Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1994, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 1994
11
Fréttir
Hæstiréttur klofnar í tryggingarmáli vegna báts sem sökk:
Eigandinn fær 19 milKónir
Hæstiréttur hefur dæmt Báta-
ábyrgðarfélag Vestmannaeyja til að
greiða útgerðaraðila mb. Nönnu VE-
294 tryggingarfé eftir að báturinn
fórst 7, mars 1989.
Málsatvik eru þau að í desember
1988 tókust samningar milli eiganda
bátsins og Bátaábyrgðarfélagsins um
kaup á vátryggingum á mb. Nönnu.
Bátaábyrgðarfélagið óskaði eftir
endurtryggingu á hagsmunatrygg-
ingu nokkurra báta við Trygginga-
miðstöðina en mb. Nanna var ekki
þar á meðal.
í hinum áfrýjaða dómi er lýst fundi
aðila 16. janúar 1989 þar sem rætt var
um tryggingar bátsins, og ágreiningi
þeirra um niðurstöðu samræðna.
Telur framkvæmdastjóri Báta-
ábyrgðarfélagsins niöurstöðuna hafa
orðið þá að útgerðaraðih mb. Nönnu
hafi ekki óskað að hafa hagsmuna-
tryggingu áfram vegna þess hve önn-
ur trygging væri orðin há.
Útgerðaraðilinn er á öðru máli um
efni fundarins 16. janúar. Telur hann
þá hafa rætt um hvort sleppa skyldi
hagsmunatryggingu, en fram-
kvæmdastjóri Bátaábyrgðarfélags-
ins talið það óráölegt í augnablikinu.
í skýrslu framkvæmdastjóra Báta-
ábyrgðarfélagsins er því haldið fram
að vátryggingarskírteini mb. Nönnu
hafi verið gefið út um miðjan febrúar
1989. Það hafi verið sent útgerðarað-
ilanum, eftir að endurtryggingar-
samningur hafði verið gerður við
Tryggingamiðstöðina. Skírteinið er
ódagsett og óundirritað og fullyrðir
útgerðaraðilinn að hann hafi ekki
fengið það í hendur fyrr en töluvert
eftir að bátmánn fórst 7. mars 1989.
Gegn eindregnum mótmælum
hans þótt ósannað að skírteinið hefði
borist honum í hendur fyrr. Var
Bátaábyrgðarfélaginu því gert að
greiða útgerðaraðilanum tæpar 19
milijónir króna með dráttarvöxtum
og málskostnað í héraði.
Tveir dómarar skiluðu sératkvæði
og töldu að hagsmunatrygging hefði
ekki verið í gildi og fyrir lægi yfir-
lýstur vilji útgerðaraðilans að hafa
ekki slíka tryggingu.
Haganesvík:
Anægðir grásleppukarlar
Öm Þóraimsson, DV, Fljótum:
Grásleppukarlar sem gera út frá
Haganesvík tóku upp netin í lok
maí. 4 trillur voru gerðar út og fengu
þær 130 tunnur af hrognum. Vertíðin
nú var þokkaleg að mati útgerðar-
manna og mun skárri en í fyrra en
þá var veiðin líka með lakasta móti.
Veiðamar stóðu í tvo mánuði og
var nokkuð jafnt kropp mestallan
tímann þar til í lokin að botninn datt
úr veiðinni. Þar sem verð á hrognun-
um er nú með hæsta móti, - 58 þús-
und krónur brúttó fyrir tunnuna -
auk þess sem mjög lítið netatjón varð
á vertíðinni eru grásleppukarlamir
nokkuð ánægðir með sinn hlut í ár.
Ragnar Steingrímsson, útgerðar-
maðurfrá Stóra-Holti. DV-myndÖrn
Akranes:
Met í hjónavígslum
Siguröur Svenissan, DV, Akranesi:
Allt bendir til þess að í sumar verði
slegin öll met í hjónavígslum á Akra-
nesi. Að sögn séra Björns Jónssonar,
sóknarprests á Akranesi, em þegar
bókaðar 20 vígslur á næstu vikum
og margar eiga eflaust eftir að bæt-
ast við fyrir haustið. Þetta er mun
meira en á síðustu árum.
„Giftingar eru í tísku um þessar
mundir og þær eru góð tíska,“ sagði
séra Bjöm í samtali við DV. „Lengi
vel framan af mínum prestsskap
vora þrír dagar allsráðandi í hjóna-
vígslum; - annar dagur jóla, gamlárs-
dagur og laugardagurinn fyrir páska.
Eitt árið fyrir margt löngu gaf ég
saman 7 eða 8 brúðhjón þann dag.
Hér í eina tíð var algengt að fólk
léti gifta sig í kyrrþey. I dag er oftast
gert mikið úr þessari athöfn með til-
heyrandi aðdraganda eins og því sem
kallað hefur verið steggja- eða gæsa-
partí,“ sagði séra Björn.
SOLIGNUM
olíuviðarvörn
að þínu sumarskapi!
Soiignum Architectural fæst nú í
14 litum - einn þeirra er örugglega
að þínu sumarskapi.
Einnig bjóðum við Solignum grunnefni
og gróðurhúsaefni.
Fæst í flestum mólningarvörubúðum.
CqSKAGFJÖRÐ
ii '/ 'j ; J i’J 5 J\ J V Ji 'J D i J i D
Kristjón Ó. Skogfjörð hf. Umboðs- og heildverslun
Ný íslensk
útgáfa
:
m
F i i a i
ÍISIíllSlílSlS?.
Pálsi Htssirsssi
IrTiMTHiTnTI
Já takk
Frábær íslensk safnplata sem
inniheldur lög með Siggu
Beinteins og N1+,
Mannakornum, Sniglabandinu,
Borgardætrum og fjórtán öðrum
landsþekktum flytjendum.
Safnplata sumarsins.
Megas
- Drög að upprisu
Megas ásamt fremstu
hljóðfæraleikurum landsins
lagði drög að upprisu á
eftirminnilegum hljómleikum í
Hamrahlíð. Diskur með úrvali
frá þessum hljómleikum hefur
nú risið upp og mun stíga niður
í hljómplötuverslanir og gefa
mönnum kost á að kaupa sig.
Í5LAND5KLU5CKUR
ftHmíMt O* THt NOKTM
Islandsklukkur
í tilefni af 50 ára afmæli íslenska
lýðveldisins senda
tónlistarmennirnir Magnús Þór
og Rafn Jónsson frá sér þessa
vönduðu útgáfu með íslenskum
þjóðlögum, rímum og lögum sem
þjóðin hefur tekið ástfóstri við í
gegnum tíðina.
X
Tómas Einarsson
- Landsýn
Bergþór Pálsson, Björgvin
Halldórsson, Einar Örn,
Guðmundur Andri, KK,
Ragnhildur Gísladóttir o.fl.
syngja ný lög eftir Tómas R.
Góður skáldskapur,
skemmtileg tónlist, gjöf til
íslands.
Hörður Torfason — Þel
Ferilplata Harðar Torfasonar.
Platan inniheldur öll þekktustu
lög Harðar sem ekki hafa verið
fáanleg um árabil.
Sinfóníuhljómsveit
íslands - Klami:
Karelian Rhapsody o.fl.
Ný og spennandi útgáfa með
Sinfóníuhljómsveit íslands í
útgáfuflokki Chandos á
norrænni tónlist. Útgáfur SÍ hafa
verið rómaðar víða um heim.
Sönghópurinn
Rjúkandi
Ný útgáfa í tilefni af
sjómannadeginum. Tilgangur
sönghópsins er að lyfta
andanum yfir amstur
hversdagslífsins, gefa
söngáhuganum tækifæri og
skemmta sér og öðrum. Petta
er heimabökuð Ólafsvíkurplata
fyrir alla landsmenn.
JAPISS
Brautarholti 2 • Kringlunni
Sími: 625200