. Wilk- ins tók við Atlanta fyrir þetta keppnistímabil og leiddi liðið til sigurs í raiðriðlinum. Jackson í öðru sæti Wilkens hlaut 71 atkvæði af 101 mögulegu en í kjörinu tóku þátt íþróttafréttamenn í Bandarikjun- um. Phil Jackson, þjálfari Chicago, varð annar í kjörinu með 16 atkvæði og George Karl, þjálfari Seattle, varð þriðji með 8 atkvæði. SætursigwDana Danir unnu sætan sigur á Svíum í vináttulandsleik í knatt- spymu í Danmörku í gærkvöldi. Michael Laudrup skoraði sigur- markið og eina mark leiksins. DalyhættirmeðNets Chuck Daly hætti í gær sem þjálfari NBA-liðs New Jersey Nets eftir tvö ár hjá félaginu. Daly mun snúa sér að lýsingum leikja fyrir bandaríska sjón- varpsstöð en hann hefur alla sína hunds- og kattartíð þjálfað í NBA-deildinni. í kvöld Trópídeildin: Fram-ÍA....................kl. 20.00 2. deild: KA-Víkingur............kl. 20.00 HK-ÞrótturR................kl. 20.00 ÍR-Grindavík...............kl. 20.00 3. deild: Dalvik-Skallagi-imur.kl. 20.00 Haukar-Reynir S......kl. 20.00 Höttur-BÍ..................kl. 20.00 Tindastóh-Völsungur..kl. 20.00 Víðir-Fjölnir..............kl. 20.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.