Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.1994, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 27. JÚNÍ 1994 f Fréttir Skoðanakönnun DV um stjómmálaástandið: Meirihluti kjósenda vill haustkosningar - stuðningsmenn stjómarflokkanna þó flestir hveijir afhuga hugmyndinni Mikill meirihluti kjósenda vill að boðað verði til þingkosninga í haust. Þetta er niöurstaða skoðanakönnun- ar sem DV gerði á fimmtudaginn í síðustu viku. Hugmyndin um kosn- ingar í haust fellur hins vegar í grýtt- an jarðveg meðal stjómarsinna því þar á bæ er meirihlutinn andvígur kosningum. Hins vegar em stjómar- andstæðingar mjög áfram um að gengið verði til kosninga. Ef einungis er tekið mið af þeim sem afstöðu tóku í skoðanakönnun DV reyndust 66,4 prósent fylgjandi Niðurstaða skoðanakönnunar DV Spurt var: „Ertu fylgjandi eða andvígur því að þingkosningar fari fram í haust?" Fylgjandi Andvigir Óákv. Svaraekki 48,2% 24,3% 26,7% 0,8% 66,4% Alþingis- kosningar í haust? 33,6% Fylgjandi Andvígir því að gengið verði til þingkosninga í haust en andvíg em 33,6 prósent. Úrtakið í skoðanakönnuninni var 600 manns. Jafnt var skipt á milli kynja og eins milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar. Hringt var í fólk og það spurt: „Ertu fylgjandi eða andvígur því að þingkosningar fari fram í haust?“ Af öllu úrtakinu sögðust 48,2 pró- sent vera fylgjandi því að gengið verði til þingkosninga í haust en and- víg vom 24,3 prósent. Óákveðnir reyndust 26,7 prósent og 0,8 prósent neituðu að gefa upp afstööu sína. Mikil andstaða í Sjálf- stæðisflokki Sé afstaða fólks til haustkosninga greind eftir stuðningi þess við stjóm- málaflokka kemur í ljós að stuðn- ingsmenn stjómarflokkanna og stjómarandstæðinga greinir á um ágæti hugmyndarinna:-. Meirihluti stuðningsmanna stjómarflokkanna er andvígur haustkosningum meðan yfirgnæfandi meirihluti stjómar- andstæðinga er fylgjandi. Meöal stuðningsmanna Aiþýðu- flokksins em 40 prósent andvíg kosn- ingum, 29 prósent fylgjandi en 31 prósent em óákveðin eða neita að gefa upp afstöðu sína. Meðal stuðn- ingsmanna Sjálfstæðisflokksins er andstaðan enn meiri því 50 prósent eru andvíg haustkosningum. Ein- ungis 26 prósent em fylgjandi kosn- ingum en óákveðnir og þeir sem neita að svara em 24 prósent. Stuðningsmenn Alþýðubandalags eru áfjáðastir í haustkosningar sam- kvæmt skoðanakönnun DV. Þar á bæ reyndist 91 prósent vera fylgjandi kosningum. Einungis 2 prósent voru andvíg og 7 prósent voru óákveðin eða gáfu ekki upp afstööu sína. í hópi stuðningsmanna Framsókn- arflokksins reyndust 63 prósent fylgjandi haustkosningum, andvíg vora 14 prósent og 23 prósent voru óákveðin eða neituðu að svara. Með- al stuðningsmanna Kvennalistans var 61 prósent fylgjandi kosningum, 11 prósent vom andvíg og 28 prósent voru óákveðin eða neituðu að svara. í könnun DV reyndist tæplega helmingiu- þeirra sem ekki taka af- stöðu til einstakra flokka, eöa neita að gefa hana upp, vera fylgjandi haustkosningum. Andvíg voru 17 prósent og 34 prósent voru óákveðin eða neituðu að gefa upp afstöðu sína. Þá má geta þess að eini stuðnings- maður Græns framboðs í könnun- inni kvaðst fylgjandi kosningum næsta haust. Ummæli fólks í könnuninni „Ráðherramir hans Davíös ættu að taka til hendinni og klára fjárlög- in með stæl. Vinstraliðinu er ekki treystandi til þess,“ sagði karl á Vest- urlandi. „Ég vil helst að kosningar fari fram strax," sagði karl á Aust- fjörðum. „Klúðrið með þjóðhátíðina er gott dæmi um þá landsstjóm sem við fáum alltaf yfir okkur, hvemig svo sem maður kýs. Ég er búinn að fá mig fullsaddan af íslenskri póh- tík,“ sagði karl í Kópavogi. „Ég vil kosningar strax á morgun," sagði karl í Reykjavík. „Svona kosningar kosta of mikið," sagði kona á Suður- landi. Kona á Austfjörðum sagði rík- isstjórn Daviös Oddssonar þá vit- lausustu sem hún myndi eftir. Haust- kosningar - afstaöa kjósenda eftir stuðningi þeirra viö fiokka í alþingiskosningum - □ Fýlgjandi ■ Andvfgir ] Óákveönir Skoáanakönniin 4= DV I dag mælir Dagfari____________________ Verður kosið í haust? Eftir að Jóhanna sagði af sér em menn alvarlega famir aö tala um kosningar í haust. Ekki veit Dagf- ari hvort það stafar af því að ráð- herramir sjá svo mikið eftir Jó- hönnu aö þeir geti ekki hugsað sér að sitja í ríkisstjórn án hennar. Eða þá af hinu að stjómarandstaðan telur sig svo sterka eftir að Jó- hanna hefur gerst liðhlaupi í stjómarliðinu að hún telur sér alla vegi færa. Svo er líka hinn möguleikinn að þeir í Alþýðuflokknum hafi komist að sömu niðurstöðu og Jóhanna, að það sé ekki pláss fyrir bæði hana og Jón Baldvin í flokknum, enda flokkurinn lítill og rúmar ekki margt fólk. Ef það sé raunin þá sé betra að losa sig sem fyrst við Jó- hönnu, nú eða þá Jón, svo flokkur- inn geti lifaö áfram og haft rúm fyrir það fólk sem vill vera í flokkn- um. Þeir em ekki aflögufærir í svo litlum flokki sem Alþýðuflokknum að burðast með fólk og flokksmenn, sem telja sig ekki eiga heima í flokknum. Stjómarþingmenn hafa verið að tjá sig um kosningar. Þar em skipt- ar skoöanir. Forsætisráðherra seg- ir að ekki verði kosið í haust en útilokar ekki kosningar. Aðrir sjálfstæðismenn sem Stöð tvö hef- ur talað við útiloka ekki kosningar en telja þó að ekki verði kosið í haust. Þetta fer í rauninni allt eftir því hvort menn telja að betra sé að kjósa í haust heldur en ekki. Það fer aftur eftir því hvort ríkisstjóm- in hefur nægilegt fylgi á Alþingi. Þaö fer allt eftir því hvemig ein- stakir þingmenn greiða atkvæði. Það fer allt eftir því hvemig Jó- hanna greiðir atkvæði og hvort hún fær aðra stjómarþingmenn til að greiða atkvæöi eins og hún, el- legar hvort þeir styðja stjómina eins og þeir eru búnir að lofa. Þaö fer allt eftir því hvort þeir styðja stjómina sem þeir em búnir að lofa aö styðja eða hvort þeir svíkja það loforð. Jóhanna segist styðja stjómina til allra góðra verka. Það fer þá eftir því hvort ríkisstjómin leggur fram góð verk eða slæm. Það er háð mati Jóhönnu Sigurðardóttur og annarra þeirra sem vilja styðja stjómina til allra góðra verka en ekki þeirra sem þeir telja slæm. Með öðrum oröum: ef ríkisstjóm- in telur sig leggja fram góð verk og telur aö aðrir þeir sem vilja styðja hana til góðra verka, telja það líka til góðra verka, sem stjóm- in leggur til, þá mun stjómin lifa. Þetta er auðvitað spennandi dæmi, því ríkistjómir hafa jafnan lagt fram góð mál og slæm mál og ekki er alltaf hægt að reiða sig á að öll mál teljist til góðra verka. Það era ekki alltaf jólin í ríkis- stjómum og stundum þarf að gera fleira en gott þykir. Hinu er ekki að neita að Jóhanna og hennar skoðanabræður geta með þessum hætti slegið tvær flug- —u-..--_____íi ■ 11 ■ ' ur í einu höggi. Annars vegar að styðja ríkisstjómina til allra góðra verka og koma um leið í veg fyrir að ríkisstjómin glepjist til að leggja fram slæm verk. Sem ráðherra hefur Jóhanna neyðst til að samþykkja ýmislegt sem henni er á móti skapi, en með því að segja sig úr ríkisstjóminni er hún ekki bundin af samkomu- lagi innan ríkisstjórnarinnar og getur sem óbreyttur þingmaður verið með góðu málunum en á _1_________________________________ móti slæmu málunum. Þannig get- ur hún stuðlað að því að ríkis- stjómin komi eingöngu góðu verk- unum í gegnum þingið og þannig getur hún styrkt stjómina í sessi og leitt hana farsællega í gegnum það erfiða val á milli góðra verka og slæmra. Hún getur satt að segja gert meira gagn utan stjómar held- ur en innan. Þetta gerir það að verkum að ekki þarf að kjósa í haust nema nauðsynlegt sé að kjósa í haust. Og það er ekki nauðsynlegt að kjósa í haust, ef ríkisstjórnin gætir sín á Jóhönnu og spyr hana ráða áður en stjórnin leggur fram sín mál því Jóhanna ætlar að styðja stjórnina til allra góðra verka. Jó- hanna fór ekki úr ríkisstjóminni til að fella hana heldur til að styðja hana til allra góöra verka og það reynist henni miklu auvðeldar ut- an sfjómar heldur en innan. Hvað era menn svona hræddir við Jóhönnu? Hvað em menn svona hræddir um að þurfa að kjósa í haust? Em menn að gefa í skyn aö þeir þurfi að kjósa til að koma slæmum málum í gegn? Eða vilja þeir ekki að Jóhanna styðji stjómina til allra góðra verka? Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.